Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 6
6 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR
KJÖRKASSINN
Fylgdist þú með beinni útsend-
ingu frá Edduverðlaununum?
Já 43%
Nei 57%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er fjárhagsstaða Reykjavíkur-
borgar góð?
sími 483 4700
www.hotel-ork.is
Arkar jólahlaðborð
Nú fer hver að vera síðastur að panta!
Jóhannes Kristjánsson á föstudögum
Ómar Ragnarsson á laugardögum
Dansleikur að loknu borðhaldi
með hljómsveitinni Feðgunum
18. 19. 25. og 26. nóvember
2. 3. 9. 10. 16. og 17. desember
Krakkahlaðborð með Birtu og Bárði
sunnudaga milli 15-17
20. og 27. nóvember
4. 11. og 18. desember
Sælulykill að Hótel Örk
Gisting fyrir 2
Þriggja rétta óvissukvöldverður
Morgunverður af hlaðborði
Fæst á Hótel Örk sími 483 4700
og Hótel Cabin sími 511 6030,
Borgartúni 32 Reykjavík.
7.450,- krónur á mann.
(Sælulykill fyrir 2 á 14.900,-)
SJÁVARÚTVEGUR KG-fiskverkun á
Rifi, Brim hf. og Útgerðarfélagið
Tjaldur hafa ákveðið að láta smíða
fjögur ný línuveiðiskip og er stefnt
á að fyrstu skipin verði tekin í
notkun á fyrri hluta ársins 2007.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
Brims, segir að á móti verði ein-
hverjir togarar seldir en ekki hafi
verið tekin ákvörðun um hvaða tog-
arar það verði né hversu margir.
Félögin gera nú út fimm togara og
tvö línuveiðiskip en Guðmundur
segir að með þessari ákvörðun séu
félögin að taka þá stefnumarkandi
ákvörðun að einbeita sér í auknum
mæli að línuveiðum. Hann segir
að breytt útgerðarform muni ekki
kalla á fækkun sjómanna en þess í
stað verði þeim jafnvel fjölgað.
„Útgerð línuveiðiskipa er hag-
kvæmt rekstrarform í dag og
býður upp á aukin gæði hráefnis og
ferskari vöru. Endanlegur kostnað-
ur við smíði skipanna liggur ekki
fyrir en við höfum unnið að þessu
máli í nokkuð langan tíma og ljóst
að þau verða smíðuð erlendis,“
segir Guðmundur.
Skipin verða mislöng en öll
verða þau um 50 metrar að lengd
eða nokkru stærri en Tjaldur SH
270, sem gerður er út af Brimi, en
hann er rúmir 43 metrar að lengd
og 688 brúttótonn.
- kk
Þrjú fyrirtæki sameinast um nýsmíði fjögurra skipa:
Togurum skipt út fyrir línuveiðiskip
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Forstjóri Brims segir ein bestu línumiðin nú um stundir úti af
Norður- og Norðausturlandi og því hagkvæmt að gera línuveiðiskip út frá Akureyri.
ATVINNULÍF „Ég fagna því auð-
vitað að náðst hafi niðurstaða,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, formaður Samfylkingarinnar.
„Eina ferðina enn gefa aðilar
vinnumarkaðarins stjórnvöldum
svigrúm og mikilvægt að stjórn-
völd noti það af mikilli ábyrgð,“
segir hún og telur ljóst að óstjórn
í efnahagsmálum hafi verið rót
vandans. „Aðilar vinnumark-
aðarins voru ekki ábyrgir fyrir
því að samningar voru að bresta,
heldur ríkisstjórnin, og því eðli-
legt að hún kæmi að málinu.“
Ingibjörg telur mikilvæg
grundvallarmál hafa náðst fram,
svo sem tekjutengingu atvinnu-
leysisbóta og aukið jafnræði í
lífeyrissjóðssmálum. „Skrefin
eru kannski ekki stór, en þau eru
mikilvæg.“
Formaður Samfylkingarinnar:
Stjórnvöld fá
svigrúm
ATVINNULÍF „Ég tel það mik-
inn ávinning fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að hafa náð þessu
fram um lífeyrissjóðina,“
segir Guðjón Arnar Kristj-
ánsson, formaður Frjálslynda
flokksins um samkomulag
Alþýðusambandsins og Sam-
taka atvinnulífsins.
„Þarna var ágætlega að
verki staðið, enda hefðu lífeyr-
issjóðirnir ella orðið að skerða
aðrar greiðslur, þar á meðal
ellilífeyri.“
Guðjón fagnar því að nást
skyldi saman og telur það
mjög til góða fyrir þjóðfélag-
ið. „Betra er að gengið rúlli
rólega niður frekar en að það
fari niður á við í einhverju
heljarstökki með tilheyrandi
kjaraskerðingu.“
Formaður frjálslyndra:
Ágætlega að
verki staðið
ATVINNULÍF Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs,
segir ljóst að flestir fagni sam-
komulagi aðila vinnumarkaðar.
„Ekki er nú á óvissuna og
brimskaflana bætandi sem
þjóðarskútan er að sigla í
gegnum í efnahags- og atvinnu-
málum.“ Hann segir þó ljóst
mega vera að launafólk sé ekki
ofhaldið af leiðréttingunni,
þótt í grófum dráttum væri
reynt að verja kjörin. „Kanns-
ki er ekki kostur á meiru án
verulegra átaka. Ég held þetta
verði alveg nógu erfitt næstu
mánuðina, sérstaklega fyrir
útflutnings- og samkeppnis-
greinarnar, þó að óvissa eða
jafnvel átök á vinnumarkaði
hefðu nú ekki bæst við.“
Formaður Vinstri grænna:
Launafólk er
ekki ofhaldið
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON
ATVINNULÍF Ríkisstjórnin fagnar
samkomulagi Samtaka atvinnulífs-
ins og Alþýðusambands Íslands sem
náðist seinni partinn í gær. Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra segir
niðurstöðuna draga úr verðbólgu og
auka stöðugleika.
„Óvissan hefur verið mikil, en
sú vissa að samningar haldi skipt-
ir miklu máli fyrir stöðugleikann,“
sagði Halldór og kvað ríkisstjórnina
hafa lagt mikið á sig svo það mætti
verða. Hann sagði ljóst að örorku-
málin vægju þyngst í því sem ríkis-
stjórnin hefði lagt af mörkum. „Það
á að vísu eftir að útfæra nánar, en
samstaða er um það að samræma
þessar reglur.“
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
til að greiða fyrir samkomulagi
Alþýðusambands Íslands og Sam-
taka atvinnulífsins um áfram-
haldandi gildi kjarasamninga var
kynnt síðdegis í gær á fundi með
fulltrúum atvinnulífsins og ráð-
herrunum fjórum sem mynda rík-
isfjármálaráð, en það eru Halldór
Ásgrímsson, Árni Mathiesen, Geir
H. Haarde og Árni Magnússon.
Árni Mathiesen fjármálaráð-
herra segir mjög gott að samningar
haldist í gildi og greinilegt að menn
hafi lagt heilmikið á sig til að ná því
markmiði fram. „Vinnuveitendur
taka á sig hækkanir og ríkið tekur
líka á sig ákveðna hluti í örorkubóta-
málum,“ segir hann, en kostnaður
ríkisins af aðgerðum vegna örorku-
bóta nemur allt að 1,5 milljörðum
króna. „Auðvitað á eftir að vinna
töluvert í þessu og hluti af þessu að
ríkið og aðilar vinnumarkaðar sem
að lífeyrissjóðunum standa vinni að
þessum hlutum saman.“ Árni segir
hækkun og tekjutengingu atvinnu-
leysisbóta alfarið vera samningsat-
riði milli aðila vinnumarkaðarins
þó að stjórnin taki að sér að beita
sér fyrir nauðsynlegri lagabreyt-
ingu vegna þeirra hluta.
„Um atvinnuleysistrygginga-
sjóð sem standa á straum af þessu
gilda lög, en undir sjóðnum stend-
ur atvinnutryggingagjaldið sem
vinnuveitendur borga.“
olikr@frettabladid.is
Óvissunni hefur verið eytt
Forsætisráðherra segir samkomulag ASÍ og SA skipta miklu fyrir stöðugleika í landinu og vera líklegt til
að draga úr verðbólgu. Ríkisstjórnin kynnti í gær yfirlýsingu til að greiða fyrir samkomulaginu.
GLATT Á HJALLA Í RÁÐHERRABÚSTAÐNUM Það var létt yfir þeim Árna Mathiesen fjármálaráðherra, Baldri Guðlaugssyni ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Bolla Þór Bollasyni ráðu-
neytisstjóra í forsætisráðuneyti, Árna Magnússyni félagsmálaráðherra og Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Olíufélögin hafa undan-
farinn sólarhring lækkað verð á
bensíni og olíu.
Í gærkvöldi var algengt verð á
bensíni á sjálfsafgreiðslustöðum
hinna olíufélaganna rétt um 105
krónur, bæði á bensíni og olíu.
Verð með fullri þjónustu er svo
að jafnaði einni til tveimur krón-
um dýrara á lítrann.
- óká
Samkeppni olíufélaga:
Bensín lækkar
VERKALÝÐSMÁL Miðstjórn Samiðn-
ar ályktaði í gær að segja hefði
átt upp samningum fremur en að
skrifa undir samkomulag við Sam-
tök atvinnulífsins.
„Miðað við þær tillögur sem
fyrir liggja vegna endurskoðun-
ar á kjarasamningum telur mið-
stjórn Samiðnar ekki rétt að for-
maður Samiðnar gefi samþykki
sitt fyrir þeim. Miðstjórnin bendir
á að í landinu er mikið góðæri en
um 40 prósent launþega búa við
kaupmáttarskerðingu á sama tíma
og stórir hópar eru að taka til sín
miklar launahækkanir,“ segir í
ályktuninni.
Miðstjórnin segist harma að
ekki skuli hafa verið um það sam-
staða innan Alþýðusambandsins
að tryggja launafólki stærri hlut
af góðærinu sem í landinu er.
- óká
Miðstjórn Samiðnar:
Segja átti upp
samningum