Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 25. aprtl 1976
Sunnudagur 25. aprll 1976
TÍMINN
17
Nf MENNINGAR GERÐ 1MÓ TUN
Rætt við Símon Jóh.
Ágústsson prófessor
ÞAÐ ER dr. Simon Jóh. Agústs-
son prófessor, sem hér spjallar
við lesendur Timans. Vitaskuld er
þarflaust að kynna hann fyrir is-
lenzku þjóðinni, en jafnvist er
hitt, aö af hans fundi fara menn
jafnan fróöari en þeir komu. Þvi
skal honum þegar i upphafi þakk-
að, ab hann skyldi veita leyfi til
þessa blaðaviðtals. Seint á siöast
liönu ári sendi dr. Simon frá sér
ljóðabók, eins og islenzkum ljóða-
vinum er kunnugt, og á þessu ári
mun koma út hjá Menningarsjóöi
langt rit um tómstundalestur
barna, byggt á mikilli rannsókn
sem dr. Simon gerði á nærri 1700
börnum i Reykjavik á aldrinum
10—15 ára fyrir einum áratug eða
svo.
Missti fööur sinn tíu ára
gamall
Ekki er ætlunin að lengja þetta
mál með þarflausu rausi blaða-
manns. Við skulum heyra, hvað
prófessorinn hefur aö' segja.
— Er það ekki rétt, próf.
Simon, að þú hafir fæðzt og alizt
upp i Arneshreppi i Stranda-
sýslu?
— Jú, ég fæddist 28. september
1904 i Kjós i Reykjarfirði. For-
eldrar minir voru þau hjónin
Agúst Guömundsson og Petrina
Sigrún Guðmundsdóttir. Ég ólst
þar upp til 18 ára aldurs. Þá fór ég
alfarinn aö heiman til Reykjavik-
ur. Föður minn missti ég þegar ég
var tiu ára. Hann varð innkulsa á
sjó og dó úr skæðri lungnabólgu,
sem þá var að ganga. Hann var
þá 49 ára. Ég var næstelztur
fimm alsystkina minna. Móður-
faðir minn, Guömundur ólason,
sem þá var kominn um sextugt,
tók við forsjá heimilisins.
Kjós er litil jörð, þótt landrými
væri ærið. Bústofninn var venju-
lega um 67—75 kindur, tvær kýr
og eitt geldneyti eða naut, og tveir
til þrir hestar. Sjór var mikið
stundaður, svo og sela- og fugla-
veiði. Heimili mitt var bjargálna,
ég leið aldrei neinn skort á upp-
vaxtarárum minum. Yfriö nóg
matföng voru mestan hluta árs-
ins, nema helzt á útmánuðum, þá
gat fæði orðið nokkuð einhæft.
Viðbit var ávallt nægt, og mikið
var etið af hákarli. A útmánuðum
var fæöið helzt saltfiskur, harö-
fiskur og þorskhausar, auk
mjólkur. Brauömeti gat um tima
verið af skornum skammti, þar
sem flestar vörur þraut i verzlun-
um — en úr þvi rættist verulega
um sumarmál. Þá komu skip með
vörur.
//Tíminn langa
dregur drögu......."
— Þá hefur nútiminn ekki verið
genginn i garð á þessum slóðum?
— Mikið hefur verið talað um
svonefnda aldamótamenn, þ.e. aö
mér skilst þá menn, sem mundu
eftir sér um 1900 og liföu svo aö
sjá og reyna hina miklu byltingu,
sem siöan hefur orðiö á atvinnu-
háttum, menningu og lifnaðar-
venjum þjóöarinnar. En þessar
breytingar urðu smám saman og
voru hvergi nærri samstiga á öll-
um sviðum né i öllum landshlut-
um. Ef ég miöa við mina sveit,
virðist mér aö gagngerð breyting
hafi fyrst orðiö seint i fyrri
heimsstyrjöldinni og upp úr
henni.
— Viltu ekki skýra þetta nán-
ar?
— Ég skal reyna, en þaö er erf-
itt i fáum oröum. Ef ég tek dæmi
af mér, þarf ekki djúpt að
skyggnast, til að komast að raun
um, að sú menningargerö, sem ég
lifi nú i, er i veigamikium atriðum
frábrugöin þeirri menningargerð,
sem ég ólst upp viö, þótt báðar
séu þær islenzkar og samhengi sé
á milli þeirra. Margt skilur þær
að og margt tengir þær.
Timinn langa dregur drögu
dauöa og lifs, sem enginn
kvað Matthias.
Simon Jóh. Agústsson. Timamynd Gunnar.
Erfiðlega dröslast hver maöur
með áskapaða og arfgenga eigin-
leika forfeðra sinna i óteljandi
ættliði, og mannkynið virðist ekki
hafa breytzt frá þvi að sögur hóf-
ust. En menning og siðvenjur
hafa tekiðstakkaskiptum frá þvi i
fornöld, þær breytast frá einu
menningarsvæði til annars, frá
einni kynslóð til annarrar, þótt
sum timabil séu að ýmsu leyti
kyrrstæö, en önnur með miklu ör-
ari breytingum.
Þannig má segja, að margar
kynslóðir lifi i einum manni. Þeg-
ar sami maðurinn hefur reynt á
sjálfum sér áhrif tveggja ólikra
menningargerða, fariö úr tiltölu-
lega kyrrstæðri og einfaldri
menningargerö i aðra, sem er si-
kvik og miklu margbrotnari,
veröur hann oftast við ihugun
lostinn undrun. Honum finnst
hann hafa lifað lif margra kyn-
slóða. Þessa reynslu höfðu til
dæmis Forn-Grikkir á dögum
Alexanders mikla, og við Islend-
ingar á minum aldri, sem muna
hina fornu atvinnu- og heimilis-
hætti, eins og þeir höfðu verið i
meginatriðum um aldaskeið, en
munu nú tæpast finnast á nokkru
býli neins staðar á landinu. í lif-
andi reynslu þeirra býr andi fleiri
kynslóða en yngri manna.
Slík tímabil
koma ekki oft
Slik timabil i sögu þjóða koma
ekki oft. Hvort sem minni kynslóð
likar betur eða verr, er þessi
breyting eða bylting að ekki ó-
verulegu leyti hennar verk. Við
höfum aö ýmsu leyti komið henni
af stað, en orðið að fylgjast með
öörum þjóðum, verið virkir þátt-
takendur i henni fram til þessa
dags, þótt okkur fækki og við
hverfum senn af sjónarsviðinu.
Börn okkar og barnabörn taka nú
við, framtiðiner i þeirra höndum.
Þau eiga við mörg önnur vanda-
mál að glima en við höföum á
þeirra aldri, og verða að reyna að
leysa þau með öðrum úrræðum en
viö okkar, þegar við vorum ung.
Okkur finnst stundum, að ó-
persónuleg félagsleg öfl hafi tekiö
af okkur ráðin, viö vera orðin
ieiksoppar óviðráðanlegra afla,
sem viö óttumst og viljum sporna
við.
Þó erum við undirniðri þess
meðvitandi, að við höfum átt okk-
ar þátt i þvi að leysa þessi öfl úr
læðingi. Við gerum okkur þess
einnig grein, að breytingar leiða
ekki alltaf til framfara, hamingju
og öryggis, heldur geta þær falið i
sér ófyrirsjáanlegar hættur.
Þessar breytingar leiða oft til
angistar, kviða, rótleysis, eftir-
sóknar eftir fölsuðum lifsgildum,
skorts á skvnsamleeum úrræð-
um. Bölsýni og tilgangsleysi
mannlegrar tilveru setja mjög,
eða að minnsta kosti ekki óveru-
legan svip á hugsun nútíma-
manna, bæði i skáldskap og heim-
speki. Við gerum okkur þess
grein, að við lifum á varasömum
og hættulegum timum.
Þessi menningarbylting, sem
nær til allra vestrænna landa,
byggist á visindastarfsemi og
hagnýtingu hennar, tækninni, en
hún hefur i för með sér meiri og
minni breytingar á félagsgerð,
lifnaðar- og hugsunarhætti. Við
vorum verrundirþessa breytingu
búin en flestar aðrar Evrópuþjóð-
ir vegna þess, að á flestum
sviðum höfðum við dregizt aftur
úr og höfum orðið að taka þetta
skrel á miklu styttri tima en þær.
Borgar- eöa þéttbýlismenning
hefur þekkzt þar um áraraðir,
sums staðar frá þvi i fornöld, eða
áður en sögur hófust. En jafnvel i
þessum löndum er það að mestu
á þessari öld, að hlaupið hefur
slikur ofvöxtur i borgirnar, að
þær búa miklum hluta ibúa sinna
nær ómennsk lifsskilyrði, þrátt
fyrir allar menningarstofnanir
sinar. En það er vist bezt að slá
botn i þessar hugleiðingar.
Menningarstarfsemin fór
fram aö vetrinum
— Það væri nú gaman, ef þú
vildir segja mér og lesendum
okkar frá menningu, atvinnu og
lifnaðarháttum I þessu afskekkta
byggöarlagi, þar sem þú ólst upp,
— þessari liðnu tiö, sem aldrei
kemur aftur og aðeins örfáir
menn muna.
— Ég man mjög snemma eftir
mér, á ýmsar einstakar minning-
ar frá þriðja og fjórða ári, og man
nokkuð samfellt eftir mér frá
fimm ára aldri. Ef ég sný mér
fyrst að menningarlegu hliðinni,
þá er hún býsna frábrugðin þvi
sem nú er, þótt ýmsir nútimalegir
þættir vefjist þar inn i, sem voru
nær óþekktir eða öðru visi fyrr á
öldum. Miklu fleira en nú stóð þá
á ævafornum merg. Ýmsir siðir
og venjur breyttust þar sennilega
seinna en i flestum öðrum hlutum
landsins. Ég man til dæmis eftir
þvi, þegar mjólk var sett, mig
rámar i, þegar skilvindan kom,
ég var hálfhræddur við hana. Ég
man, að lömb voru kefld á vorin,
og ég man vel eftir bæði stiun og
fráfærum. I sumum þessum
störfum tók ég þátt. Ég hjálpaði
til að við stiun, sat yfir kviaám og
smalaði þeim.
A veturna fór lestur og önnur
menningarstarfsemi fram, sem
var órofa þáttur hinnar fornu
heimilismenningar. I rökkrinu
voru sagðar sögur, og man ég þar
helzt eftir ömmu minni, Sigriði
Pétursdóttur (d. 1912). Hún var
eyfirzk að ætt, en fluttist ung með
bróður sinum, Simoni, vestur að
Breiðafirði. Simon bjó lengi að
Brekku i Gilsfirði. Amma min
bekkti fólk, sem haföi lifað
móðuharðindin, og hún sagði
mér ýmislegt, sem það hafði sagt
henni. Mér finnst þvi að ég standi
býsna nærri þeim atburðum og
fólkinu sem lifði þá.
Amma min lærði ljósmóður-
fræði hjá Jósepi Skaftasyni lækni
á Hnausum. Hún fluttist til
Tungusveitar i Steingrimsfiröi og
siðan i Vikursveit. Þar giftist hún
móðurföður minum, Guðmundi
Ölasyni, og áttu þau aðeins eitt
barn, sem lifði, móður mina.
Amma var sjór af sögum, sem við
krakkarnir drukkum i okkur. Hún
kenndi okkur sæg af bænum og
versum, þulum og langlokum.
Skömmu eftir að kveikt var,
hófst kvöldvakan. Rimur ýmiss
efnis voru kveðnar, að minnsta
kosti fram til 1917-T8. Söguljóð
voru lesin upphátt, svo sem
örvaroddsdrápa, Grettisljóð,
Axel, Friðþjófssaga, Þorgeir i
Vik, svo og Skugga-Sveinn, en
aldrei ljóðræn kvæði. Þá voru
lesnarsögur: Islendingasögur og
aðrar fornsögur, riddarasögur,
en einnig bækur eftir 19. aldar
menn, Maöur og kona, Piltur og
stúlka, Aðalsteinn, og svo skáld-
sögur eftir samtima höfunda, og
þýddar sögur. Oft var gert hlé á
lestrinum og efni rimna, sögu-
ljóða og sagna var rætt. Tók allt
fólkið þátt i þessum umræðum.
Börnin fylgdust af lifandi áhuga
með þessum umræðum og voru
sispyrjandi. Var sjálfsagt ekki
alltaf auðvelt að leysa úr sumum
spurningum þeirra.
Guðræknin var
ekki neinn hégómi
Þá er að minnast á heimilisguð-
ræknina, sem var þá enginn hé-
gómi. Lesið var á hverju kveldi
frá veturnóttum til sumarmála og
lesinn sálmur eöa brot úr sálmi
íyrir og eftir hugvekjuna. Að lok-
um bændu menn sig, sem var
kallað, lokuðu augum, settu hægri
hönd fyrir þau. Þá áttu menn að
biðja til guðs hljótt með eigin orð-
um. öll vinna var lögð niður meö-
an helgiathöfnin fór fram. Börn
máttu ekki leika sér. Ég man, að
mér likaði illa að mega ekki
tálga, þóttist geta tekið eftir
guðsoröinu, þótt ég gerði það. En
þaö var mér stranglega bannað.
Hugvekjur eftir Pétur Pétursson
voru einvörðungu lesnar, og oft-
ast húslestrabók hans á sunnu-
dögum, en stundum prédikanir
eftir Pál Sigurðsson.
Upp úr fyrri heimsstyrjöld var
hætt að lesa á kvöldin, nema
Passiusálmana um föstuna. —
Oftast voru tvö til þrjú fyrstu og
siðustu versin sungin. — Og á
sunnudögum voru lesnir húslestr-
ar. Svo lagðist þetta einnig smám
saman niður. Hugvekjur og hús-
lestrar voru lesin með einkenni-
legum sönglanda, sem ég get ekki
lengur náð, en ekki með venju-
legu lestrarlagi. Ekki þótti hæfa
að lesa guðsorð eins og
tröllasögur, eins og komizt var að
orði.
Vidalinspostillu var viðast hvar
hætt aö iesa i minni sveit, þegar
ég man fyrst eftir mér. Kenning
hans þótti of hörð. Fáir trúöu
lengur á útskúfunarkenninguna,
þótt hún slæddist með ýmsu svo-
kölluðu guðsorði. Ég minnist eins
viðtals mins við móður mina um
þetta mál. Þá var ég töluvert inn-
an viö tiu ára aldur. Ég taldi upp
ýmsa menn, iátna og lifandi, sem
höfðu miður gott orð á sér, og
spurði hana, hvort þeir myndu
ekki fara eða hefðu farið i vonda
staðinn. Hún kvað nei við, eöa
taldi það engan veginn vist. Þá
sagði ég: Til hvers er þá vondi
staðurinn, þegar enginn fer i
hann? Hún svaraði mér eitthvað
á þá leið, að þótt mennirnir væru
vondir, væri miskunnsemi guðs
þó enn meiri.
Trú á guðlega forsjón var
mönnum inngróin. Hún var
traust, bjargföst, efasemdir kom-
ust ekki að. Menn ræddu litt um
trúmál né deildu um þau. Sjó-
ferðabænir var hætt að lesa, en
formaður hvatti háseta sina til aö
biðja fyrir sér áður en sjóferðin
hófst. 1 sjávarháska gæfist ekkert
tóm til bænagerðar.
Sögur um Sæmund fróða og
kölska gerðu mér mjög gott. Mér
yröi svo sem ekki skotaskuld úr
þvi að hafa i fullu tré við þann
vonda og ára hans. Helviti varð i
huga minum hreint ekki óvið-
kunnanlegur staður. Ég hugsaði
mér hann likan gamla hlóðaeld-
húsinu. Höfuðpaurinn sat kóf-
sveittur við hlóðirnar og skaraði i
eldinn, en púkarnir sátu á þver-
bitum hálfhuldir reyk. Þvilika
einfeldninga var ég svo sem ekk-
ert smeykur við.
Einn heitan sumardag, og móð-
ir min var ein heima með okkur
börnin, fór ég út á hlað, og sé þá
ókunnugan mann sitja á hnyðju á
hlaðinu. Hann var grannvaxinn,
mjög húðblakkur með hrafnsvart
hár og bogaöi af honum svitinn.
Hann varpaði á mig kveðju. Ég
þóttist viss um, að þetta væri
kölski, en varð ekki hiö minnsta
hræddur, þótti sem hnifur minn
hefði komizt i feitt, og hljóp inn i
bæ og segi við móður mina: ,,Það
er kominn maður, kolsvartur og
bogar af honum svitinn. Ég held
að þetta sé kölski”. „Hvaða vit-
leysa er i þér, drengur”, segir
hún þá og fer út. Mikil voru von-
brigði min, þegar þetta var þá
maöur úr sveitinni og frændi
minn i þokkabót.
Lestur og skrift
Bókakostur var meiri á heimili
minu en almennt gerðist þá, bæði
Kaldbakur, Kaldbaksvik, Kleifar og Kaldbakur (fjalliö) I baksýn. Hér bjuggu forfeður Simonar Jóh.
Agústssonar lengi. Ljósm. Tryggvi Samúelsson.
gamlar torgætar bækur og nýjar.
Auk þess var allgott lestrarfélag i
hreppnum. Ég man afarlitið eftir
lestrarnámi minu. Ég minnist
þess, að faðir minn gaf mér staf-
rófskver um haust, en allæs var
ég orðinn um vorið, og ias þá
meðal annars Um Grænland að
fornu og nýju eftir Finn Jónsson
og Helga Péturss. mér til mikillar
ánægju. Litið las ég af barnabók-
um. Þó man ég eftir Nýjasta
barnagullinu, sem Oddur Björns-
son gaf út. Annars las ég allar
bækur, sem til voru heima og ég
gat komizt yfir: fornrit, þjóðsög-
ur, gamlar og nýjar sögur, frum-
samdar og þýddar, og alls konar
fróðleiksefni. Bibliuna gluggaði
ég snemma i, en hafði litinn
smekk fyrir hana fyrr en ég var
kominn á unglingsár. Lestur
minn var „allra þefja blessuð
blanda”, eins og Þorsteinn kvað.
Gotneskt letur lærði ég jafnhliða
eða litlu seinna en latinuletrið, las
til dæmis snemma Atla eftir
Björn i Sauðlauksdal og þótti
hann fróðlegur. Af tslendingasög-
um held ég, að Gisla saga Súrs-
sonar hafi haft dýpst áhrif á mig.
Sturlungu entist ég aldrei til að
lesa i heild, heldur einungis ein-
stakakafla hennar, einkum frá-
sagnirnar um Flóabardaga og
Flugmýrarbrennu.
Ég varð einnig snemma læs á
skrift. A heimili minu voru haug-
ar af skrifuöum bókum, flestar
þeirra eftir Gisla Gislason, bróö-
ur Skúla Gislasonar þjóðsagna-
ritara. Hann var i mörg ár i Kjós,
þótt hann væri talinn til heimilis á
Kúvikum. Sörli föðurbróöir minn
stundaði lika mikið bókaupp-
skriftir. Hann dó 23ja ára, senni-
lega úr berklum. Þetta eru þeir
seinustu og mestu bókaafritarar i
minni sveit, að þvi mér er bezt
kunnugt.
Ljóð las ég lika mikið, allt frá
þvi að ég var innan við tiu ára
aldur. Mest dálæti hafði ég á
Grimi Thomsen, Jónasi,
Matthiasi, Steingrimi, Þorsteini
Erlingssyni og Bjarna Thoraren-
sen. Einar Benediktsson og Step-
han G. þekkti ég þá litiö og hafði
ekki þroska til þess að njóta
skáldskapar þeirra.
Þótt ég muni litiö eftir lestrar-
námi minu, man ég mjög vel eftir
skriftarnáminu, og að mér þótti
það afar leiðinlegt. Barnaskóli
var ekki i sveitinni i uppvexti
minum, heldur var þar einungis
svokallaður „umgangskennari”,
sem hafði eftirlit með námi barna
og var nokkra daga á hverjum
bæ.
Móðir min var mjög lóðelsk.
Eftirlætisskáld hennar var Stein-
grimur. Þótt góður kveðskapur
væri mikils metinn á heimili
minu, var það ekki litiö hýru
auga, ef maður bögglaði saman
vísu. Var sagt, að maður yrði
heimskur af sliku bulli, sem ætti
ekkert skylt við æðri skáldskap,
hann væri sérstök guðsgjöf, sem
hlotnaðist einstaka mönnum, og
yrðu þeir mikið á sig aö leggja til
þess að ávaxta vel sitt pund.
Báturinn og skíðin
voru aðal
samgöngutækin
Eins og áður segir, þá var
vetrinum að mestu leyti variö til
lestrar, eftir þvi sem tóm gafst til
frá öðrum störfum, veiöiskap,
hákarlalegum, smiðum, skepnu-
hriðingu og tóvinnu. Drengjum
voru kennd öll þau störf, sem þeir
gátu valdið, svo sem að snúa
tauma, bregða gjarðir, riða net,
spinna hrosshár á halasnældu,
svo eitthvað sé nefnt. Nokkuö
hefðbundin verkaskipting var á
milli karla og kvenna. Þær prjón-
uðu, saumuðu og sáu um matseld.
Faðir minn átti góðan danskan
vefstól. Cf hann á hverjum vetri
voðir úr vaðmáli og tvisti.
Vefnaður var talinn fremur karla
verk en kvenna. Gólfþvott önnuð-
ust piltar engu siður en stúlkur.
A sumrin tóku börnin þátt i öllum
störfum sem þau réðu við. Efldi
það mjög vinnugleði þeirra, að
þau fundu að starf þeirra var til
gagns. Ekkert man ég eftir þvi,
þegar ég lærði áralagið, fremur
en þegar ég fór að fara á skiði. Ég
vakti bæði yfir túni og sat hjá, og
á frá þeim störfum margar hug-
ljúfar minningar.
Hvort tveggja það sem ég
nendi, að kunna áralagið og
kunna á skiðum, var nauösyn.
Báturinn var aðalsamgöngutæk-
ið, og oft var ófært á vetrum
nema á skiðum i þessari fann-
þungu sveit. Litil skiði voru smiö-
uð handa börnum, svo og litlar
árar, sem kallaðar voru spaðar.
Reki var mikill á hverjum bæ,
nema á bæjunum inni i Reykjar-
firði og Ingólfsfirði. Þó gat rekið
talsvert i Kjós i austanátt, og á
hverju vori var gengið um fjörur
og allt smælki, sem kallaö var
mir, borið i hrúgur en siðan flutt
heim á báti og haft til eldiviðar.
Góðan, valinn við i báta, möst-
ur, árar, skarsúöir, hrifusköft,
gólf og þiljur varö að kaupa af
mönnum, sem bjuggu á rekajörö-
um. Var mikið verk aö vinna viö-
inn með þeim verkfærum, sem þá
þekktust. Faðir minn var mjög
hagur á tré. Hann smiðaði mikið
á vetrum, aðallega fötur, byttur,
trog, skiði og baujur, þ.e. lóða-
dufl. Hann var einn vetur i Kaup-
mannahöfn nokkru fyrir aidamót
og vann þar á smiöaverkstæöi.
Aður fyrr renndu Strandamenn
diska, kúpur og matarföt úr
hnyðjum. Var það viðast eða alls
staðar lagt niður, þegar ég man
eftir mér. Þó voru til slik matar-
ilát heima i barnæsku minni, svo
og askar, en þá var hætt að nota.
Rekinn var þá, og er einkum
nú, mikil tekjulind Vikur-
sveitunga. Svo að segja hver jörð,
sem byggð er nú i Arneshreppi, er
rekajörð, og einnig margar þær
jarðir, sem lagzt hafa i eyði.
Hákarl, selur
og fugl
— Þú nefndir áðan að þú hefðir
snemma lært áralagið. Rerir þú
til fiskjar á æskuárum þinum?
— Ég byrjaði snemma að gutla
á sjó. Fiskur gekk þá inn á
Reykjarfjörð, og var oft góður
afli þar á sumrin, en þá stóð
slátturinn yfir, beituöflun var
stopul, svo að ekki var hægt að
sinna fiskveiðum að ráði. Stund-
um var róið á vorin að heiman út
á Húnaflóa, og var það um fjög-
urra klst. róður hvora leið. Á
Gjögri reri ég eitt vor og tvö
haust. Var þá jafnan róið út i
Flóa. A hákarlaveiðum var ég
eina vetrarvertið, á fimmtán til
tuttugu lesta vélbát frá Kúvikum.
Þótti mér það skemmtilegt. Við
fiskuðum vel, og vildi ég að ég
ætti vel verkaöa alla þá hákarla,
sem ég hef drepið. Ég er vist hinn
eini núlifandi hinna svokölluðu
menntamanna islenzkra, sem
hefur stundað þennan veiðiskap.
A vetrum, þegar logn var, var
oftast farið á. fugla- og selveiðar
út á Reykjarfjörð. Að þessu var
mikil björg, og við höföum oft
langa kafla vetrarins teistu eða
selkjöt tvisvar I viku. Ég fór fyrst
að fara með byssu réttra fjórtán
ára, eða eftir að ég var fermdur.
Öfermdir unglingar fengu ekki að
fara með byssu. Við lifðum að
hálfu leyti veiðimannalifi, að
skjóta fugla eða sel heyrði til lifs-
baráttunni, og menn höfðu siður
en svo nokkurt samvizkubit af
drápi þeirra. En fyrir okkur var
brýnt að drepa öll dýr hreinlega.
Við lögðum oft mikið á okkur við
að ná særðum fugli eða sel. Svipað
gilti um útrýmingu músa, sem
ollu oft miklu tjóni á matvælum
og lögðust jafnvel á fé á hörðum
vetri. Að drepa þær þótti hið
mesta nauðsynja- og þarfaverk.
— A bæjarhörfnunum hvildi aftur
á móti eins konar helgi. Það þótti
ólánsmerki að drepa hrafn. Við
krakkarnir fengum alltaf aö gefa
hröfnunum á Pálsmessu. Var það
oftast afvatnaður saltfiskur, lát-
inn á háan klett, sem hundar
komust ekki upp á.
— Minnist þú þess, að konur
sæktu sjó, eins og ekki mun hafa
veriö óalgengt fyrrum?
— Konur fóru ekki i fiskiróöra,
Djúpavik, séö til Naustvlkur yfir Reykjarfjörö frá Djúpuvik. Ljósm. Tryggvi Samúelsson.
svo að ég muni eftir. Fæstar
þeirra kunnu almennilega ára-
lagiö, hvað þá heldur meira. Og
ekki minnist ég þess, að þær hafi
unniö að fiskiaðgerð. Hins vegar
gripu þær stundum i að vaska
saltfisk, og að þurrkun saltfisks,
breiðslu hans og samantekt unnu
konur, börn og karlmenn.
Bátum sinum völdu Vikur-
sveitungar góð nöfn. Þeir hugs-
uðu vel um þá, treystu allan bún-
að þeirra, dyttuöu að þeim, mál-
uðu þá fagurlega á hverju vori.
Góðum bátum áttu þeir oft lif sitt
að launa. Þeir voru varla taldir til
dauðra hluta, svo samgrónir voru
þeir tilveru manna. Samband
báts og manns mátti á flestan
hátt likja við samband Skag-
firðings við eftirlætisreiðhest
sinn. Ef selja þurfti góðan bát,
var þess gætt, að hann lenti hjá
góðum sjómanni, sem lét sér að
öllu leytiannt um hann. Kom þar
fram sama viöhorf og við skepn-
um. Menn vildu ekki láta hest, kú,
kind eða hund nema til manna,
sem fóru vel með þau.
Uppeldisfræði
Guðmundar Jónsonar
— Lifði ekki á vörum fólks sem
þú kynntist i æsku mikill fjöldi
sagna um sérstæöa einstaklinga
og eftirminnilega atburöi liöins
tima?
— Jú, nokkuð var um það. Ég
hef skrifað nokkra þætti um ein-
kennilega menn, og birtust þeir i
Rauðskinnu endur fyrir löngu.
Þaö gengu til dæmis talsvert
margar sögur af langafabróður
minum, sem Guðmundur hét og
var Jónsson. Hann bjó lengstaf á
Kjörvogi og i Ingólfsfirði.
Guðmundur var greindur mað-
ur og vel að sér, og tók þvi oft að
sér unglinga til kennslu, eða i
læri, eins og þaö var kallað. Eink-
um munu það hafa verið óþekkir
og þrjózkir strákar, sem komið
var til hans.
Ég segi hér aöeins eina sögu af
þessum frænda minum, þvi að
hún hefur nokkurt uppeldislegt
gildi, og gætu menn sitthvað af
henni lært.
Guðmundur gekk mjög strang-
lega eftir þvi, að fyrirmæli hans
væru rétt skilin, og að þeim væri
hlýtt. Eitt sinn fannst dauð mús i
bænum i Ingólfsfiröi. Guömundur
baö þá strák nokkurn, sem var til
náms hjá honum, að taka músina
og leggja hana á hauginn. Strákur
hlýddi þegar, tók músina og kast-
aði henni út á haug. Guðmundur
horfði á aðfarir hans og lét þegar
vanþóknun sina i ljós, þar sem
strákur hafði ekki unnið verkið
eins og hann baö hann um að gera
það. Hann hafði beöið hann um að
leggja músina á hauginn, en
strákur hafði kastaö henni á
hauginn. Varö nú strákur aö taka
músina af haugnum, bera hana
inn i bæ og láta hana á sama stað
og hún var áður, taka hana upp á
ný og leggja hana kirfilega á
hauginn.
Þessum ögunarháttum sinum
lét Guömundur stundum fylgja
einfaldar almennar skýringar.
svo sem þær, hvilika nauðsyn
bæri til þess, að hásetar skildu
rétt skipanir formanns og hlýddu
þeim. Allur misskilningurog röng
framkvæmd gæti kostað skips-
höfnina lifið.
Helvitis-
predikarinn
— Manstu nokkuð eftir flökkur-
um, þegar þú varst aö alast upp?
— Flakkara sá ég aldrei. en
nokkrum sértrúarmönnum og
helvitispredikurum man ég eftir.
Þóttu þeir sumir hvimleiðari.
frekari og óskemmtilegri en
gömlu flakkararnir. Einn þeirra
kom heima og fékk leyfi til að
predika.Faðirminnvará lifi. svo
ég hef verið innan viö tiu ára ald-
ur. Ég hlýddi fyrst á, en fann
fljótt. að boðskapur hans var i allt
Framhald á bls. 28