Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 25. aprfl 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 37 - lengur. Það tekur sinn tíma f yrir brotin rif bein að gróa, eins og þú veizt. Rödd AAyru var stuttaraleg, en þó f ull samúðar. Gamli maðurinn virti hana fyrir sér og brosti. — Ég er plága á ykkur öllum, ekki satt, sagði hann. — Leiðinlegur, gamall skarfur! — Alls ekki, svaraði hún. — Ekki einu sinni, þegar ég dett út um gluggann um miðja nótt? — Ég mundi ekki láta það komast upp í vana, ef ég væri í þínum sporum. Þú verður að taka afleiðingum, eins og þú veizt. — Veiztu að mér geðjast vel að þér, Myra, læknir, sagði gamli maðurinn. — Þú segir hlutina eins og þeir eru og það líkar mér. — Þú ert vingjarnlegur í dag! Gamli maðurinn hló niður í skeggið. — Breytinq til batnaðar, en það? Eg veit, hvað þið kallið mig hérna, „Gamli noldurseggur'' segja sumar hjúkrunarkonurnar. — En þær meina það ekki. Sannleikurinn er sá, að okk- ur geðjast vel að þér, þótt undarlegt megi virðast. — Já, hvers vegna skyldi nokkrum geðjast vel að skap- illum fátækum gömlum skarfi, sem veit ekki einu sinni, hvað hann heitir? — Skapillum? Jú, stundum. Fátækum? Margt fólk tel- ur sig það, þegar það hefur ekki efni á að fara í leik- húsið. En St. Georges sjúkrahúsið er stofnað til að hugsa um veika Englendinga. Þú ert enskur og þú ert veikur. En ég hefði gjarnan vil jað vita dálítið meira um þig. Það var þögn á deildinni þessa stundina. Deildar- hjúkrunarkonaan sta við skrifborðið sitt í litla glerbúr- inu í hinum enda salarins. — Hvað viltu vita um mig? spurði Jósep gamli. Hann hefði sagt öllum öðrum að skipta sér ekki af þvi, sem þeim kæmi ekki við, en af því það var þessi stúlka, sem hafði verið svo góð við hann, mátti ekki minna vera en hann væri kurteis við hana. Hún horfði rólega á hann með gráu augunum. — Það sem þú vilt segja mér, sagði hún. — En ef ég vil ekki segja þér neitt? — Þá sleppirðu þvi bara. Hann lá þögull andartak. — Þú vilt gjarnan vita, hver ég er, sagði hann eins og það væri augl jóst. — En þú manst það ekki, er það? Hann hikaði. — Nei, ég geri það víst ekki. Hönd hennar snerti hans. — Hafðu ekki áhyggjur af því. Þaðer ekki vístað þeir sem vita hverjir þeir eru, séu hótinu betri. Margt fólk hef ur reynt að gleyma hvert það er. — Ertu að gefa í skyn, að ég sé viljandi að gleyma, hver ég er? sagði hann lágt. Hún þóttist verða hissa. — En hvers vegna skyldirðu gera það? Hann svaraði ekki, en það kom glampi í augu hans. — Við skulum segja, að ég sé fátækur listamaður, sagði hann. — Það er að minnsta kosti satt. — Einu sinni var ég trúlofuð listamanni, sagði hún hægt. — Hann stundaði nám hérna í París. — Hundruð listamanna stunda nám í París. Hann spuri ekki um nafnið, en hélt áfram. — Varstu trúlofuð, sagðirðu? Þýðir það, að þú ert það ekki lengur? — Einmitt svaraði hún. — Þá hlýtur maðurinn að vera bjáni og þú mátt þakka fyrir að vera laus við hann. Það segirðu ekki, ef þú vissir, hver hann er, hugsaði Myra. Þú mundir ekki geyma myndirnar hans eins og f jársjóði, þóttþúsveltir og kveljistaf kulda, ef þér fynd- ist ekki mikiðtil hans koma. Hún hugsaði til myndanna, sem voru vandlega geymdar í herberqi hennar oq velti fyrir sér, hvað gamli maðurinn segði, ef hann vissi, að hún hafði tekið þær. Yrði hann reiður eða þakklátur? Það var erfitt að geta sér til um það. Hún hafði engan reft til myndanna og hafði hreint og beint stolið þeim. Ef til vill höfðu þær verið jafn öruggar hjá honum, því ekki hafði litið svo út sem hinir leigjendurnir í þessu auma húsi hefðu áhuga á list. — Segðu mér, spurði hún skyndilega. — Hvers vegna vildirðu fyrir hvern mun komast héðan burtu um nótt- ina? — Ég er búinn að vera hérna allt of lengi. Ég hafði ekki hugsað mér að vera lengur en tvo eða þrjá daga. — En þú varst svo lasinn. Þú þarf nast hvíldar og nær- ingar. Hvers vegna reyndirðu að fara áður en við út- skrifuðum þig? — Ég hafði áhyggjur af dálitlu. Augu hans virtu hana vandlega fyrir sér. — Heyrðu mig... get ég treyst þér, lililH I SUNNUDAGUR 25. april 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.0ÓFréttir. tJtdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veöurfregnir). a. Þættir úr „Messias” eftir Georg Friedrich Handel. Gundula Janowitsj, Marga Hoeffgen, Ernst Haefliger, Franz Crass, Bachkórinn og Bach- hljtímsveitin I Munchen flytja, Karl Richter stj. b. Fiðlukonsert nr. 1 i D-dilr eftir Niccolo Paganini. Shmuel Ashkenasi og Sinfóniuhljómsveitin I Vin leika, Heribert Esser stjtírnar. 11.00 Messa i Háteigskirkju. Prestur: Séra Arngrimur Jðnsson. Organleikari: Marteinn Hunger Friöriks- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Þættir úr nýlendusögu Jtín Þ. Þór cand. mag. flyt- ur fimmta hádegiserindi sitt: Hrun nýlenduvelda. 14.00 Staldrað við i Þorláks- höfn, — fjórði þáttur. Jónas Jónasson litast . um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónieikar. Wil- helm Kempff, Christoph Eschenbach, Snjatoslav Rikhter Margit Weber oJl. flytja sigilda tónlist ásamt þekktum söngvurum og hljómsveitum. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Létt-klassisk tónlist. 17.15 Að vera rikur. Árni Þórarinsson og B jörn Vignir Sigurpálsson ræða við Guð- laug Bergmann, Rolf Johansen, Þorvald Guö- mundsson og Aron Guð- brandsson (áður útv. 18. september). 18.00 Stundarkorn með franska seilóleikaranum Paul Tortelier. Tilkynning- D R E K I K U B B U 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.25 Bein lina til Vilhjálms Hjáimarssonar mennta- máiaráðherra. Frétta- mennirnir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson sjá um þáttinn. 20.30 Frá hljómleikum sam- einuðu þjóðanna i Genf i október. Nikita Magaloff og Suisse Romande hljóm- sveitin leika Pianókonsert nr. 5 I Es-dúr. „Keisarakon- sertinn” eftir Beethoven, Janos Ferencsik stjórnar. 21.00 „Komir þú á Grænlands grund” Arni Johnsen og Einar Bragi taka saman þátt um Grænland fyrr og siðar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 16. april 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar Ornólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Þórir Stephensen (a.v.d.v.) Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hreiðar Stefánsson heldur áfram sögu sinni „Snjöllum snáð- um” (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Búnaðarþáttur kl. 10.25: Matthi'as Eggertsson kenn- ari á Hólum talar um grænfóður. tslenskt málkl. 10.50 Endurtekinn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.