Tíminn - 25.04.1976, Síða 29

Tíminn - 25.04.1976, Síða 29
Sunnudagur 25. apríl 1976 TÍMINN 29 Ljósmæbur á námskeiöi. A myndinni sést einnig Siguröur S. Magnússon prófessor, sem stjórnaöi nám- skeiöinu. Nómskeiði fyrir Ijósmæður lokið og annað að hefjast Garðhúsgögn Þessi garðsett eru nú til hjó okkur á ótrúlega góðu verði. Stórlækkað verð INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510 SJ-Reykjavik. Ljósmæðrafélag islands gengst um þessar mundir fyrir námskeiðum fyrir ljósmæð- ur i samvinnu við Heilbrigðis- ráðuneytið. i upphafi var ætlunin að hafa eitt námskeið fyrir 20-25 ljósmæður, en áhugi á þátttöku var svo mikill, að úr var að þau urðu tvö. I gær lauk f jögurra daga námskeiði, sem 35 ljósmæður utan af landi sóttu, og á mánudag hefst annað, sem á verða nálægt 40 ljósmæður héðan úr höfuðborg- inni og nágrenni. Sigurður S. Magnússon prófess- or, yfirlæknir Fæðingardeild- arinnar, stjórnar námskeiðunum, en fræðsluna annast ljósmæður og læknar Fæðingardeildar Landsspitalans og Fæðingar- heimilis Reykjavikur, læknar Barnaspitala Hringsins auk fé- lagsráðgjafa. A námskeiðinu var fyrst og fremst fjallað um mæðravernd og ungbarnavernd. Áherzla var lögð á fyrirbyggjandi ráðstafanir, og algengustu vandamálin og nýj- ungar á þessu sviði kynntar. Að sögn Sigurðar S. Magnússonar prófessors er Fæðingardeild Landsspitalans þjónustustofnun fyrir landið allt. Það er mikil- vægt, að sú sérþekking, sem þar safnast saman og sú aðstaða, sem skapast með nýjum og auknum tækjakosti komi að gagni, ekki aðeins fyrir Reykjavik og ná- grenni heldur alla landsbyggðina. Námskeið sem þessi þjóna m.a. þeim tilgangi að flytja þessa sér- þekkingu meira út á landið. Ljósmæður eru elzta launa- stétt kvenna á landinu, þær hafa verið embættismenn i 210 ár. Nú eru flestar ljósmæður mjög illa launaðar, en þær fá frá 10.-20.000 kr. upp i 80.-100.000 kr i árslaun. Litið er á starf þeirra sem auka- starf, en þó hafa þær viöveru- skvldu og ýmsar aðrar skyldur. Ein kvennanna sem sótti nám- skeiðið, sem nú er lokið er Elin Stefánsdóttir, ljósmóðir i Hruna- mannahreppi, þar sem eru um 500 ibúar og fæðingar eru um 10 á ári. Konurnar fæða ekki heima, heldur á sjúkrahúsinu á Selfossi, og fer Elin oftast með þeim. Starf hennar er einkum fólgið I þvi að aðstoöa konurnar fyrir og eftir fæðingu þegar þær leita til hennar um ráð. Elin er húsfreyja að Mið- felli, en laun hennar fyrir ljós- móðurstarfið eru 80.000 kr. á ári. Elin Sigurðardóttir, heilsu- gæzluljósmóðir i Stykkishólmi, var einnig' meðal þátttakenda i námskeiðinu. Hún hefur starfað i Stykkishólmi frá 1950, að þrem árum undanskildum, og starfar nú fast fjóra tima á dag, hvort sem um fæðingu er að ræða eða ekki. Það er nýlunda fyrir Elinu að geta brugðið sér i burtu, þvi að önnur ljósmóðir var ekki á staðn- um fyrr en siðustu tvö árin, að hollenzk nunna, sem er ljósmóðir og hjúkrunarkona, leysir hana af hólmi ef á þarf að halda. Nær allar fæðingar i læknishér- aðinu fara fram á sjúkrahúsinu i Stykkishólmi, eða u.þ.b. 30-40 á ári, en einnig starfar Elin Sigurð- ardóttir við mæðra- og ungbarna- eftirlit. Ljósmæðurnar, sem nám- skeiðið sóttu, töldu námskeiðið hafa verið mjög gagnlegt og skemmtilegt. Sá mikli áhugi, sem ljósmæður sýndu á þátttöku, vakti ánægju stjórnar Ljós- mæðrafélagsins og annarra, sem að námskeiðinu stóðu. Læknarn- ir, sem veittu ljósmæðrunum til- sögn, töldu sig geta mikið lært af að kynnast reynslu starfandi ljós- mæðra utan af landi. ÍBÚÐAVINNINGAR Á 2'h MILLJÓN OG 5 MILLJÓNIR. At 100 BÍLAVINNINGAR. 9 Á 1’/j MILLJ. 24 Á 1 MILLJ. 64 Á 'h MILLJ. 3 VALDIR BÍLAR. 5688 HÚSBÚNAÐARVINNINGAR: Á 10 ÞÚSÚND Á 25 ÞÚSUND Á 50 ÞÚSUND SALA A NÝJUM MIÐUM ER 'HAFIN, EINNIG ENDURNÝJUN ÁRS MIÐAOG FLOKKSMIÐA MÁNAÐARVERÐ MIÐA KR. 400.00 AÐALVINNINGUR EINBÝLISHÚS AÐ HRAUNBERGSVEGI 9, AÐ VERÐMÆTI NÚ 22 MILLJ. MAi-BÍLL AUDI 100 LS ÁGÚST-BÍLL OPEL ASCONA OKTÓBER-BÍLL BLAZER Eyðir þú 150.000- til einskis? Athuganir okkar sýna að 10 hjóla bifreið, með meðal rekstur og meðal endingu á hjólbörðum, sparar 150.000.— krónur á ári við að kaupa BARUM hjólbarða undir bifreiðina. Sparið þúsundir— kaupið flcmiifi Vörubilahjólbaröa VÖRUBÍLAHJÓLBARÐAR STÆRÐ VERÐ 1100-20 frá kr. 51.680.- 1000-20 frá kr. 46.480.- 900-20 frá kr. 41.440.- 825-20 frá kr. 32.360.- Oll verö eru mlöuö vlö skráö gengl U.S.S: 178.80 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H/E AUDBREKKU 44 — 46 KÓPAVOGI SlMI 42606 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H/F. OSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR. GARÐABÆR: NYBARÐI H/F GARÐABÆ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.