Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 28

Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 25. apr!l 1976 ATLAS SUMARDEKK 520-10 kr. 5.995- 600-13 kr. 6.521- 650-13 kr. 7.051- 700-13 kr. 7.902- A78-13 kr. 8.578- 520-14 kr. 7.469- 590-14 kr. 6.751- C78-14 kr. 8.609- E78-14 kr. '8.036- F78-13 kr. 9.626- G78-14 kr. 10.054- C78-15 kr. 7.422- E78-15 kr. 7.993- F78-15 kr. 10.394- G78-15 kr. 11.242- H78-15 kr. 11.794- H78-15 Gróf kr. 12.708- L78-15 Gróf kr. 13.758- E60-15 kr. 9.410- F60-15 kr. 9.906- G60-15 kr. 10.366- Atlas Big Daddy. Breiður Bani. Opið um helgina Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍM116740 aui 7B er 5 manna bill með góðu rými, sem fótleggjalangir farþegar kunna að meta. aai JBhefur framúrskarandi skemmtilega aksturseiginleika. aaaa OBBer framhjóladrifinn bill, sem hentar þess vegna vel við islenskar aðstæður á snjóugum og blautum vegum. aaasB Bill, sem vert er að skoða. j aaaa BBB er fáanlegur 2ja og 3ja dyra. 3ja dyra billinn gefur hleðslumöguleika allt að I cu m 5 fullorðnir 50 kg farangur eða 1 fullorðinn 330 kg farangur. FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Síðumulo 35 Simar 38845 — 38888 ® í'mótun öðrum dúr en hugvekjur hins sæla biskups, Péturs Péturssonar. Fór ég þá að tálga, og sagði um leið: Þetta er ekki guðsorð. Við það espast karlinn, svo að hann bend- ir á mig og segir að ég sé á beinni leið til helvitis. Rýkur þá upp kerling ein, em var heima, og þótti mjög vænt um mig. Fara þau i hár saman, og var gagns- laust að bera klæði á vopnin. Kerlingin var hamslaus af reiði og þótti mér hún hafa miklu bet- ur. Man ég það eitt, að hún sagði, að hann hefði allra manna óhrein- asta fylgju, og hefði hún þó marg- ar ljótar séð. Þótt undarlegt sé, beit þetta nokkuð á karl, enda var hann sagður kominn af blendnu fólki. Sagði kerling honum að steinþegja og haga sér skikkan- lega meðal vel kristins og al- mennilegs fólks. Hafði helvitis- predikarinn hægt um sig úr þvi. Honum tókst þó að „frelsa” i bili húsbændur á tveimur bæjum. Bóndinn á öðrum þessum bæ kom alloft heim. Hafði hann hætt að bölva og nota tóbak. Ræddi hann við afa minn um frelsun sina og sagði meðal ann- ars þessi orð, sem ég gleymi aldrei: „Þótt ég vildi syndga, þá gæti ég það ekki.” Þetta þótti afa minum ganga guðlasti næst. Eftir eitt eða tvö ár rann þó frelsunar- móðurinn af þessu fólki. Um- ræddur bóndi fór nú aftur að bölva og taka tóbak, og allt komst i sitt örugga og kristilega far. Brotizt til mennta — En svo að við snúum okkur að sjálfum þcr: Svo hleypir þú heimdraganum og ferð út i veröldina? — Já, ég fór átján ára til Reykjavikur. Jón heitinn Magnússon skáld, sem hafði unn- ið tvö sumur á sildarstöðinni i Djúpavik, en hún er i landi Kjós- ar, bauð mér að búa hjá sér fyrst um sinn, en svo fór, að ég var þar til húsa frá 1922-1927. Fyrirætlan- ir minar voru engan veginn ljós- ar. Mig langaði mest til prent- náms, en sú iðngrein reyndist þá lokuð. Ég vann fyrir mér um veturinn, var i alls konar hlaupa- vinnu, þvi að atvinnuleysi var þá mikið. Ég var i kvöldskóla KFUM, þrjú kvöld i viku, að mig minnir, og hafði m.a. Arni Frið- riksson, siðar fiskifræðing, fyrir kennara, en hann var þá vist i sjötta bekk menntaskólans. Hann hvatti mig mjög til þess að lesa undir gagnfræðapróf utan skóla, og siðan til stúdentsprófs. Ég sagði honum, að ég ætti ekki grænan eyri, og gæti ekki búizt við verulegum fjárstyrk að heim- an. Honum óx þetta ekki i augum, sagði, að eins væri ástatt um sig. Ef ég væri heppinn með sumar- vinnu, myndi hún hrökkva langt til, og með það sem á vantaði, yrðu einhver ráð. Þetta fór eftir spá hans. Ég var til sjós sumarið eftir og vann mér svo mikið inn, að ég gat lesið veturinn eftir utan- skóla undir gagnfræðapróf. 011 min menntaskólaár gat ég að mestu kostað mig sjálfur. Var ég ýmist til sjós eða tilsláttarmaður á sildarstöðvum á Siglufirði. Oft- ast fékk ég vinnu i Reykjavik daginn eftir að ég losnaði úr skólanum. • Andlegur sjónhringur minn vikkaði mikið þessi ár. Bæði af sjálfu náminu, og ekki siður af þvi, sem ég las óviðkomandi þvi, en það voru býsnin öll. Og siðast en ekki sizt af viðkynningu við ýmsa menntaða ágætismenn, einkum Jón Magnússon og Baldur heitinn Sveinsson. Til hans kom ég mjög oft, hann leiörétti nokkr- ar islenzkar ritgerðir, sem ég skrifaði til þess að æfa mig undir gagnfræðapróf. Vakti hann at- hygli mina á ótrúlega mörgum atriðum, sem varða islenzka tungu, og er hann hinn bezti kenn- ari i þvl efni, sem ég hef haft. Hjá honum kynntist ég ýmsum af- burðamönnum, svo sem Páli Eggerti Ólafssyni. Háskólaárin í Frakklandi Að loknu stúdentsprófi var ég staðráðinn i þvi að lesa sálarfræði og heimspeki. Ég hafði lesið Sohopenhauer nokkuð mér til gagns. Kant reyndist mér ofviða. Margar bækur Agústs H. Bjarna- sonar og Guðmundar Finnboga- sonar hafði ég lesið, svo og Nýal Helga P.éturss. Ég treysti mér hvorki i guðfræði né læknisfræði, og á lögfræði hafði ég engan áhuga. Ef ég hefði ekki komizt ut- an, hefði ég lagt stund á islenzk fræði, enda dáði ég mjög Sigurð Nordal. — Fórst þú svo til framhalds- náms I Frakklandi strax að stúd- entsprófi loknu? — Já, ég fór til Parisar um haustið. Min reynsla er sú, að at- vikin velji oft fyrir menn og ráði miklu um, hvernig lif þeirra ræðst. Hins vegar er undir manninum sjálfum komiö, hvernig hann bregzt við þessum atvikum. Ég hafði ætlað mér að stunda háskólanám i Edinborg, og hafði Baldur Sveinsson aflað sér vitneskju um nám þar og námskostnað. Svo bárust mér fréttir um, að miklu ódýrara væri i París. Afréð ég þvi að fara þang- að, eftir að hafa talað við Björgu Þorláksson. Hvaða áhrif þetta hefur haft á lif mitt, er mér ómögulegt að segja um, en vfst er, að það hefði ráðizt nokkuö á annan veg. Parisarháskóli, eða Sorbonne, var þá i röð fremstu háskóla i heimi. Kennarlið var fjölmennt og margbreytt, þar störíubu margir beztu visindamenn Frakka. Engu siður vænleg til þroska voru hin almennu menn- ingarlegu áhrif, sem þetta mikla menntasetur og glæsiborg höfðu á mann. Þá voru þar margir gáfað- ir tslendingar við nám, eins og Kristinn heitinn Björnsson lækn- ir, Þórarinn heitinn Björnsson skólameistari og Magnús G. Jónsson dósent. Auk þeirra voru þar miklir listamenn eins og As- mundur Sveinsson og Gunnlaugur Blöndal og siðar Einar Bene- diktsson skáld. Hann var um flest hinn stórbrotnasti, glæsilegasti og merkilegasti maður, sem ég hef kynnzt. Námið var erfitt, en þó gafst mér timi til þess að lesa feiknin öll, einkum fagurbókmenntir, sem komu ekki náminu við, nema þá óbeint. Ég hafði alltaf tilhneig- ingu til þess, kannski of mikla. Þvi sagði Baldur Sveinsson eitt sinn við mig eitthvaðá þessa leið: Lestu til prófs. Það er reyndar ekki mikið að hafa próf, en það getur verið vont að hafa það ekki. — Þessu heilræði reyndi ég að fylgja, og tókst það. Min mestu þroskaár voru i Paris. Fram til 1932 voru þar allmarg- ir islenzkir námsmenn, peninga- sendingar voru nokkurn veginn reglulegar, ef einn varð uppi- skroppa, gátu hinir lánað honum, þangað til hann fékk peninga. Þá bjó aldrei neinn okkar við sult, en fjárráð okkar flestra voru mjög af skornum skammti, svo að við lifðum ekki I neinum holdsins vel- lystingum og urðum að neita okk- ur um margt. Ég lauk prófi snemmsumars 1932, var heima fram i febrúar 1933, en þá hlaut ég styrk úr sjóði Hannesar Arnasonar til fjögurra ára, og nægði hann mér til þess að lifa sæmilega. En þá kom babb i bátinn. Kreppan var skollin á, yfirfærslur komu oft óreglulega, allir Islendingar farnir, svo að oft_ mátti maður hálfsvelta töluverð- an tlma. En þetta komst upp i vana. Maðurinn þolir ótrúlega mikið, ef hann hefur heilsu og viljinn er óbilandi. A þremur árum lauk ég við doktorsritgerð mina. Af þeim fóru tvö ár til gagnasöfnunar og annars undir- búnings, en rétt ár var ég að rita hana. Hún er allmikið rit, 320 blaðsiður I stóru broti. — Hvenær komst þú svo heim frá námi? — Ég kom heim um mitt sumar 1936. Þá voru hér erfiðir timar, atvinnuleysi, kreppa. Ég varð að lúta að ýmsum störfum, sem voru timafrek og vanlaunuð, og timi og aðstæður til fræðiiðkana mjög bágborin, eins og menntamenn, jafnaldra mér, hafa flestir reynt á sjálfum sér. Flest það sem eftir mig liggur á islenzku er rita.ð að loknum vinnudegi, oft litilsverðu þreytandi vafstri, um siðkvöld, nætur, árla morguns, áður en haninn gól. Um þau eða önnur störf min, sorg og gleði og lifs- reynslu á fullorðins árum, vil ég ekki ræða. Þú færð nóga, opin- skárri menn mér til þess að ræða um slik efni. Hér með er bezt að við ljúkum þessu viðtali. Islenzk menning hefur aldrei veriö máttugri en nú — Þetta þykir mér nú satt að segja nokkuð endasleppt, en vissulega vil ég ekki vera of nær- göngull við þig. En mig langar, ef ég má, að leggja fyrir þig eina spurningu að lokum: Hvað heldur þú um framtfð islenzkrar menn- ingar? — Ég er enginn sjáandi eða spámaður, dreg aðeins sennileg- ar ályktanir af samtiðinni, eins og hún birtist mér i reynslu minni. Aldrei hefur Isl. menning ver- ið eins máttug og fjölbreytt og hún er nú. Hún er borin uppi af hundrað sinnum fleiri mennta- mönnum og á margfalt fleiri svið- um en þegar ég var að alast upp. Suma þessa menntamenn má kalla afreksmenn, fjölmargir eru starfsamir hæfileikamenn. A sið- •ustu árum, einkanlega þó siðast liðinn áratug, hefur verið komið upp mörgum rannsóknarstofnun- um, og eru sumar innan háskól- ans eða i tengslum við hann, en aðrar ekki. Það er reyndar rétt, að starfs- skilyrðum sumra þessara stofn- ana og einstakra visindamanna er áfátt, misjafnlega er að þeim búið, sumum dável, öðrum lak- lega. Þessir menn munu hafa for- ystuna i islenzku menningarlifi, verða forgöngumenn. Og hinn nafnlausa múg er ég ekki heldur svo mjög hræddur um, þótt ýms- ar blikur séu á lofti i svipinn. Mér finnst, þegar á allt er litið, og þrátt fyrir allt sem aflaga fer, við hafa staðið okkur vel sam- anborið við nágrannaþjóðir okk- ar. Þótt borgarmenning þeirra standi á fornum merg, hafa borgirnar samt vaxið þeim yfir höfuð. Ég vona til dæmis, og treysti þvi fastlega, að við verð- um aldrei svo afvegaleiddir af hrokafullri hálfmenntun eða fals- menntun, að við þykjumst of finir til þess að vinna öll þau störf, sem islenzka þjóðin þarfnast, þvi að annars gerumst við okkar eigin böðlar og leitum þess óhapparáðs að flytja inn misjafna útlenda menn til þeirra, eins og ýmsar grannþjóðir okkar hefur hent, og hafa þær með þvi myndað sér vandamál, sem þeim hefur ekki tekizt að ráða fram úr nema á ómannúðlegan hátt. Ég sé engin merki til þess, að slikt muni gerast hér. Ég trúi þvi, og styðst við likur, að islenzk há- menning og alþýðumenning muni i náinni og fjarlægri framtið verða samtengdar traustum böndum, eins og ávallt hefur ver- ið. Við munum ekki heldur reisa ómennskar borgir, þar sem öll tengsl við náttúruna eru slitin, og leggjast munu að nokkru leyti i eyði, þegar kvöl og tómleiki ibú- anna eru orðin svo mikil, að þau knýja þá til að gæta vits sins. Hin nýja islenzka menningargerð er i sköpun, og fer ekki fram án ýmissa mistaka, sem menn verða að koma auga á og leiðrétta. Þetta er skoðun min. Ég mótaðist af annarri menningargerð, sem aldrei kemur aftur, en lengst af lifði ég i dögun hinnar nýju menningargerðar. — VS. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til sumaraf- leysinga. Upplýsingar veita forstöðukona simi 96- 41333 og framkvæmdastjóri simi 96-41433. $júfirftl)úsið í Husdvík s.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.