Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 22

Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 22
22 TÍMINN Sunnudagur 25. aprfl 1976 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Góð hamfarakvikmynd, en... Léleg afgreiðsla mannlegu viðbragðanna Laugarásbió: Jaröskjálftinn Leikstjórn: Mark Robson Aðalhlutverk: Charlton Heston, Ava Gardner, George Kennedy, Lorne Green og fleiri. Viö þekkjum dæmi þess að jarðskjálftar hafa lagt stórborgir ir rúst. Það er þvi ómögulegt að fela sig bak við það, að hugmynd- in að baki kvikmyndarinnar Earthquake sé óraunveruleg. Hvað sem segja má um myndina sjálfa, sem undirrituðum fannst ekki verulega mikið til koma, þá er hugmyndin ógnvekjandi. Milljónaborgin Los Angeles er að flestu leyti svipuð öðrum stór- borgum Bandarikjanna. Hana byggir venjulegt fólk, sem á við sömu vandamál að glima og aðrir, lifir svipuðu lifi og aðrir borgarar. Þeir eiga sinar fjár- hagsáhyggjur, sin hjónabands- vandkvæði, sitt framhjáhald, sina drauma og sinar sorgir. Hvað gerist þegar þetta venju- lega fólk verður fyrir alvarlegu áfalli vegna náttúruhamfara? Það er ekki um að ræða sjúkdóma einstaklinga, ekki áföll hvers fyrir sig, heldur áfall sem leggst á heildina, sviptir hvern og einn þeirri tilveru sem hann hefur lif- að. Þeirri spurningu leitast kvik- myndin Jarðskjálfti i orði kveðnu við að svara. Að minu mati tekst henni það ekki nægilega vel, eink- um fyrir þá sök, að áherzlan ligg- ur um of á þáttum, sem ekki lúta beinlinis að vandamálinu. t fyrsta lagi þykir mér i upphafi of mikið lagt i kynningu á einstök- um persónum myndarinnar og áhorfandanum velt um of upp úr aðstæðum þeirra. í öðru lagi þykir mér um of lögð áherzla á hamfarirnar sjálfar, of mikiðsýnt af húshruni, blóðspýtingum og niðurgreftri. Skilgreiningin missir sin vegna inntroðslu sterk- ra áhrifaatriða sem svo aftur lama að nokkru áhrif viðbragðaog viðhorfa. Það sem upphaflega átti að skoða, gleymist i ákafanum við að hafa hryllingsáhrif á áhorf- andann, tilraunin til að slá fyrri stórslya- og hamfaramyndir út verður yfirgnæfandi. Að minu mati er þetta mein- legur galli á myndinni, en þvi verður ekki neitað, að sem ham- faramynd er hún vel gerð og stendur alveg fyrir sinu við hlið Poseidon-slyssins og annarra, sem talizt geta i sama flokki. Að þvi leyti er hún jafnvel betri en þorandi hefði verið að vona fyrir fram. Þvi verður að fara hér meðal- veg og dæma hana sæmilega, þar sem hún gegnir hlutverki sinu öðrum þræði vel, en að þvi leyti sem fyrr var nefnt illa. KVIKMYNDA- HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson Ágætis reyfari Háskólabló: Callan Leikstjórn: Don Sharp Aöalhlutverk: Edward Wood- ward, Eric Porter, Carl Mohner.Catherine Schell, Peter Egan, Russell Hunter. Þrátt fyrir aö þarna sé ekki á feröinni neitt nýtt, þrátt fyrir aö þetta sama hafi sézt oft áður, er ekki hægt aö segja annað en að kvikmyndin Callan sé ágætis af- þreying. Hún er enda i hópi hinna betur geröu sinnar teg- undar, og hefur yfir að búa á- kveðinni spennu, sem nýtur sin vel i leik þeirra Woodwards og Mohners. 1 stuttu máli má segja, að myndin fjalli um hinn sigilda leyniþjónustumann, sem á sin- um tima var einhver færasti drápsmaður sinnar deildar, en fékk samvizkubit og varð að hverfa frá störfum. Hann er þó kallaöur til þjónustu á ný, og falið að vinna verk, sem jafn- framt er prófraun á þaö hvort hann veröi tekinn til starfa aft- ur. Að sjálfsögðu vinnur leyni- þjónustumaðurinn verk sitt með eindæmum vel og þaö svo, að jafnvel þær gildrur, sem yfir- menn hans leggja sjálfir i veg fyrir hann, geta ekki haldið hon- um. Hann sýnir þó jafnframt enn þau einkenni, sem komu honum úr starfi — og þvi er hann að lokum markaður sem hættulegur og réttdræpur. Myndin er á köflum spenn- andi og atburðarás nægilega hröð til þess aö hún verður aldrei leiðinieg. Inn i er fléttað atvikum.sem gefa henni mann- legan blæ, jafnvel réttlæta efni hennar. Leikur i henni er hnökralaus ogsöguþráöur vel úrgaröigerð- ur. Hún hlýtur þvi að teljast á- gæt og fær meðmæli sem slik. Heilu húsveggirnir hrynja og fólkið hrapar út af hallandi gólfum_. Létt og skemmtileg, laus við siðfræði Þeir félagar Bill og Charlie meö vinninga slna Stjörnubió: California Split. Leikstjórn: Robert Altman Aöalhlutverk: George Segal, Elliott Gouid, Ann Prentiss, Gwen Walles, Edward Walsh. California Split er hressandi mynd um hressilega karla, sem lifa af fjárhættuspili og lifa fyrir fjárhættuspil. Póker hefur verið með vinsæl- ustu „leikjum" i Bandarikjunum, allt frá þvi á dögum Billy the Kid og annarra „vesturshetja”. Nú er hann spilaður viðar og af fleiri en nokkru sinni fyrr, og fara jafnvel miklar fjárfúlgur yfir borðið i pókerklúbbum og pókerherbergj- um spilavita. En, póker er aðeins einn armur af griðarlega miklu og flóknu kerfi fjárhættuspila — og veð- málastarfsemi Bandarikjanna, sem nánast nær út yfir flesta þætti þjóðlifsins. Fjárhættuspil- arar eru bæði margir og margvis- legir, allt frá húsmæðrum sem hætta ákveðnum hluta heimilis- peninganna við spilaborðið, til harðnaðra og ákveðinna spila- manna, sem hafa lifibrauð sitt af veðmálum. Bill og Charlie, sem California Split fjallar um, eru úr þeim hópi sem hvað haröastur er i veðmála- starfsemi sinni. Þeir veðja á allt og ekkert,á veðhlaupabrautum, i spilasölum. i teningaspili, jafnvel um það hvort dvergar Mjallhvit- ar hafi heitið þetta eða hitt. Þeir félagar eru kyndugir grallarar, sem eru lausir við alla ábyrgðarkennd, og þvi lenda þeir i óteljandi ævintýrum. Lánið er hverfult viö spilaborðið, og þeir ýmist vinna eða tapa, og tapa þá jafnvel stundum þvi sem unnizt hefur á óvænta vegu. Mynd þessi er nokkuð hröð, at- burðarás ákveðin og allar sveifl- ur snöggar. Hún er einfaldlega eins og sköpuð fyrir þá Gould og Segal, enda njóta þeir sin vel. Samband þeýra við gleðikon- urnar tvær, sem Gould er i slag- togi við, er með svipuðum um- merkjum, létt og áhyggjulaust, en þó alls ekki laust við mannlega hlýju og umhyggju. Sérstaklega er nokkuð gaman að þeirri gleöi- konunni sem alltaf er að verða ástfangin af kúnnum sinum. Annars skal ekki fjölyrt um myndina. Hún er skemmtileg og á llan hátt hin ásjálegast og fær hin beztu meðmæli. Það er verulega hressandi að sjá stöku sinnum myndir, þar sem tekið er fyrirbrigði úr mann- lifinu, og þvi gerð skil á þann veg, að kimnin kemst til skila, án þess að of sé hlaðið. Bezti kosturinn er alger skortur á siðfræði. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.