Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 25.04.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 25. apríl 1976 TÍMINN 23 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Heiðarleg og skilmerkileg úttekt á fortíðarskömm Austurbæjarbió: Mandingo. Leikstjórn: Richard Fleischer. Aðlahlutverk: James Mason. Susan George. Perry King, Richard Ward. Brenda Sykes, Ken Noron, Lilian Hayman. bað er einkennilegt hversu mikla ánægju við höfum i dag af þvi að virða fyrir okkur sora for- tiðarinnar. Hvort heldur um er að ræða gyðingaofsóknir þriðja rikisins, nýlendukúgun Breta, Frakka, eða annarra, eða þræla- hald Bandarikjamanna. Við veltum okkur i honum, notum hann sem hvildarlyf frá nútimanum og endurnærumst af kvölum fyrri kynslóða. Já, hvilika unaðs-hneykslunar- grein mætti ekki um það skrifa. Mandingo fjallar um þrælahald Bandarikjamanna, þrælahald, þrælarækt. þrælanot og annað sem að þrælum og þrælaeign lýtur. Myndin gerist að mestu levti á búgarðinum Falconhurst og fjallar um timabil i lifi þeirra sem þar búa. Búgarðurinn er i eigu tveggja feðga, sem þar reka hefðbundinn Suðurrikja-landbúnað. beir lifa jafnframt hefðbúndnu Suðurrikja- lifi og hafa hefðbundnar Suður- rikja-skoðanir. Faðirinn er kominn á efri ár, giktveikur og nokkuð skapstiröur á köflum. Sonurinn er ungur, ógiftur i upphafi myndar. bæklaður á fæti, nokkuð bitur, en að flestu leyti hinn ágætasti drengur. Inn i söguþráö myndarinnar fléttast svo margar aðrar per- sónur, svo sem Blanche, sem verður eiginkona sonarins, Ellen, sem er ástmey hans, Mede, sem er „vigaþræll” hans, fáeinir vinir þeirra feðga og kunningjar og svo að sjálfsögðu „húsdýr” þeirra i mannsmynd. Um söguþráð myndarinnar er ekki vert að fara mörgum orðum hér. Nægir þar að segja, að hann er vel upp byggður, trúverðugur og greinilega er forðast að flétta inn i hann ..æsiatriði” að óþörfu Hann er tiltölulega hreinn og beinn og leiðir umhverfi sitt á eðlilegan máta inn i einskonar dramatiskan hápunkt (svo ég ryðjist nú inn á svið leikhúsgagn- rýnenda). Hann er semsé eðli- legur og hnökralaus. bað, sem vert er nánari umfjöllunar. er meðferð efnisins. sú afgreiðsla. sem þessi þáttur sögu Bandarikjanna fær i höndum kvikmyndagerðarmanna að þessu sinni. bar ber nokkuð við, sem að minnsta kosti ég hef ekki séð fyrr, þvi i Mandingó er gerð tilraun til að vega timabil þetta og meta, án fyrirfram ákveðinna siðaboöa. Myndin sýnir jú timabil, sem - Bandarikjamenn skammast sin margir fyrir i dag. Aðrar kvik- myndir hafa fjallað um svipað efni, nánast sama, en þær hafa ekki verið gæddar sama hispurs- leysi og þessi. í henni kemur fram. að i augum hvitra manna voru svertingjar ekki þrælar, þvi að, þeir voru einfaldlega ekki menn. beir voru álitnir vinnudýr, likt og hestar, kýr, múlasnar og önnur dýr. beir voru tæki, sem ..maðurinn” notaði i glimu sinni við veröldina. Sem dæmi um þetta viðhorf má benda á viðbrögð fyrri eiganda Ellen, þegar Maxwell kaupir hana. Hann selur hana umyrða- laust, en hefur engu að siður ánægju af að sjá hversu glöð hún verður yfir húsbóndaskiptunum. Viðhorf hans til kaupanna eru viðhorf þess sem selt hefur fallega og vel þjálfaða hryssu til manns sem getur betur nýtt hana. Hvergi örlar á grimmd, meinfýsni, eða öðru þvi, sem þrælaeigendum hefur oft verið eignað af neikvæðum eigin- leikum. Sama er að segja um viðhorf feðganna á Falconhurst. þvi að þeir nota þræla sina sem hvern annan búpening. hafa af þeim þau not sem mögulegt er og eru stoltir af þeim. Anægja þeirra yfir nýfæddu barni svertingjakvenna er su sama og islenzki bondinn finnur l'yrir. þegar hann fær íallegt ungviði undan fénaði sinum. Að sjálfsögðu fylgir það svo með. að ef heitsu þræla hrakar þá er kallað á dýralækninn. og ef veikindin virðast alvarleg. eöa ef ellin leggst á þá. er þeim einfaldlega gefiö eitur. þeim er lógað likt og hundum eða köttum. bessi mynd viðhorfa er það. sem öðru fremur gerir Mandingo að athyglisverðri kvikmynd. Hún er hlutlaus og heiðarleg. bar með er ekki sagt að hún réttlæti þrælahald — langt i frá. Ollu nær væri að segja. að hún visaði hneykslun okkar á þræla- eigendum fyrri tima heim til föðurhúsa og segði þannig: — Maður. littu þér littu þér nær." bað er þvi ekki annað hægt en að gefa mynd þessari nokkuð góð meðmæli, jafnvel þótt hún sé ef til vill ofurlitið efnisrýr framan af. Jafnframt þvi að fjalla um þrælahald á þennan máta gripur myndin einnig inn i önnur mál, sem ekki reynast óskyld þegar að er gáð. Til dæmis má þar tiltaka samband hjónanna, Maxwell og Blanche, sem sýnir greinilega að konan er eign mannsins, ekki siður en þrællinn. Brjóti hún af sér gagnvar honum, biða hennar sömu örlög og þrælsins sem hefur óhlýðnast. begar allt er tint til er þvi óhjákvæmilegt að með Mandingo verði mælt. þarna er á ferðinni hin ágætasta mynd. Maxwell færir konu sinni eitur á sængina. Yfir henni var felldur einfaldur dómur, sem á ekkert skylt við grimmd eða aðra neikvæða eiginleika dómarans. HITTIR EKKI VEL í MARK Nýja Bió: Gammurinn á flótta. Leikstjóri: Sidney Pollack Aðalhlutverk: Robert Redford, Fay Donaway, Cliff Robertson, Max von Sydow, John House- man, Addison Powell. Að yfirskyni fjallar mynd þessi um átök innan CIA, eða bandarisku leyniþjónustunnar, með Turner nokkurn i broddi fylkingar. Turner sleppur nauml. frá byssukúlum morð- ingja sem drepa allt starfsfólk deildar innan CIA, sem sér um lestur bóka og rita og söfnun upplýsinga úr þeim. Hann hefur rannsókn á eigin spýtur og upplýsir að lokum málið. Setja má að hugmyndin bak við sögu þessa sé nokkuð góð, þvi hún byggir ekki á átökum milli tveggja þjóða, og ekki heldur á átökum lága við lög- leysingja. Hún byggir einfald- lega á þvi sem gerist, ef einhver áhrifamaður innan leyniþjón- ustubáknsins fer að taka sjálfan sig og starf sitt of alvarlega. bvi miður glatast þessi þráð- ur nokkuð i misheppnuðum til- raunum til spennumyndunar, svo og vegna þess að inn i hann blandast önnur atvik i ævi Turners, sem verða á köflum mun veigameiri en barátta hans. bannig verður myndin jafnvel meir skýrgrein- andi á sambandi Turners (Red- ford) við Katy (Dunaway), heldur en á baráttu hans við CIA. Sepnnan gloprast niður við þetta og gerir myndina jafnvel ofurlitið hjákátlega á köflum. bá er einnig nokkuð um að kenna þvi, að Redford virðist ekki kunna verulega vel við sig i hlutverkinu. Leikur hans er undir marki mest alla myndina, og sums staðar flatur. bó koma fram i þræðinum góðir punktar, sem vert er að veita fulla athygli. Má þar til nefna hlutverk leigumorðingj- ans, sem hefur fundið hæli sitt i þvi að drápin séu einföld viðskiptamál, en á engan hátt tengd siðfræði, vináttu, óvin- áttu, hatri eða öðrum mannleg- um tilhneigingum og tilfinning- um. Hann gengur óskiptur að verki og er engan veginn hik- andi við að gefa Turner góð ráð að lokum, þrátt fyrir að hafa fyrr reynt sitt ýtrasta til að koma honum i gröfina. Málið var einfalt: Turner var kominn út af fórnarlambaskránni, þar sem drápspöntunin hafði verið afturkölluð, og þvi var hægt að sýna mannleg viðbrögð gagn- vart honum, og jafnvel velvilja. bá má einnig nefna skilgrein- ingu CIA-yfirmannsins i lok myndarinnar, þegar hann lýsir starfi sinu sem leik og gefur i skyn, að það eina sem ekki megi. sé aö taka leikinn alvarlega. Sá hinn sami klykkir svo út með æði athyglisverðri athugasemd um eðli þjóðfé- lagsins.' bað er þvi alls ekki hægt að segja að kvikmyndin sé léleg, þvi ihenni felst nægilega margt til að hún sé miðans og timans virði. Hún er þó misheppnuð að nokkru leyti og hittir ekki alveg i mark. Eins og fyrr segir leikur Red- ford undir marki, en Dunaway stendur fyllilega fyrir sinu, svo og Svdow og Robertson. ✓ KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVlKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.