Tíminn - 28.04.1976, Side 1
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
, Flateyri — Bíldudalur
'Gjögur— Hólmavík
Hvammstangi — Stykkis-
ihólmur — Rif Súgandaf j.
jSjúkra- og leiguflug um
'allt land
Simar:
2-60-60 &
2-60-66 '
r
Einar Agústsson, utanríkisráðherra:
SAMNINGURINN VIÐ
V-ÞJÓÐVERJA GILD-
IR EITTHVAÐ ÁFRAM
— EKKERT HEFUR FRÁ ÞEIM HEYRZT
— FRESTUR ÞEIRRA RENNUR ÚT í DAG
Gsal-Reykjavik — Rikisstjórnin
hefur ekki tekið neina ákvörðun
varðandi samningana við
Vestur-Þjóðverja og
samningurinn, sem tók gildi s.l.
haust verður þvi látinn gilda
áfram, þar til annað hefur verið
ákveðið, sagði Einar Agústsson,
utanrikisráðherra i samtali við
Timann i gær, en i dag 28. april
átti bráðabirgðasamningur
rikisstjórnar íslands og
V-Þýzkalands að falla úr gildi,
þar eð Þjóðverjar hafa ekki
staðið við skilyrði, sem sett voru
af hálfu tslendinga.
Einar Agústsson, utanrikis-
ráðherra kvaðst ekki vita um
það, hvenær þetta mál kæmi til
kasta rikisstjórnarinnar, en
hins vegar kvaðst hann búast
við þvi að heyra frá Þjóðverjum
á næstunni.
Það var 28. nóvember s.l., að
rikisstjórnir íslands og
V-Þýzkalands gerðu samning
um fiskveiðiheimildir til handa
þýzkum togurum innan 200
milna islenzkrar fiskveiði-
lögsögu. t samningnum voru
ákvæði þess efnis að hann
myndi vera uppsegjanlegur án
fyrirvara, en að undan gengn-
um viðræðum, ef bókun 6 hjá
Efnahagsbandalagi Evrópu
hefði ekki tekið gildi að nýju
fyrir íslendinga, en margrædd
bókun felur sem kunnugt er i sér
tollaivilnanir. Samningurinn
var háður þvi skilyrði, að bókun
6 tæki gildi á timabilinu frá 28.
april 1976.
I dag eru þessir fimm
mánuðir liðnir, sem Þjóðverjar
höfðu til þess að beita áhrifa-
mætti sinum innan Efnahags-
bandalagsins og fá þvi
framgengt að umrædd bókun
tæki gildi.
í dag
Póst- og
símamólastjórn:
Fjarskiptaþjón-
ustan við Breta
skal vera
sem eðlilegust
--------> ©
Rætt við
Pólverja og
A-Þjóðverja
um fiskveiðimól
-------► ®
Nú fer þeim að fækka
rökkurkvöldunum við
Reykjavíkurhöf n þetta
vorið, þar sem þessi trilla
vaggar sér mjúklega á
spegilsléttum sjónum og
bíður þess að fiskimaður
vitji hennar að morgni og
sæki björg í bú á fiskimið,
sem eitt sinn voru f engsæl,
en nú láta renna minna gull
úr greipum sér.
Framundan eru bjartar
nætur, en aldrei er fegurra
en á þeim árstíma við
Sundin blá.
IÍSRAELSKU
ÍBÁTARNIR
IHENTA EKKI
= Gsal-Reykjavik. — Ég tel að
EE þessir israelsku bátar henti ekki
= aðstæðum hér, sagði Pétur Sig-
EE urðsson, forstjóri Landhelgis-
= gæzlunnar i samtali við Timann
= igær, er hann var inntur álits á
= boði ísraela, sem hafa boðið is-
= lendingum hraðskreið skip af
S ,,Dobro”-gerð.
f Fram hefur komið, að bátar
i þessir eru mun minni en Ashe-
=llllllllllllllllllllllllllllllllllll!l|l||||||||||||||||||||||||||||
ville-skipin bandarísku. Rang-
hermt var þvi i blaðinu i gær, að
þau væru stærri en bandarisku
skipin.
Að sögn Péturs Sigurðssonar,
forstjöra Landhelgisgæzlunnar
eru bátar eins og þessir isra-
elsku bátar langt frá þvi að vera
hentugir við landhelgisgæzlu á
opnu úthafi.
Guðmundur RE 29:
Hætti við kolmunnaveiðar
— fengum enga fyrirgreiðslu hjó yfir-
völdum, segir Páll Guðmundsson,
skipstjóri
gébe Rvik. —Við höfðum hug á að
fara á kolmunnaveiðar, sagði
Páll Guðmundsson skipstjóri á
aflaskipinu Guðmundi RE 29, og
værum farniref af þvf hefði getað
orðið. Iiins vegar fengum við
enga fyrirgreiðslu, þrátt fyrir að
við höfðum beðið um hana hjá
yfirvöldum — enn höfum við ekk-
ert svar fengið. Þessar veiðar
hefðu orðið tilr aunaveiðar og
höfðum við hug á að fara á miðin
vestur af eynni St. Kilda, en þar
tel ég að bezti veiðitiminn sé upp
úr miðjum inarz og út aprflmán-
uö er kolmunninn gengur norður
með, en i mai er hrygningatiminn
búinn. Viö hefðuin þá reynt að
koma með aflann isaðan i kössum
heiin til að það inætti vinna úr
lionum, og gera þá tilraunir með
fleira en aöeins skreiöog bræðslu.
— Það verður að finna verkefni
handa flotanum til að beina veið-
unum frá þorskinum eingöngu,
sagði Páll. Það hefur verið taláð
um kolmunna, langhala og fleiri
tegundir, en ekkert hefur verið
gert þó mikið hafi verið taláð um
rannsóknir á veiðum á þessum
tegundum. Hafrannsóknastofn-
unin hefur að visu fá skip til um-
raða, en með þvi að fara i rann-
sóknarleiðangur i mai, eins og
mér skilst að sé á áætlun hjá
þeim, þá álit ég að það kalli jafn-
vel það neikvæða fram i kol-
munnaveiðum og gefi ranga hug-
mynd, ef ekki er farið á þeim
tima, sem vænta má verulegs ár-
angurs.
Pállsagðistvilja leggja áherzlu
á það, að skipulag á þessum veið-
um, svo og undirbúningur allur.
verður að hefjást sem fyrst, svo
einhver reynsla fáist, þannig að á
næsta ári verði hægt að sækja i
kolmunnann.
Þá tók Páll einnig fram, að ekk-
ert verðlag væri á kolmunna hér á
landi, en hér skal tekið fram að
skv. skrá Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins, er kg af kolmunna á kr.
2,73. Þvi til viðmiðunar er hægt að
nefna að Færeyingar, sem stunda
kolmunnaveiðar fá 7,80 kr. fyrir
kg plús 3,00sem þeir fá frá rikinu.
eða samtals kr. 10,80 fyrir kg.
jjjllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinillllllllillliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii