Tíminn - 28.04.1976, Qupperneq 4

Tíminn - 28.04.1976, Qupperneq 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 28. april 197G Skólinn verður að ganga fyrir Maud Ackermann, 9 ára gömul telpa, sem sjónvarpsáhorfendur i Þýzkalandi kannst vel við, hefur mikið að gera. Það má segja að hún sé undir opinberu eftirliti, bæði hvað snertir einkunnir hennar i skólanum og eins bæði likamlegt og andlegt ástand. Það eru nefnilega ströng lög komin þar i gildi um það, að bannað er að láta börn taka að sér launað starf, — en nokkur undantekning er gerð á þvi, ef barnið hefur sérstaka listræna hæfileika. Strangt eftirlit er haft með þvi að skóla- gangan verði ekki látin sitja á hakanum, og eins að heilsu barnsins sé ekki misboðið. Hér sjáum við mynd af Maud litlu, við upptöku á sjónvarpsþætti. Farfuglar fylgja strandlínu fortíðarinnar Sumir farfuglar fylgja á ferðum sinum leiöum, sem svara til þess þar sem eitt sinn lágu strandlinur meginlanda og eyja, sem nú eru sokknar i sæ. Þetta er kenning, sem byggð er á rannsóknum, er gerðar hafa verið i langan tima, sem Viktor Voronov, hjá rannsóknarstofn- un sovézku visindaakademiunn- ar á austurströnd Sovétrikj- anna, hefur sett fram. Með þvi að bera saman leiðir farfuglanna og dýptarlinur á sjókortum yfir Beringshaf komst hann að raun um, að fugl- arnir fygldu neðansjávarhrygg frá Oljutorskinesi á strönd Asiu til suðvesturhluta Bristolflóa á strónd Norður-Ameriku, þar sem eitt sinn lá landsvæði, þekkt undir nafninu Beringia, sem nú er sokki& i sæ. Voronov telur aö leiðir far- fuglanna yfir hafið ákvarðist ekki aðeins af veðurskilyrðum Hann álitur að vissar fugla- tegundirhafi öldum saman látið stjórnast af meðfæddum (erfð- um) minnisatriðum, og að þær hafi haldið fast við þær leiðir, sem eitt sinn voru farnar af við- komandi tegundum, þar sem þær gátu aflað sér fæðu og leitað skjóls i slæmu veðri á ferðinni. Sams konar ihaldssemi telur hann sig hafa orðið varan við hjá sumum tegundum sjófugla. Undanfarnar vikur höfum við séð i sjónvarpinu þætti frá heimsstyrjöldinni siðari. Mynd- in, sem við birtum hér minnir á þessa tima. Þarna stendur kvið- andi móðir með mynd af syni sinum, sem hún veit ekki hvort er lifandi eða látinn, en vonin vakir, og hún biður á járn- brautarstöðinni til þess að spyrja heimsenda hermenn um hann. Það var mikið starf sem alþjóðlegi Rauði krossinn hafði að vinna eftir styrjöldina. Ár eftir ár var unnið að þvi, að reyna að sameina sundraðar fjölskyldur og fá upplýsingar umafdrif barna og fullorðinna. Myndalistar voru festir upp á fjölförnum stöðum og fólk beðið að hjálpa til við að hafa upp á þeim, sem saknað var. Nýlega heiðraði Walter Scheel, forseti Þýzkalands, forstjóra stofnunar þeirrar, sem hefur staðið að þessari leit að týndu fólki árum saman. En Scheel sagði við það tækifæri: — Enn er fólk að leita að börnum sinum, eða ungt fólk að leita að ættmennum sinum. Við verðum að halda starfinu áfram. Hefur þú séð hann? — Hann er einmana, vinur hans komst ekki. DENNI DÆMALAUSI „Ég ætlaöi aö koma þegar þú byrjaöir aö kalla en Wilson vai ekki búinn aö öskra á mig.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.