Tíminn - 28.04.1976, Qupperneq 14

Tíminn - 28.04.1976, Qupperneq 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 28. april 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 39 kvöldi saman tvö ein, Myra. Við ættum að halda upp á það, sagði hann, þegar þau voru setzt við lítið borð. Hvers vegna? spurði hún kæruleysislega og honum fannst hún horfa stríðnislega á sig. Myra horfði með óþolinmæði á þjóninn, sem lagði á borðið. Hún var ekki komin hér til að borða, heldur til annars. Hún heyrði varla hvað Brent sagði. — Brent — hvað er langt síðan þú varst seinast í París? greip hún skyndilega fram í fyrir honum. — Ó... það eru mörg ár, svaraði hann hissa. — Ég fór héðan, þegar ég fékk mitt fyrsta verkefni í Englandi og síðan hef ég verið þar. — Þá er líklega langt síðan þú málaðir þetta, sagði hún hægt og honum til undrunar tók hún upp úr pakkanum svolitið, sem þaggaði gjörsamlega niðri í honum. Það var mynd af Signu — lítið olíumálverk, óinnrammað. Hann hafði alveg verið búinn að gleyma því, en hann þekkti það strax aftur. — Hvar i ósköpunum náðirðu í þetta? Hann var svo hissa, að hann steingleymdi vonda skapinu — já hann gleymdi meira að segja sjálfum sér, meðan Myra breiddi úr hverri myndinni á fætur annarri á borðinu. — Þetta eru þín verk, ekki satt? Ég vissi það um leið og ég sá þau. — En hvar? endurtók hann. — Almátturgur, það eru óteljandi ár siðan ég gerði þetta. Þetta er svo byrjenda- lagt og óþroskað.... — En kannske lofar það miklu. Það sýnir hæfileika þína — og er áreiðanlega verðmætt í augum mannsins, sem kenndi þér að mála. Brent leiteinkennilega á hana. — Simon Beaumont! En vina mín, þekkir þú hann? — Það held ég. — Hann varð himinlifandi. — Hvar hittirðu hann? spurði hann ákaf ur. — Þú veizt ekki, hvað mig langar til að hitta hann. Þú veizt að ég á honum allt að þakka. — Já, ég veit það, sagði Myra. — Þess vegna tók ég þetta. — Tókst það? endurtók hann. — Or herberginu hans. — Svo þú veizt þá, hvar hann á heima. Gott! Láttu mig hafa heimilisf angið. Ég er búin að reyna að ná sambandi við hann, en það tókst ekki. Paris er þannig — þú veizt, sérstaklega listamannahverfið — fólk kemur og fer.... — En sumir eru þar alltaf — til enda! Eitthvað í rödd hennar varð til þess að hann leit spyrj- andi á hana.— Hvaðáttu við með því, Myra? — Bara það, að Beaumont er enn í París. Já og hann mun aldrei fara héðan. Þú hefur ekki getað haft mikið fyrir því að hafa uppi á honum Brent. Honum geðjaðist ekki að ásökuninni, sem fólst í rödd- inni, og f lýtti sér að segja: — Ég ... ég skrifaði, en hann svaraði ekki. — Og þar með varstu ánægður? — Hvers vegna ekki? Ef hann hefði viljað halda sam- bandi við mig, hefði hann áreiðanlega svarað. — Ég held, að þú hefðir átt að reyna betur, Brent. Það var hann sem uppgötvaði þig, ekki satt? Hann fann þig sem lítinn, fátækan strák, fyirgefðu, að ég nefni það, en þú sagði mér það sjálf ur einu sinni. Þú sagðir að foreldr- ar þínir hefðu yf irgef ið þig peningalausan og f jarskyldir ættingjar sett þig á barnaheimili. Var það ekki þar, sem Simon Beaumont fann þig? Kom hann ekki á barna- heimilið, til að leyta að fyrirmynd meðal barnanna? Brent viðurkenndi þetta treglega þó. Það var svo langt siðan hann hafði hugsað um barnæsku sína, að þetta var næstum áfall. Hann hafði náð langt síðan og eins og Myra sagði, var það Simon Beaumont, er hafði komið honum áfram. Hann var órólegur í sætinu. — Ég hef aldrei reynt að halda því leyndu, sagði hann þrjózkulega. — Ég hef alltaf vitað, að ég skulda Beaumont allt. — En þú hef ur aldrei borgað honum neitt af skuldinni, sagði hún áakandi. —Ég gerði mér ekki grein fyrir, að ég hefði neitt að borga! Ég gerði allt, sem hann vonaðist til og kannske meira, var það ekki nóg? — Ef til vill þá, en ekki núna. — Hvað áttu við: Ég skil ekki.... — Hann er veikur, Brent. Hann liggur á St. Geroges- sjúkrahúsinu. Þar hitti ég hann. Svipur hans breyttist þegar í meðaumkunarsvip. — Vesalings gamli maðurinn! Ég skal sannarlega heim- sækja hann. Ég ætla að taka með mér eitthvað af ávöxt- um handa honum. Hvenær er heimsóknartimi? Skyndilega vall reiðin upp í henni. Hún varð reiðari en hún minntist þess að hafa orðið áður á ævinni. Hún hafði aldrei séð neinn galla á þessum manni, en nú var hún bálreiðog full fyrirlitningar í hans garð! Hún hallaði sér fram á borðið og sagði, ískaldri röddu: HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Geir, og Ronal á leiðinni til herbúða Brukka. Nomad-menn baða sig i i snjónum á morgnana! © r- u's •- Ertu að1 segja mér þetta núna Mér liður eins og fornaldardýrum .jarðar hlýtur að hafa^ liðið... Y~Við verðum að Miðvikudagur 28. april 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guðrúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les (16). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir.) 16.20 Popphom. 16.40 Litli barmtiminn 17.00 Lagið mitt 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál. Umsjónar- menn: Arnmundur Back- man og Gunnar Eydal, lög- fræðingar. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur Sigriður E. Magnúsdóttir syngur lög eftir Mariu Brynjólfsdóttur, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Markús Kristjánsson og Þórarin Guðmundsson. Ólafur Vign- ir Albertsson leikur á pianó. b. íslenskar þjóðsagnir, skráðar i Vesturheimi. Halldór Pétursson flytur. c. Kvæði eftir Valdimar Lárusson Höfundur flytur. d. Kýrábyrgðarfélag Keld- liverfinga Þórarinn Haraldsson i Laufási segir frá einu elsta tryggingarfé- lagi landsins. e. 'Að kvöldi Hugleiðingar eftir Þorbjörn Björnsson á Geitaskarði. Baldur Pálmason les. f. Alþýðuvisur um ástina Söngflokkur syngur laga- flokk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, sem stjórnar flutningi. 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (21). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Haraids Björns- sonarHöfundurinn, Njörður P. Njarðvik les (4). 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Miövikudagur 28. apríl 18.00 Björninn Jógi Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Robinson-fjölskyId- anBreskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Johann Wyss. 12. þáttur. ógnir Suðureyjar. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.45 Giuggar Breskur fræðslumyndaflokkur. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. Hié 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.20 Bilaleigan Þýskur myndaflokkur. Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 21.45 Huliðsheimur Maya Bresk heimildamynd um menningu Maya-indiána, uppruna hennar og endalok á 11. öld. Eric Thompson, sem helgað hefur lif sitt rannsóknum á þessari fornu menningarþjóð, skoðar rústir gamalla borga i Guatemala og i fylgd með honum er Magnús Magnús- son. Þýðandi Þórhallur Guttormsson. Þulur Ellert Sigurbjörnsson. 22.45 1 kjallaranum Björn R. Einarsson, Gunnar Orm- slev. Guðmundur Stein- grimsson, Árni Scheving og Karl Möller flytja nokkur jasslög. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 23.15 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.