Tíminn - 28.04.1976, Síða 19

Tíminn - 28.04.1976, Síða 19
Miðvikudagur 28. april 1976 TÍMINN 19 Fjölbrauta- skólinn Hverfasamtök Framsóknarmanna i Breiðholtshverfum efna til almenns fundar fimmtudaginn 6. mai n.k. kl. 20.30 að Seljabraut 54 (Verzlunarhúsnæði Kjöt & Fisks). Umræðuefni: FJÖLBRAUTASKÓLINN. Frummælandi er Guðmundur Sveinsson skólastjóri. Fundar- stjóri Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi. Að framsöguerindi sinu loknu mun Guðmundur Sveinsson svara fyrirspurnum um málefni Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Fund- urinn er öllum opinn. Hverfasamtök Framsóknarmanna f Breiðholtshverfum. Getum boðið ódýra Stokkhólmsferð 9.-16. mai. Nánari upplýsingar á skrifstofunni Rauðarárstig 18. Simi 24480. Stokkhólmur Aka Hoegh við tvær mynda sinna. Timamynd GE Opnar verkstæði í Julianeháb SJ-Reykjavik — I júni i sumar flyztég heim til Julianehab og set á stofn mitt eigið grafikverk- stæði, sagði Aka Hoegh listakona, sem undanfarin ár hefur búið og starfað i Danmörku. Aka fæddist i K’utdligssat á Norður-Grænlandi, en fluttist ung til Julianehab. Hún læröi við Listaakademiuna I Kaupmanna- höfn og hjá listakonunni Bodil Kaalund, sem er dönsk en mjög grænlandssinnuð. Aka Hoegh hefur kennt litó- grafiu i Grafisk Værksted 1 Godt- hab, sem stofnað var 1972, en þar stunda 10 myndlistarnemar nám að jafnaöi. Undanfarin sex ár hefur Aka Hoegh eingöngu lifað á myndlist sinni og hefur sýnt og tekið þátt i sýningum i mörgum löndum. Myndir hennar á sýningunni i Norræna húsinu eru til sölu. LANDVEBIMD sem leikur Aoudu. Sýningum verður hraðað eftir föngum. þar sem L.A. hyggur á leikferð um Suður- og Austurland i vor. væntanlega með Kristni- hald undir Jökli. Auk þess stendur fyrir dyrum að leika Glerdýrin á listahátiö, og taka barnaleikritið Rauðhettu upp á plötu. Umhverfis jörðina á 80 dögum frumsýnt á Akureyri um helgina KS-Akureyri — Næstkomandi föstudag frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikritið umhverfis jöröina á 80 dögum eftir Bengt Ahlfors gert eftir hinni heims- frægu skáldsögu Julés Verne. Þetta er I fyrsta skipti að islenzkt leikhús sýnir verk þetta, en áöur hefur það verið flutt i Norræna húsinu I Reykjavlk, af Lilla Teatern frá Vasa i Finnlandi. Einnig hafa verið flutt fram- haldsleikrit i útvarpi gerð eftir sömu sögu. L.A. ræðst hér i nokkurt stór- virki, þvi að fyrir utan það að persónurnar eru mjög þekktar og menn hafa fyrirfram myndað sér skoðanir um hvernig þær skuli vera, er leikritið mjög umfangs- mikið hvað tækni snertir. Þrjátiu og fjórar persónur koma fram i leiknum, búningar eru margvis- legir og vandaðir. Leikurinn fer fram á þrjátiu og niustöðum, yfir sjötiu innkomur eru fyrir músik og leikhljóð, og ljósabreytingar eru hraðar, hátt á þriðja hundrað talsins. Gervi hinna ýmsu þjóöa og manngerða, sem fram koma i leiknum eru einnig mjög vanda- söm og þurfa að gerast hratt þvi margir leikendur fara með fleiri en eitt hlutverk. Þýðingu gerði Eyvindur Erlendsson sem jafn- framt er leikstjóri, og hefur hann hannað leikmyndina, meö hjálp Hallmundar Kristinssonar. Meö helztu hlutverk fara: Gestur Einar Jónasson sem leikur Mr. Phileas Fogg, Aðalsteinn Bergdal sem leikur Passepartout. Þórir Steingrimsson er leikur Fix leyni- lögreglumann og Saga Jónsdóttir Saga Jóiisdóltir og Gestur Einar Jónasson i hlutverkum sinuni O Bruni efni og fatnaði i frarhleiðslu. Einna tilfinnanlegastar urðu skemmdirnar i skinnadeild verksmiðjunnar, þar sem framleiddar eru kápur úr mokkaskinnum, en einnig skemmdist mikið i prjóna- deild hennar. Ekki er lokið við að meta tjónið, þvi að fyrst þarf að kanna, hvað af vörunum hafi tekið i sig svo mikla lykt úr reyknum, að þær séu ónýtar, og hvort hugsanlega megi hreinsa eitthvaðaf þeim aft- ur. Að sögn Hjartar Eiriks- sonar er þó gizkað á, að tjón- ið sé á bilinu 20—30 millj. króna. FERMINGARGJAFIR 103 Davíðs-sálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og alt. som í mér er. hans heilaga nafn ; lofa þú Drottin, sála mín, og glevm cigi ncinum vclgjörðum hans, BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG tfntbbranbsísítofu Hallgrimskirkja Reykjavík simi 17805 opið3-5e.h. kferndunr *JK yotlendi SJ-Reykjavik. „Hvalveiðimenn” heitir styttan eftir myndhöggvarann, málarann og rithöfundinn Hans Lynge og þátttakanda I Grænlandsvik- unni, sem Norræna húsinu var færð aö gjöf frá Grænlendingum við upphaf vikunnar á laugardaginn. Hans Lynge er frá Godthaab, og hlaut menntun á Listaakademiunni i Kaupmannahöfn. Eftir hann liggja mikil verk — minnismerki, kirkju- málverk og lágmyndir. Hann hefur haldið sýningar i Grænlandi og öör- um löndum. Þegar myndin var tekin hafði höfundur ekki lokið við að festa árar og hvalastingi á listaverkið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.