Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 3
Köstudagur :tO. april 1976 TÍMINN 3 Talsmenn N-Þingeyinga: Hætta á fólksflótta ef frekari drátt ur verður á framkvæmd byggða- þróunaráætlunar fyrir Norður-Þing. Gsal-Reykjavik — Viö teljum aö ibúar Noröur-Þingeyjarsýslu þurfi aö fá áþreifanleg dæmi um þaö, aö eitthvaö eigi aö gera fyrir þá i samræmi viö byggöa- þróunaráætlunina. Fjögur ár eru nú liöin frá þvi byrjaö 'var á byggöaþróunaráætlun fyrir sýsluna og nokkuö um liöiö frá þvl henni var endanlega lokiö. Rikis- stjórnin hefur kvittað fyrir mót- töku á henni og staðfest hana meö fyrirvara um aö fjármagn fáist til framkvæmda samkvæmt henni. Sú hætta er fyrir hendi aö fólk hverfi brott úr héraöinu, ef þaö á aö dragast öllu lengur aö eitthvaö veröi gert til úrbóta. Eitthvað á þessa leið fórust orð þeim Birni Guðmundssyni, oddvita Kelduneshrepps, Birni Karlssyni, oddvita öxarfjarðar- hrepps og Heimi Ingimarssyni, sveitarstjóra á Raufarhöfn, en þeir komu til Reykjavikur þeirra erinda að knýja á um að stjórn- völd hefjist þegar handa um úrbætur i sýslunni samkvæmt áðurnefndri áætlun. — Það sem við leggjum megin- áherzlu á, eru vegamálin i sýsl- unni, sem eru i megnum ólestri. Vegurinn milli Leirhafnar og Raufarhafnar er mjög slæmur, og eins eru kaflar i Kelduhverfi og öxarfirði slæmir. Samkvæmt verðlagi i dag er áætlað, að það Rektors- I • •• * kjor i H.í. — Guðlaugur Þorvaldsson gefur kost d sér til endurkjörs Gsal-Reykjavik — Guðlaugur Þorvaldsson, rektor Háskóla islands staö- festi i samtali við Timann i gærkvöldi, að hann hygöist gefa kost á sér sem rektor Háskólans næsta kjörtima- bil, en rektorskjör fer fram næstkomandi mánudag, 3 mai. Rektorskjörið fer fram i Tjarnarbæ við Tjarnargötu og hefst kl. 17. Þar verður kosinn rektor fyrir timabilið ; 15. september 1976 til jafn- i lengdar 1979. Kjörgengir eru : allir skipaðir prófessorar i Háskólans og atkvæðisrétt I eiga allir háskólakennarar, i sem eru skipaðir til fulls : kennslustarfs, samtals 124, i svo og 20 stúdentar, sem eru i fulltrúar deildarfélaga i stúdentaráðs. kosti um 140 milljónir króna að endurbæta Sléttuveg, en við höfum ekki fengið nein loforð hjá stjórnvöldum um auka- fjárveitingu til vegaframkvæmda i sumar. — Stjórnvöld geta að okkar dómi sannað vilja sinn með þvi að hrinda þeim þætti áætlunarinnar, sem snýr að vegamálum — I framkvæmd. Við gerum okkur það ljóst, að það er ekkLhægt að fá allar úrbæturnar fram i einu vetvangi, sem lagt er til að verði gerðar i áætluninni, en vegamálin eru það brýn að nauðsynlegt er að fá strax fram úrbætur i þeim efn- um. Við viljum minna á, að endurbætur á vegum i sýslunni koma ekki aðeins ibúum N- Þingeyjarsýslu til góða, heldur oe 3000 manna svæði i Skeggja- staðahreppi og Vopnafirði, á timabilinu frá september til júni, þvi heiðar eru vart ökufærar nema um sumarmánuðina þrja. Þessir fulltrúar Norður- Þingeyinga, svo og Friörik Jónsson, oddviti Presthóla- hrepps, hafa gengið á fund Halldórs E. Sigurðssonar, samgönguráðherra, Bjarna Braga Jónssonar, forstöðumanns Framkvæmdastofnunar rikisins, Hallgrims Dalbergs, ráðuneytis- stjóra i félagsmálaráðuneyti — og siðari hluta dags i gær ræddu þeir við þingmenn kjördæmisins. A fundi með fréttamönnum i gær sögðu þeir, að undirtektir ráðamanna hefðu verið góðar og þeir hefðu fengið jákvæð svör. Hins vegar sögðu þeir, að mikil bjartsýni hefði verið rikjandi meðal ibúa Norður-Þingeyjar- sýslu i sambandi við byggða- þróunaráætlunina, og hætta væri á, að sú bjartsýni færi þverrandi og fólk flytti jafnvel búferlum úr héraðinu, ef einhverjar úrbætur færu ekki að sjá dagsins ljós. — Ég fullyrði, sagði Björn Karlsson, að ibúarnir vilja búa áfram i sýslunni, þótt þeir verði að búa að nokkru leyti við lakari lifskjör en almennt gerist. Endalausdráttur á úrbótum, sem lofað hefur verið, er hins vegar hættulegur. Að sögn oddvitanna hefur nú verið metið tjón á innbúi húsa á Kópaskeri, eftir jarðskjálftann mikla þar I janúar-mánuði, og i næstu viku yrði hafizt handa um mat á húsunum, svo og öðrum eignum, sem skemmdust. Viðlagatrygging greiðir tjón á Fulltrúa Noröur-Þingeyinga á fundi meö fréttamönnum i gær, t.f.v. Björn Karlsson, oddviti öxarfjaröarhrepps, Björn Guömundsson, oddviti Keldunes- hrepps og Heimir Ingimarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Tlmamynd: Gunnar Nýtt sanddælu- og björg- unarskip sjósett í gær I GÆR var sjósett hjá Stálsmiðj- unni h.f. i Reykjavik nýtt sand- dælu- og björgunarskip fyrir Björgun hf. Skipið er hannað af IHC, Smit Engineering B.V. Hol- landi, samkvæmt fyrirmælum Björgunar hf. og hefur hollenzka fyrirtækið einnig gengizt fyrir um útvegun flestra tækja til dæling- ar, meðferðar farms, stjórntækja og sjálfvirkni. Skipið var upprunalega hugsað sem gagn- gerð endurbygging á landgöngu- pramma en i hönnun breyttist það i meðförum þannig að litið hefúr verið notað af landgöngu- prammanum og heita má að hér sé um algjöra nýsmiði að ræða, og er skipið eitt hið fullkomnasta sinnar gerðar. Myndin hér fyrir neðan tók Guðjón i gær af hinu nýja sand- dælu- og björgunarskipi. innbúi, en rikissjóður mun greiða það tjón sem varð af völdum jarð- skjálftans, sem viðlagatrygging nær ekki til. Að sögn Björns Guðrnundssonar, er það tjón mun meira en það sem viðlagatrygging greiðir, enda nær viðlagatryggingin ekki til skemmda á bryggjunni, vatns- og skólplögnum og brúrh, svo nokk- uð sé nefnt. — Jarðir i nágrenni Kópaskers eru ekki það illa farnar sökum jarðskjálftanna, að fólk flytjist brott, en hins vegar er mjög tvi- sýnt um búsetu á Skógabæjunum og fleiri bæjum, þar sem flóða- hætta hefur aukizt mjög eftir jarðskjálftana. Að lokum innti Timinn Björn Guðmundsson, oddvita Keldunes- hrepps eftir þvi, hvort byggða- þróunaráætlunin þyrfti ekki þegar einhverrar endurskoðunar við. — Það er alveg augljóst, sagði Björn, að það þarf að taka vissa þætti hennar til endurskoðunar, og þegar eru ákveðnir þættir orðnir úreltir. Áætlanir sem þessar, þyrftu að minu mati sifellt að vera i endurskoðun — en þetta atriði hefur ekki beint verið tekið til umræðu, þótt á það hafi verið minnzt i viðræðum okkar við forstöðumann Framkvæmdastofnunarinnar. =llllllllllllll Illl III llll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIII lll ltllllllllll= Loftskeytamennirnir: Skora c yfii rval d sitt að létta af þeim s kyldunni um aðstoð við Breta Afgreiðslumenn átrand- stöðvanna á Isafirði, Siglufirði, Neskaupstað og Hornafirði sendu i gær frá sér eftirfarandi: „Þegar við tókum upp afgreiðslu við brezku skipin að nýju, sendum við Póst- og sima- málastjóra meðfylgjandi bréf: „Afgreiðslubanni sem starfs- fóíkið hér setti á brezka landhelgisbrjóta og aðstoðar skip þeirra 12/3 1976 hefur nú verið aflétt vegna strangra fyrirmæla Póst- og simamála- stjóra. Afleiðingin, er sú að starfsfólk islenzkra strandstöðva eru einu tslendingarnir sem þurfa samkvæmt fyrirskipunum stjórnvalda að veita beina og óbeina aðstoð við aðila sem eru að brjóta islenzk lög og hafa uppi ólögmætar aðgerðir gegn löggæzlustarfsemi islenzkra stjórnvalda. Þjónusta sú er nú opnast Bretum mun að likindum auð- velda þeim að fá sem mest verð fyrir þann fisk, sem þeir hafa veitt hér ólöglega. Ennfremur gera þeim kleift að fá mikils- verða tæknilega aðstoð til viðgerða og viðhalds véla og tæknibúnaðar skipanna og gera þeim þannig kleift að stunda veiðar lengur en ella, þvi ætla má að i sumum tilfellum hefði skipin að öðrum kosti orðið að leita hafna. Aðalrök Póst- og sima- málastjóra fyrir að veita þessum brezka flota fjarskipta-^ þjónustu er alþjóða samkomu- lag um fjarskipti. Allir vita að Bretar hafa hvorki virt islenzk lög né alþjóða siglingareglur. I gildandi alþjóðasam- komulagi um fjarskipti er gert var á Spáni árið 1973 er ótviræð heimild til islenzkra stjórnvalda til að fella niður umrædda þjónustu, ekki bara á hernaöartimum heldur hvenær sem er um óákveðinn tima, samanber grein 20 rir. 111 (su- spension of services.) Með þessa grein i huga skorum við á Póst- og sima- málastjóra aðbeita sér fyrir þvi aö islenzkir rikisstarfsmenn þurfi ekki nauðugir að stuðla að og aðstoða við aðgerðir gegn islenzkum hagsmunum".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.