Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur :(0. april 1976 Áróðurshugarfar mó ekki búa að baki tillögum um dómsmál Sagt frá ræðu Ólafs Jóhannessonar í umræðum um þingsályktunartillögu Sighvats Björgvinssonar og fleiri um rannsókn sakamála A fundi sameinaös þings i fyrradag flutti Ólafur Jóhannes- son mjög greinargott yfirlit um dómsmáiakerfiö. Tilefniö var þingsályktunartillaga, er Sig- hvatur Björgvinsson (A) mælti fyrir um rannsókn sakamála. Þingsályktunartillagan, sem Sighvatur flytur, ásamt þeim Jónasi Arnasyni (Ab) og Karvel Pálmasyni (SFV), gerir ráö fyrir þvi, aö rikisstjórnin geri nú þegar ráöstafanir til þess, aö öil þau dómaraembætti, sem hafa meö höndum rannsókn umfangsmik- illa sakamála, geti ráöiö til starfa nauðsyniegan fjölda lögfræðinga, rannsóknarlögreglumanna og bókhaldsfróðra manna i þvi skyni aö hraöa rannsókn þessara mála, svo að þeim veröi lokiö sem allra fyrst. i greinargerð með tillögunni er minnzt á þrjú mál, sem lengi hafa verið til meðferðar, svokallað Jörgensens-mál, Klúbbmál og gjaldþrotamál Vátryggingar- félagsins. i framsöguræðu sinni kvaðst Sighvatur Björgvinsson ekki áfellast dómsmálaráðuneytið né einstaka embættismenn. Hins vegar væri það ljóst, að réttar- gæzlukerfinu hefði reynzt um megn að leysa hlutverk sitt af hendi á viðunandi hátt. Tillaga sin væri ekki flutt i áróðursskyni. Sem fyrr segir flutti Ólafur Jó- hannesson mjög itarlegt yfirlit um islenzka dómsmálakerfið og svaraði ýmsu þvi, sem fram kom i ræðu Sighvats Björgvinssonar. Fer ræða dómsmálaráðherra hér á eftir, örlitið stytt: Raunverulegur áhugi, en ekki áróðurshugarfar „Égvilfagna þeim áhuga, sem birtist i þessari þingsályktunar- tillögu á þvi að gera úrbætur i meðferð opinberra mála. Ég geng út frá þvi, eins og kom reyndar lika fram hjá flutningsmanni, að hún sé sprottin af raunverulegum áhuga á þessum málum, en ekki á þvi áróðurshugarfari, sem þvi miður hefur einkennt of mikið umræður um þessi mál að undan- förnu. Óheillaþáttur áfengisins Það er að sjálfsögðu svo, eins og öllum er ljóst, að ýmiss konar afbrot hafa farið vaxandi hér á landi og það er heldur ekkert sér- stakt fyrir þetta land, eins og flutningsmaður kom lika að. Hins vegar mundi það verða of langt mál hér að ætla að kryfja til mergjar orsakirnar fyrir þvi, að svo er. En ég hygg, að þær séu margháttaðar. Ég vil þó segja það, að ef ég ætti að nefna eitt at- riði öðru fremur, sem á sinn þátt i vaxandi og fjölgandi brotum hér á landi, þá er það áfengi, það er aukin áfengisneyzla. — óhófleg áfengisneyzla. Og ég hygg, að það yrði auðvelt að sanna með tölum, að langsamlega mestur fjöldi þeirra brota, sem um er að ræða, á rætur að rekja til áfengisneyzlu. Þetta gildir ekki aðeins um hin svokölluðu ölvunarbrot, þar sem þetta liggur i augum uppi, eins og umferðarbrot og önnur þau brot, sem standa i sambandi við með- ferð ökutækja og slys, sem af hljótast, heldur er það einmitt svo, að mörg þau óhugnanlegu of- beldisverk, sem unnin eru og hafa farið mjög i vöxt hér á landi eins og annars staðar, eiga lika mjög oft rætur að rekja til áfengis- neyzlu. Það eru menn, sem eru undir áfengisáhrifum, sem standa að slikum brotum. Hitt bætist svo lika við, að neyzla fikniefna hefur farið hér mjög vaxandi. Ég vil ekki vera með neina spádóma um það, hvernig þar um fari i framtiöinni. Von- andi getur maður verið svo bjart- sýnn, að vona að það takist að hefta fikniefnaneyzlu hér. Og það er ekki vafi á þvi að þaö eru ýmis alvarleg brot, lika þessi, sem ég nefndi, sem framin eru undir áhrifum eða i sambandi við nautn ýmiss konar eiturefna. Samt sem áður hygg ég, að fjöldi þeirra sé tiltölulega litill samanborið við hin brotin, sem eiga rætur sinar i ofneyzlu áfengis. Og þaö er i raun og veru heldur ekki of langsótt að rekja rætur ýmissa fjársvika- mála og viðskiptamisferlis til of- nautnar áfengis, til óhófslegra lifnaðarhátta, sem hlutaðeig- endur hafa ekki haft efni á, og hefur áfengi oft átt sinn þátt þar f. Uppeldishlutverkið En hitt er lika sorgleg stað- reynd, að uppeldishlutverk hjá okkur virðist ekki hafa tekizt eins og skyldi. Börn og unglingar sækja ekki alltaf i skólana það veganesti, sem þau ættu þangað að sækja. Og þess vegna er það staðreynd, eins og flutningsmað- ur vék að, að það er mikill vandi að fást við þetta unglingavanda- mál, þvi að þarna stendur þannig á, að aldursstigið færist neðar, og það er ekki um það að ræða að koma refsingum við gagnvart þessum unglingum, þvi að þeir eru i mörgum tilfellum innan við sakhæfisaldur. Þess vegna er það barnaverndarmál og mál, sem heyra undir menntamálaráðu- neytið. En þetta er e.t.v. eitt það alvarlegasta og þýðingarmesta ihugunarefnið fyrir okkur, hvers vegna og hvernig hefur okkur mistekizt á þessu sviði, svo sem raun ber vitni um. Samstarfsnef nd dómsmálaráðuneytis og menntamála- ráðuneytis Það er auðvitað leitazt við að ráða við þau vandræði með ýms- um hætti af þeim yfirvöldum, sem með þau ma'l fara, barna- verndaryiTrvöfd'um, og mennta- málaráðun. Við höfum nýlega ákveðið, ég og menntamálaráð- herra að setja á stofn samstarfs- nefnd fulltrúa úr dómsmálaráðu- neytinu og fulltrúa úr mennta- málaráðuneytinu til þess að fjalla sérstaklega um þessi mál og at- huga þau. Það vill svo vel til, að það eru starfandi áhugamanna- hópar að þessum málefnum, sem hafa komið auga á þá bresti, seip hér er um að ræða. Þeir kunna kannski ekki nein töfraráð en vilja þó eiga hlut að þvi að reyna að leysa þessi mál. Og ég hygg, að það sé mjög heppilegt, ef það er hægt að koma við samvinnu á milli frjálsra áhugamannasveita og hlutaðeigandi yfirvalda um þessi efni. Vilja dómsmála- ráðuneytisins hefur ekki vantað Það er alveg rétt eins og flutningsmaður sagði, að það hefur verið mannfæð hjá ýmsum embættum á dómsmálasviðinu. Það hefur reyndar verið reynt að bæta úr þvi i vissum tilfellum, án þess þó að hafa við nægilegar heimildir að styðjast þannig að það hafa bæði verið ráðnir lög- reglumenn og löglærðir fulltrúar fram yfir það, sem heimild hefur Ólafur Jóhannesson verið til, til embætta. Og þessi störf eða stöður hafa kannski ver- ið svo árum skiptir, án þess að þau hafi fengið viðurkenningu hjá þeirri nefnd, sem á um þetta að fjalla. Nú átti eins og kunnugt er að taka þetta föstum tökum i vetur i sambandi við afgreiðslu fjárlaga, og fara yfir þá starfs- menn, sem þannig hafa verið ráðnir óheimilli ráðningu, og leyfa þá, sem alveg voru taldir óhjákvæmilegir, en skera hitt niður. Það er ekki þvi að neita, að talsverður fjöldi af þessum mönnum, sem voru þannig á skrá voru á sviði lögreglu og dóms- mála, og sem betur' fór fundu þeir nokkuð marg- ír náð íyrir augum fjár- veitinganefndar en allmargir voru lika skornir niður, og standa dómsmálayfirvöld frammi fyrir þvi, að framfylgja þessu. Þeim ber að láta þessa menn hætta og fá kannski alls ekki greidd laun þeirra, ef þeir starfa áfram, eða þá hætta á það að láta þá starfa i þeirri von, að þeim verði greidd laun áfram, þar sem það er álitið alveg óhjákvæmilegt. Það er þess vegna ekki áhugaleysi, hvorki hjá dómsmálaráðuneytinu, né einstökum embættum, að það eru þar ekki starfandi fleiri menn, og það svo margir menn, sem þarf til þess að anna þeim störfum, Sighvatur Björgvinssson sem á þessar stofnanir hlaðast, heldur blátt áfram það, að það hefur staðið á fjárveitingavaldi að veita nauðsynlegar fjárveit- ingar i þessu skyni. Þessí tillaga leysir ekkivandann Þess vegna er það, að þó að þessi tillaga sé góðra gjalda verð, þá léysir hún ekki vandann að þvi leyti til, aö hún sér ekki fyrir fjár- veitingum til þess að greiða fram úr þessu. Og það hefði f sjálfu sér verið eðlilegra, að á þessi mál hefði verið litið með þvi hugar- fari, sem i þessari þings- ályktunartillögu er, þegar fjárlög voru afgreidd. Það vantar ekki, að það hafi legið fyrir beiðnir frá embættum um starfsmenn, og þeim beiðnum hafi verið komið á framfæri, bæði frá nefnd, sem fjallar um þetta og samkvæmt sérstökum lögum og eins við fjár- veitinganefnd. En þetta má ekki — og á ekki af minni hálfu — að skoða sem gagnrýni á fjár- veitingavaldið. Ég veit það eins og aðrir hæstvirtir þingmenn, að þar er i mörg horn að lita, og það verður að velja og hafna. Þegar menn verða kannski að velja á milli nauðsynlegrar og óhjákvæmilegrar heilbrigðis- þjónustu og starfa hjá dómstól- um, þá getur það verið erfitt og vandasamt val. Og ég get ekki láð neinum, þótt hann verði veikur fyrir þvi, að sinna þörfum nauð- synlegrar heilbrigðisþjónustu eða uppeldismála. En hitt verð ég að leggja áherzlu á_, að þó að áhugi á þeim málum, se’ rhikilla og góðra gjalda verður, þá má hann ekki verða til þess að hann bitni á dómstólum og starfsemi dómstólanna, þvi að hún er nauð- synleg. Það er auðvitað nauðsyn- legt að halda uppi löggæzlu, það játa allir. Og það er nauðsynlegt að láta dóma ganga yfir þá, sem sekir eru, og enn þá nauðsyn- legra, þó að þeir, sem fyrir sökum eru hafðir, reynist ekki sekir að þeir verði sýknaðir. En til þess að kanna þetta þarf rannsókn og starfslið. Rannsóknarlögregla ríkisins Ég held að enn þá raunhæfari úrlausn i þessum efnum, sem hér er um að ræða, sé samþykkt frumv. um rannsóknalögreglu rikisins, sem ég hef lagt fram hér fyrir alllöngu og hlaut, þegar ég lagði það fram, mjög goðar undirtektir, — ég vil segja óvenjulegar undirtektir. En það frumvarp er búið að vera aillengi i nefnd og þvi miður er ekki nefndarálitið komið enn. Þó minnir mig, að hæstvirtur flutningsmaður eigi sæti i þeirri nefnd, og nú vil ég biðja hann að beita sinum áhrifum — ásamt öðrum góðum mönnum í þessari nefnd til þess að það komi nú fram álit um þetta. Ég held, að það væri tæpast talinn vottur um mikinn áhuga Alþingis á þessum málum, ef það ekki lætur einu sinni frá sér fara nefndarálit um mál sem þetta. Þá held ég, að allt tal um þessi mál verði túlkað svo, að það komi ekki frá hjartanu, heldur einhvers staðar annars staðar frá.” Nýtt dómsstig Það er ekki aðeins það, að það vanti kannski löglærða fulltrúa og bókhaldsfróða menn að embætt- um, heldur geti annað starfslið verið þar af skornum skammti, og þess vegna geta hlutir komiö þannig fyrir að það dragist bara afgreiðsla skjala dómsgerða. Ég fól s.l.sumar hagræðingaráöu- naut að gera úttekt á tilteknum embættum og gera tillögu um það, hvernig mætti koma viö bættum vinnubrögðum á þessu sviði, og ég vænti, að skýrsla um það efni muni mér berast innan skamms. Ég mun alveg á næst- unni leggja fram frumvarp um skipan dómstóla á héraðs- dómstiginu, þar sem gert er ráð fyrir, að bætt verði við nýju dómsstigi. Það mun ekki fá af- greiðslu á þessu þingi, enda eðli- legt, að þaö taki lengri tima og þurfi meiri athugunar við. En hinsvegar væri mjög æskilegt að fá frumvarp um rannsóknalög- reglu afgreitt á þessu þingi. Þá mun ég enn fremur á næstunni leggja fram frumvarp varðandi skipun i dómaraembætti, þar sem reynt verður að mæta þeirri gagnrýni sem komið hefur fram i sambandi við þau mál og ætti jafnframtlika að geta létt nokkuð starf veitingavalds. Ekki of haldnir af launum Það er alveg rétt, sem flutningsmaður sagði, að það stendur oft fyrir framgangi rannsóknar opinberra mála — sakamála — ef menn vilja kalla þau það, að það eru ekki fyrir hendi löggiltir endurskoðendur. Það má vel vera, að það sé lauk- rétt, sem hann sagði, að það séu engir löggiltir endurskoðendur lengur við skattrannsóknastjóra- embættið. Ég hef náttúrlega ekk- ert með skattrannsóknir og skatt- rannsóknaembættið að gera, heldur heyrir það undir fjármála'- ráðuneytið. Ef ef þetta er svo, þá býst ég við, að e.t.v. megi orsak- anna leita i þvi, að löggiltir endurskoðendur telji sig ekki of haldna af þeim launum, sem fast- launuðum rikisstarfsmönnum eru ætluð. Og þess vegna gæti jafnvel, þó að sú heimild fáist nú, sem gert er ráð fyrir i frumvarpi um rannsóknalögreglu rikisins, að verði veitt heimild til þess að ráða löggilta endurskoðendur eða bók- haldsfróða menn, þá verði erfitt að fá menn til þess að fastráða sig þannig. Menn vilja heldur reka sjálfstæða starfsemi. En ég bað þann mann, yfirsakadómarann i Reykjavik, sem er þessum mál- um kunnugastur að taka saman fyrir mig nokkurt yfirlit um þau, en langsamlega flest þessara mála, sem hér er um að ræða, eru við hans embætti. Og ég ætla að leyfa mér að lesa upp þessa stuttu greinargerð frá honum, þvi að ég held, að hún sé til fróðleiks fyrir menn, og þeir geti þá betur áttað sig eftir en áður, hvernig þessum málum er fyrir komið, — og þó að menn geti ekki áttað sig á þvi, við stuttan upplestur hjá mér, þá kemst þessi greinargerð þó með þeim hætti inn i þingtíðindin. Þessi greinargerð er svohljóðandi með leyfi hæstvirts forseta: Skiptingin ,,Hér á eftir er miðað við opin- bert mál i viðtækari merkingu, þ.e. við allar opinberar aðgerðir i sambandi við refsiiyiál frá þvi brot kemur til vitundar yfirvalda þar til máli hefur verið endanlega lokið með refsingu eða öðrum viðurlögum fullnægt. Þessum ferli má skipta i þessa þætti: 1. Rannsóknarstig, sem nær frá þvi að rannsóknaryfirvöld fái rannsókn út af ætluðu broti til rannsóknar, þar til rannsókn er lokið og hún afgreidd til rikissak- sóknara. 2. Sá timi, er máðið er til af- greiðslu hjá rikissaksóknara. 3. Málsmeðferð I héraði. Það er timinn frá þvi að ákæra er send sakadómi þar til dómur er upp kveöinn. Hér við bætist einnig sá timi, sem liður frá dómsuppsögn þar til dómsgerðir eru sendar frá dóminum til saksóknara. 4. Málsmeðferð i hæstarétti, ef þvi er að skipa. 5. Fullnustustig. Rannsóknarstigið Flest mál eru fyrst rannsökuð af rannsóknarlögreglu. Bókhald Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.