Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur :!0. apríl 1976 Sendinefnd Húnvetninga: Ánægð með erindislok suður ferðar gébéRvik — Það má segja það að við séum ánægðir með erindislok, sagði Kristófer Kristjánsson, einn af þremur úr sendinefnd Hún- vetninga, sem fór á fund landbún- aðarráðherra vegna böðunar- málsins svokallaða. Við viljum ekki túlka þetta frekar og visum til ráðuneytisins til frekari upplýsinga, sagði hann. Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð- herra, sagði i gærkvöldi að ráðu- neytið myndi leita að leiðum til að leysa málið á farsælan hátt, og sigla miili skers og báru svo að menn geti sæmilega vel við unað. Sagði Halldór, að málið væri i at- hugun hjá ráðuneytinu. Sendinefnd Húnvetninga hefur verið á tveim fundum i landbún- aðarráðuneytinu út af máli þessu. 2-3 SKIP FARA Janúar-marz: 730 BILAR FLUTTIR INN -788 VORU FLUTTIR INN í SÖAAU MÁNUÐUAA í FYRRA FJ-Reykjavik. Fyrstu þrjá mán- uði ársins voru fluttar inn 730 bif- reiðar, 669 nýjar og 61 notuð. Sömu mánuði i fyrra voru fiuttar inn 788 bifreiðar. Af 588 nýjum fólksbifreiðum voru flestar af gerðinni Ford Cortina, eða 49, af gerðinni Lancer 39, af gerðinni Lada 2103 voru fluttar inn 35 bifreiðar og 32 af gerðinni Volvo 244. Af Skoda 100/110 voru fluttar inn 28 bif- reiðar, 26 af gerðunum Mazda 929 og BL-Range Rover og 25 af gerð- inni BL-Austin Mini. Af 70 öðrum gerðum voru fluttar inn færri en 20 bifreiðar. Af 32 nýjum sendiferðabilum voru 10 af gerðinni Ford Econo- line, en níu aðrar tegundir voru fluttar inn. Af 45 nýjum vörubifreiðum vom GM-GMC flestar, eða 12 en tólf aðrar tegundir voru i þessum hópi. Þessar tölur eru teknar úr skýrslu Hagstofu Islands um toll- afgreiddar bifreiðar i janú- ar-marz 1976. MEÐ NORGLOBAL Á LOÐNU VIÐ NÝFUNDNALAND gébé Rvik — Akveðið er að 2-3 islenzk skip muni fylgjast með_ norska bræðsluskipinu Nor- I global, sem fer á loðnu á Ný- j fundnalandsmið um miðjan næsta mánuð. Upphaflega var haldið, að fleiri skip fengju Þessi mynd af norska bræðsluskipinu Norglobal var tekin I Ilvalfirði á loðnu- vertiðinni I fyrra, en sem kunnugt er kom skipið hingað aftur I ár og tók þá á móti mestu magni allra löndunarstaða. fslenzkir bátar fylgdu skipinu i fyrra- sumar suður við Afriku og nú munu einhverjir fylgja skipinu á loönuveiöar við ý Nýfundnaland. (Timamynd:— Róbert) auœzdii FRÆ MR frœ vor eftir vor bœndur haust eftir haust. grasfræblöndur V Blálr mlðar 50% vallarfoxgras KORPA (islenzkt) 25% túnvingull DASAS 10% hávingull PAJBJERG 15% vallarsveilgras DASAS Alhliða blanda, sáðmagn 20—25 kg á ha. Þessi blanda (og einnig H-blanda M.R.) helur við tilraunir gelið mest uppskerumagn a( islenzkum graslræblöndum. MR|—j Bleikir miðar 20% háliðagras (Oregon) 45% tunvingull DASAS 25% vallarsveifgras DASAS 10% hásveifgras DASAS Hentar vel þar sem þörl er á þolmiklu grasi .og gelur einnig mikla uppskeru. <xí '• Sáðmagn 25—30 kg á ha. Jé jyr s Gulir míðar skrúðgardablanda 50 V, Tunvmyull DASAS 25% DÁSÁS 25%ppRgre8iJ|^^P ? að fara héðan, en Norð- menn sækja mikið I að fara með Norglobal, þvi þeirra floti er verkefnalau's eins og okkar, sagði Vilhjálmur Ingvarsson, framkvæmdastjóri i gær. Það verður Asberg RE 22 sem fer og einnig hefur komið til greinaj að aflahæsta skipið á loðnuvertiðinni hér i vetur, Sigurður RE 4, fari lika, þó ekki sé það endanlega ákveðið. Einnig hefur komið til greina að þriðja skipið, sem ekki er enn vitað hvert er, fari lika. — Akvörðun um hvaða skip fara, önnur en Asberg, verður tekin i byrjun maf, sagði Vilhjálmur Ingvarsson, en Norglobal mun halda á loðnu- miðin við Nýfundnaland um miðjan maimánuð. Vilhjálmur kvaðst nýkominn frá Noregi, þar sem hann hefði rætt við eigend’ur Norglobal og sagði hann, að norskir útgerðarmenn hefðu mikinn áhuga á að senda skip siij^ með Norglobal, þvi verkefni fyrir þau væru ekki mörg, fremur en fyrir islenzka flotann. Margrét Guðnadóttir, prófesson: Við eigum að framkvæma kúabólusetningu á sama hótt og óður, þótt aðrar þjóðir slaki ó klónni SJ-Reykjavik — Undanfarið hafa læknar og heilbrigðis- yfirvöld I Evrópu rætt mikiö um hvort leggja skuli niður bólu- setningu gegn kúabólu. Ýmsar þjóðir hafa slakað á i þessu efni og Bandarlkjamenn hafa lagt niður lögboðna kúabólu- setningu. — Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert mikla herferð á Indlandi á undanförnum árum til útrýmingar bólusótt.en þar var eitt aðalbæli þessa sjúkdóms, sagði prófessor Margrét Guðna- dóttir veirufræðingur, þegar Timinn leitaði til hennar vegna þessa máls. Siðustu tólf mánuðina hefur ekkert bólu- sóttartilfelli verið skráð á Indlandi. Þegar bólusóttar hafði ekki orðið vart i Indlandi i ellefu mánuði, lögðu Bandarikjamenn niður skyldubólusetningu og bólusetja nú ekki lengur sin börn. Siðan hafa aðrar þjóðir fylgt á eftir. Kúabólusetning hefur aldrei verið lögboðin i Bretlandi, en fólki hefur verið gefinn kostur á henni. Finnar lögðu niður skyldubólusetningu árið 1952, en bólusetningin hefur verið framkvæmd þar i landi á sama hátt eftir sem áður. Þetta hefur verið misjafnt eftir löndum, en yfirleitt hefur kúabólusetning verið með i almennum barna- bóluse tningum. En nú eru þjóðirnar sem óðast að slaka á. Ég var á fundi i Kaupmannahöfn i april og þar var rætt um þessi mál. Danir hafa þegar slakað á i þessum málum og Sviar einnig. Norð- menn hafa málið i athugun og sömuleiðis við Islendingar. A fundinum skýrðu menn frá ástandi mála hver með sinni þjóð. Hér hefur kúabólusetning verið lögboðin, en henni ekki strangt framfylgt, þ.e.a.s. að börn hafa ekki verið bólusett hafi þau verið veik eða lasin. Þannig álit ég, að við höfum losnað viðslæmar aukaverkanir sem geta fylgt bólusetningunni, svosem húðsjúkdóma ogheila- bólgu. Ég tel, að við eigum að framkvæma kúabólusetningu áfram á sama hátt og verið hefur. Engum dettur enn i hug að halda þvi fram, að bólusótt sé horfin úr heiminum. Og hér á tslandi ættum við erfitt með að framkvæma skyndibólu- setningu á öllum landsmönnum ef veikin bærist hingað. Þótt bólusóttar hafi ekki orðið vart i Indlandi þennan tima, er ekki vist að það haldist, sérstaklega ef og þegar heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hættir þar afskiptum og Indverjar sjálfir taka málið i sinar hendur. 1 Eþiópiu er enn bólusótt og hefur hún aldrei fallið þar út af skrá. I Suður-Ameriku er lika bólusótt og skráning farsótta þar er léleg og ekki treystandi. Það er jafnvel hætta á að i Suður-Ameriku séu landssvæði, þar sem bólusótt herjar, ogekki hefur verið skýrt frá. Danir og Sviar hafa tekið þá ákvörðun,að hafa til i löndum sinum nægilegt bóluéfni til að framkvæma skyndibólu- setningu, en eru hættir við ungbarnabólusetningu. Þeir hugsa sem svo, að þeir séu sæmilega varðir 12-3 ár þar sem flestir hefðu verið bólusettir þóttungbarnabólusetningin falli niður. Hér held ég, að skynsamlegast séeinsogég minntist á áðan, að halda áfram á sama hátt og þvinga engan, þá ætti hættan að vera mun minni ef bólusótt brytist út. Skyndibólusetning er ekki framkvæmanleg hér, bæði vegna þess hve landið er dreif- býlt og eins hins að ekki er til nægilega margt starfsfólk til að framkvæma hana. Það er nokkuð snemmt að halda að bólusótt sé útdauð, það er betra að biða i 4-5 ár með að hugleiða það. En það er vissulega stórsigur ef hún er úr sögunni á Indlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.