Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 30. april 1!(76 Föstudagur S0. april 1976 TÍMINN 13 Þéttsetiö æðarvarp — hér rlkir friður og ró gpÍMÉ* ÆÐARRÆKTARFÉLAG Is- lands hefur að undanförnu aflað sér nokkurra upplýsinga frá mönnum, sem aldir eru upp við æðarvarp og hafa mikla reynslu i þeim málum. Vill stjórnin gjarnan safna saman fróðleik um þessa sérstæðu atvinnu- grein, sem ekki er svo litils virði fyrir þjóðarbúið svo og þá, sem þessa atvinnu stunda. A sl. ári munu útflutnings- verðmæti æðardúns hafa orðið um 35 millj. kr. Þar að auki er alltaf nokkuð af dún notað I landinu sjálfu, sem ekki er gott að segja hve miklu nemur. Þessi atvinnugrein hefur þau hlunnindi umfram aðrar bú- greinar, að þar eru engin dýr af- lifuð, öllu fremur stuðlað að við- haldi dýrmæts fuglastofns með alls konar verndun. Fyrir þá, sem hafa I huga að koma upp nýjum æðarvörpum á jörðum slnum, viljum við hér með gefa eftirfarandi upplýs- ingar, sem eins og að framan getur er aflað og dregið saman hjá reyndum mönnum i um- gengni við þann fagra fugl, sem æðarfuglinn er. 1. Það er nú löngu viðurkennd staðreynd, að viða getur maður- inn komið náttúrunni til hjálpar með tilliti til ræktunar við strendur landsins i mikilli hættu, og ber þá að koma honum til hjálpar, ef hann á ekki að biða lægri hlut I baráttunni við „menninguna” og röskun á jafnvægi tegundanna, I hinu villta lifsgæðastriði vorrar ald- ar. Nýr vargur hefur tekið sér bólfestu hér, rrieð aðstoð mann- anna, þ.e. minkurinn og svo koma mennirnir með sin nælon- net og girða fyrir allt, sem hrærist á grunnsævi vegna arð- semi hrognkelsaveiðanna. Þvi hefur hópur manna hafið starf til verndunar æðarfuglinum með öllum þeim ráðum, sem til- tæk eru samkvæmt landsins lögum. Er þá fyrst að verjast varginum, minkum, refum, svartbökum og hrafni, og einnig að hefja aðstoð við fuglinn með nýjum varpstöðvum, þar sem svo hagar til við sjávarsiðuna. 2. Staðarval: Staðarvalið er þaö fyrsta sem athuga skal, og koma þá heizt til greina hólmar i vötnum og tangar sem ekki eru fjarri sjávarsiðunni eða við vötn. Þess eru þó dæmi, að varpi hefur ver- ið komið af stað allt aö 12—15 km frá sjó. Það er þó æskilegt, að ungarnir eigi sér fremur auð- velda leið til sjávar, en þeir yfirgefa hreiðrið mjög fljótt og elta móðurina i fæðuleit hennar. Fyrst þarf að girða vel það land sem tekið er fyrir varp, helzt með finriðnu neti að neðan vegna minks og tófu, svo með gaddavir að ofan vegna ágangs búfénaðar. Refir og minkar munu hafa nokkurn beig af net- inu, en einmitt á varptimanum hefur ágangurinn verið mestur hjá refum og minkum, þvi þeir eru þá hvað mest i þörf fyrir fæðu handa yrðlingum sinum, og eru þá aðgangshörð við egg- in. Þarf að hlaða upp i öll skörð milli þúfna svo erfitt sé að kom- ast undir girðinguna. Þá kemur að þvi að velja hreiðurstæðin. Bezt er að skera hreiðriö utan i þúfu sunnanmegin, eða viö stein eða barð svo skjól sé sem bezt. Gott er að hreinsa upp steinhell- ur til skjóls við hreiðrið og jafn- vel mynda hvolfþak tveggja hellna. Æðurnar eru fljótar að finna þessa staði, þar sem skjól hefur verið myndað. Er stein- húsið einnig vörn gegn hrafni og svartbak. G'ott er að fylla hreiðrið með gömlu heyi eða moði. Það ver dúninn i bleytutið, hann leggst þá siður við moldina. Sumir reisa upp staura við hreiðrin og setja jafnan á þá alls slags marglitar veifur, þvi fuglinn er skrautgjarn. Svo er að sjálf- sögðu ágætt ráð að setja niður fljótvaxnar viðitegundir við hreiðrið. Þar myndast fljótt skjól við runnann, og þá eru trén ágætvörn gegn vargfugli. Viðir- inn vex fljótt, ef áburður er sett- ur i holuna i fyrstu. Þess voru dæmi, að farið var I hrismó og fluttir heim margir hestburðir af hris, sem siðan var bundinn I knippi og festur á staura i varp- inu. Þetta var mikil vörn gegn vörgum en miður hollt fyrir beitilöndin og mun þvi hætt við þessi landspjöll, sem betur fer. 2. Þegar fuglinn er verptur, er ekki vert að hafa mikinn um- gang um varpiö fyrst. Þó venst hann fljótt heimafólki en er jafnan var um sig, ef gestir eru hafðir með við varpgöngur. Ekki var venja að hreyfa við fyrstu 3—4 eggjum, nema þau voru merkt með lit svo ekki yrði villzt á þeim og siöar orpnum eggjum i sama hreiður. En það var algengt þar sem mikið er af æðarfugli, að tvær til t>rjár koll- ur verptu i sama hreiðrið og fundust oft 8—10 egg i sama hreiðrinu. Þá var leyft að taka þau egg sem siðast voru lögð, og nota til heimilisþarfa. Ekki var hætt við að þau yrðu „fúlegg” sem kallað var. Sú, sem fyrst verpti yfirgaf hreiðrið strax og hennar fyrstu egg voru útunguð. En alltaf voru skiliri eftir minnst 4 egg I hverju hreiðri. Það kunna margir skil á þvi, hvernig egg voru skyggnd, — með þvi að halda þeim i lófa sinum og snúa öðrum enda að sól. Sást þá fljótt hvort eggin voru ný eða farin að strop.a. 3. Venja var að fara annan hvern dag I varpið, á meðan á aðalvarpi stóð. Var þá lagað til i hreiðrum,egg, sem oltið höfðu úr hreiðri og dúnn, sem fokiö hafði, sett aftur i hreiðrið. Svo var farið að taka dálitið af dún, ef nægilegt var, þó aldrei svo að hætta væri á að ungarnir hefðu ekki nóg sér til skjóls, þegar þeir komu úr egginu. Þegar svo ungarnir höfðu yfirgefið hreiðr- Unglingar I varplandi — eggin skyggnd. jð, var mikilsvert að hirða allan dúninn svo fljótt sem auöið varð, þvi annars gat hann blotn- að og lagzt i klessu. Það var alltaf verri dúnn og erfiöur i hreinsun. Þegar heim kom, var svo strax farið að þurrka dún- inn, á steinhellum eða bárujárni og mesti hroðinn hristur úr, áður en dúnninn var svo settur i góða poka, og geymdur unz fullnaðarverkun hófst. 4. Það eru til margar sagnir um það, hvernig menn komu upp æðarvörpum. Ein sagan er sú, að bóndi fyrir vestan fann tvo hjólbarða á reka og tók þá upp og henti fyrir ofan malar- kambinn. Strax á fyrsta sumri verptu kollur i þessum hring- húsum. Honum datt þá i hug að fá sér eitt bilhlass af ónýtum hjólbörðum, og dreifa þeim við malarkambinn. Þar verpti æður á næsta ári i hverjum bilbarða. Þá er sögn frá Noregi, þar sem sjávarbændur reisa ranghala úr steinhellum, og verpir þá æðar- kolla svo þétt hlið við hlið inn i húsinu, aö þar er hreiður viö hreiður. Jæja, bændur góðir, athugið umhverfið við bæinn ykkar strax á þessu vori og hefjið nýj- an atvinnurekstur. Æðarfuglinn óttast ekki ná- lægð húsa né umgang heima- fólks, honum er lika vörn að sliku og það finnur hann út sjálf- ur. Æðarræktarfélagið óskar ykkur til hamingju með kom- andi vor, og væntir góðrar þátt- töku. Æðarræktarfélag íslands. Starfar að öryggismálum fyrir þýzku ríkisstjórnina kjarnorkuvera Rætt við Sigurð Dagbjartsson frá Álftagerði í Mývatnssveit, sem starfar næstu fjögur árin við kjarnorkurannsóknastöð Bandaríkjamanna f Klettafjöllum SJ-Reykjavik. Sigurftur Dag- bjartsson eftlisfræftingur, sem er sérmenntaftur i kjarnorku- fræftum og hefur undanfarin tíu ár unnift I þeirri grein i Þýzka- landi, tók um siftustu áramót vift nýju starfi á vegum þýzka rlkis- ins vift sameiginlegar rannsókn- ir Bandaríkjamanna og Þjóft- verja á öryggismálum kjarn- orkuvera. Timinn hitti Sigurð að máli er hann hafði viðdvöl hér. Siguröur Dagbjartsson, kona hans og tvö börn fóru I fimm daga heimsókn norður i land áð- ur en haldiö var vestur um haf, en Sigurður er frá Álftagerði I Mývatnssveit. — Ég hafði mikinn áhuga á að skoða mannvirkin við Kröflu, sagði Sigurður Dagbjartsson, þegar við spjölluðum við hann skömmu fyrir brottför hans. Ég starfa einnig að orkumálum, að visu á sviði kjarnorku en ekki jaröorku. Mér finnst það at- hyglisvert fyrirtæki, sem verið er að ráðast i við Kröflu, sér- staklega ef litið er á framtíðina. Hvort nú er réttur timi fyrir þessar framkvæmdir get ég ekki fullyrt, en mér virðist ýmislegt benda til að svo sé. — Þú álitur það þrátt fyrir náttúruhamfarirnar, sem orðið hafa á þessum slóöum? — Það er erfitt að spá um áframhald á jaröskjáftum og eldgosum. Það geta jafnvel ekki færustu jarðfræðingar. En ég held að það séu litlar likur á, að tafir eða óþægindi verði við framkvæmdir við gufuafls- virkjunina vegna þeirra. Sigurðurstundaði nám i Stutt- gartog hefur búiö þar lengst af siðan. Eftir að hann fór að vinna að kjarnorkumálum starfaði hann fyrst lengi að rannsóknum itengslum við framleiðslu áraf- orku með hjálp kjarnorku. 1974 réðst hann til verkfræðifyrir- tækis, sem sér um hönnun á kjarnorkuverum, og stárfaði þar þangað til honum bauðst áðurnefnd staða á vegum þýzka rikisins. 1 byrjun ársins fór Sigurður til Karlsruhe, en þar er rann- sóknarstöð á vegum þýzka rikisins, sem mun sjá um þessar sameiginlegu rannsóknir þjóð- anna tveggja fyrir hönd Þjóö- verja. Samningur hefur verið geröur milli bandarisku kjarn- orkumálastofnunarinnar ogvis- inda- og tækniráöuneytis Þjóö- verja um samvinnu íkjarnorku- öryggismálum. I þeim er kveðið á um að visindamenn frá þjóöunum báðum skuli fylgjast með rannsóknum hvorrar ann- arrar i þessum fræöum. Ráðn- ing Sigurðar til fjögurra ára i það starf, sem hann er nú að taka við, er dæmi um þetta. Fer hann nú til rannsóknarstöðvar i Idaho i Klettafjöllunum. Þar fóru áður fram, að sögn Sigurð- ar, miklar grundvallarrann- sóknir og rannsóknir vegna hernaðar, en nú hefur starfið breytzt og meiri áherzla er lögð á öryggismál. Feikimiklu fé er varið til öryggismála vegna kjarnorku- vera hjá Þjóðverjum og Banda- rikjamönnum. Þjóðverjar eyða árlega 500 milljónum marka i þessu skyni og Bandarikjamenn mun meira fé. — Ein ástæðan fyrir þvi að mikil áherzla er lögð á öryggis- málin, sagði Sigurður Dag- bjartsson, er að frá þvi fyrir 1970 hefur verið mikið rætt um að ekki væri allt eins tryggt i sambandi við kjarnorkuverin og látið væri i veðri vaka. Þessi vissa hræðsla orsakast eflaust af þvi hvernig kjarnorkan var fyrst notuð eöa öllu heldur mis- notuð. Jafnvel hefur verið uppi sá kvittur að kjarnorkuver geti verkað sem kjarnorkusprengja, sem er alrangt, slikt er ekki hægt og kemur tæknin í veg fyr- ir það. Hins vegar er þessi óhugur ekki alveg ástæðulaus. Menn hafa eflaust hraðað sér heldur mikið i þessari ungu visinda- grein án þess að hyggja nægi- lega vel að öryggismálum. Og menn eru alltaf hræddir við það sem þeir geta ekki séðog kjarn- orkugeislarnir eru jú ósýnilegir. Tilgangurinn með rannsókn- unum, sem Sigurður Dagbjarts- son tekur þátt i næstu fjögur ár- in, er m.a. aö sýna fram á að ótti manna við kjarnörkuverin sé ástæðulaus. Visindamennirnir munu m.a. vinna með háþrýstigufu og há- þrýstivatn og frystirör, en af mistökum með þau gæti hlotizt stórfelldur skaði, beint og óbeint. Við yfirhitun gæti brennsluefni bráðnað og of mik- ið geislavirkt efni losnað, sem yrði hættulegt ef það kæmist út i andrúmsloftið ekki eingöngu i nánd við þá verksmiðju, sem i hlut ætti, heldur einnig lengra frá. En i raforkuframleiöslunni er geislavirka efninu haldið alveg innilokuðu, ef allt er meö felldu. Um tiu kjarnorkuver eru nú starfandi í Þýzkalandi og f jölg- ar þeim stórl. á næstu árum og verða byggð stærri ver en áður. — Búrfellsvirkjun er að mig minnir um 250 megawött, en kjarnorkuverin sem nú starfa eru um 1200 mw, segir Sigurður Dagbjartsson. — Það er þvi mikil orka i hverju veri og mikið af geislavirku efni. Viss hætta stafar af kjarn- orkuverunum i tengslum við hryðjuverkamenn, skæruliða og styrjaldir. Hryðjuverkamenn hafa tvivegis gert árásir á kjarnorkuver i Frakklandi, en ekki urðu alvarlegar afleiðingar af. t Þýzkalandi hefur árásum verið hótað tvivegis eða þri- vegis. Pólitiskur þrýstingur gegn kjarnorkuverunum hefur ekki myndazt ennþá i Þýzka- landi. — Mér finnst athyglisvert að koma heim, sagði Siguröur, — ég var hér siðast 1973. Mývatns- sveit, t.d. sem áöur var land- búnaðarhérað er oröin iðnaðar- hérað að hluta til og sjálfsagt ferðamannahérað að sumrinu. Þegar slikar breytingar verða, riður á að hafa mikla gát á, og fara að með eins mikilli forsjá og kappi. l>að gleður mig alltaf að sjá hve þjóðin lifir góöu lifi. Hlut- fallið virðist vera miklu betra i Þýzkalandi milli verðlags og kaups en hér, a.m.k. meðal menntamanna, sem ég þekki bezt til. En samt sem áður virð- ast menn hér hafa það alveg einsgott. Þjóðin virðist vera bú- in að venja sig á að lifa með óða- verðbólgunni. — Kemurðu aftur til tslands? — Ég hef alltaf búizt við að koma heim aftur. En hvenær veit ég ekki. Sigurftur Dagbjartsson Timamynd G unnar ÞJOÐLEGIR ÞÆTTIR UR EYJUM Haraldur Guftnason: Saltfiskur og sönglist og niu aftrir þjóftlegir þættir Skuggsjá Þessibók er nokkrir þættir af mönnnum i Vestmannaeyjum og Rangárvallasýslu. Fyrsti þátturinn, sem bókin dregur nafn af, er byggður á frásögn Hannesar Hreinssonar, sem fæddist og ólst upp i Landeyj- um, en flutti siðar til Eyja. Það þarf engum að bregða við það, aö töluverður samtinings- svipur sé á þessari bók. Svo er til hennar stofnaö. Höfundur festir á blaö atriði úr frásögn manna, sem hann hefur kynnzt, og honum oröið eftirminnilegir. Stundum er þó seilzt til eldri tima, ýmist i tengslum viösam- timamennina, eða bara af þvi, að hið eldra dregur hugann meö sér, svo sem þeir séra Loftur og Erlendur Helgason. Haraldur mun vera vandaöur maður i frásögn. Þættir hans eru allir með sérstökum ráðvendnissvip. Hins vegar minna þeir meira á kunningja- rabb en fágaðar stilæfingar. Þetta þarf ekki að vera til að gera litiö úr bókinni. Kunningjarabb heldur enn gildi sinu. Og það er enginn hlutur þjóðlegri i menningu Islendinga en sá, að segja félögum sinum frá þvi, sem á dagana hefur drifiö. Þar meö fylgir, að koma á framfæri þvi, sem aörir hafa sagt frá, láta það berast lengra ogfesta það i þvi skyni á blað og bók, svo. sem Haraldur hefur gert hér. Þá má ekki heldur gera lítiö úr þvi heimildargildi, sem þessir þættir hafa um atvinnulif og uppbyggingu, einkum i Vest- mannaeyjum. Sérstök ástæða þykir mér til að nefna hér sföasta þátt bókar- innar, sem aðallega eru kaflar úr bréfum verzlunarstjóra i Eyjum til Bryde kaupmanns húsbónda hans. Þau eru skrifuð á harðindaárunum miklu 1882-1885. Haraidur hefur unnið mjög gott verk með þvi, að þýða þessa bréfkaíla og birta, þvi aö þeir eru gagnmerk heimild varöandi verzlunarsögu og mannlif. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.