Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 4
TÍMINN Föstudagur :íO. april 1976 Níu mánaða sýningardama Hér sjáum við Fay litlu i fyrstu auglýsingamyndinni, sem hún tók þátt I, — en liklega ekki þeirri siðustu. Mamma hennar, sem er með henni á myndinni heitir Geraldine Davis, og er þekkt sýningarstúlka i London. Hún hefur mikið unnið við sjón- varpsauglýsingar, og nú nýlega hefur hún tekið dóttur sina með, þar sem það hefur fallið vel inn i auglýsingarnar. Fay þykir mjög gaman að þessu, segir mamma hennar, og ljós- myndararnirsegja að mjöggott sé að taka myndir af henni. — Hún er eins og fædd til að sitja fyrir, sagði einn tæknimaður- inn. „Pabbi segir að ég gangi eins og kvikmyndastjarna.” „Jamm, eins og hesturinn hans Roy Rogers.” „Hjólreiðamenn á brú" og ,,Blak" Dieter Baumann heitir 23 ára iþróttaljósmyndari frá Ludwigs burg i Þýzkalandi. Hann sendi þessa samsettu mynd til Moskvu á alþjóðlega ljós- myndasýningu á svarthvitum myndum. Dómnefndin dæmdi Dieter gullverðlaun sýningar- innar og i dómnum sagði, að skemmtileg andstaða væri milli myndanna, þar sem væri kraft- urinn og hreyfingin i blak-myndinni og svo aftur fall- egt landslag og ró og kyrrð, sem einkenndi brúarmyndina. 30 þúsund ára mammútur 1 dýrafræðistofnun sovézku vis- indaakademiunnar i Leningrad er nýlokið við að setja saman beinagrind af mammút, sem vegur 100 kg og fannst i óshólm- um fljótsins Indigirakas i Jakútiu. Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem menn finna mjög athyglis- verðar leyfar útdauðra dýrateg- unda i Jakútiu. Fyrir nokkru tókst jarðfræðileiðangri að grafa upp beinagrind af um þriggja metra háum mammút úr sifrosinni jörðinni á þessum slóðum. Samkvæmt útreikning- um hefur mammútinn lifað fyrir um 30 þúsund árum. Tenn- urnar, sem eru mikið slitnar, bera þvi vitni, að hann hefur náð um 70 ára aldri. Mammúturinn lá á kviðnum með fætur teygðar fram fyrir sig. Fundur þessi er sérlega mikilvægur sökum þess, að öll bein i beinagrindinni höfðu varðveitzt, allt frá táliðum aftur I hala. Hin slfrosna jörð hafði einnig varðveitt innyfli dýrsins, m.a. magann ásamt innihaldi hans. Rannsóknir á innihaldinu, sem var jurtafæða, gera mönn- um fært að staðreyna á hverjú mammúturinn hefur lifað, svo og hvers konar gróöur var á þessum slóðum fyrir 30 þúsund árum. Aður en leiðangurinn tók aö vinna að uppgreftri beinagrind- arinnar höfðu einhverjir- höggvið stykki úr mammútnum og skaddað höfuðkúpuna. Þess vegna sneru menn sér til sér- fræðinga við dýrafræðistofn- unina í Leningrad til þess að fá hjálp við viðgerð hinnar sködd- uðu hauskúpu. Beinagrindin var send með flugvél til Leningrad, þar sem mönnum tókst eftir nokkurra mánaða vinnu að gefa henni upprunalegt útlit og setja i hana ný stykki I stað hinna sködduðu. Innan skamms verð- ur beinagrindin send aftur til Novosibrisk i sérbyggöum flutningagám. Þessi heila, ein- stæða beinagrind veröur sett upp til sýnis i dýrafræðisafni borgarinnar. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.