Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 21
Föstudagur :tO. april 1976 TÍMINN 21 Miklir menn erum við Hrólfur minn Við höfum eígnazt mikinn mann, tslendingar. Listdómari Þjóðviljans, Niels Hafstein, skrifar um Asgrim Jónsson þ. 11. þ.m. Um myndir Asgrims i' Safna- húsinu á Selfossi segir hann m.a.: „Mig rak i rogastanz. Málaði meistarinn svona? Andskota- kornið. Þetta var annað alvar- lega áfallið á stuttum tima <hið fyrra var hryllingurinn i safni Einars Jónssonar myndhöggv- ara). Hvilik dýrð i fjólubláu og bleiku. Það var eins og nærfata- framleiðandi hefði breytt (svo) til þerris blæjur sinar”. Um Ásgrimssýningu á Kjarvalsstöðum farast hinum listspaka manni svo orð: „Þegar ég hafði skoðað þessa stóru og viðamiklu sýningu þá varð mér ljóst að islenzkir list- njótendur hafa i áraraðir verið stórlega blekktir. Fagurfræð- ingar og aðrir spekúlantar hafa séð fyrir þvi. 272 myndir! Af þessum fjölda eru 36 einhvers virði, misjafnlega góðar. Niður- staðan er: Miðlungsmálari. Allt er hrunið til grunna. Það er ekki hægt að láta þetta við- gangast lengur, það verður að meta upp á nýtt. Mér er sama þótt hundrað blindir kettlingar 'Gott á sú þjóð, sem eignast hefur þvílíkan spámann" væli i fjölmiðlum landsins og , saki mig um öfund, einstreng- ingshátt ognýjungadýrkun, þeir geta etið það sem úti frýs”. Svo mörg eru þau orð „list- dómarans” og að visu fleiri i svipuðum dúr. Gott á sú þjóð, sem eignazt hefur þvilikan spámanni 17/4 ’76 Gisli Magnússon. Nuddað við nöldurskjóður A sumardaginn fyrsta var svokallaður vinnuþjarkur að bölsótast yfir frium kennara. Hann kallaði þetta fyrirspurn tii skólayfirvalda. Honum blöskraði sumarfri kennara. Hann veit það greini- lega ekki, að mánaðarlaun kennara eru miðuð við kennslu- timann, þó aö þeim sé dreift á alla mánuði ársins. Færri kennsludagar — lægri mánaðarlaun. Skólar starfa mismunandi lengi. Um jólafri og páskafri er það að segja, að þó að skólastjórar ráði nokkru um lengd þeirra mega þeir ekki stytta tilskilinn kennslutima með þeim. Þjarkurinn vitnar i sumarfri erlendis. Þau séu viða stutt og svo vill hann hafa það hér. Sums staðar eru nú raunar jólafriin nokkuð löng, en viða mun það tiðkast, að skólaárið sé lengra en hér hefur verið. Hitt orkar tvimælis, hvort við ættum ekki heldur aö leggja kapp á að nem- endur fái vinnu hluta úr hverju skólaári en að lengja kennslu- timann. Þá er þjarkur mæddur yfir þvi, að stundum sé skiðafri i skólum.'Hvemig er þvi háttað? Fara ekki kennarar með nemendunum i skiðaferð? Ég hélt að það væri gott að gera slikt endrum og eins. Hér skal ekkert rætt um launakjör kennara almennt. Hitt má þjarkur vita, að reglur ir ■ ■ i mem eru um kennsluskyldu þeirra og launin miðuð við það. Skóla- stjórar hafa verkstjórn hver i sinum skóla og yfir þeim eru fræðustjórar. t hverjum skóla eru haldnar dagbækur,sem sýnaeiga forföll kennara og nemenda. Það má vel vera að ýmsir þeir, sem vinna við „höfuðat- vinnuvegi” þjóðarinnar hafi lengri vinnutima en kennarar, en hvað er þá yfirvinna þeirra? Þaö sem þjarkur verður að skilja er þetta, að launakjör kennara eru miðuð við þá vinnu, sem þeir eiga að skila, hvort sem þaö þykir fullt ársstarf eða ekki. Sama dag var sjómaður að rausa um að allur skipastóll hafrannsóknastofnunarinnar hefði verið i höfn á páskunum. Hann segir oftar en einu sinni, aðáhafnir þeirra skipa þurfi fri eins og aðrir. En þetta sé ekki að fullnýta flotann. Þetta finnst mér vera fáfengi- legt nöldur. Ég held að þessi skip geti verið fullnýtt, þó að fyrir komi að þau séu öll i höfn á stórhátíðum, — ef við föliumst á, að þau megi koma i höfn. Verkefni þeirra eru yfirleitt ekki svo dagbundin, að miklu' skipti, hvort þau koma að landi eitt og eitt, eða fleiri samtimis. Þetta eru dcki fyrst og fremst veðurathuganaskip. Svo er mér sagt, að séu skipin ekki i höfn á páskadag kosti sá dagur i launagreiðslum eins og tveir venjulegir dagar. Það má sjálfsagt eitthvað betur fara um notkun þessara skipa, en svona nudd finnst mér vera ómerki- legt rugl. H.Kr. Þið, sem búið við háan kostnað af olíuhitun: Snúið ykkur til næsta olíueftirlits- manns eða félags eftirlitsmanna 1 Timanum hinn 15/4 ’76 birt- ist greinarkorn eftir Jósafat Sigvaldason, Blönduósi, um þann gifurlega mun á hitunar- kostnaði með oh'u og hitaveitu. Ekki ætla ég að gera þennan mun að umræðuefni hér, enda er hann geigvænlegur. Hitt er annað mál, sem mig langar til að ræða um, það er hinn mikli oliukostnaður, sem Jósafat ræð- ir um i grein sinni eða 7200 ltr á ári eða 600 ltr á mánuði miðað við 100-110 ferm ibúð. Nú er álitið að normal eyðsla af oliu sé 14 ltr á hvern rúm- metra i húsi á ári. Það er að segja ef við umreiknum 110 rúmm ibúðina i rúmmetra, p.e., 297 rúmm ætti að þurfa að nota 4158 ltr á ári plús 20% báðvatn eða 4990 ltr. Eftir þessum tölum er eyðsla i umræddu húsi 2210 ltrof mikil á árieða kr 56023. Nú þekki ég ekkert til þessa húss, hvorki h vernig það er einangrað eða hvers konar kynding er i húsinu, en geng út frá visu að húsið sé sæmilega einangrað og kynding i lagi. Siðast liðið sumar voru þjálfaðir um 64menn til að yfir- fara og stilla kyndingar út um landsbyggðina þ.e. tveir stað- settir á Blönduósi. Vil ég þvi skora á Jósafat og alla þá, sem eiga við óeðlilegan hitunar- kostnað að ræða að snúa sér beint til næsta oliueftirlits- manns, eða beint til félagsins, en það heitir Félag eftirlits- manna með oliukyndingum og hefur aðsetur i Reykjavik. Simi þess er 91-85780, og erum við til- búnir til að veita allar þær upp- lýsingar sem við gætum látið i té. Einnig getum við hjálpað fólki til að fá heppileg kyndi- tæki. Virðingafyllst, Óskar G uðla ugsson Gnoðarvog 34, R Þorbjörn Sigurðsson fyrrum húsvörður: — Þaö á að rassskella þá alla (Bretana) hvern með öðrum. Ingunn Jónasdóttir húsmóðir og verzlunarkona: — Ég veit ekki. Ég hugsa nú ekki að Bretarnir gefist upp strax. Þeir eru þrjózkari en það. Magnús Þorbjörnsson prentari: — Ég er ekki ánægður með framhald samningaviðræðna við Þjóðverja. Og ég væri ekki hrifinn af að það yrði farið að semja við Bretana. Ingunn Magnúsdóttir afgreiðslustúlka: — Við erum að vinna þetta þorskastrið. Pétur Snæland skrifstofumaöur: — Mér lfzt vel á þá, ég held viðhljótum aö vinna á tima. Hvernig lizt þér á síðustu atburði i landhelgisdeil- unni? Guðmundur Norðdahl verkainaður við togaraafgreiðslu: — Mér lizt illa á skemmdirnar á skipunum okkar. En ég vona, að við séum að sigra Bretana, mér finnst allt benda til að þeir séu að gefast upp. TÍMA- spurningin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.