Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur :tO. april 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 41 um áfalli, brotiðeigingirnisskelina utan af honum. Hann skammaðist sín. — Það er eitt enn, Brent, hélt AAyra áfram. — Þegar þú hittir hann, vil ég að þú sýnir honum þessar myndir. Ég vil að þú segir honum, að þú hafir sótt þær, þú mátt segja, að ég hafi komið með þér, ef þú vilt. Hann hafði áhyggjur af þeim, skilurðu. Hann var hræddur um, að þær hyrf u og bað mig að biðja einhvern að sækja þær. einhvern karlmann..... — Hvers vegna einmitt karlmann? — Vegna þess að Rue Guillotine er ekki gata, þar sem kvenfólk er eitt á ferli. — Er það raunverulega svo slæmt, AAyra? sagði hann leiður. — Já, svo slæmt og ennþá verra.... — En samt fórst þú þangað.... — Ég vissi ekki fyrirfram, hversu slæmt það var. En þegar ég kom þangað, var ég glöð yf ir að hafa farið. — Ég er þér þakklátur, AAyra, sagði hann auðmjúk- lega. — Ég þarf líklega ekki að segja það. En ég skal sýna það. Ég skal sýna þér, að ég skal hugsa um gamla manninn, hann skal aldrei þurfa að fara í þetta greni aftur. Ég skal koma honum á fætur aftur, það er það minnsta, sem ég get gert. Augu AAyru fylltust skyndilega af tárum. — Þakka þér fyrir, Brent. Ó, þakka þér fyrir! — Fyrir hvað? — Fyrir að valda mér ekki vonbrigðum. Fyrir að vera allt það sem ég vonaði að þú værir. Hann horfði á hana. A þvi andartaki skildist nonum, hvað álit hennar skipti hann miklu máli. Venetia mátti ryðja úr sér skömmum og traðka á honum, en eitt gagn- rýnisorð af vörum AAyru særði hann. Það var orðið dimmt, þegar þau gengu út úr kaffi- stofunni. Þau námu staðar andartak úti fyrir og Ijósin frá sjúkrahúsinu lýstu upp gangstéttina, þar sem þau stóðu. AAyra leit upp og Brent hrof ði brosandi á hana. — Ánægð? spurði hann. — Ánægðari en ég get lýst, svaraði hún. — Þér þykir víst vænt um gamla manninn, sagði hann lágt. — Já, okkur þykir öltum vænt um hann á St. Georges sjúkrahúsinu. Hún brosti upptil hans og Ijósgeisli úr glugga á sjúkra- húsinu félli andlit hennar. Hann kom úr glugga AAarks Lowell, sem I sömu andrá leit út og kom auga á hana. Hann stóð hreyfingarlaus. Þetta var raunverulega Brent Taylor, sem hún var með og hún brosti til hans. Brent stakk handleggnum undir hennar og þau gengu af stað eftir götunni. Það var ekki vafi á áð þau höfðu borðað saman. Lengi stóð AAark og starði út um gluggann, en dró síðan tjaldið svo snöggt f yrir, að það var eins og hann hef ði séð skrímsli. Það var ekki auðvelt að loka mynd AAyru úti úr huganum, hún hafði tekið þar svo mikið rúm, það varð hann að viðurkenna. AAyra Henderson hafði raunveru- lega verið farin að ógna piparsveinstilveru hans — en nú, ekki lengur! Hann varð að gleyma henni! Það var eins gott, að hann hafði komizt að því í tæ'ka tíð, hvernig hún var. Venetia daðraði ef til vill við tvo eða þrjá í einu, en hún fór ekkert í felur með það. Það var AAyra, sem læddist og fór á bak við fólk til að ná taki á manninum, sem hún vildi fá.... og hún gerði áreiðanlega hvað sem var til að ná honum. 18. kafli. Rolly Friar var á vakt, þegar Brent kom, ásamt fleira fólki í heimsóknartímanum daginn eftir. Pollý sá, að hann hikaði innan við dyrnar og leit yfir rúmin, eins og hann væri að leita að einhverju. — Get ég hjálpað yður? Hvern ætlið þér að heim- sækja? Brent var nærri búinn að spyrja eftir Simoni Beau- mont, þegar hann mundi, að AAyra hafði beðið hann að Ijóstra ekki upp nafni hans við neinn á sjúkrahúsinu. Þess vegna f lýtti hann sér að segja? — Jósep gamla og áður en henni gafst timi til að svara, hafði hann komið auga á gamla manninn, sem virtist sofandi og hann gleymdi vingjarnlegu hjúkrunarkonunni. Hann tók ekki einu sinni eftir undrunarsvip hennar — því það fékk svo mjög á hann að sjá gamla kennarann sinn — svona elli- legan og illa farinn. Hann gekk hægt að rúminu. Sjúkdómar og mótlæti höf ðu sett mark sitt á Simon Beaumont og Brent hætti að efast um, að það væri orðum aukið, sem AAyra hafði sagt. En þetta var svo sannarlega gamli kennarinn hans — þreyttur, gamall og gleymdur. Augu hans voru lokuð, þess vegna tók hann ekki eftir 30. april 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugreinar dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Harpa Karlsdóttir les „Söguna af Villa villiketti” eftir Þröst Karlsson. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Spjallaö viö bændur kl. 10.05. (Jr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morgun- -tónleikar kl. 11.00: Alfred Brendel leikur á píanó Tilbrigöi op.120 eftir Beet- hoven um vals eftir Diabelli. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Olga Sigurðardóttir les (18). 15.00 Miðdegistónleikar. Grace Bumbry syngur ariur úr óperunni „Macbeth” eftir Verdi við undirleik hljómsveitar. Sinfóniu- hljómsveitin I Cleveland leikur Tilbrigði eftir William Walton um stef eftir Paul Hindemith: George Szell stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Guðni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hijómsveitar Islands haldnir i Haákólabiói kvöld- ið áður. Hljómsveitarstjóri: Karsten Andersen. Einleikari á pianó: Rhonda Gillespie frá Bretlandi a. „V i 1 h j á 1 m u r T e 11 ”, forleikur efir Giacomo Rossini. b. Djasskonsert eftir Joseph Horowitz. c. „Rhapsody in Blue” eftir George Gershwin. d. „Hljómsveitin kynnir sig” eftir Benjamin Britten. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 21.30: (Jtvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantsakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björns- sonar (22). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Dvöi. Þáttur um bókmenntir. Umsjónarmaður: Gyldi Gröndal. 22.45 Af a n g a r . Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnars- sonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. 30. aprtl 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 21.40 Svarti sauðurinn (La Cina e’vicina) Itölsk bió- mynd frá árinu 1967. Leik- stjóri Marco Bellocchio. Aðalhlutverk Glauco Mauri, Elda Tattoli, Paolo Graziosi og Daniela Surina. Myndin greinir frá þremur systkin- um af tignum ættum. Elsti bróðirinn, Vittorio, er i framboði fyrir sósialista i bæjarstjórnarkosningum gegnvilja fjölskyldu sinnar. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.