Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 7
Köstudagur 30. april 197« 7 Sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðárkróki Sauðárkrókur: Byrjað á heilsugæzlu- stöð á næsta ári A undanförnum árum hefir stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauöárkróki unnið að þvi að koma upp heilsugæzlustöö i tengslum við sjúkrahúsið. Gerðar hafa ver- ið nokkrar teikningar i samræmi við þær hugmyndir, sem uppi hafa verið um slikar stöðvar. Það verk hefir teiknistofan Höfði i Reykjavik annazt i samráði við stjórnog lækna sjúkrahússins. Að undanförnu hefir Alþingi veitt i fjárlögum nokkra fjárhæð vegna þessara undirbúningsfram - kvæmda. Nú liggur fyrir teikning af heilsugæzlustöðinni, sem hlut- aðeigandi aðiljar hafa fjallað um og komið sér saman um sem ákjósanlega lausn málsins. Er hér um að ræða hús, sem reist verður vestan viö sjúkrahúsiö með tengiálmu við það, á þrem hæðum, um 2100 fermetrar að flatarmáli. Vegna þessa máls voru á ferö á Sauðárkróki dagana 8. og 9. þ.m. Matthías Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráöherra, Páll Sigurösson ráðuneytisstjori og Ólafur Ólafsson landlæknir. Komu þeir á fund.með sjúkrahús- stjórninni, skoðuðu sjúkrahúsið og alla aöstöðu þar og ræddu hina fyrirhuguðu nýju heilsugæzlustöð á Sauðárkróki. Voru aðiljar ein- huga um það að vinna að fram- gangi þessa nauðsynjamáls og hraða undirbúningsvinnu á þessu ári og stefna að þvi að hefja byggingarframkvæmdir þegar á næsta ári. Ráðherra, ráðuneytisstjóri og landlæknir skoðuðu enn fremur. húsakynni læknamóttöku á Hofs- ósi en þar er i fullu starfi héraðs- hjúkrunarkona, og læknir frá sjúkrahúsinu á Sauöárkróki hefir þar viðtalstima einn dag i viku hverri. Voru til umræðu endur- bætur á þeirri aðstöðu. (Fréttatilkynning frá stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga á Suðár- króki). Velta Véladeildar Sambandsins varð 1,8 milljarðar '75 HEILDARVELTA Véladeildar Sambandsins á árinu 1975 varð 1.784 milljónir króna, segir i nýút- komnum Sambandsfréttum. Velta deildarinnar 1974 var 1.524 miiljónir, og hefur hún þvi aukizt um 260 milljónir eða 17,1%. Jón Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Véladeildar sagði, að i reynd þýddu þessar tölur, að veruiegur samdráttur i' magni hefði orðið á sölu deildar- innar á' milli þessara tveggja ára, þvi að verðhækkanir á söluvörum hennar á þessu timabili hefðu orðið mun meiri en þessari aukn- ingu næmi. Mestur samdráttur hefði orðið i sölunni hjá Biladeild, sem aðeins hefði haft 4,4% sölu- aukningu i krónutölu, þrátt fyrir verulegar verðhækkanir á bilum á þessum tima. Þar væri þó að þvi að gæta, að bilasala hefði verið ó- venjumikil á árinu 1974, eins og alkunnugt er. Eina undirdeild Véladeildar, sem hélt nokkurn veginn i horfinu, var Rafmagns- deild, sem hafði 35% söluaukn- ingu. Hins vegar varð veruleg minnkun i magni i umsetningu Búvéladeildar, sem aðeins hafði 22,3% söluaukningu i krónutölu. Jón Þór gat þess einnig, að útlit og horfur i vélasölu væru nú þannig, að fyrirsjáanlega yrði enn verulegur samdráttur i magni i sölu deildarinnar á þessu ári i öllum þeim vöruflokkum, sem hún verzlar með. AAannabreytingar í Paradís Gsal-Rvik. — Enn liafa orðið mannabréy tingar i hljómsveit- inni Paradis. Pétur „kafteinn” Kristjánsson, pianóleikari hljóm- sveitarinnar hefur hætt, en i hans stað verið ráðinn Nikulás Kdbertsson fyrrum pianóleikari Dinamits, og áður i Dögg. Nú er svo komið, að aðeins tveir af stofnendum Paradisar eru enn i hljómsveitinni, Pétur Kristjáns- son, söngvari og Gunnar Her- mannsson, bassaleikari, en aðrir hljómsveitarmeðlimir eru nú, Pétur Hjaltested, orgelleikari, Björgvin Gisiason, pianóleikari, Asgeir óskarsson, trommuleikari og Nikulás Róbertsson, pianóleik- ari. Paradis hyggst halda til Bandarikjanna innan skamms og hljóðrita sina fyrstu LP-plötu. Aðurnefndar mannabreytingar munu ekki koma til með að breyta þeim áformum. Hótelið að Búðum opnað á nýjan leik I sumar verður aftur starfrækt sumarhótel að Búðum á Snæfellsnesi, eftir að hótel- reksturinn hefur legið niðri i tvö sumur. Hótelið verður opið frá 1. júni til 15. september. 60 mans geta gist á hótelinu samtimis. Allar almennar veitingar verða á boðstólum fyrir alla gesti. Lögð verður áherzla á að bjóða upp á islenzkan mat. Hótelstjóri verður Auðunn Jónsson. Að Búðum er mikil náttúrufegurð og er staðurinn vinsæll af ferðamönnum. Margir hafa saknað þess aö geta ekki fengið hótelþjónustu á staðnum. Hótelstjórinn lét i ljós við blaðið, að hann vonaðist til þess að margir kæmu að Búðum i sumar og fengju þar góða fyrirgreiöslu. Réttarvernd skorar á alþingismenn að styðja þingsályktun um að rannsókn saka mála verði hraðað EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á stjórnarfundi tslenzkrar réttarverndar á þriöjudag: Stjórn félagsins Islenzk réttar- vernd skorar á Alþingi aö sam- þykkja framkomna tillögu til þingsályktunar um ráðstafanir til þess að hraða rannsókn saka- mála. Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Sighvatur Björgvinsson, Jónas Arnason og Karvel Pálma- son. Stjórn félagsins bendir á að mikið af þvi misrétti, sem við- gengst i þjóðfélaginu, má rekja til þess hve mjög opinber embætti dómsmála eru vanbúin til þess að rannsaka og afgreiða einstök mál er þau fá til meðferðar. Félagsleg og réttarfarsleg röskun á lifsháttum þeirra, sem árum saman þurfa að biða eftir afgreiðslu mála sinna fyrir dóm- stólum hlýtur að vera áhyggju- efni allra þeirra, sem trúa á frjálst og heilbrigt réttarfar á Is- landi. Stjórn íslenzkrar réttarverndar telur þvi mjög timabært að starfsaðstaða umræddra emb- ætta verði bætt og hvetur .þvi ai- þingismenn tilþess að samþykkja þingsályktunartillöguna. (Fréttatilkynning) Hjúkrunarfræðingar óskast i sumarafleysingar á sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki. Upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri simi 5270. Snæfellsnesi OPNUM í DAG nýtt útibú á Snæfellsnesi með afgreiðslum í Ólafsvík og á Hellissandi Afgreiðslutími mánudaga til föstudaga kl. 9,30 til 12,30 og 13,30 til 15,30 Símar: Ólafsvík 93-6391 Hellissandi 93-6661 Útibúið annast öll innlend og erlend bankaviðskipti þ.á. m. kaup og sölu erlends gjaldeyris.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.