Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.04.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur :!«. april 1976 Auglýsing um skoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Keflavikur, Njarð- vikur, Grindavikur og Gullbringusýslu fimmtudaginn 6. mal 0-1051 ■ — 0-1125 föstudaginn 7. mai 0-1126 — Ö-1200 mánudaginn 10. mal 0-1201 — Ö-1275 þriðjudaginn 11. mai Ö-1276 — Ö-1350 miðvikudaginn 12. mai 0-1351 — Ö-1425 fimmtudaginn 13. mai Ö-1426 — Ö-1500 föstudaginn 14. mai 0-1501 — Ö-1575 mánudaginn 17. mal Ö-1576 — Ö-1650 þriðjudaginn 18. mal 0-1651 — Ö-1725 miðvikudaginn 19. mal Ö-1726 — Ö-1800 fimmtudaginn 20. mal 0-1801 — Ö-1875 föstudaginn 21. mal Ö-1876 — Ö-1950 mánudaginn 24. mal 0-1951 — Ö-2025 þriðjudaginn 25. mal Ö-2026 — Ö-2100 miðvikudaginn 26. mai 0-2101 — Ö-2175 föstudaginn 28. mai Ö-2176 — Ö-2250 mánudaginn 31. mal Ö-2251 — Ö-2325 þriðjudaginn 1. júni Ö-2326 — Ö-2400 miðvikudaginn 2. júni Ö-2401 — Ö-2475 fimmtudaginn 3. júnl Ö-2476 — Ö-2550 föstudaginn 4. júni Ö-2551 — Ö-2625 þriðjudaginn 8. júni Ö-2626 — Ö-2700 miðvikudaginn 9. júni Ö-2701 — Ö-2775 fimmtudaginn 10. júni Ö-2776 — Ö-2850 föstudaginn 11. júnl Ö-2851 —Ö-2925 mánudaginn 14. júni Ö-2926 — Ö-3000 þriðjudaginn 15. júnl Ö-3001 — Ö-3075 miðvikudaginn 16. júnl Ö-3076 — Ö-3150 föstudaginn 18. júnl 0-3151 — Ö-3225 mánudaginn 21. júnl Ö-3226 — Ö-3300 þriðjudaginn 22. júní Ö-3301 — Ö-3375 miðvikudaginn 23. júnl Ö-3376 — Ö-3450 fimmtudaginn 24. júnl Ö-3451 — Ö-3525 föstudaginn 25. júnl Ö-3526 — Ö-3600 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar slnar að Iðavöllum 4 f Keflavlkog verður skoðun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum milli kl. 9-12 og 13.00-16.30. Á sama stað og tlma fer fram aðalskoðun annarra skráningar- skyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskirteini. Sýna ber skilrlki fyrir þvi að bifreiða- gjöld fyrir árið 1976 sé greidd og lögboðin vátryggingfyrir hverja bifreið sé I gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á rétt- um degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. Vakin er sérstök athygli á þvl, að auglýsing þessi varðar alla eigendur ö-bifreiða, hvar sem þeir búa I umdæminu. Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvik og Grindavik. Sýslumaðurinn i Guilbringusýslu. auglýsir innritun i sumarbúðir að tJlfljóts- vatni sumarið 1976: Nám- skeið: Stúlkur 7-11 ára: Piltar 7-11 ára: 1 15. til 22. júni 15. til 22. júni 1 A 22. til 28. júni 22. til 28. júni 2 2. til 9. júli 2. til 9. júli 2 A 9. til 16. júli 9. til 16. júll 2 B 16. til 23. júli 16. til 23. júli 3 A 4. til 11. ágúst 4. til 11. ágúst 3 B 11. til 18. ágúst 11. til 18. ágúst 3 C 18. til 25. ágúst 18. til 25. ágúst útilifsnámskeið—drengir og stúlkur 11-14 ára: Námskeið 2: 2. til 9. júll Námskeið 2 B: 9. til 16. júli Námskeið 2 C: 16. til 23. júli Innritun fer fram á skrifstofu Bandalags islenzkra skáta, Blönduhlið 35, Reykja- vik, alla virka daga milli kl. 14 og 16. Upplýsingar i sima 2-31-90. Flugmenn óskast til starfa. Upplýsingar verða veittar hjá Flugskóla Helga Jónssonar, Reykjavikur- flugvelli i sima 10880 næstu daga. Bandalag íslenzkra skáta Stjórnmálasamband við æ fleiri lönd krefst aukinna umsvifa Hinn 22. marz s.l. var gefinn út fersetaúrskurður „um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnun- um og sendiræðisskrifstofur”. Áður hafði utanrikisráðherra borið mál þetta undir utanrikis- málanefnd Alþingis. Þrennt I forsetaúrskurðinum er nýmæli. 1 fyrsta lagi eru umdæmi islenzku sendiráðanna nú ákveðin með forsetaúrskurði, eins og ráð er gert fyrir I lögunum um utan- rikisþjónustuna frá 1971, en svo hefúr ekki áður verið. í öðru lagi eru nú 1 umdæmum sendiráðanna I Evrópu fyrst og fremst Evrópu- lönd og lönd nálægt Evrópu. Og I þriðja lagi — og er það aðal nýmæhð — er sérstakur sendi- herra I fjarlægum löndum með búsetu I Reykjavik. Akveðið hefur verið að Pétur Thorsteinsson taki við hinu nýja starfi sem sendiherra I fjarlægum löndum oghefir Tlminn lagt fyrir hann nokkrar spurningar. — Hve lengi hefir þú gegnt starfi ráðuneytisstjóra utanrikis- ráðuneytisins? — Ég tók við þvl starfi I september 1969 og gegndi þvi talsvert á sjöunda ár. Það er siður I utanrikisþjónustinni, að starfsmenn hennar skipti um störf á nokkurra ára fresti, og er hjá okkur talið æskilegt að hver maður sé ekki I sama starfi meira en 4-5 ár. Það var þvi kominn timi fyrir mig að breyta til, og þegar kostur var á þvi aö Henrik Sv. Björnsson tæki við ráðuneytis- stjórastarfinu var þvi vel borgið. Hann hefur eins og kunnugt er verið ráðuneytisstjóri dður, og er einn af reyndustu starfsmönnum utanrlkisþjónustunnar. — Hverjir hafa verið ráðu- neytisstjórar i utanrikis- ráðuneytinu frá byrjun? — Frá 1940 til 1944 var þaö Stefán heitinn Þorvaröarson. Slðan Agnar Kl. Jónsson frá 1944 til 1951. Þá tók við Magnús V. Magnússon heitinn frá 1951 til 1956. Eftir það varð Henrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri frá 1956 tii 1961, en slðan var Agnar Kl. Jónsson aftur ráðuneytisstjóri frá 1961 til 1969. Ég gegndi þessu starfi frá 1969 til 1976 og nú hefir Henrik Sv. Björnsson tekið við þvi aftur. Pétur Thorsteinsson. — Eftir þessu að dæma gæti vel farið svo, að þú tækir við ráðu- neytisstjórastarfinu einhvern- tima aftur?. — Já, það sýnist ekki útilokað. — Hvaðerhelzt um nýja starfið að segja? — í foisetaúrskurðinum frá 22. marz segir, að einn starfsmaður utanrikisþjónustunnar með búsetu i Reykjavik skuli vera sendiherra i fjarlægum löndum sem Island hefúr stjórnmála- samband viðí öðrum heimsálfum en Evrópu, fyrstog fremst í Asiu og Afriku eftir þvi sem nauðsyn kann að krefja. Fleiri og fleiri lönd I Afrlku og Asiu hafa tekið upp stjórnmálasamband viö ísland á undanförnum árum. Þau eru nú 7 I Afrlku og 14 I Asiu. Island hefur útnefnt sendiherra I 3 Afrikulöndum og 4 Asiulöndum og hafa þeir sendiherrar setið I nokkrum höfuðborgum Evrópu. Nokkur Afrlku- og Asiulönd sem nálægt eru Evrópu verða áfram I umdæmum sumra Evrópusendi- herra okkar, en ætlunin er að fjarlægari löndin verði I umdæmi sendiherrans i Reykjavik það ætti að skapa nánari tengsl við hin fjarlægu lönd, ef sendiherra okkar þar situr I Reykjavik heldur en I Osló, Bonn, Kaupmannahöfn eða Parls. Stefnt er að þvi að stofna sendiráð I Afriku og Aslu og viðar, en það kostar mikið fé og auk þess er hæpið að verkefni þeirra verði nægilegenn sem komið er. Þegar búið verður að stofna eitt sendi- ráð I Afrlku og eitt i Aslu er liklegt að þörf verði áfram fyrir sendi- herra I fjarlægum löndum, sem hefur búsetu i Reykjavik. — Hvernig verður framkvæmd- in á þessu fyrirkomulagi? — Fyrst og fremst mun Reykjávikursendiherrann hafa tengsl við Kfria, Japan, Pakistan og Indland, en önnur lönd bætast við siðar. Nokkurn tlma tekur aö ganga frá formsatriðum I þessu sambandi. Það er gert ráð fýrir að heimsækja þessi lönd reglu- lega, en fara siðan aukaferðir ef þörf skyldi krefja. En meiri hluta ársins verður sendiherrann við sérstök störf I utanrlkisráðu- neytinu I Reykjavik. Þar á meðal eru ýms störf, sem- Hans G. Andersen hefir haft með höndum i ráðuneytinu, en hann verður nú á ný sendiherra erlendis. Hann verður samt áfram ráðunautur I hafréttarráðstefnu og formaður islenzku sendinefndarinnar á haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóö- anna. Auk þess ýms önnur störf og eru sum þeirra þegar ákveðin. — i blaðagrein nýlega telur Pétur Eggerz sig eiga hug- myndina að þvi að island hafi sendiherra i öðrum löndum með búsetu i Rvk.? — Þetta er alger misskilningur eins og margir vita. Þessi hug- mynd er gömul og hefur skotið upp kollinum annað slagið. Hún var til dæmis til umræðu þegar Island var að taka upp stjórn- málasamband við Egyptaland og Eþióplu árið 1969 og einnig árið 1971 þegar við vorum að taka upp stjórnmálasamband við Kína. Nokkur dæmi eru um það aö önnur lönd hafi haft þennan hátt á. — Pétur Eggerz ræðir lika umí skýrsluslna til utanrlkisráðherra um endurskoðun utanrikis- þjónustunnar, og segir að þú hafir komið i veg fyrir að tillögur hans fengju eðlilega athugun. Hvað er um það að segja?. — Ég veit ekki hvað Pétur Eggerz á viö með „eðlilegri athugun”. Skýrsla hans hefir á annað ár verið i athugun hjá undirnefnd utanrlkismálanefndar Alþingis ásamt öðrum skýrslum, sem gerðar voru um utanrikis- þjónustuna um sama leyti og skýrsla Péturs. Strax og skýrsla Péturs Eggerz barst gerði ég ráð- stafanir til aö hún yrði fjölrituð, með það fyrir augum, að henni yrði dreift til ýmissa aðila. En þá tók utanrlkisráðherra þá ákvörðun.samkvæmt eindreginni ósk Péturs Eggerz, að skýrslunni skyldi ekki dreift. Nokkrir aðilar hafa samtfengið eintak af henni. Annars gefst sjálfsagt slöar tilefni til að ræöa þá skýrslu og einnig ýms önnur skrif Péturs Eggerz um utanrikisþjónustuna og ýmsa starfsmenn hennar. — Er ekki Pétur Eggerz siða- meistari eða prótókoll-meistari utanrikisráðuneytisins? — Nei, það er alllangt siðan hann lét af því starfi. Siðustu árin hef ég og nokkrir aðrir starfs- menn ráðuneytisins skipt prótókoll-störfunum á milli okkar. Sem stendur hefur skrif- stofustjóri ráðuney tisins prótókoíl-málin ásamt öðrum störfum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.