Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 16
16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Þið þarna fyrir sunnan þurfið að fara
að drífa ykkur hingað norður á skíði,“
segir Ragnar Sverrisson, formaður Kaup-
mannafélags Akureyrar. Hann segir snjó-
inn í fjallinu vera góðan. „Mér skilst að
starfsmenn skíðasvæðisins hérna séu
að leita að snjóframleiðsluvélinni sinni í
snjónum uppi í fjalli,“ segir Ragnar.
„Hér er farið að sjást ferðafólk sem
kemur á skíði. Þetta er ekki aðeins skíða-
fólk því meira en helmingurinn er ungir
snjóbrettaiðkendur. Þeir flykkjast í fjall-
ið.“
Ragnar segir einhverja gerjun vera í
bæjarpólitíkinni á Akureyri þessa dag-
ana. „Hér var Samfylkingin með prófkjör
um daginn og mér skilst að þau ætli sér
að ná að minnsta kosti fjórum fulltrúum
í bæjarstjórn. Hinir tala á meðan um hvar
í ósköpunum Samfylkingin ætli sér að
finna það fylgi sem þarf.“
Ragnar segir enn fremur að nú fari
að sjást niðurstöður úr verkefninu Akur-
eyri í öndvegi, en það varðar endur-
skipulagningu á bænum, ekki hvað síst
ásýnd miðbæjarins. „Fólk bíður spennt
eftir því að heyra hvað verður gert. Nú
vilja allir fá að vita hvað má gera hvar,
arkitektarnir, verktakarnir og ekki síst
íbúarnir. Þetta eru stóru fréttirnar sem
við bíðum eftir.“
„Hér er fólk eitthvað byrjað að
skreyta hjá sér húsin og á sama tíma
fara hjörtu kaupmanna að slá eilítið örar
er þeir byrja að búa sig undir jólaversl-
unina,“ segir Ragnar og bætir við að sér
sé málið skylt enda er hann formaður
kaupmannafélagsins þar nyrðra.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? RAGNAR SVERRISSON, FORMAÐUR KAUPMANNAFÉLAGS AKUREYRAR
Hjörtu kaupmanna slá örar
Voff
„Ég vil hvetja alla hunda-
eigendur til að standa
saman og styðja við bakið á
sínum mönnum, þegar þeir
gefa kost á sér til að sinna
störfum fyrir bæjarfélög.
Árni Þór Helgason, hundaeigendandi
og frambjóðandi í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði, í grein í
Morgunblaðinu.
Úlfur, úlfur
„Maður vill ekki hrófla
alveg strax við nýjum
ráðherra...“
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum, sem hætt hefur við
að fara í mál við sjávarútvegsráðherra
vegna byggðakvóta. Fréttablaðið.
Ekki hefur gengið þrautalaust
fyrir þingmenn Suðurkjördæmis
að komast til Vestmannaeyja eins
og þeir hafa stefnt að um skeið.
Slæm veðurspá og fjarvera for-
ystumanna Vestmannaeyjabæjar
hafa hamlað för.
Nokkuð er síðan þingmenn
kjördæmisins ætluðu í heimsókn
til Eyja til funda við forystumenn
bæjarfélagsins, stofnana og fyrir-
tækja. Þá kom slæm veðurspá í
veg fyrir för en afráðið var að
fresta henni degi áður þar sem
veðurútlit var dökkt. Nokkrum
dögum síðar átti aftur að reyna
en þá kom í ljós að bæjarstjóri og
helstu bæjarstjórnarmenn voru
á fundi í Reykjavík. Nú stendur
til að fara á föstudag en óvíst er
hvort af ferðinni geti orðið þar
sem spáin er slæm.
„Eyjamenn skilja lítt í hvers
vegna þingmennirnir geta ekki
ferðast með Herjólfi eins og
aðrir,“ segir Jóhann Ingi Árnason,
ritstjóri Eyjar.net en í atkvæða-
greiðslu á miðlinum má glögglega
sjá að heimamenn eru ósáttir við
frestun þingmannakomunnar.
Yfirgnæfandi meirihluti hefur
látið þá skoðun sína í ljós. - bþs
HERJÓLFUR Eyjamenn skilja lítt hvers vegna
þingmenn geta ekki komið með ferjunni
eins og aðrir.
Alþingismenn reyna að komast til Vestmannaeyja í þriðja sinn:
Eyjamenn benda þingmönn-
um á að ferðast með Herjólfi
Íslenskar mjólkurvörur
léku við bragðlauka dóm-
ara á Mjólkursýningunni í
Herning í Danmörku í gær.
Sömu dómarar voru þó hlut-
drægir þegar þeir útdeildu
Norðurlandameistaratitlum
til framleiðenda.
„Við erum afskaplega ánægðir
með okkur,“ sagði Helgi Jóhann-
esson, forstjóri Norðurmjólkur,
glaður í bragði eftir að dómar og
úrslit á mjólkursýningunni miklu
lágu fyrir í gær. „Og ekki nóg með
það, við erum stoltir af íslenskum
mjólkuriðnaði í samanburði við
frændur okkar á Norðurlöndun-
um.“
Helgi og félagar höfðu ærna
ástæðu til að gleðjast; íslenskar
mjólkurafurðir unnu til tíu gull-
verðlauna, tuttugu silfurverð-
launa og tuttugu bronsverðlauna.
Þann skugga bar þó á að þrátt
fyrir að íslenskar vörur hafi hlotið
öll þessi verðlaun og að auki flest
stig í fimm flokkum hlutu íslensku
mjólkurbúin engin Norðurlanda-
meistaratitill í þetta skiptið. Er þar
helst um að kenna þeirri staðreynd
að flestir dómararnir voru heima-
dómarar en danskir framleið-
endur hrepptu alla Norðurlanda-
meistaratitlana. „Smekkur þeirra
ræður,“ segir Helgi og hlær dátt að
vangaveltu blaðamanns um mögu-
legt hneyksli. „Við erum pínulítið
skúffaðir,“ viðurkennir hann þó.
Þó allir helstu mjólkurfræð-
ingar og ostagerðarmeistarar
Norðurlandanna séu í Herning ku
framleiðslan ganga sinn vanagang
í mjólkurbúum og neytendur ættu
ekki að verða varir við fjarveru
meistaranna, sem sjálfir líða ekki
skort í sýningarhöllinni. „Ætli hér
séu ekki yfir tvö þúsund vörur sem
maður getur skoðað og smakkað,“
segir Helgi með mjólkurbragð í
munni. ■
Í KÆLINUM Úrval íslenskra mjólkurafurða er gott og framleiðendur fengu rós í hnappagatið í Danmörku í gær þegar þeir voru verðlaunaðir
fyrir fjölda vara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SIGURSÆLIR MJÓLKURMENN Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, Helgi
Jóhannesson, forstjóri Norðurmjólkur, og Hólmgeir Karlsson, markaðsstjóri Norðurmjólkur.
Íslensku skyrdrykkirnir
slá í gegn í Danmörku
SNJÓNUM RUTT ÚR VEGI Nei, þessi mynd er ekki tekin á norðanverðu Íslandi heldur í
norðurhéruðum Spánar. Þar hefur snjóað heil ósköp síðustu daga, svo mikið raunar að
stjórnvöld hafa varað við ofankomunni. Snjókoma er alls ekki fátíð á þessum slóðum en
Spánverjar eiga þó ekki að venjast fannfergi í þeim mæli sem nú er. MYND/AP
ALLT UM JÓNS-FARSANN Í DV Í DAG
DV birtir Kastljóssviðtalið í heild sinni
Kjartan fundaði
með Elínu Hirst
á Þremur
frökkum
í gær
DV2x15 15.11.2005 20:11 Page 1