Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 23

Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 23
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 16. nóvem- ber 320. dagur ársins 2005. Umsóknarfrestur um styrk til sumarnámskeiðs í Þýska- landi hefur verið framlengdur af menntamálaráðuneytinu til 1. desember. Allt að þrír umsækjendur munu hljóta styrk til að stunda þýskunám- skeið sumarið 2006. Nánari upplýsingar má nálgast hjá menntamála- ráðuneyt- inu. Vetrarvörur fyrir bílinn má nú fá á tilboðsverði á ýmsum bensínstöðvum landsins. Núna er nefnilega sá tími þar sem sinna þarf bílnum af mikillri alúð. Tjöruleysir, frostlögur, rúðuhreinsir og rúðuskafa eru nauðsynlegir aukahlutir í bílinn. Um að gera að nýta tækifærið á meðan þetta er á tilboði. Jólahlaðborð á hótel Flúð- um, Hótel Rangá og fleiri hótelum er girnilegur kostur. Það er mjög afslappandi að kíkja út fyrir bæjarmörkin í afslappandi umhverfi lands- byggðarinnar svona rétt fyrir jólaörtröðina. Á Hótel Flúðum og á Hótel Rangá er boðið upp á sérstakt jólatil- boð frá 25. nóvember til 10. desember þar sem innifalið er meðal annars gisting og jólahlaðborð en bóka verður á netinu. Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag. Dagurinn er hald- inn á afmælisdegi listaskáldsins ljúfa, Jónasar Hallgrímssonar. Fjölbreytt dagskrá er um land allt í tilefni dagsins. Hægt er að fá frekari upplýsingar um dag íslenskrar tungu og frekari dagskrá á nams- gagna- stofnun. is. LIGGUR Í LOFTI [BÍLAR, FERÐIR OG NÁM] Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 10.00 13.13 16.25 Akureyri 10.00 12.57 15.54 Heimild: Almanak Háskólans Mentorverkefnið Vinátta gengur út á það að nemandi í háskóla eða fram- haldsskóla og nemandi í grunnskóla hittast einu sinni í viku. Katrín Dag- mar Jónsdóttir er tuttugu og tveggja ára nemandi á fyrsta ári í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands og hún er mentor Elínborgar Lorens sem er níu ára nemandi í Lágafellsskóla. Kallý og Ella, eins og þær eru kallaðar, hittust fyrst í byrjun október með fjölskyldu Ellu. Kallý var búin að velta því fyrir sér í heilt ár að taka þátt í Mentorverkefninu áður en hún skráði sig í haust. „Ég var alltaf ákveðin í því að prófa þetta,“ segir hún. Ella segir að mamma hennar hafi átt hugmyndina að því að hún tæki þátt í verkefninu og hún sér ekki eftir að hafa samþykkt það. Stelpurnar náðu strax mjög vel saman og hafa gert ýmislegt skemmtilegt. „Við eigum afmæli með fjög- urra daga millibili. Við erum báðar meyjur, sem ég held að geti verið ástæðan fyrir því að við náum svona vel saman,“ segir Kallý. Tæpri viku eftir að þær hittust fyrst voru þær tvær heima hjá Ellu og horfðu á mynd- band og skoðuðu skartgripina hennar. „Við erum báðar svona glingurstelpur,“ segir Kallý. Í eitt skiptið sem þær hittust ætluðu þær að koma við í Kringlunni til að fara í banka en gleymdu sér við að skoða eyrna- lokka í búðunum. „Við ætluðum að fara niður í bæ þegar við værum búnar í bankanum en svo vorum við bara í Kringlunni þangað til við þurftum að fara heim,“ segir Ella. Kallý og Ella eru búnar að hittast fimm sinnum síðan þær kynntust. Þær hafa gert fleira en að skoða skartgripi, þær eru líka búnar að fara á skauta, skoða fangelsi og fara í Lególand í Smáralind þar sem þær gleymdu sér í kubbunum. „Við gleymum okkur alltaf en mér finnst það skemmtilegast,“ segir Ella. Á morgun eru Kallý og Ella að fara á leiksýninguna Annie og þær hlakka báðar mjög mikið til. „Ég veit varla hvor okkar er spenntari,“ segir Kallý. Meira um Mentorverkefnið á bls. 2. emilia@frettabladid.is Náðu strax mjög vel saman Ella og Kallý eru strax orðnar mjög góðar vinkonur. Í vetur munu lesendur geta fylgst með þeim stöllum Ellu og Kallý og því sem þær taka sér fyrir hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Nám o.fl. VINÁTTA Velferðarsjóður barna styrkir Mentor verkefnið bls. 2 Ferðir o.fl. MOSKVA Draumur ferðamanna og söguunnenda bls. 3 Bílar o.fl. RENAULT CLIO Valinn bíll ársins 2006 í Evrópu bls. 5 Af hverju fylgir litla bróður ekki fjarstýring svo hægt sé að lækka í honum þegar þarf? KRÍLIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.