Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 24
[ ] Haukur Júlíusson er sagður einn fróðasti Íslendingurinn um vinnuvélar og sögu þeirra hér á landi. Sjálfur vill hann sem minnst úr þessu gera. „Ég veit ekki hvort ég hafi neinn sérstakan áhuga á vélum en auð- vitað kemst maður ekki hjá því að læra um það sem maður vinnur við. Ég er af þeirri kynslóð sem upplifði þann tíma þegar verið var að leggja vegi í fyrsta sinn til afskekktra byggða,“ segir Hauk- ur hógvær. Hann er fæddur 1950 og byrjaði í bransanum um átján ára aldur, tók sér svo hlé í örfá ár og gerðist opinber starfsmaður. „En þetta togaði í mig og við félagarnir stofnuðum Jörva árið 1978 og höfum alltaf verið í almennri jarðvinnu,“ segir Hauk- ur. Jörvi er verktakafyrirtæki og vélarleiga í byggingar- og gatna- gerðarbransanum. Jörvi á sér samastað á Hvanneyri og rekur ýtur, gröfur, vörubíla, hefla, og fleiri vélar. Fyrirtækið hefur þá sérstöðu að hafa fjölmargar gamlar vélar á sínum snærum sem Haukur og félagar hans eyða vetrunum í að gera upp og endurnýja. Þær eru allar af gerðinni Caterpillar. „Sumar eru fimmtíu ára gaml- ar og okkur þykja krónurnar sem þær skila ekkert lakari en þær sem við fáum frá nýrri vélum. Jafnvel bara betri krónur því hinar skila sér ekki allar, fara frekar í lánastofnanir og slíkt,“ segir Haukur. Fyrsta vélin sem Jörvi keypti var Caterpillar D6B-jarðýta frá árinu 1960 sem enn er í notkun. Eins eiga félagarnir eldri jarð- ýtu, Caterpillar D6A módel 1954, sem er safngripur en þó vel not- hæf ef í harðbakkann slær. „Við vorum þrjá vetur að gera hana upp,“ segir Haukur. Haukur er vel fróður um sögu vélanna hér á landi. Á eftirstríðs- árunum breyttu vélar miklu á Íslandi og það sem Haukur hefur ekki upplifað sjálfur segist hann hafa fræðst um af sér eldri mönn- um. „Þetta var vissulega mikil bylting þegar vegir voru lagðir og túnrækt tók verulegan kipp með framræsluvélunum sem komu í stríðslokin,“ segir hann. Vélarnar hafa, eins og gefur að skilja, breyst gríðarlega og þá er ekki síst að telja þægindi stjórnandans. „Hljóðeinangrun er eitthvað sem er nýtt. Í fyrstu voru menn á þeim húslausum við alls konar skilyrði og miðstöð var ekki sjálfgefin hér á árum áður, hvað þá heyrnarhlífar á höfuðið,“ segir Haukur. Víraskóflurnar eru horfnar og hádrifsýtur og breiðbelti breyttu miklu þegar þau fyrst birtust á sjónarsviðinu. „Eins varð veru- leg bylting með tilkomu vökva- knúinna beltagrafna á sjöunda áratugnum. Sú bylting er í raun- inni enn í gangi,“ segir hann. Á allra síðustu árum hefur GPS-tæknin breytt miklu fyrir stjórnendur vinnuvéla því nú geta menn unnið í öllum veðrum og vindum og fylgja þá bara fyrir- mælum á tölvuskjá. „Í þessum til- vikum er ekki óalgengt að tölvan sé dýrari en vinnuvélin sjálf,“ segir Haukur og hlær við. ■ Vinnuvélar eru hans ær og kýr á bílum eiga það til að frjósa fastar á veturna. Gott getur verið að láta poka með heitu vatni liggja við lásinn í smástund til þess að hægt sé að opna bílinn ef ekki er til lásaúði. Læsingar Þrátt fyrir hækkandi eldsneyt- isverð og nýja orkugjafa vilja Bandaríkjamenn bara aka stórum bílum. Bensínverð í Bandaríkjunum nálgast nú fimmtíu krónur á lítrann. Þrátt fyrir að þarlendis kvarti menn sáran virðist ekki vera almennur áhugi á bílum sem nýta aðra orkugjafa. Meðan hybrid-bílar, sem eru knúnir af rafmagni auk bensíns, hafa aðeins náð 1,3 prósenta markaðshlutdeild vestanhafs eru jeppabifreiðar 25 prósent allra seldra bíla. Fyrirtækið J.D. Power legg- ur stund á hvers kyns rannsóknir tengdar bifreiðum. Þar á bæ gera menn ráð fyrir að sala á hybrid- bílum þrefaldist á næstu fimm árum. Það mun samt aðeins þýða fjögur prósent af sölu nýrra bíla og á sama tíma er reiknað með að jeppar verði komnir í 27 prósent. Jeff Schuster hjá J.D. Power telur ástæðuna tvíþætta. Annars vegar sé það hluti af bandarísku þjóðarsálinni að hafa allt stórt, en hins vegar sækist fólk eftir hinum fjölmörgu notkunarmöguleikum jeppanna. „Fólk kaupir jeppa af því að hugsanlega gæti það einhvern tíma þurft að skutla öllu fótbolta- liði barnanna á æfingu á sama tíma og það er að draga bát í kerru.“ Bílaframleiðendur bregðast við þessu með því að setja meira púður í jeppana og leggja áherslu á sparneytni. Því verða fleiri jepp- ar í boði á næstu árum sem komast undir tólf lítra markið á hundraði. Á sama tíma heldur þróun hybrid- bíla áfram í þeirri von að þeir sæki á hægt og rólega. ■ Bensínhákar halda velli Hummer H3. Eyðir tólf lítrum á hundraði og þykir eftirsóttari en hybrid-bílar. Toyota Prius. Toyota er hvergi nærri hætt þróun á hybrid-bílum. Haukur Júlíusson sést hér á Caterpillar D7E frá árinu 1964 við vinnu á Húsafellsvegi í sumar. Haukur og félagar hans gera upp gamlar vinnuvélar á veturna þegar minna er að gera í jarðvegsbransanum. Bíldshöfða 9 • 110 Reykjavík • Sími: 535 9000 • Fax: 535 9090 • www.bilanaust.is Rafgeymar í öll farartæki 21 11 / T A K TÍ K 1 5. 11 .’0 5 Full búð af aukahlutum á bílinn þinn lexusljós, angeleyes, neonljós, græjur, spoilerar, lækkunargormar, kraftsíur, racekútar, o.fl. AG Mótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is Alvöru Bond-bíll verður seldur á uppboði í janúar. Bíllin er af gerðinni Aston Martin DB5 og er árgerð 1964. Bíllinn var notaður í tveimur Bond-myndum, Thunder- ball og Goldfinger, sem margir vilja meina að séu bestu Bond-myndir allra tíma. Í þeim lék hinn eitursvali Sean Connery aðalhlutverkið þannig að bíllinn verður vafalaust mjög eft- irsóttur. Bíllinn er einn af fjórum sams konar bílum sem framleiddir voru fyrir myndina og er hann hlaðinn ýmsum aukabúnaði sem sáust í mynd- inni eins og til dæmis vélbyssu, sem vissulega er ónothæf en nýtist vel til þess að hræða aðra ökumenn. Á sama tíma verða einnig boðnir upp bílar sem voru sérsmíðaðir fyrir Al Capone og Hank Williams Jr. Upp- boðið fer fram hjá RM Auctions‘ Vin- tage Motor Cars in Arizona í Phoenix hinn 20. janúar næstkomandi. ■ Á reið hennar konunglega njósnara Í janúar verður hægt að eignast bílinn sem Sean Connery þeyttist á í Goldfinger.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.