Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 26
[ ]geta verið skemmtileg afþreying yfir vetrarmánuðina. Það er hægt að fara á námskeið í öllu mögulegu ef fólk hefur áhuga. Spænska, mósaík, sushi-gerð, draumaráðningar og kertagerð er meðal þess sem hægt er að læra á námskeiðum.Námskeið
Velferðarsjóður barna á Ís-
landi var stofnaður árið 2000
með gjöf frá Íslenskri erfða-
greiningu upp á hálfan milljarð
króna. Framkvæmdastjóri
sjóðsins er Ingibjörg Pálma-
dóttir fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra.
„Heilbrigðisráðuneytið og Íslensk
erfðagreining gerðu með sér
samning um að byggja upp sjóð
sem myndi koma til móts við börn
á ýmsan hátt,“ segir Ingibjörg en
hún hefur verið framkvæmdastjóri
sjóðsins í fjögur ár. „Stjórnarfor-
maður sjóðsins hefur frá upphafi
verið Bjarni Ármannsson forstjóri
Íslandsbanka og aðrir stjórnar-
menn eru Kári Stefánsson forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar og Sól-
veig Guðmundsdóttir lögfræðing-
ur hjá heilbrigðisráðuneytinu.“
Ingibjörg segir að frá því að
sjóðurinn var stofnaður hafi hann
styrkt fjölmörg verkefni. „Allra
stærstu verkefnin til þessa eru
Rjóður sem er hjúkrunar- og end-
urhæfingarheimili fyrir langveik
börn í Kópavogi sem hefur starf-
að í tvö ár og Mentorverkefnið
Vinátta sem er á fimmta ári en
hugmyndina að því átti Valgerður
Ólafsdóttir.“ Ingibjörg segir að
Mentorverkefnið hafi átt að vera
tilraunaverkefni í þrjú ár en það
hafi reynst svo vel að því hafi
verið haldið áfram. Hún segir að
yfir fjögur hundruð börn og jafn
margir mentorar hafi farið í gegn
um verkefnið og í það hafi verið
settar yfir fjörutíu milljónir síðan
það byrjaði.
Ingibjörg segir að sjóðurinn
hafi líka styrkt margt annað
sem viðkemur börnum eins og
mæðrastyrksnefnd, hjálparstarf
kirkjunnar, námskeið fyrir börn
alkóhólista og foreldra misþroska
barna. Um það bil áttatíu milljón-
um er úthlutað úr sjóðnum árlega.
„Á hverju ári gefur sjóðurinn líka
börnum úr fjölskyldum sem hafa
lítið milli handanna sumargjafir.
Félagsmálayfirvöld benda okkur á
hvar sumargjafanna er mest þörf
og þær fara í það að borga fyrir
tómstundaiðkun, ný föt, sumar-
dvalir, hjól eða bara það sem barn-
ið þráir að fá en hefur ekki getað
eignast. Í það heila fóru um tíu til
tólf milljónir í sumargjafir í ár.“
Ingibjörgu finnst að Íslensk
erfðagreining hafi sýnt einstak-
lega gott fordæmi með því að stof-
na sjóðinn. „Íslensk erfðagreining
er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem
leggur svo mikla fjármuni í sjóð
sem eingöngu er ætlaður til þess
að bæta hag barna og hann hefur
nýst þúsundum barna á einn eða
annan hátt.“
Sjóðurinn nýtist
þúsundum barna
Elín A. Þorgeirsdóttir er verk-
efnisstjóri Mentorverkefnisins
Vináttu. Hún segir að verk-
efnið hafi gengið mjög vel frá
upphafi.
„Mentorverkefnið Vinátta er
byggt á alþjóðlegri fyrirmynd,“
segir Elín. Hún segir að uppruna-
lega komi hugmyndin frá Ísrael
en Íslendingar hafi fengið hana
frá Svíþjóð og verkefnið hafi svo
verið lagað að íslenskum aðstæð-
um. „Hvert land aðlagar verkefnið
eftir sínum forsendum. Hjá okkur
er ekki eins mikil stéttaskipting
eins og í Ísrael eða eins mikið af
innflytjendum eins og í Svíþjóð.“
Mentorarnir koma bæði úr
háskóla og af síðasta ári í fram-
haldsskóla. Börnin sem taka þátt
eru á aldrinum sjö til tíu ára. „Það
sem mér finnst mjög merkilegt
við verkefnið er að það tengir
saman þrjú skólastig og allir þátt-
takendurnir læra hver af öðrum,“
segir Elín. Hún segir að á meðan
mentorarnir taki þátt í verkefninu
séu þeir á námskeiði sem metið er
til þriggja eininga, hvort sem þeir
eru í framhaldsskóla eða háskóla.
Elín segir að verkefnið hafi
gengið mjög vel og þess vegna
hafi verið ákveðið að halda
áfram með það. „Þetta hefur gert
gríðarlega mikið fyrir mörg börn
og í rauninni marga mentora líka.
Börn af erlendum uppruna fá til
dæmis oft meiri tilfinningu fyrir
íslensku samfélagi og mentorarn-
ir fá á móti tilfinningu fyrir bak-
grunni barnanna. Verkefnið hefur
eflt sjálfsmynd og félagsþroska
margra barna og skólarnir hafa
verið mjög ánægðir með það.“
Eflir sjálfsmynd og
félagsþroska barna
Börnin eiga að:
■ Kynnast nýjum hugmynd-
um, aðstæðum og öðlast nýja
þekkingu og reynslu.
■ Styrkja sjálfsmynd og auka
félagslega færni.
■ Kynnast nýjum aðstæðum til
skemmtunar.
■ Kynnast möguleikum til náms.
Mentorar eiga að:
■ Þroska félagslega færni og sam-
skiptahæfni.
■ Þroska samkennd.
■ Búa sig undir að kynnast mis-
munandi einstaklingum.
■ Öðlast nýja reynslu.
■ Fá nýjar hugmyndir um hvernig
starfa má með börnum.
■ Þroska sköpunarhæfni.
Markmið Mentor-
verkefnisins Vináttu
Elín A. Þorgeirsdóttir er verkefnisstjóri
Mentorverkefnisins Vináttu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ingibjörg Pálmadóttir er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna á Íslandi.
Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd
Simi. 894 2737 www.ovs.is
„Enginn ætti að láta þetta framhjá sér fara. Á skipulegan og skjótvirkan
hátt er hægt að margfalda lestrarhraða án þess að það bitni á skilning.
Samfara lestri er námstækni sem nýtir aukin afköst lesturs og tryggir að
það sem lesið er gleymist ekki.“ Þorvaldur H., 24 ára lögfræðinemi.
...næsta námskeið 5. janúar 2006. Skráning er hafin á www.h.is
og í síma 586-9400. Minnum á hin vinsælu gjafakort okkar.
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2