Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 30

Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R Björgvin Guðmundsson skrifar KB banki hefur ekki skilað full- nægjandi skýrslum til Fjármála- eftirlitsins (FME) varðandi þátt- töku bankans í öðrum rekstri. Fjármálaeftirlitið gaf út leiðbein- andi tilmæli í júní í fyrra um hvernig þessari upplýsingagjöf skyldi háttað. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði á ársfundi í síðustu viku að misbrestur hefði orðið á þessu en nefndi ekkert fyrirtæki á nafn. Fjármálafyrirtækjum væru sett ákveðin mörk í lögum. Heimild til hliðarstarfsemi mið- aðist að því að ljúka viðskiptum eða endurskipuleggja starfsemi viðskiptaaðila. Ágreiningur væri uppi um túlkun á heimild fjár- málafyrirtækja til þátttöku í hlið- ar- og tímabundinni starfsemi. Helgi Sigurðsson, lögfræðing- ur KB banka, segir að forsvars- menn bankans hefðu óskað eftir fundir með Fjármálaeftirlitinu í bryjun september síðastliðinn til að ræða fyrirkomulag á þessari upplýsingagjöf. Bankinn teldi sig hafa uppfyllt allar kröfur um upplýsingaskyldu. Síðast í fyrra- dag hafi skýrslu verið skilað til Fjármálaeftirlitsins varðandi þetta efni sem vonandi sé full- nægjandi. Aðilar séu að þokast nær hver öðrum varðandi fram- kvæmd á þessu. Haukur Þór Haraldsson, fram- kvæmdastjóri hjá Landsbankan- um, segir að yfirlit yfir þátttöku í atvinnurekstri og hliðarstarf- semi hafi verið sent Fjármálaeft- irlitinu þrisvar sinnum frá því að tilmælin voru gefin út. Það sé í samræmi við reglurnar sem kveði á um að senda eigi þessar upplýsingar á sex mánaða fresti. Sömu svör er að fá hjá Völu Pálsdóttur, fjárfestatengli hjá Ís- landsbanka. Bankinn hafi sent Fjármálaeftirlitinu þessar upp- lýsingar frá því að tilmælin voru gefin út. Ef verulegar breytingar verði á eignasamsetningu sé bankinn skyldugur til að senda FME uppfært yfirlit. Guðrún Björk Stefánsdóttir, forstöðumaður reikningshalds og hagdeildar Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis (SPRON), segir að FME hafi fengið þessar upp- lýsingar frá þeim samkvæmt reglum sem gilda. Vika Frá áramótum Actavis Group 1% 13% Bakkavör Group 0% 85% Flaga Group 20% -32% FL Group 5% 49% Grandi 1% 17% Íslandsbanki 3% 39% Jarðboranir -1% 9% Kaupþing Bank 1% 35% Kögun 1% 19% Landsbankinn 2% 93% Marel 2% 30% SÍF 1% -11% Straumur 7% 57% Össur 3% 29% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn G E N G I S Þ R Ó U N Misbrestur á upplýs- ingagjöf KB banka KB banki hefur ekki skilað fullnægjandi upplýsingum til Fjármálaeftirlitsins um þátttöku í öðrum rekstri. Fyrirtækið Norð- urskel í Hrísey hyggst hefja út- flutning á kræk- lingi til Evrópu á næstunni ef vel tekst til við veið- ar. „Við erum ný- búnir að fá nýtt hlutafé inn í fé- lagið og erum með erlenda sérfræð- inga til að fara yfir þessi mál með okkur og þeim líst mjög vel á aðstæður til veiða. Við erum búnir að vera að veiða í fimm ár en þetta eru ekki nema örfá tonn á ári sem við höfum verið að veiða en við vonumst til þess að nú fari þetta vaxandi,“ segir Víðir Björnsson, framkvæmda- stjóri Norðurskeljar. - hb Þriðji ársfjórðungur var sá besti í sögu Actavis. Uppgjör Actavis var gott að mati greiningardeild- anna einkum þær þættir sem snúa að tekjum og rekstrarhagn- aði fyrir afskriftir (EBITDA). Tekjur félagsins stórjukust á þriðja ársfjórðungi með tilkomu samheitalyfjafyrirtækisins Amide inni í bækurnar en þær námu um 11,7 milljörðum króna sem er tæplega átta prósentum meira en markaðsaðilar væntu. Rekstrarhagnaður samsteypunn- ar fyrir afskriftir var um 3,5 milljarðar króna sem var um fjórtán prósentum meira en spáð hafði verið. EBITDA-framlegð var um 30 prósent og hefur aldrei verið hærri á einum fjórðungi. Hún er einnig vel umfram markmið fé- lagsins um 26 prósenta fram- legð. Fyrir árið í heild er hlut- fallið fjórðungur af rekstrartekj- um. Hækkunin skýrist af Amide þar sem framlegðin er mun meiri en annars staðar í fyrir- tækinu. Stjórnendur Actavis reikna með að fjórði ársfjórðungur verði einnig góður. Gengi Actav- is hafði hækkað um tvö prósent um hádegisbil í gær. - eþa „Af framansögðu er ljóst að við núverandi aðstæður er tæpast svigrúm til að lækka vaxtaálag Íbúðalánasjóðs. Þó væri mögu- legt að taka upp valkvætt upp- greiðsluálag; það er að bjóða þeim er þess óskuðu að greiða uppgreiðslugjald og með því væri hægt að lækka útlánavexti sjóðsins um 0,25 prósentustig til þeirra lántakenda sem vilja nýta sér þennan möguleika,“ segir í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar, varðandi Íbúðalánasjóð. Íbúðalánasjóður leggur 0,60 prósent álag á útlán sín. 0,15 pró- sent eru vegna rekstrarkostnað- ar, 0,20 prósent vegna afskriftaá- hættu og 0,25 prósent til að mæta uppgreiðsluáhættu. Nú eru vext- ir íbúðalána 4,15 prósent en yrðu 3,9 prósent yrði uppgreiðsluálag- ið aflagt. Árni Magnússon, félagsmála- ráðherra, segir í svari sínu að hann geti sett í reglugerð ákvæði sem heimili Íbúðalánasjóði að bjóða lántakendum lægra vaxta- álag gegn því að viðkomandi af- sali sér rétti til uppgreiðslu nema gegn gjaldi. Viðskiptabankarnir geri það. Þó hafi ekki verið tekin ákvörðun um að nýta þessa heim- ild. – bg Kræklingur til Evrópu Mikil tekjuaukning hjá Actavis Rekstarhagnaður vel umfram væntingar KB banki hefur að undanförnu boðið fólk sérsniðin tilboð í bankaviðskipti einstaklinga og hafa meðal annars sent dreifi- bréf í öll hús þar sem viðskipta- vinir þurfa aðeins að hringja í eitt símanúmer en bankinn muni svo sjá um flutninginn og um- stangið eftir að samþykki liggur fyrir. „Við teljum að við séum með það góð kjör og þá betri kjör en aðrir að við viljum fá tækifæri til að sýna fólki hvað við getum boð- ið því,“ segir Friðrik Halldórs- son, framkvæmdastjóri við- skiptabankasviðs KB banka. Hann segir að viðtökurnar hafi verið góðar og hann telji að KB banki sé að auka markaðshlut- deild sína. Aðspurður segir Frið- rik að bankinn bjóðist þó ekki til að taka á sig kostnað við að flytja fasteignalán til bankans. „Það eru ekki allir sem hafa skyldur við sína banka og þá teljum við að við getum náð að bjóða þeim betri kjör.“ SKRIFSTOFUR KB BANKA Í BORGARTÚNI Forsvarsmenn KB banka hafa verið að funda með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins vegna deilna um hvernig þátttaka bankans í öðrum at- vinnugreinum skuli flokkuð. Útrásarvísitala Markaðarins hækkaði um 4,6 prósent á milli vikna en mest hækkuðu bréf í deCode eða um 8,2 prósent og þá bréf í finnska fjarskiptafyrir- tækinu Saunalahti eða um 7,4 prósent. Að meðaltali hækkuðu bréf um 2,1 prósent en vægi finnska bankans Sampo vegur þyngst í vísitölunni en hann hækkaði um 3 prósent. Mest lækkaðu bréf í sænska félaginu Cherryföretag eða um 3,8 prósent. Útrásarvísitala Markaðarins mælist nú 114,63 stig og er það hæsta gildi hennar frá því í lok september. - hb TM Software selur Libra TM Software hefur selt dótturfé- lag sitt, Libra ehf., til sænska fyr- irtækisins OMX Technology en móðurfélag þess rekur kauphall- irnar í Stokkhólmi, Kaupmanna- höfn, Helsinki og á Eystrasalts- löndunum. Í samkomulagi félaganna vegna kaupanna felst að OMX Tecnohology mun nú bjóða sam- norrænar lausnir fyrir bak- vinnslu fjármálafyrirtækja en Libra er í viðskiptum við yfir 20 fjármálafyrirtæki og stofnanir á Íslandi og býður fyrirtækið breitt úrval hugbúnaðarlausna. - hb Getur lækkað vexti Íbúðalánasjóðs Félagsmálaráðherra segist geta lækkað vexti Íbúðalánasjóðs um 0,25 prósent. Fr ét ta bl að ið /S te fá n Hagnaður Skandia eykst Sænska fjármálafyrirtækið Skandia hagnaðist um 2,6 millj- arða á þriðja ársfjórðungi sem er um ellefu prósenta meiri hagnað- ur miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir skatta eykst hins vegar um 70 prósent. Þetta er umfram væntingar stjórnenda félagsins. Afkoma vátryggingastarfsem- innar var góð og skilar stórum hluta hagnaðarins en stjórnendur Skandia segja að mesti vöxturinn liggi á Bretlandseyjum. Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta jókst um 30 prósent. - eþa FRÁ HRÍSEY Norðurskel í Hrísey ætlar að veiða kræklinga. Tíu af fjórtán félögum hækka Útrásarvísitala Markaðarins hækkar um 5 prósent. KB býður í bankaviðskipti Greiðir ekki fyrir flutning fasteignalána. 02_03_Markadur-lesið 15.11.2005 16:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.