Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Björgvin Guðmundsson skrifar Meira en helmingur allra lántak- enda hjá Íbúðalánasjóði greiðir hærri ársvexti en fimm prósent. Langflestir lántakendur sjóðsins, eða um 40 prósent, greiða 5,10 prósent vexti af íbúðalánum sín- um. Sé miðað við fimm milljón króna lán til fjörtíu ára hjá Landsbankanum er hægt að lækka greiðslubyrði um rúmar fjögur þúsund krónur á mánuði með því að endurfjármagna þessi lán á 4,45 prósent vöxtum. KB banki og Íslandsbanki bjóða enn lægri vexti af íbúðalánum eða 4,15 prósent sem myndi lækka greiðslubyrðina enn meir. Upplýsingar um fjölda og kjör lántakenda eru birtar í svari fé- lagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þing- manns Samfylkingarinnar, á Al- þingi. Í svarinu kemur jafnframt fram að með samanburði á fjölda þinglýstra kaupsamninga og fjölda nýrra lána Íbúðalánasjóðs á fyrstu níu mánuðum þessa árs megi áætla að markaðshlutdeild sjóðsins í nýjum íbúðalánaveit- ingum sé um 44 prósent á höfuð- borgarsvæðinu en yfir 90 pró- sent á landsbyggðinni. Í fyrra hafi þetta hlutfall verið 65 á höf- uðborgarsvæðinu en yfir 95 pró- sent á landsbyggðinni. Samkvæmt töflu yfir upp- greiðslur lána hjá Íbúðalánasjóði má sjá að uppgreiðslur hafa held- ur minnkað þegar liðið hefur á árið 2005. Á landsbyggðinni hafa verið greidd upp lán fyrir um 27,4 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins. Á höfuðborgar- svæðinu hafa lán að andvirði 76,3 milljarðar króna verið greidd upp hjá Íbúðalánasjóði sömu mánuði. Samtals hafa verið greidd upp lán fyrir hundrað milljarða króna það sem af er þessu ári. Íbúðalánasjóður gerir ráð fyr- ir að heildavaxtatekjur á þessu ári verði tæpir 32 milljarðar króna. Í fyrra voru heildarvaxta- tekjur sjóðsins rúmir 38 milljarð- ar króna. Í áætlunum sjóðsins segir að hreinar vaxtatekjur í ár verði 1,9 milljarðar króna. Íbúða- lánasjóður greiðir hvorki tekju- né eignaskatt. Yfir hundrað milljarðar í uppgreiðslur íbúðalána Meira en helmingur lántakenda hjá Íbúðalánasjóði greiðir yfir fimm prósent vexti. Uppgreiðslur hafa minnkað. Félag fasteignasala hefur óskað eftir því við eftirlitisnefndar Fé- lags fasteignasala að kannað verði hvort að innheimtufyrir- tækið Intrum justitia eða skyldir aðilar séu að kaupa upp fast- eignasölur í höfuðborginni. Haukur Geir Garðarsson, vara- formaður Félags fasteignasala, segir að félagið hafi sent eftir- litsnefndinni fyrirspurn 25. ágúst síðastliðinn og hafi síðan þá ítrekað erindið. „Við höfum ekkert heyrt og við erum mjög óanægð með hvað það tekur lang- an tíma að fá svar. Það er sterkur orðrómur um að Intrum, sem er að stærstum hluta til í eigu bank- anna, sé að koma inn á fasteigna- markaðinn en það er skýrt í lög- um að slíkt er þeim óheimilt,“ segir Haukur. Í Markaðnum hefur verið greint frá því að framkvæmda- stjóri Intrum ásamt hæstaréttar- lögmanni hjá félaginu ætli sér að opna fasteignasölur undir nafn- inu Domus en þeir hafa neitað því að Intrum komi nokkuð þar nærri og að fjárfestingarnar og reksturinn séu á þeirra eigin nafni. Haukur Geir segir að Félag fasteignasala vilji fá skýr svör við því hvort að Intrum og þar með bankarnir ætli sér að reka fasteignasölur hér á landi með óbeinum eða beinum hætti og að félaginu sé fyrst og fremst um- hugað um neytendavernd. „Ég get ekki tjáð mig um ein- stök erindi en þetta mál var ábending og Félagi fasteignasala ber samkvæmt lögum að senda ábendingar. Við skoðum öll mál og meira hef ég ekki um málið að segja,“ segir Þorsteinn Einars- son, formaður eftirlitsnefndar- innar. - hb Kanna þátt Intrum á fasteignamarkaði Mikið tap varð á rekstri sænska lággjaldaflugfé- lagsins FlyMe á þriðja ársfjórðungi en félagið tapaði um tvö hundruð milljónum króna fyrir skatta á tímabilinu. Frá áramótum nemur tapið um 650 milljónum króna. FlyMe, sem er að stórum hluta í eigu íslenskra að- ila, sýndi einnig mikinn taprekstur á síðasta ári þótt heldur hafi dregið úr honum. Á sama tíma hefur veltan stóraukist á milli ára eða nærri þrefaldast á fyrstu níu mánuð- um ársins. Franco Fedeli, stjórnarformað- ur FlyMe, reiknar með að flugfélagið tapi álíka upphæð á seinni hluta ársins og því er ekki út- lit fyrir viðsnúning á fjórða ársfjórðungi. En stjórnendur félagsins gera ráð fyrir að á seinni hluta næsta árs skili fé- lagið hagnaði. Boðað hefur verið til hluthafafundar í FlyMe í næsta mánuði þar sem stærstu hluthafarnir munu leggja til að hlutafé verði tífald- að. - eþa Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. 10,4% E N N E M M / S IA / N M 17 5 9 5 P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. * Nafnávöxtun á ársgrundvelli fyrir tímabili› 30/9/05-31/10/05 – kraftur til flín! * GUÐMUNDUR BJARNASON, FOR- STJÓRI ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Íbúðalána- sjóður segir að miðað við útistandandi lán á íbúðalánamarkaði megi áætla að mark- aðshlutdeild Íbúðalánasjóðs hafi verið 56 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2005 og bank- anna 31 prósent. Lífeyrissjóðir hafi um 13 prósent. M ar ka ðu rin n/ H ei ða HÚSNÆÐI INTRUM Forsvarsmenn Intrum neita því að fasteignasölur séu reknar af fé- laginu heldur reki framkvæmdastjórinn þær í eigin nafni. Stofnandi Karen Millen, Kevin Stanford, sem er umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi, hefur selt eitt prósent í Marks & Spencer. Hagnaður af sölunni nemur um 1,2 milljörðum króna. Standford keypti hlutina í Marks & Spencer á meðalverðinu 348 pens á hlut og seldi þá í síð- asta mánuði þegar gengið fór yfir 400 pens. Gengi verslana- keðjunnar er komið yfir 440 pens. „Já, hlutabréfin hafa hækkað síðan ég seldi. En stundum lækka þau líka. Ég er mjög sáttur með minn hlut,“ segir Stanford í sam- tali við Sunday Telegraph. - eþa Gengi bréfa í Landsbanka Ís- lands hækkaði í Kauphöll Ís- lands í kjölfar frétta um að bank- inn hafi fest kaup á írska verð- bréfafyrirtækinu Merrion Capi- tal. Bréf í bankanum náði á tíma genginu 23,6 krónur á hlut en þar með hafði bankinn hækkað um 100,25 prósent frá áramótum og þannig hefur bankinn tvöfald- ast í verði. Sé litið til síðastliðinna tólf mánuða og miðað við sama gengi á hlut hefur bankinn hækkað um 104,53 prósent en ekkert annað félag í Kauphöllinni getur státað af álíka hækkunum. Bréf í Bakkavör hafa hækkað næst- mest allra félaga eða um 88,33 prósent frá áramótum og um 91,53 prósent á síðustu tólf mán- uðum. Úrvalsvísitalan hafði hækkað um 42,91 prósent frá áramótum um miðjan dag í gær og var 4.801 stig og hefur úrvalsvísital- an aldrei mælst svo há áður. Fjármálafyrirtæki hafa hækkað mest allra atvinnu- greina í Kauphöllinni, að meðal- tali um 50,4 prósent en iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki að með- altali um 41,9 prósent það sem af er ári. - hb Silfur hafsins veiðist vel Síldveiðar hafa gengið vel það sem af er vertíð og er búið að veiða um helming úthlutaðs kvóta sem er um 110 þúsund tonn. Bæði veiðar og vinnsla gengu vel í fyrra. Þá var aflaverðmætið um 2,4 milljarðar króna samkvæmt Greiningu Ís- landsbanka. Þrátt fyrir að verð á frystum síldarafurðum hafi lækk- að undanfarna tvo mánuði, gengi krónunnar hafi styrkst um fimmt- án prósent á einu ári og hátt olíu- verð er það enn hátt. Íslandsbanki reiknar með að aflaverðmætið í ár verði svipað að því gefnu að allur kvótinn verði veiddur. - eþa Kepler-kaup- in frágengin Kaup Landsbankans á 82 prósenta hlut í evrópska verðbréfafyrirtæk- inu Kepler Equities eru að fullu frágengin eftir að eftirlitsaðilar í Frakklandi, Sviss og á Íslandi gáfu samþykki sitt. Kepler er þar með orðið hluti af samstæðu Lands- bankans. Bjarni Þ. Bjarnason, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árna- son hafa tekið sæti í stjórn Keplers og verður sá síðastnefndi formað- ur stjórnar. Aðrir eigendur Keplers eru starfsmenn en Lands- bankinn mun eignast allt hlutaféð á næstu fimm árum. - eþa Stanford hagnast um einn milljarð á M&S FlyMe brennir peningum Velta fyrirtækisins hefur þrefaldast milli ára PÁLMI HARALDS- SON Þrátt fyrir að velta FlyMe hafi þre- faldast milli ára er mikið tap á rekstrin- um. BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Banka- ráðsformaður Landsbankans getur vel við unað því bankinn hefur tvöfaldast að virði frá áramótum. Landsbankinn tvö- faldast frá áramótum Úrvalsvísitalan hækkar í 4.800 stig. 04_05_Markadur-lesið 15.11.2005 15:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.