Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 37

Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 37
                                 !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+  Japanski tölvuleikjahönnuðurinn Shigeru Mi- yamoto fæddist þann 16. nóvember árið 1952. Hann er goðsögn í lifandi lífi meðal tölvuleikjaað- dáenda og oft kallaður faðir nútímatölvuleikja. Meðal sköpunarverka hans eru Donkey Kong, Mario, Legend of Zelda og Pikmin fyrir Nintendo. Gagnvirkni er einkenni verka hans og spilararnir þurfa að sýna kænsku til að uppgötva eitt og annað sem falið er í borðunum. Auk þess er söguþráður í leikjunum sem var nánast óþekkt áður en Mario varð til. Árið 1980, þegar Nintendo var spila- og leik- fangafyrirtæki, kom Miyamoto sér í mjúkinn hjá Hiroshi Yamauchi, forstjóra fyrirtækisins í Japan. Yamauchi var góðvinur föður Miyamoto og réði hann sem listrænan ráðgjafa árið 1980. Hann fékk það verkefni að hanna tölvuleiki fyrir spilaleikja- sali í Bandaríkjunum sem voru gríðarvinsælir á þeim tíma. Niðurstaðan varð Donkey Kong sem naut strax mikilla vinsælda eins og flest börn og unglingar þessa tíma þekkja. Aðalkarakter leiks- ins, Jump Man, sem síðar meir hlaut nafnið Mario, sló rækilega í gegn. Frá því að hann fyrst sást í Donkey Kong hefur hann birst í meira en hundrað leikjum fyrir mismunandi gerðir leikjatölva. Mi- yamoto varð fljótlega ein skærasta stjarna Nin- tendo og skapaði marga leiki sem enn eru í háveg- um hafðir. Miyamoto er nú framkvæmdastjóri greiningar- og þróunardeildar Nintendo. Þrátt fyrir að vera stjarna meðal tölvuleikjahönnuða og maðurinn á bak við fleiri milljóna dollara uppbyggingu fyrir- tækisins er hann afar auðmjúkur maður. Hann er sagður krefjast þess að fá hógværar launagreiðsl- ur og kemur oftar en ekki hjólandi í vinnuna. Mi- yamoto var meðal þeirra fyrstu til að fá stjörnu í malbikið á „Walk of Game“ í San Franciskó sem er hliðstætt „Walk of Fame“ í Hollywood þar sem all- ir frægustu leikarar heims fá stjörnu. - hhs S Ö G U H O R N I Ð Faðir nútíma- tölvuleikja MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI JAPANSKI TÖLVULEIKJA- HÖNNUÐURINN SHIGERU MIYAMOTO Meðal sköpunar- verka hans eru tölvuleikirnir Donkey Kong, Mario, Legend of Zelda og Pikmin fyrir Nintendo. Lögmannsstofan Buys er nú að þróa þrjú vélmenni, þau Stacy, Dave og Nathan, til að kanna hvort gervi- greind geti reynst eins vel og raunverulegir lög- menn við lögfræðistörf. Þessi vélmenni munu bjóða fram lögfræðiráðgjöf á netinu fyrir viðskiptavini stofunnar frá og með næsta ári. Forsvarsmenn fyr- irtækisins segja marga kosti við að hafa lögmann af þessu tagi frekar en hinn hefðbundna. „Vélmenni sofa aldrei, þau hafa nánast óþrjótandi minni og verða klárari dag frá degi.“ Í upphafi verða vél- mennin notuð til að svara einföldum spurningum frá almenningi og setja fram gögn á tölvutæku formi. Gervigreindartækni gerir þeim kleift að taka ákvarðanir og komast að lagalegri niðurstöðu upp á eigin spýtur. - hhs Þróa lögmenn með gervigreind LÖGMENNIRNIR STACY, DAVE OG NATHAN. Á næsta ári verður hægt að fá lögfræðiaðstoð byggða á gervigreind þeirra á internetinu. Dalai Lama ávarpar vísindaráðstefnu Andlegur leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, var aðalræðumaður ár- legrar ráðstefnu taugasérfræð- inga í Washington á dögunum. Dalai Lama, sem er þekktur fyrir áhuga sinn á vísindum, sagðist trúa því að trúin sjái fyrir heil- brigði hugarins og vísindin um heilbrigði líkamans. Rík þörf væri því fyrir bæði atriði í lífi okkar. Boðun Dalai Lama til ráð- stefnunnar var ekki með öllu óumdeild, einkum þar sem sam- band trúar og vísinda er umdeilt mál í Bandaríkjunum. Um fimm hundruð taugasérfræðingar af kínverskum uppruna lögðu jafn- framt fram formlega kvörtun til skipuleggjenda ráðstefnunnar. Ráðstefnan fór þó friðsamlega fram og hélt Dalai Lama sjálfur sig fjarri allri umræðu um trú- mál og pólitík. - hhs DALAI LAMA, ANDLEGUR LEIÐTOGI TÍBETA Var aðalræðumaður á árlegri ráð- stefnu bandarískra taugasérfræðinga. Stærsta símafyrirtæki heims, Vodafone Group Plc., skilaði verra uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins en vænt- ingar stóðu til um. Hagnað- ur á tímabilinu var 2,78 millj- arðar punda, rúmir 300 millj- arðar ís- lenskra króna og 4,35 pens á hlut, samanborið við 3,62 millj- arða punda eða 393,4 milljarðar íslenskra króna og 5,39 pens á sama tíma árið 2004. Samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu hef- ur hægt nú á vexti sölu fé- lagsins þriðja árið í röð. Sala á tímabilinu jókst um níu prósent og fór úr 18,3 milljörðum í 16,7 milljarða punda. Hlutabréf í f é l a g i n u féllu um 4,3 p r ó s e n t strax við opnun markaðar í London í gær. Var það mesta pró- sentulækkun á einum degi síðan 24. maí. - hhs Hægir á vexti Vodafone Group 08_09_Markadur -lesið 15.11.2005 14:48 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.