Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 44

Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 44
4 ■■■■ { íslenskur iðnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Innrömmun ekki flott lengur LÁTTU LJÓSMYNDIRNAR ÞÍNAR NJÓTA SÍN Á STRIGA, PLEXI- GLERI, FRAUÐPLASTI EÐA HVERJU SEM ER Dikta er fyrirtæki sem sérhæfir sig í myndvinnslu, skönnun og prent- un. Hjá þeim er hægt að fá nánast alla þjónustu í myndvinnslu, en einnig er möguleiki á að fá mynd- ir prentaðar á nánast hvað sem er. Boðið er upp á prentun á fjölmörg efni eins og plexigler, PVC-plast, álplötur, frauðplast, MDF og fleira. Hægt er að fá þetta í ýmsum þykktum og litum og er veitt ráð- gjöf við þessa þjónustu ef neyt- andi hefur einhverjar hugmyndir. Færst hefur í vöxt að fólk kjósi að láta prenta myndir á fast efni frek- ar en að fá þær innrammaðar á vegg. En það er skemmtilegur kostur ef fólk vill tilbreytingu frá innrömmuðum myndum. Dikta býður einnig upp á aðra óvenju- lega kosti í prentun en hjá þeim er m.a. prentvél sem getur prentað beint á borðplötur, segl, tau og striga og er þetta eini staðurinn á landinu þar sem boðið er uppá slíka þjónustu. Gamlar eða snjáðar myndir eru lítið vandamál ef viljinn er fyrir hendi, en Dikta tekur að sér að skanna slíkar myndir inn, lagfæra þær og endurprenta á ljósmynda- pappír. Stækkun er líka möguleiki og er hægt að stækka gamlar myndir af 35mm filmu upp í allt að metra á breidd, en fer þó allt eftir upplausn og gæðum myndar. Býr til ósköp venjulegar skyrtur Indriði er klæðskeri með eigin búð á Skólavörðustígnum og vill hafa skyrturnar sínar sem venjulegastar. Indriði Guðmundsson, opnaði fyrir þó nokkru verslun á Skólavörðustíg 10. Þar hefur Indriði verið með hreiður fyrir skyrturnar sínar, en hann býr til skyrtur í öllum regn- bogans litum. Spurður að því hvað geri skyrt- urnar hans öðruvísi en aðrar segir hann, ,,Það er nákvæmlega ekki neitt, ég bý til skyrtur sem eru ein- faldar, þægilegar, góðar í sniðinu, úr mjög góðum efnum og auðveld- ar í straujun.“ En Indriði er klæð- skeri úr Iðnskólanum í Reykjavík. ,,Í dag er mikið um það í fatasmíð að klæðskerar eru að keppast við það að hafa fötin sem mest öðru- vísi, en ég bý hér til einfaldar skyrt- ur sem ég vil bara hafa sem venju- legastar,“ segir Indriði og tekur fram að kúnnahópurinn saman- standi ekki af neinum sérstökum aldurshópi heldur mest af karl- mönnum sem vilja góða vöru, ein- faldleika í hönnun, þægindi og góða þjónustu. „Ég er mikið að vinna með end- urunninn pappa sem ég bý til blóm úr og set í hálsmen. Eins hef ég ver- ið að vinna mikið úr fjörusteinum, og set þá gull eða silfur utan um þá og nota þá síðan í hálsmen,“ segir Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður. Jafnframt er hún þessa dagana ákaflega hrifin af palíettum og perlum. „Þær nota ég með silfri og gulli, og þræði síðan upp í hálsfest- ar, og þá koma angar svona út um allt, spretta upp eins og upp- spretta,“ segir Dýrfinna, sem einnig er sjóntækjafræðingur og sjón- fræðingur, og vinnur við því sam- hliða skartgripagerð. Dýrfinna er vel kunn landanum, enda hefur hún tekið þátt í fjöl- mörgum sýningum, bæði einkasýn- ingum og samsýningum, og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenn- ingar. Hún lærði fag sitt á Akureyri og í Valdres í Noregi og lauk meist- araprófi í gullsmíði árið 1983. Hún er einn eftirtektarverðasti gullsmið- ur og skartgripahönnuður landsins, og hefur meðal annars unnið skart úr íslenskri ull með ívafi hefðbund- inna eðalmálma, sem og úr íslensk- um steinum af ýmsu tagi. Stíll hennar sem skartgripahönnuðar er bæði sérstakur og persónulegur, og einkennist af frumlegri og oft óhefðbundinni efnismeðferð og djarfri útfærslu. Vörur Dýrfinnu eru fáanlegar hjá Ófeigi á Skólavörðustíg, í versl- uninni Mónu á Laugarvegi og jafn- framt á Akranesi og á Ísafirði, en hún býr á Akranesi, og vinnur þar að skartgripagerð á eigin vinnu- stofu, og rekur verslun á Ísafirði, æskustöðvum sínum. Í þeirri versl- un eru margs konar handunnir skartgripir og gjafavara til sölu. Dikta býður einnig uppá óvenjuega kosti í prentun en hjá þeim er prentvél sem getur prent- að beint á borðplötur, segl, tau og striga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég bý til skyrtur sem eru einfaldar, þægilegar, góðar í sniðinu, úr mjög góðum efnum og auðveldar í straujun,“ segir Indriði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Með uppsprettu um hálsinn Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, finnur sér alls konar skemmti- lega hluti til að vinna með. Í hennar höndum verða fjörusteinar, palíettur, perlur og endurunninn pappír að gullfallegum skartgripum. SKARTIÐ HENNAR Dýrfinnu Torfadóttur er bæði skemmtilegt og djarflegt, en útfærslur hennar og efniviður koma oft á óvart. Dýrfinna Torfadóttir er ákaflega hugmyndarík, og vekja margir skartgripa hennar mikla at- hygli. 04-05 Iðnaður-lesið 15.11.2005 16:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.