Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 46

Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 46
8 ■■■■ { íslenskur iðnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ...prófaðu allar! :: N ÝP R EN T eh f: : Með viðinn í höndunum Tréleikföng George Hollanders eru skemmtileg og hvetja til leiks og sköpunar. Tilviljun réði því að hann varð leikfangasmiður en hann virðist taka þeim örlögum fagnandi. George Hollanders smíðar leikföng fyrir börn og hefur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir handverk sitt. Leikföngin eru öll úr tré og notar hann mikið íslenskan við eins og lerki og birki. „Ég hef lengst af smíð- að lítil leikföng sem voru fyrst og fremst ætluð í túristaverlsanir og gallerí. Undanfarin ár hef ég þó mest verið að smíða leikföng fyrir leik- skólana, þetta eru þá stærri stykki og mikið af svokölluðum hlutverkaleik- föngum,“ segir George. Lengi vel fengust leikföng hans í listagallerí- um og ferðamannaverslunum en nú eru þau einungis til sölu í Ramma- gerðinni og hjá Víkurprjóni. „Eftir- spurnin er nóg en ég hef lítið verið að sinna því að smíða smáleikföng- in,“ segir George. Spurður hvort hann hafi hugsað sér að fara út í stærri framleiðslu á leikföngum sínum, segist hann hafa skoðað það en ákveðið að halda áfram að smíða alla gripina sjálfur. „Það gefur mér svo mikið að leggja sjálfur hönd á leikföngin, ég hand- fjatla hvern einasta hlut á einn eða annan hátt, hvort sem ég er að mála þá eða pússa,“ segir George. Hann bætir því við jafnframt hlæjandi að hann sjái sig ekki fyrir sér njóta þess að segja öðru fólki til með hvernig eigi að smíða gripina og fá ekkert að gera sjálfur. Ekki er annað hægt en spyrja hann hvað varð til þess að hann fór að smíða leikföng og segir hann það hafa verið vegna þess að hann þurfti að hætta að vinna eftir að hann og konan hans eignuðust tví- bura. „Þeir fæddust mikið fyrir tím- ann og þurftu á umönnun að halda, og annað okkar þurfti að hætta að vinna. Um leið og tími gafst til að sinna öðrum hlutum fór ég að hugsa um hvað ég vildi gera og þetta varð niðurstaðan,“ segir George. „Það er svolítið gaman að segja frá því að þegar ég fékk menningar- verðlaun DV 1997 fengu allir stein- styttur eftir Pál á Húsafelli. Mín stytta var hrútur, en tvíburarnir mín- ir sem voru kveikjan að öllu ævin- týrinu eru einmitt í hrútsmerkinu. Mér þótt það mjög hugreystandi og fallegt,“ segir George. „Kaffikörfurnar okkar eru alltaf sí- gildar og í ár eru þær mjög hátíð- legar, hvítar körfur með rauðum og hvítum borðum,“ segir Guð- björg Ásbjörnsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi kaffibrennslu Kaffitárs. Í körfunum er pakki af hátíðar- kaffi Kaffitárs, sem er alltaf gott með hnallþórum og öðru góð- gæti, sem og pakki af bragðmeira kaffi, svo sem Vínarkaffi, sem gott er að súpa á eftir kvöldmat og fá sér þá annað hvort konfektmola með eða jafnvel líkjör. Jafnframt er konfektmola og annað súkklaði að finna í körfunum sívinsælu. Auk þessa er fjölbreytt úrval kaffitengdra vara í kaffihúsum og verslunum Kaffitárs. Sígilt og alltaf gott ÞEIR ERU ÓFÁIR ÍSLENDINGARNIR SEM HAFA FENGIÐ POKA AF KAFFITÁRSKAFFI Í JÓLAGJÖF, OFT ÁSAMT BOLLUM, PRESSUKÖNNU, SÚKKULAÐIHJÚPUÐUM ESPRESSÓBAUNUM EÐA EINHVERJU ÁLÍKA. Kaffið frá Kaffitári og kaffitengdu munirnir sem fást í kaffihúsum fyrirtækisins eru upplagðar jólagjafir. Skemmtilegt víkingaskip sem sett hefur verið upp á leikskóla. Fallegir dúkkuvagnar sem gætu vel sómt sér sem skraut. Glæsilegt eldhús með öllu nema rafmagni. Önd sem hægt er að draga á eftir sér og sundfitin smellur í gólfið. Djákninn á Myrká. 08-09 Iðnaður-lesið 15.11.2005 16:00 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.