Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 24
ornado þeytidreifarinn góö vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Síðumúla 22 Simar 85694 & 85295 MINERAL PELLETS i # =2 COCURA 4, 5 og 6 steinefnavögglar Látið ekki COCURA vanta i jötuna SAMBANDIÐ INNFLUTNINGSDEILD PLAST ÞAKRENNUR ^ Sterkar og endingagóðar Hagstætt verð. cáb Nýborg? Ármúla 23 — Sími 86755 Alþjóða hermólastofnunin: Hermálaþróun í Sovét hættuleg slökuninni Ástandið í Afríku og Mið-Austurlöndum gæti leitt til enn alvarlegri átaka Reuter/NTB, London. — Hraö- fara uppbygging i hernaöar- málum Sovétrikjanna skapar hættu á að tilraunir til slökunar milli austurs og vesturs beri ekki árangur, og styrkir þar aö auki málstaö þeirra sem mót- fallnir eru slökun, segir i árs- skýrslu alþjóðlegu hermála- stofnunarinnar i London. 1 skýrslunni er bent á, að Sovétrikin og Bandarikin hafi bæði orðið fyrir stjórnmálaleg- um áföllum og hnignun, sem að vissu marki hafi veikt mögu- leika þeirra til þess að hafa stjórn á þróun mála i öðrum heimshlutum. Ennfremur segir i henni, að þrátt fyrir að Sovét- rikin hafi styrkt stöðu sina I Af- riku nokkuð með stuðningi sin- um við MPLA i Angóla, hafi á- hrif þeirra minnkað til muna bæði i Austur-Asiu, I íöndunum umhverfis Persaflóa og I Mið- Austurlöndum. Stofnunin heldur þvi fram, að þrátt fyrir allt komi hernaðar- leg staða stórveldanna I Evrópu að öllum likindum algerlega I veg fyrir þann möguleika að annað hvort þeirra reyni að efna til skyndiárásar á hitt. Sovétrik- in og Varsjárbandalagið hafi yf- irburði hvað mannafla snerti, en sá munur jafnist að fullu vegna þess að vopn Bandarikja- manna og NATO-rikja i Evrópu séu nokkru fullkomnari. — En NATO gæti misst yfir- burði sina á þvi sviði einnig, ef ekki koma til nauðsynlegar aukningar á Utgjöldum til vopnabúnaðar, segir i skýrsl- unni. Heldur stofnunin þvi fram I skýrslu sinni, að þróun mála á síðastliðnu ári hafi aukið hætt- una á styrjöldum i heiminum, fyrst og fremst i suðurhluta Af- riku. í Mið-Austurlöndum hefur borgarastyrjöldin I Libanon skapað aðstæður, sem gætu leitt til nýrra vopnaðra átaka milli ísrael og Arabalandanna. I skýrslunni er lögð áherzla á að yfirburðir Israels i vopna - búnaði vinni að fullu upp þann mannafla, sem Arabar hafa framyfir, bæði að þvi er varðar útbúnað hvers hermanns, þjálf- un hans og annað, svo og hvað þungvopnabúnað áhrærir. Frekari þróun i Mið-Austur- löndum sé nú háð þvi hvernig Arabarikin nýta þann ágóða, sem þau hafa af oliusölu. Skæruliðar fyrir rétt Reuter, Diisseldorf.— Fjórir róttækir vinstri-sinnar, þar á meðal ein kona, sem öll voru handtekin eftir skæruliðaárás á sendiráð V-Þýzkalands i Stokkhólmi fyrir um það bil ári komu fyrir rétt i Dussel- dorf i Þýzkalandi I gær, ákærð um morð á tveim sendiráðs- mönnum. Þau voru flutt með þyrlu frá fangelsinu til dómssalarins, sem hefur verið sérstaklega útbúinn vegna gruns um að félagar fanganna i neðanjarð- arhreyfingum muni reyna að taka gisla og fá þau látin laus i skiptum. Argentína: Aðgerðir skæruliða harðna enn Reuter, Buenos Aires. — Átta vinstri-sinnaðir skæruliðar voru skotnir til bana aðfaranótt gær- dagsins, en þá bar meir á of- beldisaðgerðum skæruliða I Argentinu en nokkra aðra nótt siðanherinn tók þar völdin I sinar hendur þann 24. marz. Lögreglan sagði, að þrir skæru- liðanna, sem voru úr hópi Peronista, hefðu látið lifið i vél- byssuárás, sem gerð var á lög- reglustöðvar i höfuðborg lands- ins, og haft var eftir áreiðanleg- um heimildum, að fimm menn hefðu fallið I árás á varðstöð lög- reglunnar við þjóðveg nálægt Ezeiza-flugvelli, sem er fyrir ut- an Buenos Aires. Sagtvaraðfimm lögreglumenn hefðu særzt, og einnig tveir al- mennir borgarar. Skæruliðar sátu i gær fyrir Jose Pardarl, starfsmannastjóra keramikverksmiðju i Argentinu, og drápu hann. Hann var fjórði yfirmaður iðnaðarfyrirtækja I landinu, sem skæruliðar hafa ráðið af dögum frá þvi herfor- ingjastjórnin tók við. Sextán manns hafa misst lifið i árásum skæruliða síðastliðna þrjá daga, og að minnsta kosti tvö hundruð og tveir hafa verið drepnir I stjórnmálalegum of- beldisaðgerðum i landinu siðan herinn tók við völdum þar. Sprengjur hafa sprungið viöa um höfuðborg landsins á undan- förnum nóttum, þar á meðal ein á miðvikudagsnótt, sem eyðilagði teina innanbæjarlestar þar. Aðfaranótt gærdagsins voru gerðar bensinsprengjuárásir á bari og veitingahús I miðborg Buenos Aires og kveikt var I einni bifreið. Bandaríkja- menn kúg- uðu Breta Reuter, London. — Banda- riska rikisstjórnin reyndi að stöðva áætlun Breta og Frakka um framleiðslu Concorde-þotunnar árið 1964, eftir þvi sem segir i bók sem gefin var út i gær. Höfundur bókarinnar er Geoffery Knight, forstjóri brezka flugfélagsins B.A.C. og segir hann að Bandarikja- stjórn hafi sett það sem skil- yrði fyrir láni til Bretlands að upphæð 2.500 milljónir dollara, að hætt yrði við smiði Concorde-þotunnar. Eftir þvi sem I bókinni seg- ir reyndu Bretar að stöðva smiði Concorde I samræmi við skilyrði Bandarikja- manna, en Frakkar voru ófáanlegir til þess. Þegar ómögulegt reyndist að fá smiði Concorde stöðv- aða, setti þáverandi forseti Bandarikjanna, Lyndon B. Johnson, þau skilyrði fyrir lánveitingunni að Bretar hættu við smiði tv'eggja ann- arra flugvélategunda, ann- ars vegar TSR-2 sprengju- þotuna, sem vera átti hljóð- frá, en hins vegar Hawker Siddeley 1154 vélina, sem var hljóðfrá og gat þar að auki tekið sig upp lóðrétt. S-Afríka að verða ah lögregluríki... Hans-Dietrich Genscher, utanríkisróðherra V-Þýzkalands: „Sovét uppfylli Helsinkisdttmélann" Reuter, Strassburg. — Atján Vestur-Evrópuriki, þar á meðal öll aðildarlönd Efnahagsbanda- lags Evrópu, hvöttu I gær Sovét- rikin til þess að standa að fullu við öryggissáttmálann sem gerður var i Helsinki. Hans Dietrich Genscher, utan rikisráðherra Vestur-Þýzka- lands, sem talaði af hálfu Evrópuráðs-rikjanna átján, sagði, að enn hefði mjög tak- markaður árangur orðið af til- raunum til þess að fá Sovétrikin til að uppfylla sáttmálann. Sagði hann við fréttamenn, að slökun milli austurs og vesturs væri þvi háð, að Sovétrikin og bandamannariki þeirra innan Varsjárbandalagsins, uppfylltu ákvæði sáttmálans. Sagði Genscher, að sérstaklega væri mikilvægt að Sovétrikin uppfyiltu mannúðarákvæði sátt- málans, sem undirritaður var á öryggismálaráðstefnu Evrópu i Helsinki á siðasta ári. Sagði hann að Vestur-Þýska- land bæri sérstaklega fyrir brjósti hag þeirra fjölskyldna sem aðskildar eru vegna járn- tjaldsins og vildi sameina þær eftir þvi sem hægt væri. Slökunin milli austurs og vest- urs hefur verið allsráðandi á ráð- stefnu þingmanna frá áðildar- löndum Evrópuráðsins I Strass- burg nú, og sagði Genscher að v- þýzka þjóðin krefðist þess að sjá nú ákveðin merki þess að slökun- arstefnu væri I raun framfylgt. Reuter, Genf. — Alþjóðaráð lög- fræðinga lýsti þvi yfir, að lög þau sem áætlað er að verði sett I Suð- ur-Afriku, þar sem stjórnvöldum verður heimilað að fangelsa menn án réttarhalda, sé stórt skref I átt til þess að koma þar á fót lögregluriki. — 1 sameiningu við reglugerðir þær, sem settar hafa verið um stofnun öryggisráðs i innanrikis- málum, gerir þetta nýja vald, sem stjómvöldum er fengið i hendur, hvitum Suður-Afrikumönnum það ókleift með öllu að segja riki sinu stjórnað með lögum, segir I yfir- lýsingu ráðsins. Þá segir ennfremur i henni, að alþjóðaráð lögfræðinga, sem starfar i Genf, og er sjálfstæð baráttustofnun lögfræðinga fyrir þvi að lög séu virt sem stjórntæki i heiminum, geti ekki fjallað um lög þessií einstökum atriðum fyrr en það hefur fengið texta þeirra i hendur. í yfirlýsingunni segir þó: — Af blaðaskrifum um lög þessi má þó vera ljóst að þau eru stórt skref i þróun i átt til lögreglurikis, sem beinist að þvi að viðhalda stjórn kynþáttamisréttismanna i Suð- ur-Afriku. Þau gera kúgunar- stjórn löglega. — Brezkir hermenn fyrir rétt í írska lýðveldinu Reuter, Dublin. — Yfirvöid i Irska lýðveldinu munu draga átta brezka hermenn, sem tekn- ir voru i gærmorgun innan við landamæri rikisins, fyrir rétt, eftir þvi sem sagði I yfirlýsingu frá rikisstjórninni I gær. I yfirlýsingunni segir, að mennirnir átta hafi verið hand- teknir i þorpinu O’Meath, skammt innan við landamæri lýðveldisins, þar sem staðsett er varðstöð bæði hers og lögreglu. í tilkynningu stjórnarinnar var ekki fjallað um málið að öðru leyti, en haft er eftir áreið- anlegum heimildum, að her- •mennirnir átta hafi allir verið borgaralega klæddir. Þeir munu vera úr sérstökum úrvalssveitum brezka hersins, svokölluðum S.A.S. sveitum. Talið er að þeir hafi undanfarið verið staðsettir i landamæra- héraðinu Armagh á Norður-ír- landi, þar sem þeir hafa barizt gegn skæruliðahópum Irska 1 ýðveldishersins (IRA), sem er ólöglegur. Það hefur áður komið fyrir, að brezkir hermenn hafi farið yfir landamærin og inn á land- svæði trska 1 ýðveldisins, en þeirhafa þá ekki gætt sin i ákaf- anum við að elta uppi skærulið- ana. Fram til þessa hafa her- mennirnir verið sendir til baka yfir landamærin, undir eftirliti irska hersins. Sú ákvörðun stjórnvalda að draga þá fyrir rétt núna mun vera til komin vegna þess að hermennirnir voru borgaralega klæddir og báru ólögleg vopn. Öheppnir ránsstað Rcuter, Buenos Aires.— Þrir lögreglumenn völdu sér ekki rétt hús til að ræna þegar þeir settu á sviö falska „öryggis- leit” i Buenos Aires i gær. Húsið sem þeir reyndu að ræna var i eigu eins af félög- um þeirra úr lögreglu borgar- innar, eftir þvi sem lögreglan þar segir. Húseigandinn, sem áttaði sig á svikunum, hafði sam- band við lögregluna gegnum talstöð, og þegar hún kom á staðinn handtók hún átján vopnaða menn, þar á meöal iögreglumennina þrjá, fyrir gripdeildir. F orngripa- þjófnaður Reuter, Ankara. — Þjófar brutust inn I lyrkneskt safn nálægt Ankara i gær og kom- ust undan með verðmæta fornmuni, meðal annars þekkta styttu af Midasi, goð- sagnakonunginum, sem var þeim óskaplega eiginleika gæddur, að allt sem hann snerti varð að gulli. Safnið sem er i Poatli, um fimmtíu mflur frá Ankara, er staðsett þar sem Alexander mikli hjó á Gordion-hnútinn. Sprengja Reuter, Lissabon.— Sprengja sprakk nálægt bænum Alco- baca i Portúgal I gær og olli töluverðu tjóni, en engan mann sakaði, eftir þvi sem lögregian þar sagði. Sprengingin varð skammt fyrir utan forngripaverzlun, sem til skamms tlma var I eigu eins af féiögum i flokki hreyfingarinnar I Portúgal sem er samstarfsflokkur portúgalska kommúnista- flokksins. Tveir menn skotnir...... Rcuter. Tchcran. — Tveir menn, sem taldir voru hryðju- verkamenn, voru skotnir til bana i Teheran i gær, þegar öryggissveitir gerðu árás á felustað þeirra þar. 1 opinberri tilkynningu segir aö báðir mennirnir, Garsivaz Broumandog Kjosrow Safaie, hafi verið kommúnistar. Broumand, sem tók þátt i sex mánaða hermdarverka- námskeiði á Kúbu fyrir niu ár- um var látinn laus árið 1973, eftir að hafa setib af sér þriggja ára fangelsisdóm fyrir starfsemi, sem andstæð var hagsmunum rikisirís. I tilkynningunni segir, að Safaie hafi einnig hlotið þjálf- un sem hermdarverkamaður i tveim löndum, en nefnir þau ekki á nafn. Dúfnaveiðar og náttúruunnendur Reuter, Paris. — Lögreglan i Paris hefur bannað allar dúfnaveiðar í skógunum i nágrenni Parisar, vegna mót- mæla náttúrufræöinga gegn þeim. Veiðar þessar hafa farið þannig fram, að dúfurnar hafa veriö geymdar I búrum og þeim siðan sleppt til þess að skotmenn geti drepið þær. Þegar hafði verið gripið til nokkurra aðgerða gegn þess- um veiðum, þvi aö á miðviku- dagskvöld brutu náttúruunn- endur upp mörg búranna og slepptu lausum mörgum hundruðum dúfna, sem þannig sluppufrá skotum veiðimann- anna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.