Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 50
Fallegar íslenskar kvenflíkur Elm á Laugavegi í Reykjavík selur eingöngu vörur eftir þrjá íslenska hönnuði, og flestir munu finna eitthvað við hæfi uppáhaldskonunnar í þeirra lífi í þessari verslun. „Þetta eru bæði vandaðar og afar fallegar vörur,“ segir Lísbet Sveinsdóttir, einn af eigendum Elm Design. „Við seljum allt frá vett- lingum upp í kápur, bara allan pakkann. Við seljum geysilega mik- ið af jólagjöfum, og fólk gefur allt í jólagjöf, allt upp í kápur. Vettling- arnir og húfurnar eru líka vinsælar jólagjafir, sem og treflarnir. Eins er lekkert að gefa fallegar litlar peysur sem við erum með, eða þá bara stóra duggu í vetrarkuldann.“ Fyrirtækið er sex ára gamalt, og hanna Lísbet og hinir tveir eigend- urnir, Erna Steina Guðmundsdóttir og Matthildur Halldórsdóttir, öll fötin sem seld eru í versluninni. Stöllurnar þrjár byrjuðu á því að hanna mestmegnis ullarvörur úr hágæða ull frá Perú, en nú fram- leiðir fyrirtækið vörur úr margs konar efnum. Flíkurn- ar sem þær selja eru margs konar: Vettlingar, húfur, treflar, peysur, skyrtur, jakkar, buxur, pils, kjólar, kápur, og allt þar á milli. Elm Design selur vörur sínar í 100 verslanir í Bandaríkjunum, sem og fjölda verslana í París, á Ítalíu og víðar um Evrópu. Að auki er fyrirtækið að undirbúa markaðssetn- ingu á Elm vörunum á hinum Norðurlöndunum. 14 ■■■■ { íslenskur iðnaður }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Smíðum færibönd, þvottakör og fleira. Önnumst uppsetningar. 18 ára þjónusta við fiskiðnaðinn. Lausnir í fiskvinnslu til sjós og lands Við bjóðum eftirfarandi: Hvaleyrarbraut 2 - 220 Hafnarfjörður Sími: 565 2546 - Fax: 565 2548 - Netfang: mesa@mesa.is - www.mesa.is M. 950 Hausaklofningsvél (fésvél) M. 900 Gellu-, kinna- og klumbuskurðarvél M. 850 Sundmaga- og lundavél M. 300 Grálúðuhausara M. 422 Hausapressu fyrir þurrk M. 310 Keflaknúsari fyrir þurrk M. 100 Sneiðavél fyrir þurrk (sneiðir heilan fisk og hausar) Framleiða innréttingar í um 300 blokkaríbúðir á ári Brúnás er fyrirtæki með öfluga framleiðslu á Egilstöðum. Hollt krydd í pakkann Pottagaldrar heitir íslenskt kryddfyrirtæki sem útbýr hreinar kryddblöndur og kryddolíur án aukaefna eins og mónósódíums glútamats eða sílíkon díoxíði. „Það er algengt að fyrirtæki kaupi kryddkörfur af ýmsum stærðum og gerðum til að gefa starfsfólki sínu í jólagjöf,“ segir Sigfríð Þórisdóttir, eig- andi Pottagaldra. „Þá eru alls konar krydd í körfunum, Kryddbókin og jafn- framt látum við Galdrabók Pottagaldra fljóta með.“ Pottagaldrar sérhæfa sig í krydd- blöndum, kryddolíum og kryddiðnaði almennt til að stuðla að fjölbreytni og hollustu í matargerð heimilanna. Fyrir- tækið framleiðir um 40 tegundir krydd- blandna, annað eins af almennu kryddi í þremur stærðum, fyrir neytendur, veitingahús og mötuneyti. Auk þess framleiða Pottagaldrar fjórar gerðir af grill- og kryddolíum. Allt hráefni Potta- galdra er ræktað og framleitt sam- kvæmt ISO-stöðlum og evrópskum lög- um og reglugerðum. „Vörur fyrirtækisins verða að vera uppbyggandi fyrir líkama og sál og skapa gleði og stuðla að mannrækt í matargerð,“ segir Sigfríð, en Potta- galdrar notar náttúrulega aðferð, krist- altæra gufuhreinsun, til að hreinsa kryddið. Þessi aðferð varðveitir nátt- úrulegan lækningamátt kryddjurta og ilm þeirra, uppfyllir ströngustu gæða- kröfur, og er til dæmis notuð fyrir líf- rænt ræktað krydd. Pottagaldrar framleiða tvær línur, annars vegar eina sem er án salts og pipars, og hins vegar aðra sem auð- kennd er með gulum miðum, og er salt í þeim vörum. „En þetta er lág-natríum salt og er framleitt á Reykjanesi, en Lífheilsustöð- in hefur bent á að flestir þurfa að minnka neyslu á salti sem bindur vökva í líkamanum,“ segir Sigfríð, sem kaupir kryddin sín frá 150 ára gömlu hol- lensku fyrirtæki. „Þeir eru með sína eigin ræktendur víða um heiminn. Afbrigðin frá þeim eru alveg yndisleg, til dæmis óreganó sem er sætt en ekki beiskt, basilíkan með sætum keim og timíanið er nánast eins og blóðbergið okkar íslenska,“ seg- ir Sigfríð. Auðvelt er að nálgast Pottagaldra- kryddið, því það er fáanlegt í öllum helstu matvöruverslunum landsins, en körfurnar eru sérpantaðar fyrirfram frá Pottagöldrum í Kópavogi. Brúnas er tuttugu ára fyrirtæki sem framleiðir heimilsinnréttingar á baðherbergi og í eldhús og fataskápa, en það er meginuppi- staðan í framleiðslu þeirra. Innrétt- ingar þeirra eru ekki bara íslensk framleiðsla heldur einnig íslensk hönnun, en hönnuðir hjá Brúnási eru innanhússarkitektarnir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson. Brúnás er fyrst og fremst austfirskt fyrirtæki, enda fer framleiðsla þess öll fram á Egilstöð- um og skapar þar atvinnu fyrir 16 manns. Þorleifur Magnússon er sölustjóri þeirra í Reykjavík. ,,Verk- smiðja okkar á Egilsstöðum er mjög vélvædd og afkastamikil, og í raun höfum við aukið framleiðslu okkar mikið nýlega með því að fá til okk- ar ný tæki en halda jöfnum mann- skap.“ Segir Þorleifur. Framleiðsla Brúnás- s og sala hefur breyst mikið eftir því sem hætt var að nær öllu leyti að bjóða fólki upp á íbúðir tilbún- ar undir tréverk eða fokheldar. Með samningum við ýmsa verktaka hefur Brúnás fengið stór verkefni við framleiðslu á innréttingum fyr- ir íbúðarhúsnæði. ,,Í stað þess að margir einstaklingar séu að kaupa innréttingar í íbúðarblokkir er nú yfirleittt einn einstaklingur sem sér alfarið um það að kaupa inn, en með þessu fæst auðvitað aukin hagkvæmni.“ Segir Þorleifur, en tekur jafnframt fram að komi kaupandi nógu snemma inn í sölu- ferlið sé auðvelt að tryggja það að hann fái einhverju ráðið í samráði við verktaka. Verktakarnir virðast vera ánægðir með þjónustuna hjá Brúnási enda hafa sumir þeirra verið í samstarfi við fyrirtækið í allt að 15 ár og segir Þorleifur þetta vera eins og ,,nokkuð tryggt hjónaband“. En auk þessa selur Brúnás mikið á Austfjörðum og mun það vera um 10-15% af fram- leiðslunni. ÞORLEIFUR Í SÝNINGARSAL BRÚNÁSS. Lísbet Sveinsdóttir er einn af eigendum Elm Design, íslensks fatahönnunarfyrirtæk- is sem selur margs konar flíkur tilvaldar í jólapakkann. Sigfríð Þórisdóttir með vel kryddað lamba- læri. 14-15 Iðnaður-lesið 15.11.2005 15:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.