Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 54

Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 54
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I „Að sýna náunganum tillitssemi og umhyggju er lífsviðhorf sem ég drakk í mig með móðurmjólk- inni,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar hann er beðinn um að deila sínu besta ráði með lesendum Markaðarins. Hann segir það vera vegarnesti sem hann hafi alltaf reynt að hafa að leiðarljósi í lífinu. Það skipti engu máli hvar maður er staddur eða hvert við- fangsefnið er, tillitssemi og um- hyggja gagnvart náunganum sé alltaf mikilvæg. Grétar segir það vel mega vera að þetta viðhorf geti komið í veg fyrir skjótfenginn ávinning í einhverjum tilvikum. Til lengri tíma litið skili það sér hins vegar alltaf að hafa þessi sjónarmið í hávegum. Þar að auki hafi það góð áhrif á sálarlífið og samvisk- una. „Manni líður betur. Er hægt að óska sér einhvers mikilvæg- ara?“ - hhs B E S T A R Á Ð I Ð Þau óraði varla fyrir því að Te & kaffi yrði eitt af leiðandi fyrir- tækjum landsins í framleiðslu og sölu á kaffi þegar þau opnuðu litla verslun við Barónsstíg fyrir rúmum tuttugu árum. Fljótlega færðu þau verslunina í bakhús á Laugavegi en eitt leiddi svo af öðru og fyrirtækið flytur nú inn hágæðakaffi og -te frá helstu kaffiframleiðslulöndum heims- ins. „Þegar við byrjuðum var ekki sama kaffimenning og er í dag. Það hefur margt breyst og ég held að það sé óhætt að segja að menn létu sig eiginlega hafa það að drekka uppáhellt kaffi í gamla daga. Blönduðu bara vel af mjólk og sykri í það. Í dag kaupir fólk aðeins dýrara kaffi en veit að það er ánægja í hverjum sopa,“ segir Sigmundur. Te & kaffi fagnaði tuttugu ára afmæli á síðasta ári og eigend- urnir eru ánægðir með þann mikla vöxt sem hefur verið í fyr- irtækinu frá því það var stofnað. Starfsemi félagsins fer fram í verksmiðjunni í Stapahrauni í Hafnarfirði þar sem kaffibaun- irnar, sem fluttar eru inn frá rúmlega 30 mismunandi löndum, eru brenndar í þar til gerðum ofnum og kaffinu er pakkað í neytendaumbúðir. Auk þess rek- ur fyrirtækið fjórar verslanir og tvö kaffihús. Verslanirnar eru á Laugavegi, í Kringlunni, Smára- lind og í Suðurveri og kaffihúsin tvö eru á Laugavegi og í Smára- lind. KAFFIHÚSIN OG VERSLANIRNAR „Við kaupum aðeins hágæðakaffi að utan. Kaupum það frá helstu kaffilöndum heimsins og margt af því sem við kaupum er vottað af sérstökum nefndum sem starfa í viðkomandi löndum. Það staðfestir að það sé fengið frá bestu ökrunum,“ segir Sigmund- ur. Hann segir að kaffibaunirnar séu fluttar til landsins hráar en þær séu svo brenndar í ofnum hjá kaffibrennslu félagsins í Hafnarfirði. Þar er því svo pakk- að fyrir verslanirnar en Te & kaffi selur framleiðsluna bæði í sínum eigin verslunum svo og í stórmörkuðum. „Öll vinnsla fer fram hjá okkur. Frá því baunirn- ar koma í hús og þar til þær fara í kaffivélarnar hjá fólkinu og þannig við tryggjum að varan sé rétt meðhöndluð og eftir bestu mögulegu leiðum. Verslanirnar okkar eru andlit fyrirtækis- ins út á við. Við seljum þar bæði baunir sem fólk getur malað heima hjá sér en auk þess malað kaffi. Við höfum núna nýlega innleitt kerfi með svokölluðum einstefnuventli á kaffpakkningarnar. Ventillinn virkar þannig að loftið streymir í aðra áttina og heldur kaffinu því fersku. Við viljum ekki að kaffið skemmist í hillunum hjá kaup- manninum og varan er því alltaf fersk.“ KAFFILAUSNIR OG GALAPAGOS Te & kaffi hefur um 60 starfs- menn sem skiptast þannig að um 30 þeirra starfa við framleiðslu og heildsölu á kaffinu en annar eins fjöldi á kaffihúsum og í verslunum. Fyrirtækið þjónustar auk þess fyrirtæki. „Það má segja að við séum með lausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Við seljum kaffivélar fyrir kaffið en auk þess kaffið sjálft og annað sem þarf hvort sem er fyrir fyr- irtæki eða heimili,“ segir Sig- mundur. Hann segir ekki standa til nein- ar breytingar á fyrirtækinu aðrar en þær að fyrirtækið stefnir að því að halda áfram á sömu braut við að þróa besta kaffið og teið sem hægt er að fá hér á landi. „Við höfum alltaf stækkað innan frá og höldum því áfram. Við erum þjónustufyrirtæki með há- gæðavörur og þannig verður það áfram. Við teljum að það sé mikil eftirspurn eftir hágæðakaffi til dæmis. Í fyrra fluttum við inn há- gæðakaffi frá Galapagos-eyjum. 250 gramma pakki kostaði um 990 krónur. Við fyrstu sýn kann kannski einhverjum að finnast það dýrt. En þegar það er skoðað betur sést ber- sýnilega að svoleiðis getur skilað kannski 30-35 bollum. Það telst því ekki mikið á bollann enda kom annað í ljós því kaffið seldist upp,“ segir hann. Fjölskyldan vinnur við fyrir- tækið og líkar vel. Hún er brennandi af áhuga og á fyrirtæk- ið að fullu. Ætlar sér frekari land- vinninga en í sama formi og áður: Standa vaktina og gera vel við kúnnann. „Við finnum það í kaffhúsinu á Laugaveginum að það er komin önnur kynslóð sem fastakúnnar í verslunina. Nú koma kannski for- eldrar með börnin sín og þau hafa keypt sitt kaffi í búðinni um ára- bil. Það finnst okkur gaman því þá vitum við að við erum að gera vel. Svoleiðis verður það áfram,“ seg- ir Sigmundur. Te & kaffi Stofnað: 1984 Verslanir (4): Laugavegi, Kringlunni, Smáralind, Suðurveri Kaffihús (2): Laugavegi, Smáralind Starfsmenn: 60 Sælkerakaffi og hágæðate Í lítilli verslun á Barónsstíg 18 hófu hjónin Sigmundur Dýrfjörð og Berglind Guð- brandsdóttir að selja te og kaffi árið 1984. Síðan þá hefur starfsemin undið upp á sig og reka hjónin nú fjórar verslanir og tvö kaffihús í Reykjavík. ÁGÚST TORFI HAUKSSON vélaverkfræð- ingur hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri landvinnslu Brims á Akureyri og tekur hann við því starfi þann 1. nóv- ember nk. Hann lauk prófi frá Vélskóla Ís- lands árið 1995 og ári síðar stúdents- prófi frá Verkmenntaskólanum á Akur- eyri. BSc-prófi í vélaverkfræði lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1999 og MS-prófi í vélaverkfræði frá University of British Columbia í Vancouver í Kanada árið 2001. Á árunum 2001-2002 vann Ágúst Torfi að rannsóknum í Kanada og frá 2002 hefur hann unnið á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns í Reykjavík. Ágúst Torfi þekkir vel til landvinnslu Brims á Akureyri, enda vann hann þar sem vélstjóri í sex sumur á árunum 1993 til 1998. GUNNAR ÞÓR PÉTURSSON hefur verið ráðinn lögmaður Actavis Group. Í lög- mannsstörfum sínum hefur Gunnar Þór sérhæft sig í Evrópu- rétti, lyfjalöggjöf, samkeppnisrétti og stjórnsýslurétti. Gunnar Þór lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Ís- lands 1997 og meistaraprófi í Evrópu- rétti, L.L.M., frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1998. Hann hlaut réttindi til mál- flutnings fyrir héraðsdómi 2002. Gunnar Þór starfaði hjá Lögfræðiskrifstofu Suð- urnesja 1997 og Eftirlitsstofnun EFTA 1999-2004. Hann hóf síðan störf hjá LOGOS lögmannsþjónustu 2004. Undan- farið hefur Gunnar Þór kennt Evrópurétt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Gunnar Þór er giftur Eddu Björk Skúla- dóttur iðjuþjálfa og eiga þau tvö börn. Stjórn Sjóvár hefur ráðið ÞÓR SIGFÚS- SON sem forstjóra en hann mun hefja störf í desembermánuði. Þór Sigfússon hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands en hann tók við því starfi í maí 2003. Þór starfaði áður sem ráðgjafi fjármálaráðherra (1993- 1998) og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Norræna fjárfestingabankanum (1998- 2003). Hann er með meistaragráðu í hagfræði og hefur stundað doktorsnám í alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Þór hefur meðal annars skrifað þrjár bækur um Ísland og alþjóðavæðingu, Örríki á umbrotatímum, Landnám – út- rás íslenskra fyrirtækja og Straumhvörf. Þór er 41 árs gamall. Þá hefur Sjóvá ráðið HELGA BJARNASON tryggingastærðfræðing sem aðstoðar- forstjóra félagsins. Helgi mun einkum sinna verkefnum tengdum vátrygginga- starfsemi félagsins. Helgi hefur unnið undanfarin ár að uppbyggingu og rekstri KB-líftryggingar, nú síðast sem forstöðumaður vátryggingasviðs. Helgi er 36 ára gamall. Á LAGERNUM Halldór Guðmundsson, framleiðslustjóri og brennslumeistari, og Sigmundur Dýrfjörð framkvæmdastjóri á lagernum í Hafnarfirði. Te & kaffi flytur inn baunirnar í sekkjum eins og þeim sem sjást á myndinni, svo er kaffið brennt og pakkað í neytendaumbúðir. Te & kaffi flytur aðeins inn hágæðakaffi frá um 30 löndum og eins og sjá má er jólakaffið þegar komið í pakka og tilbúið til afgreiðslu. GRÉTAR ÞORSTEINSSON, FORSETI ASÍ Drakk það í sig með móðurmjólkinni að sýna náunganum tillitssemi og umhyggju. Tillitssemi og umhyggja Fr ét ta bl að ið /V al li 14-15 Markadur-lesin v/mynd 15.11.2005 14:52 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.