Fréttablaðið - 16.11.2005, Side 61
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 21
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Innanlandsflutningar eru okkar fag.
Flytjum hvað sem er, hvert sem er, hvenær sem er.
Tökum ekkert aukagjald.
Vatnagarðar 6 Reykjavík Sími: 581 3030
www.adalflutningar.is
Vatnagarðar 6 • Reykjavík • Sími: 5813030
Enska – danska – sænska – norska – þýska
Sérhæfing í fjármálum, lögfræði,
læknisfræði, lyfjafræði, verkfræði,
þýðingar úr norðurlandamálum á ensku
Sími 587 3690 Fax 587 3691 baf@centrum.is
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN SAF VORU
AFHENT VIÐ HÁTÍÐLEGA ATHÖFN Á
GRAND HÓTELI REYKJAVÍK Á FÖSTU-
DAGINN. Stephen Brown, svæðisstjóri
Icelandair á Bretlandseyjum, hélt ræðu og
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra af-
henti verðlaunin. Nýsköpunarverðlaunin
hlaut Adrenalín.is fyrir nýja adrenalíngarð-
inn á Nesjavöllum sem tekinn var í notkun
í júlí 2005. Þar er háloftabraut, svifbraut,
risaróla, klifurveggur og fleira sem kemur
adrenalíni af stað. Adrenalín.is er í eigu
Ferðaskrifstofunnar Ultima Thule. Þar að
auki hlutu Fjord Fishing á Vestfjörðum og
Veg Guesthouse á Suðureyri viðurkenningu.
GUÐMUNDUR V. FRIÐJÓNSSON OG
HARPA GUÐNADÓTTIR TAKA VIÐ
VERÐLAUNUM FRÁ ÁRNA MATHIESEN
FJÁRMÁLARÁÐHERRA. Fjármálaráðu-
neytið veitti hvoru þeirra um sig 250 þús-
und krónur fyrir lokaverkefni þeirra á meist-
arastigi í hagfræði og viðskiptafræði. Í loka-
verkefni sínu við Háskóla Íslands fjallaði
Harpa um hagstjórn en efni meistararit-
gerðar Guðmundar frá Viðskiptaháskólann í
Árósum var hagkvæmni myntsvæða.
VIÐ UNDIRRITUN SAMNINGS PARX OG LÍN Samningur þess efnis að ParX viðskipta-
ráðgjöf IBM taki að sér fjármálastjórn fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna var undirritaður
í október og gildir fram til 15. apríl 2006. Ástæða samningsins er að fjármálastjóri LÍN er í
fæðingarorlofi á þessum tíma. Fyrirtækið mun aðstoða LÍN við áætlanagerð, fjárstýringu og
önnur verkefni fjármálastjóra. Það mun einnig yfirfara ferla á fjármálasviði LÍN og ráðgjafar
ParX gera úttekt á starfseminni og skila niðurstöðum sínum við lok verksamnings.
Ísmar tekur við
CAT vélstýringum
Ísmar, sem undanfarin ár hefur
þjónustað verktaka, verkfræði-
stofur og ríkisfyrirtæki með
landmælingatæki og vélstýring-
ar, hefur tekið að sér sölu og
þjónustu á samsvarandi búnaði
sem Hekla flytur inn frá Cat-
erpillar.
Trimble, sem Ísmar hefur um-
boð fyrir, er leiðandi fyrirtæki í
framleiðslu vélstýringar sem eru
mjög útbreiddar hérlendis. Cat-
erpillar frá Heklu er leiðandi í
framleiðslu á hvers kyns vinnu-
vélum. Fyrirtækin tvö, Trimble
og Caterpillar, eru í samstarfi
varðandi framleiðslu á vélstýri-
búnaði sem byggir á rafeinda-
tækni sem Trimble hefur þróað
og sérhæft sig í um árabil. - hb
20_21_Markadur-lesið v/myndir 15.11.2005 15:14 Page 3