Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 72
16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR24
timamot@frettabladid.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
www.steinsmidjan.is
MERKISATBURÐIR
1624 Dómkirkjan á Hólum í
Hjaltadal eyðileggst í óveðri
en hafði þá staðið í meira
en tvær aldir.
1849 Rithöfundurinn Fjodor
Dostojevskí er dæmdur til
dauða en er síðar sýknaður.
1907 Stytta af Jónasi Hallgríms-
syni er afhjúpuð í tilefni
þess að hundrað ár eru
liðin frá fæðingu skáldsins.
1917 Stofndagur Reykjavíkur-
hafnar.
1931 Minkur er fyrst fluttur til
landsins.
1953 Níu sjómenn farast þegar
síldveiðiskipinu Eddu hvolfir
á Grundarfirði.
1957 Nonnahús á Akureyri er
opnað sem minjasafn.
Clark Gable (1901-1960)
lést þennan dag.
„Það er auka ágóði ef þér
líkar vel við stúlkuna
sem þú elskar.“
Clark Gable var ástsæll
bandarískur kvikmyndaleikari.
Á þessum degi árið 1988 kusu
íbúar Pakistan leiðtoga í lýðræð-
islegum kosningum í fyrsta sinn
í yfir áratug. Sú sem varð fyrir
valinu sem forsætisráðherra var
Benazir Bhutto, dóttir fyrrum
leiðtoga Pakistana, Zulfikars Ali
Bhutto. Hún var fyrsta konan
til að gegna leiðtogahlutverki í
íslömsku ríki í nútímasögu.
Faðir Benazir hafði verið dæmd-
ur til dauða eftir að Mohammad
Zia-ul-Haq hershöfðingi hafði
hrifsað til sín völd í Pakistan
í valdaráni hersins árið 1977.
Næstu ár á eftir sætti Benazir
oft stofufangelsi og árið 1984
flúði hún til Englands þar sem
hún varð leiðtogi fyrrum flokks
föður síns.
Zia forseti lést ásamt bandaríska
sendiherranum í dularfullu flug-
slysi árið 1988. Bhutto sneri þá
aftur til Pakistan og hóf baráttu
fyrir lýðræðislegum kosningum
sem flokkur hennar gersigraði
síðan þann 16. nóvember. Rík-
isstjórn Bhutto féll frá völdum
árið 1990 en Bhutto gegndi á
ný embætti forsætisráðherra á
árunum 1993 til 1996.
ÞETTA GERÐIST > 16. NÓVEMBER 1988
Benazir Bhutto leiðtogi Pakistan
BENAZIR BHUTTO
Líkt og í mörgum öðrum skólum og
stofnunum um landið allt verður hald-
ið upp á Dag íslenskrar tungu í Mennt-
skólanum á Akureyri í dag. Sverrir Páll
Erlendsson er íslenskukennari þar á
bæ og hefur ákveðnar skoðanir á stöðu
íslenska tungumálsins. „Ég held að það
hafi verið afskaplega vel til fundið að
taka upp Dag íslenskrar tungu því það
er mikil þörf á því að hrista okkur til
annað slagið og minna okkur á að málið
skipti máli,“ segir Sverrir Páll, sem vill
ekki gera of mikið úr hlut unga fólksins
í þeim vandamálum sem herji á móður-
málið. „Það er allt of mikið kvartað
undan því að ungdómurinn sé að fara
með íslenskt mál til andskotans. Það er
alls ekki rétt því af einhverju lærir fólk
það sem það hefur eftir,“ segir Sverrir
Páll og vill meina að fyrirmyndirnar
séu ekki alltaf hinar bestu.
„Málið er náttúrlega lifandi en
okkur hættir til að vilja frysta það.
Samt breytist ýmislegt hjá okkur sjálf-
um án þess að við tökum eftir því eins
og setningaskipan og frasar sem koma
upp og verða óðara eins og sjálfsagt
mál í hugum margra sem aldrei hefðu
tekið sér þetta í munn óhugsað áður,“
segir Sverrir Páll og tekur dæmi af
því þegar staðfastir sjötugir Íslend-
ingar taka upp á því að segja: „Ég er
ekki að skilja þetta.“
Sverrir Páll víkur að því sem hefur
verið ofarlega í umræðunni um íslenska
tungumálið en það er sá skrifmáti sem
börn, unglingar og jafnvel fullorðnir
nota til að skrifa stuttskilaboð í SMS,
MSN og á bloggsíður. „Þó að einhver
skrifi á skringilegan hátt þýðir það
ekki endilega að málið sé að breytast,“
segir Sverrir Páll og telur það að lesa
SMS eins og frágenginn texta jafnast á
við að lesa upp úr skammstafanaskrá.
„Ég verð til dæmis ekki var við það
þegar krakkarnir skila mér verkefn-
um í skólanum að þeir séu að skrifa
með þeirri stafsetningu sem þeir nota
á bloggsíðurnar sínar,“ segir Sverrir
Páll en áréttir þó að ýmsar villur vaði
uppi í málinu.
Tekur hann sem dæmi nafnorðastíl
sem sé orðinn afskaplega algengur í
skýrslum, greinargerðum og almennu
stofnanamáli og finni sér þannig einn-
ig leið inn í fjölmiðla. Þá sé fábreytni
í málnotkun einnig áhyggjuefni, sér-
staklega í fjölmiðlum en einnig hjá
nemendum í skólum. „Ein ástæðan er
sú að nútímaunglingar hafa svo mikið
að gera að þeir hafa ekki tíma til að
lesa bækur. Það eru nemendur sem
ganga í gegnum grunnskóla og fram-
haldsskóla án þess nokkurn tíma að
lesa bók af eigin hvötum,“ segir Sverr-
ir Páll, sem telur nauðsynlegt að vekja
unga fólkið til umhugsunar. „Það þarf
að komast á sú tíska að það sé eftir-
sóknarvert að tala og skrifa gott mál.
En hvernig við komum þeirri tísku á
veit ég ekki,“ segir Sverrir Páll glett-
inn.
DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU: HALDINN Í NÍUNDA SINN
Málið þarf að komast í tísku
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir, tengdamóðir, systir, mágkona
og tengdadóttir,
Guðbjörg Hilmarsdóttir
Seljahlíð 7e, 603 Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
11. nóvember. Útförin fer fram í Glerárkirkju mánudag-
inn 21. nóvember kl. 14.00.
Smári L. Einarsson
Hilmar Örn Smárason Sigurveig Gunnarsdóttir
Haukur Þór Smárason
Signý Sigurlaug Smáradóttir
Hilmar Ágústsson
Þóra Jones Axel Alan Jones
Kristbjörg Hilmarsdóttir Ingólfur Sveinsson
Valgeir Hilmarsson Elín Högnadóttir
Signý Sigurlaug Tryggvadóttir Haukur Þórðarson
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á félag aðstandenda
langveikra barna á Akureyri, Hetjurnar.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Vilborg Sigurðardóttir
Stórholti 20, Reykjavík áður Brimhóla-
braut 24, Vestmannaeyjum,
lést sunnudaginn 13. nóvember. Útför hennar verður
gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 22. nóvember kl.
15.00.
Gerður Gunnarsdóttir Grétar B. Kristjánsson
Gylfi Gunnarsson
Gauti Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson
og barnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Sigríður Jósefsdóttir
Hringbraut 50, áður að Tómasarhaga 44,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunuarheimilinu Grund þann
9. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Eyvindarhóla-
kirkju, Austur-Eyjafjöllum, laugardaginn 19. nóvember
kl. 13.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
Björns Eiríkssonar
Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Bráðamóttöku
Landspítalans við Hringbraut.
Hjördís Halldórsdóttir
Steinunn Björnsdóttir
Eiríkur Björnsson Matthildur Bára Stefánsdóttir
Birgir Björnsson Björk Alfreðsdóttir
Anna Björnsdóttir
og barnabörn.
ANDLÁT
Edda Eiríksdóttir frá Kristnesi,
Reykhúsum 4c, Eyjafjarðarsveit,
andaðist á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri föstudaginn 11.
nóvember.
Guðbjörg Hilmarsdóttir, Selja-
hlíð 7e, Akureyri, lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 11. nóvember.
Sigurður E. Þorkelsson fyrrver-
andi skólastjóri, Vatnsnesvegi 29,
Keflavík, andaðist á heimili sínu
föstudaginn 11. nóvember.
Sigursveinn Kristinn Magn-
ússon, Holtateigi 26, Akureyri,
áður til heimilis Sunnuhvoli,
Glerárþorpi, lést á gjörgæslu-
deild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri föstudaginn 11.
nóvember.
Guðbjörg Karlsdóttir frá Stekkj-
arholti, Ölduslóð 26, Hafnarfirði,
lést laugardaginn 12. nóvember.
Magnús Vilberg Stefánsson
matreiðslumaður, Blikabraut 11,
Keflavík, lést á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja laugardaginn 12.
nóvember.
Guðríður Guðleifsdóttir,
Markarflöt 28, áður búsett í
Ólafsvík, andaðist sunnudaginn
13. nóvember.
JARÐARFARIR
14.00 Jóhanna I. Þorbjörnsdótt-
ir, Einigrund 5, Akranesi,
verður jarðsungin frá
Akraneskirkju.
15.00 Jóna Margrét Tómasdóttir,
Vesturgötu 7, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju.
AFMÆLI
Bjarki Sigurðsson
handknattleiks-
kempa er 38 ára.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
42 f.Kr. Tíberíus
Rómarkeisari.
1807 Jónas
Hallgrímsson
skáld.
1911 Oddgeir Kristjánsson
tónskáld.
1857 Jón Sveins-
son, Nonni,
rithöfundur.
EKKI VIÐ UNGA FÓLKIÐ AÐ SAKAST Sverrir Páll telur allt of mikið kvartað undan því að ungdómurinn sé að fara með íslenskt mál til andskotans.
FRÉTTABLAÐIÐ/KK
Ívar Magnússon fyrrverandi
verkstjóri, Lyngbraut 9. Garði,
andaðist á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja sunnudaginn 13.
nóvember.
Vilborg Sigurðardóttir, Stórholti
20, Reykjavík, áður Brimhólabraut
24, Vestmannaeyjum, lést sunnu-
daginn 13. nóvember.