Fréttablaðið - 16.11.2005, Síða 85
MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2005 37
FRJÁLSAR Jóhann Kristinsson, vall-
arstjóri á Laugardalsvelli, segir
að Stefán Jóhannsson frjáls-
íþróttaþjálfari fari offari þegar
hann heldur því fram að iðkendur
frjálsíþrótta í Baldurshaga hafi
verið í lífshættu á mánudaginn
síðasta þegar sprakk úr einum
veggnum.
„Það er ekkert sem datt úr
veggnum nema moli sem er ein-
hver grömm að þyngd,“ sagði
Jóhann við Fréttablaðið í gær en
Stefán sagði að litlu hefði mátt
muna að veggurinn hefði hrein-
lega gefið sig. „Það eru vissu-
lega byggingaframkvæmdir hér
í gangi og þær ganga fyrir öðru.
Það þarf að sprengja hér fyrir
utan og þessu fylgja vissulega
óþægindi en allt tal um að fólk sé í
lífshættu er ekki rétt.“
Jóhann segir að vandi frjáls-
íþróttamanna liggi að stóru leyti
í því að ekki sé búið að opna nýju
frjálsíþróttaaðstöðuna í Laugar-
dalshöll en opnunni hefur ítrekað
verið frestað. Nýjasta nýtt er að
hún verði opnuð í byrjun desem-
ber sem þýðir að frjálsíþrótta-
menn muni ekki hafa í nein hús
að venda í einhvern tíma þar sem
dyrnar að Baldurshaga munu lok-
ast í næstu viku. Stefán segir að
það verði ekki liðið.
„Það gengur ekki og við
munum æfa þarna þar til Höllin er
klár,“ sagði Stefán, sem brátt mun
kveðja Baldurshaga fyrir fullt
og allt. Ætli Stefán muni sakna
aðstöðunnar? „Nei, það mun ég
ekki gera. Ég verð mjög feginn að
losna þaðan,“ segir Stefán.
- hbg
Vallarstjórinn á Laugardalsvelli svarar fyrir sig:
Enginn í lífshættu
SORGLEGUR AÐBÚNAÐUR Aðstaða frjálsíþróttamanna í Baldurshaga er vægast sagt sorgleg
og er bókstaflega allt á floti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
HANDBOLTI Landsliðshópurinn fyrir
æfingaleikina gegn Norðmönnum
í lok mánaðarins verður væntan-
lega kynntur í dag. Fastlega má
búast við nokkuð breyttum hópi
frá æfingamótinu í Póllandi á dög-
unum enda eiga Ólafur Stefánsson
og Sigfús Sigurðsson ekki heiman-
gengt þar sem þeir verða að keppa
á æfingamóti á Spáni á sama tíma.
Arnór Atlason tekur einnig þátt í
mótinu en hann var ekki í hópnum
í Póllandi.
Svo er spurningamerki með
þáttöku Jaliesky Garcia Padron
sem er tábrotinn. Svo er Ingi-
mundur Ingimundarson nýfarinn
í speglun og kemur því ekki til
greina að þessu sinni. - hbg
Handboltalandsliðið:
Mikið breyttur
hópur
ÓLFAUR STEFÁNSSON Getur ekki spilað
gegn Norðmönnum í lok mánaðarins.
FÓTBOLTI Paul Merson, fyrrum
leikmaður Arsenal og núverandi
stjóri Walsall í ensku 2. deildinni,
segir að Jose Mourinho, stjóri
Chelsea, sem margir telja þann
fremsta í sínu starfi í heimin-
um í dag, myndi ekki ná neinum
árangri ef hann hefði ekki bak-
hjarla á borð við Roman Abramo-
vitsj á bak við sig.
„Haldið þið virkilega að Mour-
inho gæti náð að koma liði eins og
Torquay upp úr 2. deildinni? Það
segja allir að Mourinho sé sá besti
í heimi en aðstæður í neðri deildun-
um í Englandi eru allt öðruvísi og
leikmennirnir eru lakari. Mourin-
ho, Arsene Wenger og fleiri myndu
eiga erfitt uppdráttar ef þeir væru
án þessara stjörnuleikmanna
sinna,“ segir Merson. - vig
Paul Merson:
Mourinho er
ekkert spes
JOSE MOURINHO Er ekki í miklu uppáhaldi
hjá Paul Merson.