Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 90

Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 90
 16. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR42 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10 LÁRÉTT 2 mylsna 6 tveir eins 8 kvik- myndahús 9 dolla 11 tölvuverslun 12 teygjudýr 14 leikhúsfarði 16 íþróttafélag 17 bergtegund 18 sníkjudýr 20 nafnorð 21 slagæð. LÓÐRÉTT 1 brýna 3 í röð 4 land 5 leikföng 7 réttur 10 forskeyti 13 tjara 15 skaut 16 skordýr 19 sjó. LAUSN: Sigurjón Þórðarson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sendi alþjóðastofnunni Transparency Int- ernational formlegt kvörtunarbréf í síðustu viku vegna niðurstöðu hennar um að spilling væri ekki fyrir hendi á Íslandi. Sigurjón, sem hefur fengið lof fyrir þetta framtak sitt, rekur þar ýmis dæmi um spill- ingu á Íslandi, meðal annars að bók- hald stjórnmálaflokkana sé lokað, vinir og ættingjar fyrrverandi for- sætisráðherra hafi verið skipaðir dómarar í Hæstarétti, uppákom- urnar í Baugsmálinu og að Halldór Ásgrímsson hafi hagnast á einka- væðingu Búnaðarbankans. Um þetta má lesa á heimasíðu alþing- ismannsins (http://www.althingi.is/ sigurjon/safn/002123.html#002123). Athygli vekur hinsvegar að þann 19. október síðastliðinn birtist grein í The Reykjavík Grapevine skrifuð af Paul Nikolov blaðamanni, sem er næstum því nákvæmlega eins og bréf þingmannsins til alþjóða- stofnunarinnar (http://grapevine. is/default.asp?show=newsstory&- id=1098). Þegar Fréttablaðið hafði samband við Paul Nikolov um þenn- an sláandi samanburð á greinunum, sagði hann „Ég er ánægður með að þingmaðurinn hafi sent slíkt bréf. Hins vegar gaf ég hr. Þórðarsyni aldrei leyfi til að nota greinina mína og skrifa sitt eigið nafn undir. Hann lét mig ekki heldur vita að hann myndi nota hana á þennan hátt. Ef hann hefði spurt mig hefði ég beðið um að fá nafnið mitt á bréfið,“ útskýrir Nikolov. „En það jákvæða við þetta allt saman er að hr. Þórð- arson er greinilega með mjög góðan smekk fyrir skrifum.“ ■ Stelur grein úr Grapevine PAUL NIKOLOV Blaðamaður á Grapevine. Ýmislegt getur orðið til þess að fólk glati GSM-símum og verði fyrir miklu tjóni þegar símanúmer og aðrar mikil- vægar upplýsingar hverfa alfarið. Barði Jóhannsson tónlistarmaður lenti í því síðustu helgi með heldur óvenjulegum hætti. Hann varð fyrir því óláni að missa símann óvart ofan í klósettið þegar hann var að sturta niður. Hefur hann því beðið vini og samstarfsmenn um að senda sér númerin sín á ný vegna óhappsins. Ekki fylgir sögunni hvort sím- inn hafi farið alla leið út í sjó, eða bara drukknað í klósettskálinni. FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT: 2 sáld, 6 dd, 8 bíó, 9 dós, 11 bt, 12 amaba, 14 smink, 16 fh, 17 kol, 18 ús, 20 no, 21 ósæð. LÓÐRÉTT: 1 ydda, 3 áb, 4 líbanon, 5 dót, 7 dómshús, 10 sam, 13 bik, 15 klof, 16 fló, 19 sæ. Trúbadorinn Þórir spilaði fyrir leikstjórana Quentin Tarantino og Eli Roth og leikarann Derek Richardson á veitingastað Bláa lónsins síðastliðið sunnudags- kvöld. Tarantino og félagar höfðu fyrr um daginn baðað sig í Bláa lóninu og haft það mjög náðugt eftir við- burðaríka helgi í kringum frum- sýningu myndarinnar Hostel. Þeir Tarantino og Roth eru víst miklir aðdáendur Þóris og voru tónleikarnir að undirlagi aðstand- enda kvikmyndahátíðarinnar Októberbíófest og áttu að koma þeim félögum á óvart, sem þeir og gerðu. „Þetta gekk mjög vel,“ segir Þórir, sem spilaði fjögur lög þetta kvöld. Þar á meðal spilaði hann eigin útgáfu af lagi Outkast, Hey Ya!, sem hinir frægu áheyr- endur könnuðust vel við. Lagið er að finna á fyrstu plötu Þóris, sem kom út fyrir síðustu jól og naut mikilla vinsælda. Eli og leikaranir fengu plöt- una þegar þeir voru að taka upp Hostel. Á meðan á framleiðslunni stóð var haft samband við 12 Tóna, sem gefur plötur Þóris út, um leyfi til að nota Hey Ya! í myndinni. 12 Tónar gáfu leyfi sitt en Outkast stöðvaði ferlið því þeir tvímenn- ingar Big Boi og André vildu fá of mikla peninga fyrir notkunina á laginu. Roth hefur engu að síður lýst yfir áhuga á að nota lög Þóris í framtíðinni. Aðspurður segir Þórir að þeir félagar hafi skemmt sér vel á tón- leikunum. „Þetta kom mér dálítið á óvart. Þeir eru ekki jafnundar- legir og ég bjóst við, sérstaklega Tarantino. Hann er eiginlega venjulegri en ég bjóst við.“ Þórir er mikill aðdáandi Tar- antinos auk þess sem hann hafði gaman af fyrstu mynd Roths, Cabin Fever. Því kom það honum á óvart þegar hann heyrði af aðdá- un þeirra á honum. „Þetta var eig- inlega mjög undarleg kvöldstund sem ég átti þarna,“ segir Þórir, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó í gær vegna nýjustu plötu sinnar, Anarchists are Hopeless Romant- ics. freyr@frettabladid.is TRÚBADORINN ÞÓRIR: SPILAÐI FYRIR TARANTINO OG ELI ROTH Mjög undarleg kvöldstund TARANTINO Einn frægasti leikstjóri heims var hæstánægður með tónleika Þóris. ÞÓRIR Tónlistarmaðurinn Þórir hélt óvænta tónleika fyrir Tarantino og félaga í Bláa lóninu. HRÓSIÐ ...fær Jón Ólafsson fyrir að bjóða öllum sem koma við sögu í Jóns- bók í útgáfuteitið sitt. Jónsbók kom út í gær og sagði Jón Ólafsson, viðfangsefni bókarinnar, að þeir sem hefðu slæma samvisku myndu skjálfa við lestur hennar. Koma Jóns til landsins hefur þegar valdið töluverðum titringi í þjóðfélaginu og var til dæmis hætt við að sýna viðtal Kastljóss við athafnamanninn á mánudag. Jón sendir víst nokkrum fyrirmönnum í þjóðfélag- inu tóninn í bókinni enda telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt stein í götu sína. Jón lýsti því þó yfir að fyrir honum væru allir menn jafnir, vinir sem fjandmenn, og vonaðist til að hitta sem flesta í útgáfuteitinu. Hefur það heyrst að prenta eigi fjórar bækur í sérstakri heiðursútgáfu. Mun Davíð Oddsson fá bláa, Hall- dór Ásgríms- son græna, Ingibjörg Sól- rún hreppir þá rauðu en það verður ríkisskatt- stjóri sem fær senda þá svörtu. Varnarsamningur- inn nauðsynlegur Ég tel það mjög slæmt. Ég held að varnarsamn- ingurinn hafi verið okkur mjög nauðsynlegur. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda uppi sýnilegum vörnum fyrir landið. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingkona Sjálfstæðis- flokksins. Ekki þörf á her Ég yrði bara sáttur ef varnarliðið færi. Það hefur sýnt sig að það er ekki þörf á að hafa her hér á Íslandi þó svo að þeir hafi aðstoðað okkur að einhverju leyti, eins og til dæmis með þyrlun- um. En ég sé ekki mikla þörf fyrir herinn, sem betur fer náttúrlega. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður. Ástæðulaust að halda þeim Ja, mér finnst ástæðu- laust að vera að halda þeim þegar þeir vilja fara heim til sín. Það á alltaf að leyfa fólki að fara heim. Eins og til dæmis úr afmælum og vinnunni og svona. Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri viðburða Höfuðborgarstofu. ÞRÍR SPURÐIR Hvað finnst þér um að varnarliðið fari úr Keflavík? ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.