Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 92

Fréttablaðið - 16.11.2005, Page 92
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 21 4 1 1/ 20 05 ... en hér á Íslandi er vetur. Það er kannski sumar í Ástralíu ... Þess vegna fylgja vetrardekk á felgum öllum seldum Corolla og Avensis fram til áramóta. Toyota Nýbýlavegi 4 KÓPAVOGUR Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 AKUREYRI Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 REYKJANESBÆR Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 SELFOSS Sími: 480-8000 Avensis Verð frá 2.240.000 kr. Corolla Verð frá 1.685.000 kr. GERÐAR KRISTNÝJAR BAKÞANKAR Heil brú Um daginn lá ég í makindum mínum og las nýútkomna bók þegar ég var skyndilega rænd ró minni. Í einum kaflanum birtist maður sem er sagður vera með blautt hár eftir nýtekna sturtu. Það þurfti ekki meira til að ég tæki fram vatnslitaboxið og mál- aði skrattann á vegginn. Ég sá fyrir mér að líklega hefði blauti maðurinn tekið stigann á leiðinni upp á skrifstofuna sína og tekið sykur út í kaffið. Allt einu fannst mér varla taka því að reyna að sporna gegn erlendum áhrifum í íslenskri tungu. Hvers vegna ekki að taka bara alfarið upp enskuna fyrst hún er farin að lauma sér í íslenskar skáldsögur og varla að fyrirtæki sé stofnað hér á landi án þess að það heiti erlendu nafni? Hættum þessu hálfkáki og tölum bara ensku. AUÐVITAÐ væri það svolít- ið óþægilegt fyrir heila þjóð að þurfa að skipta skyndilega um tungumál en það hlyti að venj- ast með tímanum og að fáeinum kynslóðum liðnum þætti öllum þetta eðlilegt. Þá myndi íslenska ekki heyrast nema í afskekktustu byggðum landsins þar sem íbú- arnir yrðu álitnir skemmtilegir sérvitringar eins og þessir fjör- gömlu Vestur-Íslendingar sem borða kleinur og súrt slátur úti í henni Ameríku. Síðan yrðu gerðir Fólkið-í-landinu-þættir um þetta fastheldna fólk svo það skilaði sér örugglega í Skaupið eða bara heimildarmynd sem gæti heitið Icelandic United. ÞEGAR mesta æðið var runnið af mér fóru orð Margrétar Jóns- dóttur að dynja í höfðinu á mér: Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma/íslenska tungu, þinn dýr- asta arf. Kominn var tími til að ég tæki til í eigin ranni og losaði mig við eigin ósiði. Ein er nefnilega sú sletta sem ég tamdi mér að nota sem unglingur, líklega á svipuð- um tíma og ég lærði ljóðið henn- ar Margrétar, og hef ekki getað hrist af mér síðan. Mér finnst nefnilega ekkert koma í staðinn fyrir „að meika sens“. Ég hef reynt að segja: „Það er ekki heil brú í þessu“ en finnst það aldrei nógu sterkt. KANNSKI ég þurfi bara að gefa aðeins í þegar ég segi þetta og leggja sérstaka áherslu á „brú“ svo fólk átti sig á því að mér sé virkilega alvara. Svo get ég líka alltaf bara sneitt hjá umræðu um það sem mér finnst ekki heil brú í. Og ef það er ekki heil brú í því er ég illa svikin. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.