Tíminn - 30.07.1976, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Föstudagur 30. júli 1976.
Verkstæði fyrir fatlaða
Walter Arendt, atvinnumála-
ráöherra V-Þýzkalands (t.v. á
myndinni) er hér aö opna nýtt
verkstæöi fyrir fatlaða i Born-
heim-Hersel nálægt Bonn.
Stofnunin gefur möguleika á
þjálfun i 240 iðngreinum, s.s.
prentun, bókbandi, málmvinnu
og alls konar rafmagnsvinnu.
U.þ.b. 150 verkstæði fyrir fatlað
fólk eru til á við og dreif um allt
V-Þýzkaland, þar sem i allt geta
komizt að um 20.000 manns.
Trygging og þjálfun fatlaðra
Hannelore H. naut tilverunnar
og starfaði sem búðarstúlka i
stórverzlun i einni af stórborg-
unum viö Rin, naut lifsins þar til
hún dag einn á siðasta ári lenti i
bilslysi og lamaðist að hluta. 1
dag verður þessi 35 ára gamla
stúlka að vera i hjólastól. Hún
þurfti ekki að greiða kostnað við
langa sjúkrahúslegu. Stéttar-
félag hennar annaðist allan
kostnað við að reyna að koma
henni aftur út i lif og starf. En
auðvitað hafði hún áhyggjur af
framtiðinni. Meðan hún var enn
rúmliggjandi kom til hennar
fulltrúi úr Verzlunarmanna-
félaginu, endurhæfingarráð-
gjafi og læknir. í sameiningu
gerðu þau framtiðaráætlun um
þjálfun hennar og atvinnu. Nú
er Hannelore að læra tannsmiöi
i Michaelhoven I Köln-Roden-
kirchen.
Alla tið frá þvi slysið
henti hana og þar til hún lýkur
námi og þjálfun — um tveggja
ára timabil fær hún yfirfærðar
tekjursem svara til 85% af fyrri
netto tekjum hennar.
með morgunkaffinu
— Þær eru allar mjög athyglis-
verðar, en þessi hrifur mig mest.
— Jónatan, kennarinn I lista-
skólanum segir að ég þurfi að fá
betri þjálfun I að teikna form
líkamans. Viltu gera mér
greiöa...?
' \0-7Q
DENNI
DÆMALAUSI
„Þú veizt, glugginn I herberginu
minu sem þú þarft að hreinsa
tvisvar eða þrisvar I viku.”...