Tíminn - 04.08.1976, Qupperneq 13

Tíminn - 04.08.1976, Qupperneq 13
Miðvikudagur 4. ágúst 1976. TÍMINN. 13 13 eftir Chopin: Stanislaw Skrowaczewski stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 LagiO mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 „Mikiö er um, þá maöurinn býr” -skuldabasl, ritstörf og meiöyröamál Hjörtur Pálsson les úr óprentuðum minningum séra Gunnars Bene- diktssonar (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 tJr myndabók blómanna. Ingimar Óskarsson náttilru- fræöingur flytur erindi. 20.00 Einsöngur: Margrét Eggertsdóttir syngur lög eftir Sigfús Einarsson? Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Úr dagbók prestaskólamanns Séra Gfeli Brynjólfsson segir frá námsárum Þorsteins prests Þórarinssonar i Berufirði: — fyrsti hluti. b. Kveöiö I grlni Valborg Bentsdóttir fer með lausavisur i léttum dúr. c. Skyggna dalakonan Agúst Vigfússon flytur frásöguþátt. d. Kórsöngur: Karlakórinn Fóstbræöur syngur lög eftir Gylfa Þ. Glslason. Stjórnandi: Jón Þórarinsson. Einsöng- varar: Erlingur Vigfússon, Kristinn Hallsson og Eygló Viktorsdóttir. 21.30 Ctvarpssagan: ,.Stúlkan úr Svartaskógi” eftir Guömund Frimann Gisli Halldórsson leikari les (7). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsa gan : ,,L it li dýrlingurinn” eftir Georges SimenonAsmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (22). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25. Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 4. ágúst 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Papplrstungl (Paper Moon) Nýr, bandarískuf myndaflokkur I 13 þáttum, byggöur á sögu eftir Joe David Brown. Einnig hefur fræg kvikmynd verið gerð eftir sögunni. Aöalhlutverk Christopher Connelly og JodieFoster. 1. þáttur. önn- ur verðlaun. Sagan gerist á kreppuárunum. Mósi ferö- ast um Miövesturfylki Bandarikjanna og selur bibliur. Hann getur selt hvaö sem er og er ekki alltaf vandur að virðingu sinni. Ellefu ára gömul stúlka, Adda aö nafni, hefur slegist I för með honum og viröist ætla að veröa jafnbrögðótt og Mósi. Þýöandi Krist- mann Eiðsson. 21.05 Frá Ólympiuleikunum Kynnir Bjarni Felixson. 22.20 Hættuleg vitneskja (Dangerous Knowledge) Nýr, breskur njósnamynda- flokkur. i 6 þáttum eftir N.J. Crisp. Aöalhlutverk John Gregson, Patrick Allen og Prunella Ransome. 1. þátt- ur. Kirby, sem er fyrrver- andi foringi i leyniþjónustu hersins,er á ferðalagi I Frakklandi. Hann kemst yf- ir upplýsingar, sem hann veit, aö „réttir aðilar” greiða fúslega stórfé fyrir. En sá böggull fylgir skammrifi, að hann býr ekki einn að þessari vitn- eskju. ÞÞýðandi Jón O. Ed- wald. 23.05 Dagskrárlok. ET í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 32 föður hennar. Hún þorði ekki að lita upp, og munnvikin titruðu. Hún vissi, hvað fyrir foreldrum hennar vakti — hún var orðin þroskaðri en ætla mátti af feimnislegri framgöngu hennar. Jónasi veittist erf itt að ráða við sig, hverjuhannátti að svara. Það var ginnandi aðeiga kostá því aðelta ólar við úlfana niðri í stórskógunum. En hann varð að hugsa um fleira. Turri skildi hik hans og krafðist ekki fullnaðar- svars. Hann sætti sig við það, að pilturinn hugsaði ráð sitt . Það voru enn nokkrar vikur, þar til hann hélt af stað austur á bóginn með hjörð sína. Það nægði að fá svar innan þess tíma. Jónas var í þungum þönkum næstu daga, enda var það von. Hann var að taka ákvörðun, sem gat haft úrslita- áhrif á allt hans líf. Hann kveið því ekki að semja sig að siðum Lappanna. Líf þeirra var ekki áhættusamara en líf frumbýlinganna, og hjarðmennskan gaf meira í aðra hönd. Oft höfðu þeir bræðurnir talað um það, hve Löpp- unum vegnaði miklu betur en þeim. Yrði hann heppinn, gat hann að nokkrum árum liðnum verið búinn að eign- astsvostóra hreindýrahjörð, að hann þyrfti ekki framar að kvíða hungri. Hann sá líka, að hér átti hann kost á þvi að verða sjálfstæður maður. Þrátt fyrir varkárni Lapp- anna, skildi hann hvað klukkan sló. Yrði hann tengda- sonur Turra, gæti hann legið endilangur í grasinu, kross- lagt hendurnar á maganum og horft á sólina. Lapparnir á Marzf jöllum áttu níu þúsund hreindýr, og hér um bil f jórði hlutinn af þeirri. hjörð var eign Turra. Tvö þúsund hreindýr voru meiri auðæfi en nokkur bóndi átti, þótt leitað væri langt út fyrir takmörk fjallabyggðanna. Kvænast Ellýju? Jú, þvi ekki það? Stúlka var stúlka, jafnvel þótt hún væri lágvaxin við hliðina á honum og ekki laus við að vera kiðfætt. En svo var annað, sem mælti gegn þessu, og framhjá því gat Jónas ekki gengið. Voru það ekki svik við byggða- fólkið að ganga í þjónustu Lappanna? Foreldrar hans myndu ekki líta svo á — það vissi hann. En bræður hans? Nú þeim myndi kannski ekki finnast það heldur, því að það gat verið hagkvæmt fyrir þá að eiga bróður meðal Lappanna. Heystakkarnir þeirra fengju þá að vera í friði — skaðabætur fengju þeir að minnsta kosti, ef ein- hver ágangur ætti sér stað. En svo voru allir hinir. Þeir myndu formæla honum niður fyrir allar hellur, og það var víst, að það bitnaði ekki á honum einum. Allt Hlíðar- fólkið yrði haft að bitbeini, og enginn maður þaðan gæti látið sjá sig á almannafæri. Jónas talaði um þetta við Pál og Svein Ólaf, og bræð- urnir ihuguðu málið vandlega, bæði það, sem mælti með því og móti. Páll hallaðist að því, að Jónas ætti að grípa tækifærið-í Marzhlíð var ekki lífvænlegt fyrir f leiri f jöl- skyldur. Nýjar ábýlisjarðir fengust ekki lögskráðar ofan byggðatakmarkanna. Það var ekki margra kosta völ. Sveinn Ólafur hallaðist einnig á þessa sveif. Það lá við, að hann miklaðist af heppni bróður síns. Ólafía hafði sérstöðu í málinu. Hana grunaði tilgang foreldrana með þessum málaleitunum, og hún spurði Jónas hvort hann elskaði Lappastúlkuna. — Ástin verður að vera með, sagði hún innilega. Jónas gaf henni illa auga. Ástin! Ja svéiFÆtli hann skrimti ekki án ástar! IX. Páll kom brunandi á skíðum sínum niður skógarbrekk- urnar meðfram Vlljóðaklettslæknum, þar sem hann átti fáeina dýraboga. Af hraðanum máti ráða, að það væri eindreginn ásetningur hans að komast sem fyrst heim. Það var ekki heldur veður til þess að vera úti að nauðsynjalausu. Toppar grenitrjánna svignuðu í norð- vestanstorminum, himinninn hafði á örskammri stundu orðið að einum kólgusjó. Það voru aðeins örf áir kílómetrar heim að Marshíð, og Páll vonaðist til þess að ná þangað, áður en óveðrið skylli á. Hann renndi sér yfir lækinn í slíku hendingskasti að skíðin svignuðu í boga við bratta bakkana. Síðan brunaði hann másandi út yf ir mýrina, sem var fyrir neðan þver- hnýpta hamra Hljóðaklettsins. Þar hafði alla lausamjöll skaf ið burt, og skíðin urguðust við svell og f reðnar þúf- ur. Mýrin var ekki nema þrjú hundruð faðma löng, og maðurinn streittist á móti stormnum í stef nu á lágan ás, sem vaxinn var kyrkingslegu birkikjarri. Þegar þangað væri komið, var hann sama sem heima. Fjallið gnæfði á aðra hönd, rismikið og ógn- andi — tröllaberg af gráu forngrýti, svo þverhnýpt, að þar festi varla snjókorn nema í efstu brúnunum, þar sem stórar hengjur höfðu myndazt. En þær voru horfnar í æðandi skýjahafið, sem var í þann veginn að byrgja himin og jörð. íirierifangi mjög herskárra rnnna sem láta sér ekki allt, vrir briósti brenna... %

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.