Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. september 1976 TÍMINN Allt er þegar þrennt er Mick Jagger, sem óþarft er að kynna nánar, er orðinn 31 árs en eins og sjá má á þessari mynd ber hann aldur sinn vel. Nýlega lét hann setja demant i eina af framtönnum sinum, en ekki er öll sagan sögð. Jagger lét fyrst fylla tönn sina með smargað, en honum fannst það verra en ekki neitt, svo að hann ákvað að hafa það rúbin, en sú tilraun bar ekki heldur tilætlaðan árangur. — En allt er þegar þrennt er, segir gamalt máltæki, svo að hann ákvað loks, að það myndi ekki duga neitt minna en demantur og demantur var það, sem gerði þetta popp-goð ánægt, demant- urinn var áberandi og það var fyrir öllu. Þeim brá í brún í Hasselby-höll! Nýlega hélt danskur lektor i Stokkhólmi, Tom Hoyem að nafni, fyrirlestur á menningar- viku iHasselby-höllen sá staður er þekktur fyrir menningarstörf og ráðstefiiur sem þar fara fram. Tom Höyen sagöi frá rannsókn, sem hann hafði sjálf- ur stofnaðtil. Hann sagðist hafa haft grun um, að almenningur í Sviþjóð léti sig litlu skipta stjórnmál og þjóðfélagsmál annarra þjóða, sem þeir væru þó f nánu samstarfi við — sem sagt hinna Noröurlandaþjóð- anna. Sem dæmi nefndi hann, að hann hefði spurt 1000 Svía á aldrinum 14-30 ára, hvað héti forsætisráðherrann — eða æðsti maður iUganda. Svar 796, sem spurðir voru, var: Idi Amin, og þar með réttsvar. Seinni spurn- ingin, sem Tom Höyen sagði fyrirþessa 1000 Svia, var: Hvað heitir forsætisráðherrann I Dan- mörku? Þá stóð heldur betur á svörum. Margir sögðu hrein- lega, að þeir vissu það ekki og hefðu ekki áhuga á þvi, en sá sem flestir nefndu, var Mogens Glistrup! Af þeim 1000, sem spurðir voru, nefndu 101 nafn hans sem forsætisráðherra Danmerkur — en aðeins 82 sögðu: Anker Jörgensen. Þetta vakti mikla athygli hjá þeim visu mönnum, sem þarna voru staddir, og voru m.a. að ræöa um norræna samvinnu. Geimferðir taldar of hættulegar fyrir konur Sovétmenn munu ekki lengur þjálfa konur upp i það að verða geimfarar. Astæðin fyrir þess- ari ákvörðun Sovétmanna er, að þeim finnst þetta starf of hættu- legt og mjög krefjandi. Andrian Nikolayev geimfari er giftur Valentinu Tereshkova, einu konunni, sem hefur farið i geimferð á braut umhverfis jörðu, skýrði nýlega frá þvi i viðtali, sem haft var viö hann: Geimfarar verða að vera flug- menn, vélfræðingar og visinda- menn. Við elskum konur okkar mjög heitt og innilega, og við hlifum þeim eins mikið og við getum. 1 framtiðinni munu þær áreiðanlega vinna i geimstöðv- um og þá sem viðurkenndir sér- fræðingar. Sovétmenn hafa nú, eins og áður er getið, hætt að þjálfa konur til geimferða. En i Sjálfsmorð höfrunganna Eru dýrin orðin alveg bandóð, var það fyrsta, sem manni nokkrum datt i hug, er hann árla morguns ætlaði að leggjast til sunds við strönd Sarasota á Florida, og hreint og beint hras- aði um fimmtiu höfrunga, þar sem þeir lágu skjálfandi og titrandi i sandinum. Höfrungana hafði um nóttina rekið upp á land, og þarna lágu þeir á hvitum sandinum, og gerðu þeir að þvi er virtist ekki minnstu tilraun til að komast i sjóinn aftur. Manninum varð um leið ljóst aö dýrin hlutu að vera sjúk, og að þau myndu fljótlega deyja, ef ekkert yrði gert til að koma þeim til hjálpar. Hann gerði lögreglu og slökkviliði viðvart, en þeir höfðu ekki hugmynd um hvað til bragðs ætti að taka, og hvernig þeir gætuhindrað „sjálfsmorð” höfrunganna. Þeir drógu minni dýrin út i vatnið aftur, en þau létu sig viljalaust reka upp á ströndina aftur. Þeir jusu vatni yfir eldri og stærri hvalina, þarna á sjávarkambinum, en þeir sýndu heldur engin við- brögð. Liffræðingar komu til Sarasota, og þeir sögðu frá þvi, að höfrunga hefði einnig rekið á land i Keys Wale i Suður-Flórida. Dauðu dýrin skáru þeir upp og tóku innyflin til rannsóknar. Þeir ætla að reyna að ganga úr skugga um það, hvort höfrungarnir séu fórnarlömb mengunar úthaf- anna, eða hvort þeir hafa smitazt af hættulegum snýkju- dýrum. Um eitt umtalað spurs- Bandarikjunum er hugsana- gangurinn annar, þar sem sam- fara auknum framförum á sviði visinda er talið eðlilegt, að kon- ur taki þátt i þeirri þróun, sem á sér stað, með þvi að senda mönnuð geimför út i geiminn með konum innanborðs. Dr. Nancy Roman, sem er starfandi stjörnueðlisfræðingur i Banda- rikjunum, og hefur verið það siðastliðin 18 ár, hefur oftast verið nefnd á nafn, þegar Bandarikjamenn tala um að senda konu út i geiminn. mál munu þeir þó varla geta fundið nokkra sönnun, en það er, hvort þessi vitru dýr, hafi synt upp á ströndina til að leita hjálpar mannsins. En það full- yrða ibúar Sarasota, en visinda- mennirnir segjast ekki geta sagt neitt um það, en höfrungar eru annars kunnir fyrir greind sina, sem vekur oft undrun þeirra, sem eitthvað hafa rann- sakað það mál. Við sjáum hér myndaf höfrungunum á strönd- inni i Sarasota. A litilli mynd sést hvar náttúrufræðingarnir eru að reyna aö tosa dýrunum i sjóinn, og einnig smámynd af Floridaskaganum. Adannk Florida Keys | Golf von Mexiko

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.