Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 5. september 1976
.TÍMINN,
23
18.00 Stundarkorn meö
rúmenska tenórsöngv-
aranum Ion Buzea.
Tilkynningar.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 island — Belgia: Lands-
leikur á Laugardalsvelli.
Jón Asgeirsson lýsir siöari
hálfleik.
20.15 Fagottkonsert eftir Pál
P. Pálsson. Hans P.
Franzson leikur meö
Sinfóniuhljómsveit Islands.
Höfundurinn stjórnar.
20.40 Þistlar. Umsjónarmenn:
Einar Már Guömundsson,
Halldór Guömundsson og
örnólfur Thorsson.
21.25 KórsöngurSænski karla-
kórinn „Orphei Drangar”
syngur sænsk lög. Söng-
stjóri: Eric Ericson.
21.40 Laun heimsins”,
smásaga eftir örn Ævar.
Gisli Alfreösson leikari les.
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir. Danslög
Heiöar Astvaldsson dans-
kennari velur lögin og
kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
18.00 Bleiki pardusinn. Banda-
risk teiknimyndasyrpa.
18.10 Sagan af Hróa hetti.
Lokaþáttur. Efni fimmta
þáttar: Leopold hertogi af
Austurriki tekur Rikarö
konung himdum og krefst
lausnargjalds. Móöir kon-
ungs hyggst afla fjárins, en
launráöamenn ákveöa aö
bjóöa Leopold hærra gjald,
haldi hann Rikaröi föngnum
til æviloka. Neston sér Gis-
borne i nýju ljósi og hættir
viö aö gefa honum Marion.
Móöir konungs hittir Hróa á
laun, og hann segir henni
frá ólögmætri skattheimtu
Jóhanns prins. Otlögunum
tekst aö ræna skattfé frá
launráöamönnum og gera
aöengu fyrirætlanir þeirra.
Gisborne heldur á fund
Nestons I leit aö fénu, vegur
hann og tekur Marion
nauöuga meö sér. Þýöandi
Stefán Jökulsson.
Hlé
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Haildór Laxness og
skáldsögur hans V.l þessum
þætti ræöir Dagný
Krist jánsdóttir, bók-
menntafræöingur, viö
Halldór um Brekkukots-
annál og Innansveitar-
króniku. Stjórn upptöku
Siguröur Sverrir Pálsson.
21.20 Jane Eyre. Brezk fram-
haldsmynd i fimm þáttum,
gerö eftir sögu Charlotte
Bronte. Lokaþáttur. Efni
fjóröa þáttar: Jane Eyre
snýr aftnr til Thornfield frá
dánarbeöi frænku sinnar.
Henni veröur fljótlega ijóst,
aö þaö er hún, sem Rochest-
ervill fá fyrir konu, en ekki
ungfrú Ingram, og hún
gefur jáyröi sitt, þegar hún
sé, aö honum er full alvara.
Brúökaupsdagurinn rennur
upp, en giftingarathöfnin
fer út um þúfur, þegar lög-
fræöingur nokkur les skjal
sem staöfestir, aö Rochest-
er er kvæntur fyrir. Hann
játar þá, aö hann hafi geö-
veika konu sina I gæzlu á
Thomfield-setrinu. Þegar
svo er komiö, sér Jane ekki
annaö vænna en hverfa á
burt, þó aö Rochester reyni
meö öllum ráöum aö telja
hana af þvi. Þýöandi Cskar
Ingimarsson.
22.10 tþróttir. Umsjónarmaö-
ur Bjarni Felixson.
23.40 Aö kvöldi dags. Hákon
Guömundsson, fyrrum yfir-
borgardómari, flytur hug-
leiöingu.
23.50 Dagskrárlok.
í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA 6o
Hann hljóp yfir vatnið eins og trylltur maður, og brún
augun leiftruðu af vonzku, þegar hann kom að Saxanesi.
Hann hefði ekki einu sinni vikið fyrir byssukjöftum.
Hvað varðaði hann um það, þótt hann fengi byssukúlu i
brjóstið, fyrst hann lifiði í svona viðbjóðslegum heimi?
Hann sparkaði af sér skíðunum fyrir utan fyrsta húsið,
sem hann kom að og ruddist inn, kófsveittur með hnef-
ana á lofti.
Ein kona og fáein hrædd börn voru heima. Hann spurði
eftir karlmönnunum. Konan sagði, að þeir væru ekki
heima við.
Jónas hélt áfram að næsta húsj og því þar næsta. Alls
staðar sama sagan. Þar voru aðeins konur og börn, sem
störðu óttaslegin á hann. Það var eins og allri f ullorðnir
karlmenn hefðu orðið uppnumdir.
I húsinu,, sem hann kom síðast í, var ung stúlka ein
heima. Hún var há vexti og dökk yf irlitum, og það orð lék
á, að frá henni færu allir karlmenn bónleiðir.
— Er pabbi þinn heima?
— Nei. Þú sérð iíklega, að hann er ekki hér.
— Hvar er hann?
— Það kemur þér ekki við.
— Hva-hvað?
Stúlkan dróandann djúpt, og svörtaugun skutu gneist-
um.
— Það kemur þér ekki við, sagði ég. Hvað ert þú að
snatta hér?
— Snatta.... sagðir þú snatta? Jónas stökk að henni og
þreif í hana. Hún brauzt um og reyndi að losa sig, en það
var engu líkara en að hún væri klemmd milli tveggja
trjábola og um stund var ekki annað sýnna en Jónas
byndi skjótan enda á þennan leik og slöngvaði henni
annað hvort út um dyrnar eða gluggann. Stúlkan greip
andann á lofti og rak upp hálfkæft óp. Jónas linaði
heldur takið, þegar hann skynjaði uppgjöf stúlkunnar.
Það var komin undarleg slikja í augun á henni, og hálf-
opnar, rauðar varir voru ekki nema svo sem fimm
þumlunga f rá andliti Jónasar. Snögglega laut hann niður
að henni og kyssti hana, fast og tryllingslega, og hratt
henni svo ómjúklega f rá sér, svo að henni lá við falli.
— Vertu sæl! Skilaðu kveðju til föður þins og þeirra
hinna og segðu þeim, að ég þurf i hvorki hníf né byssu til
þess að kenna þeim að skammast sín!
Stúlkan horfði agndofa á eftir Jónasi, sem þegar var
kominn fram að dyrum.
— Þú — þú ert brjálaður, Jónas! hrópaði hún. En samt
vék óttasvipurinn af ringluðu andliti hennar fyrir
ánægjulegu brosi.
O, þúættirekkiaðkippa þér uppviðþað!
— Ef þú... ef þú dokar við... Þú — þú vilt kaffisopa,
áður en þú ferð heim....
Jónas var enn hamslausari, er hann fór frá Saxanesi,
en þegar hann kom, og hann nam hvað eftir annað staðar
og neri snjó um varir sér, eins og hann vildi þvo af þeim
einhverja viðurstyggð.
Karlmennirnir á Saxanesi höfðu ekki verið langt und-
an, því þegar að Jónas var ekki kominn lengra en niður
að vatninu, þegar sumir þeirra komu skríðandi fram í
dagsljósiðog störðu á eftir honum. Þeir hristu höf uðið og
þótt stúlkan minntist ekki einu orði á kossinn óvænta,
var það almenn skoðun fólks á Saxanesi, að yngsti sonur
Lars Pálssonar væri genginn af vitinu. Gamall maður
tautaði fyrir munni áer eitthvað um það, að menn upp-
skæru eins og þeir sáðu, og syndarar fengju alltaf mak-
leg málagjöld að lokum.
Geðofsi Jónasar dvínaði ekki. Stundum mildaðist hann
þó svo að Marta áræddi að spyrja hann, hvað að honum
gengi. Hvað að honum gengi? Það var ekkert að honum!
Marta gat ekki látið sig gruna hvað undir þessu byggi,
þótt hún sæi einn morguninn stórt S og lítið t krotað í föl á
svelli niðri í mýrinni.
Dagarnir liðu, og Jónas var jafn óstýrilátur. Skapi
hans var þannig farið að eitthvað varð að gerast og hann
hélt áfram að vera ógnarvaldur allrar f jallabyggðar-
innar. Honum skaut upp hér og þar, þegar menn sízt
varði, og hann lét ekki ónotað neitt tækifæri til þess að
koma af stað illdeilum. Nú var hann líka sjaldnast einn á
ferð. Stríðhærði kolótti hundurinn frá Marzhlíð var allt-
af með honum, og hann var líkari úlfi en hundi og réðst
umsvifalaust á hvert hundkvikindi sem á vegi hans varð.
Konur og börn hlupu til bæjar, jaf nskjótt og þessum sláp
brá fyrir, og það kom fyrir oftar en einu sinni að f ullorð-
inn karlmaður með barefli sá sér þann kost beztan að
hopa aftur á bak heim á hlað. Jónas og hundur hans voru
eins og reiddur vöndur yfir öllu og öllum, og tíðastar
voru heimsóknir þeirra i þær byggðir , þar sem Hlíðar-
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
Þar sem Völdu mistókst
heppnaöist Oorsu. Hún
hefur, meö göldrum og
dáleiöslu, fengiö Geira
til aö veröa
ástfanginn af sér