Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 5. september 1976 TÍMINN 13 lögn, frá túrbinum i raflinur, tengivirki og raflögn i öll mann- virki á staðnum. Við undirrituðum samning þennan i júli i fyrra og siðan hefur verið unnið þarna stöðugt og er gert ráð fyrir að okkar hluta verksins verði að fullu lokiö fyrir haust 1977. Þetta mun vera með stærstu verkefnum sem ís- lendingar hafa tekið að sér við rafvirkjun hér á landi. Auk þess sáum við um alla raf- virkjun við þörungavinnsluna á Reykhólum og við vinnum mikið fyrir Alverið i Straumsvik að ein- stökum verkefnum. Ellefu daga tarnir i Sigöldu — Hvernig er vinnutilhögun vií Sigöidu hjá Samvirki? — Við erum með þrjá járn- smiði, einn trésmið, fjóra lmu- menn og um 14 rafvirkja. Þýzka fyrirtækið er einnig með menn, sem sjá um yfirstjórn verksins. Þýzka fyrirtækið ber ábyrgö Snemma árs 1970 var verkfræðifyrirtækjunum Virki h.f. I Reykjavik og Electro-Watt Engeering Service Ltd. i Zurich falið sameiginiega að gera endanlega áætlun um virkjun við Sigöldu. Luku þau áætlunar- gerðinni snemma árs 1971. i samræmi viö ályktun stjórnar Landsvirkjunar frá 18. september 1971 var ráöunautum Landsvirkjunar faliö gerö útboðsgagna fyrir 150000 kw virkjun við Sigöldu i nánu samstarfi við Landsvirkjun. útboðsgögn voru afhent væntanlegum bjóðendum haustið 1972, og tilboð þeirra opnuö vorið 1973. Verksamningur viö júgóslavneska fyrirtækið Energoprojekt um byggingahluta var undirritaður hinn 23. ágúst 1973. Nam samningsupphæðin um 2680 milljónum króna á þvi gengi Islenzku krónunnar, er gilti á undirskriftardegi. Verksamningur um véla- og rafbúnaðarhluta virkjunarinnar viö fyrirtækin Brown, Boveri & Cie, V- Þýskalandi og Energomachexport, Sovétrikjunum var undirritaður hinn 14. september 1973 og nemur samningsupphæðin um 1340 milljónum króna miðað við gengi islenzku krónunnar á undirskriftardegi. í verksamningunum er ráð fyrir þvi gert, að framkvæmdum ljúki síðlaj árs 1976. Samvirki er undir- verktaki Brown Boveri & Cie, eins og frá er sagt I greininni. gagnvart Landsvirkjun, sem sið- an tekur sjálf út verkið. — Vinnutilhögun er sú, aö þeir búa á staðnum og vinna i 11 daga, frá mánudagsm orgni fram á fimmtudag i næstu viku á eftir. og fá svo fri aöra hvora helgi, þvi þeir halda aftur til vinnu næsta mánudag. — Ég tel að þetta verkefni hafi gengiö mjög vel. Það er ávallt nokkur áhætta að gera stóra samninga um verk, sem maöur kannske þekkir ekki alveg nógu vel i smáatriðum, en góð reynsla hefur verið af stórverkefnum hjá okkur og munum við leita eftir þeim, eftir þvi sem tækifæri gefst til. — Auðvitað koma upp smá vandamál öðru hvoru, en ekkert sem ekki hefur verið hægt að leysa. Þjóðverjarnir útvega allt efni, eða mest allt, en afganginn fá þeir hjá okkur. Töflusmiði i samvinnu við ,,Blikk og stál” — Hver hafa verið helztu verk fyrir utan þau sem hér hafa veriö talin? — Við höfum i vaxandi mæli sinnt töflusmiði og smiði á raf- búnaði fyrir skip oghús. Við erum til dæmis núna að smiða töflur i nýju birgðastöðina hjá SÍS. Verið er að framleiða 70 háspennu- og lágspennuskápa fýrir Rafmagns- veitu Reykjavikur og einnig er verið að smiða töfluskápa fyrir Hitaveitu Suðurnesja, ennfremur fyrir Hitaveitu Siglufjarðar. — Hvað kosta svona skápar? — Þeir eru dýrir, en mjög mikl- ar kröfur eru gerðar til þessara hluta. Sæmilegur skápur — sem þarf ekki að vera stór — kostar kannske á aðra milljón króna. — Við höfum lagt mjög mikla áherzlu á smiði og framleiðslu skápa. Sá sem hefur umsjón með þeirri framleiðslu er Lúðvik ög- mundsson. Hann hefur mjög mikla reynslu ismiðislikra skápa og hefur komið fram með og inn- leitt margvislegar nýjungar, sem þykja til bóta. Hann stjórnar töflusmiöinni. — Við gerum töflur og skápa i samvinnu við fyrirtækið Blikk og stál, sem leggurtil sjálfa skápana og annað stálsmiðað. Þeir eru beinir aðilar að tilboðum, sem gerð eru, það er ódýrara, þvi ann- ars yrðum við að leggja á vöruna frá þeim vegna veltuaukningar- innar. Oft getur munaðsvo litlu á tilboðum, að fyrirtækin veröa að hafa mjög náið samstarf til þess að ná verkunum og tapa ekki fé á öllu saman. — Er ekki erfitt að reka svona stórt fyrirtæki rafvirkja? Kemur vinnan nógu jafnt allt árið? — Það hefur kosti og ókosti að reka stort fyrirtæki. A verkstæðinu. A myndinni eru Eyjólfur Magnússon (reiknar) Jón Guömundsson, Haukur Óskarsson og Guðbrandur Benediktsson, yfir- verkstjóri. Flókin vinna er viö stjórnbúnað Sigölduvirkjunar. Hér eru tveir af starfsmönnum Samvirkis við störf, þeir Benedikt Benediktsson og Þorsteinn Pálsson. Þorsteinn Berg, vélvirki við úti tengivirki. Sjd um allar raf- lagnir í Sigöldu frd aflvélum og út i kerfið Lögðu rafmagn í þörungavinnsluna á Breiðafirði Eyjólfur Magnússon, lagermaður Samvirkis við Sigöidu. Tengivirki Sigölduvirkjunar er stórt og fullkomið. Það er gert af Samvirki svf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.