Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 34

Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 5. september 1976 Frá sýningunni i sjúkrahúsinu i Keflavik. Listsýning í Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs t Sjúkrahúsi Keflavikur- iæknishéraðs, Skólavegi 8 i Keflavik, stendur um þessar mundir yfir málverkasýning, en það hefur færzt i vöxt að listsýn- ingar séu haldnar á spitölum, þvi talið er, að þeir sem þar dvelja fari nógu mikils á mis i lifinu, meðan þeir berjast við sjúkdóma og önnur mein, þó ekki bætist það ofaná, að sjá litla eða enga myndlist. Þeirsem taka myndlistalvar- lega — og það gera margir — telja lika beinlinis, að myndlist á sjúkrahúsum örvi bata, sé einn af mörgum heilbrigðum samvirkandi þáttum andlegs lifs, sem sé forsenda fyrir þvi' að menn yfirbugi sjúkdóma á til- skildum tima. Enginn má þó taka það svo, að myndlistinni sé ætlað að koma i staðinn fyrir meðöl suð- ur i Keflavik, heldur er mynd- listarsýningin aðeins liður i fjöl- mörgu öðru, sem þar er verið að gera til framfara i sjúkrahús- rekstrinum þar syðra. Það er starfsmannaráð sjúkrahússins, sem hefur beitt sér fyrir sýning- unni, en starfsmannaráðið hef- ur siðan það tók til starfa, beitt sér fyrir mörgum málum, sjúkrahúsinu og sjúklingum til framdráttar. Sumt varðar stjórn sjúkra- hússins og rekstur, en þar er bú- ið við mikil þrengsli, annað varðar öryggi sjúklinga t.d. eld- varnir og fræðsla um þær og ótal margt fleira, þar á meðal listsýningar. Við hittum að máli Sólveigu Þórðardóttur starfsstúlku i skurðstofu, en hún er formaður starfsmannaráðsins. Við spurð- um hana fyrst hver væri til- gangur starfsmannaráðs, og hafði hún þetta að segja: Sólveig Þórðardóttir Starfsmannaráð sjúkrahúsa er kjörið og starfar samkvæmt reglugerð, sem sett var árið 1973 i ráðherratið Magnúsar Kjartanssonar, heilbrigðisráð- herra. Þar segir m.a. að starfs- mannaráð skuli kappkosta að annast eftirfarandi: „l.Gefa gaum aðendurbótum á sjúkrahúsinu, sem bæði geta haft í för með sér bætta aðstöðu sjúklinga og þeirra, er á sjúkra- húsii.u starfa. 2. Miðla upplýsingum frá stjórnendum sjúkrahússins til starfsliðs, einkum varðandi rekstur sjúkrahússins og fyrir- hugaðar breytingar. 3. Vera tengiliður milli starfs- liðs og stjórnar ogkoma á fram- færitillögum um breytta starfs- hætti og aðferðir, vinnuskilyrði og vinnuhagræðingu. 4. Hafa frumkvæði um að öll- um öryggisráðstöfunum sé full- nægt I sambandi við tiltekin hættuleg störf i sjúkrahúsinu og er þar einkum átt við hættu á rafmagni, geislun, lofttegund- um og þvi um liku. 5. Hafa frumkvæöi um ný- menntun og endurmenntun starfsliðs, svo og hafa hönd i bagga með þvi hvaöa upp- lýsingar nýju starfsliði eru gefhar.er að sjúkrahúsinukem- ur.” Ennfremur: „í starfsmannaráði má Sólveig Þórðardóttir, starfs- stúlka i skurðstofu, en hún er formaður Starfsmannaráðs sjúkrahússins, en ráðið gengst nú fyrir listsýningum á spital- anum. hverju sinni aðeins vera einn fulltrúi hverrar starfsstéttar sjúkrahússins og telst hver menntunarstétt i þessu sam- bandi ein starfsstétt (læknar, hjúkrunarkonur, sjúkraliðar, meinatæknar o.s.frv.).” Starfsmannaráð var kjörið hér og er það skipað eftirtöldum fulltrúum. Sólveig Þórðardóttir, formaður Emilia Guöjónsdóttir, forstöðu- kona Eyjólfur Eysteinsson, forstöðu- maður Kristján Sigurðsson, yfirlæknir Lilja Karlsdóttir, sjúkraliði Ragnhildur Brynjólfsdóttir, Ijósmóðir og Dagmar Pálsdóttir, starfs- stúlka. Starfsmannaráðheldur reglu- lega fundi, og ég tel að góð reynsla sé af störfum þess, einkum og sér í lagi vegna þess að sjúkrahúsið er enn í smiðum. Við búum við mikil þrengsli hérna, en verið er að reisa nýja álmu við sjúkrahúsið, sem bæta mun úr brýnni þörf. Þar verður ýms aðstaða. Nýja viðbyggingin mun hýsa ýmsar þjónustudeildir, en er ekki fullnaðaráfangi, þvi aðenn á eftir að byggja tvo áfanga af sjúkrarými, þegar þessari við- byggingu er lokið. Byrjað var á verkinu um ara- mótin i fyrra, og er gert ráð fyr- ir að húsið verði fokhelt um næstu áramót, og virðast áætlanir þar um ætla að stand- ast. 1 nýju álmunni verður þjón- ustumiðstöð fýrir aðrar deildir sjúkrahússins, auk þess ný fæðingardeild og eitthvað af nýjum sjúkrastofum. Nú, þrátt fyrir þrengslin, þá höfum við reynt að halda uppi ýmissi starfsemi, sjúkrahúsinu og sjúklingum til hagræðis og heilla. Þar á meðal er þessi málverkasýning. — Við höfum skipulagt þetta þannig, að við reynum að fá listamenn hér á staðnum, eða kunna listamenn, sem ættaðir eru héðan, eða eru orðaðir við eða tengdir þessu byggðarlagi á einhvern hátt, til þess að sýna verk sin á sjúkrahúsinu stuttan tima. Listaverkunum er komiö fyrir á göngum og i anddyri hússins, eu ekki inni á sjálfum stofunum. Þetta er þvi miður ekki mjög góð aðstaða fyrir myndlistarsýningu, en þó er það mál manna, að þetta færi gleði i húsið og lífgi upp á umhverfið, þótt aðstaðan sé ekki allt of góð. Allvel fer þó um sumar mynd- irnar. Að þessu sinni stendur nú yfir fyrsta sýningin af þessu tagi en það eru tvær listakonur héðan, þær Ilalla Haraldsdóttir og Erla Sigurbergsdóttir sem hér sýna um 40 verk. Auk þess er sýnd gjöf, mosa- ikmynd eftir Höllu, sem ættingj- ar Stefáns heitins Björnssonar, sparisjóðsstjóra, hafa gefið sjúkrahúsinu, en Stefán var mjög listfengur maður, og fékkst m.a. við útskurð, teikn- ingu og listmálun. Voru fengnar nokkrar myndir að láni eftir Stefán, sem sýnishorn af þvi sem hann gerði, og var mynd- unum komið fyrir á einum litl- um vegg, ásamt minningargjöf- inni. — Hvernig tekur fólk þessu: — Mjög vel, Bæði sjúklingar, starfslið, og þeir sem hingað koma i heimsóknir, eða i öðrum erindum. Það er þó rétt að taka það fram, að við erum I rauninni ekki að innleiða nýjung i þessu efni,heldur erum við að tileinka okkur það, sem gert hefur verið i vaxandi mæli á sjúkrahúsum hér á landi og erlendis. Listsýningar af þessutagi eru oft haldnar i sjúkrahúsum og reynslan hefur verið góð. Má þar t.d. neöia, að margar list- sýningar hafa verið haldnar i Borgarspitalanum i Reykjavik svo eitthvað sé nefnt. Listaverkin — Þessari sýningu lýkur nú um helgina og þá tekur önnur sýning við, og svona er ætlunin að halda áfram koll af kolli, sagði Sólveig Þórðardóttir að lokum. Að loknu samtalinu við for- mann starfsmannaráðsins, gengum við um ganga sjúkra- hússins og virtum fyrir okkur myndirnar. Halla Haraldsdóttir hefur lengi fengizt við myndlist. Hún er heldur ekki óvön starfi fyrir sjúkrahús, ef ég man rétt, þviað stór mynd eftir hana mun vera i sjúkrahúsinu á Siglufirði. Myndir hennar i Keflavik núna, eru unnar i svipuðum anda og verið hefur. Mósaikmyndir úr lituðum miðum, relif og mál- verk. Erla Sigurbergsdóttir mun ekki hafa sýnt áður. Hún málar landslag. Þetta eru vel gerðar myndir af byrjanda að vera, og ræður hún yfir góðri tækni, og verður fróðlegt að fýlgjast með verkum hennar i framtiðinni. Myndir Stefáns Björnssonar sýna okkur, að þarna hefur mjöglaginn maðurog listfengur farið. Sér i lagi virðast blýants- teikningar hans vera vel gerðar. Sýningunni lýkur um helgina. Hún er auðvitað einkum ætluð fólki innanhúss, en á heimsókn- artimum er hún opin almenn- ingi. Ég veit ekki, hvert gagn hefur orðið af reglugerð heilbrigðis- ráðherrans, en ef ekkert er verra en þetta, sem af henni hefur sprottið, má hann vel við una. Jónas Guðmundsson Verksmiðjustjóri nýrrar kexverksmiðju Óskum að ráða mann til að veita for- stöðu hinni nýju kexverksmiðju Sam- bandsins, sem taka mun tii starfa i byrjun næsta árs. Starfið krefst skipulags- og stjórnunarhæfileika. Við- komandi þarf m.a. að hafa umsjón með framleiðslu stórrar vélasamstæðu, stjórna starfsliði, gera áætlanir um efnisþörf og framleiðslu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra, sem gefur nánari upplýsingar, fyrir 15. þ. mán. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA TÓNLISTARSKÓLI HAFNARFJARDAR tekur til starfa i byrjun október i auknu og endurbættu húsnæði. Kennt verður i eftirtöldum deildum: UNDIRBÚNINGSDEILD: fyrir 6-9 ára börn UNDIRBÚNINGSDEILD-GÍTAR: 3-5 nemendur I hóp- timum ALMENN TÓNLISTARDEILD: kennt verður á pianó, fiðiu, selló, klarinett, þverflautu, trompet og gitar. Aukanámsgreinar: tónfræði, tónheyrn, tónlistarsaga. LCÐRASVEIT: nemendur fá tilsögn á algengustu málm-, blásturs- og ásláttarhljóðfæri. Innritun hefst 10. september á skrifstofu skólans, Strand- götu 32. Umsóknarfrestur er til 20. september. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, slmi 52704. Vegna aukins húsrýmis mun skólinn væntanlega geta sinnt öllum umsóknum. Skólastjóri. r Lagerstjóri nýrrar birgðastöðvar við Elliðavog Óskum eftir að ráða sem fyrst mann til að hafa yfirstjórn á lager hinnar nýju Birgðastöðvar Sambandsins við Elliða- vog, sem væntanlega tekur til starfa i byrjun næsta árs. Starfið krefst skipulags- og stjórnunarhæfileika, þvi I þvi felst að hafa á hendi daglega stjórnun nokkuð fjöl- menns starfsliðs auk véia og tækja iagersins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra, sem gefur nánari upplýsingar, fyrir 15. þ. mán. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Skattar í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Kjósarsýslu Gjaldendur eru hér með enn minntir á greiðslu þinggjalda 1976. Lögtök eru hafin. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og Garðakaupstað. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.