Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. september 1976 TÍMINN 7 HELGARSPJALL Steingrímur Hermannsson: PÓLITÍSKT SIDFERÐI t Dagblaðinu 28. þ.m. birtist furðulegur leiðari. Þar er reynt að færa rök að þvi, að flestir afbrotamenn f þjóðfélaginu séu Framsóknarmenn. Og ástaÆan á að vera augljós. Framsóknar- menn eigi enga hugsjón, þvi samvinnustefnan er ekki hug- sjón að mati höfundarins. Hins vegar eigi Sjálfstæðisflokkurinn enn hina háleitu hugsjón einka- framtaksins og þvi að sjálf- sögðu stórum færri afbrota- menn. Hvilikt furðuverk. Löngu er orðið ljóst, að ihaldssömustu öflin i Sjálf- stæðisflokknum vinna mark- visst að þvi að breiða út róg um Framsóknarmenn og hafa i þvi skyni beitt óspart hinum svo- nefndu „frjálsu” dagblöðum sinum, ,,gulu pressunni”, Dagblaðinu og Visi, með Alþýðublaðið i vasanum, sem Visir gefur út. Þó má segja, að þessi staðreynd hafi aldrei verið opinberuð svo vel sem i fyrr- nefndum leiðara. Liklega er það rétt, sem glöggir menn hafa bent á, að þessi ihaldssömustu öfl i Sjálf- stæðisflokknum hafi staðið að baki fólskulegum árásum á Ólaf Jóhannesson og undirbúið það lengi, en notað fávisa krata sem verkfæri sitt. Vaxandi álit Ólafs hefur verið þessum mönnum ákaflega mikill þyrnir I augum. Það vildu þeir umfram allt eyði- leggja. Þetta mistókst, en iðj- unni er haldiö látlaust áfram og öllum spjótum beint að forustu- mönnum Framsóknarflokksins. Við skulum lita á dæmi. Nánaster látið að þvi liggja, að skattsvik séu einkamál Framsóknarmanna og slikir menn, sem taldir eru greiða óeðlilega lága skatta, óspart dregnir fram. En hvers vegna eru ekki skoðaðar stjórnmála- skoðanir þeirra fjölmörgu skattlausu fasteignasala, lög- fræðinga og annarra máttar- stólpa einkaframtaksins, grundvallarhugsjónar Sjálf- stæðisflokksins? Fróðlegt væri að sjá talið upp úr þeim atkvæðakassa. Það er löngu orðið ljóst, að skattarnir eru orðnir litið annað en launþega- skattar. Athafnamennirnir, sér- staklega þeir, sem berast mest á og lifa giæsilegast, borga nánast enga skatta. Þetta er vitanlega ekkert annað en stór- kostlegur þjófnaður. Það skyldi ekki vera, að ótrúiegur fjöldi þessara manna séu innstu kokkar I búri hjá Sjálfstæðis- flokknum. Framsóknar- flokkurinn mun taka virkan þátt i þvi að uppræta skattsvikin hvar sem þau finnast og hegna þeim, sem þau stunda. Og það ættu aðrir flokkar einnig að gera, en ekki láta við það sitja, að nota stórgallað skattakerfi, sem allir flokkar eiga sök á, i pólitiskum rógstilgangi. Varla hafði frétzt af ávisana- málinu svonefnda þegar um bæinn fóru að ganga listar með nöfnum manna, sem sekir áttu að vera. A þeim voru fyrst og Steingrimur Iiermannsson fremst nöfn nokkurra þekktra Framsóknarmanna, oft með nokkrum alþekktum brösk- urum. Það skyldi þó ekki fara svo, þegar nöfnin verða birt, að mennirnir reynist vera heldur litils metnir postular einka- framtaksins. Allir vita, að þessir listar eru runnir undan rifjum „gulu pressunnar” og þeirra, sem henni stjórna. Þannig mætti lengi rdcja dæmin um vinnubrögðin. Einnig er athyglisvert, að þagað er þunnu Ujóði yfir ýmsu,sem gæti reynzt skeinuhætt vinum þess- ara postula siðferðisins. Hvers vegna eru t.d. ekki fjármálhinna ýmsu hlutafélaga Alþýðuflokksins og Alþýðu- blaðsins skoðuð, og skatta- málin, sem þeim eru tengd? Það mun vera um auðugan garð að gresja. Einnig virðist sjálfsagt að vekja athygli á þvi, að það er orðið ótrúlega algengt, að hug- sjónamenn sjálfshyggjunnar, sem sitja i opinberum stöðum, stofna verktakafélög, heildsölur o.fl. á sviði, sem nátengt er þeirra starfi. Þetta er augsýni- lega gert i þeim tiigangi einum, að geta beint þangað viðskiptum og mataðsinn krók. Þetta er að sjálfsögðu fullkomið siðleysi og verður að stöðva. Það skyldi þó ekki vera, að þarnaséu ýmis þekkt nöfn, sem þurfa friðviðsitt einkaframtak. Blöðin geta unnið þarft verk með þvi að rannsaka og fjalla um þá þætti, sem betur mætti fara I okkar þjóðfelagi. Þvi miður er af nógu að taka. En ef það á að koma að fullu liði, er nauðsynlegt, að slikt sé gert af einurð og drengskap. Þarna mega ekki ráða annarle.g sjónarmið öfgaafla i stjTJfn- mála flokkunum. Grundvallarhugsjón Fram- sóknarmanna er félagshyggja. Framsóknarmenn eru sann- færðir um, að hin stóru verkefni verða bezt unnin af mörgum, sterkum, frjálsum einstak- lingum, sem vinna saman á félagslegum grundvelli, t.d. á grundvelli samvinnuhreyf- ingarinnar, verkalýðsfélag- anna, bændasamtakanna, o.fl. Ef það er ekki hugsjón, verð ég að viðurkenna, að ég hef mis- skilið hugtakið. Við styðjum einnig heilbrigt einkaframtak, enda striðir það ekki gegn hags- munum fjöldans og þjóð- félagsins. Sem betur fer eru fjölmargir einstaklingar sem þannig starfa. Innan Framsóknarflokksins eru margir óánægðir með sam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn og kjósa fremur, að Fram- sóknarflokkurinn vinni með hinum svonefndu vinstri flokkum. Þessir menn hafa hins vegar sætt sig við þetta sam- starf, þvi þeim er ljóst, að ekki hefúr verið kostur á öðru betra. Framsóknrmenn ganga jafn- framt til samstarfsins af dreng- skap og ákveðnir i þvi að láta það takast. Innan Sjálfstæðisflokksins er stór hópur manna, sem tekur einnig einlægan þótti þessu sam- starfi, og vel er unnt að starfa með. Þar er hins vegar annar hópur manna, sem er óánægður með samstarfið og vill nýja viðreisnarstjórn. Þeir sætta sig ekki við ákvarðanir meiri hlutans og gera allt til þess að eyðileggja stjórarsamstarfið. Þetta eru þeir ihaldssömustu. Þeir svifast einskis og leita liðs hjá stjórnarandstöðunni, Alþýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu. Hjá þeim helgar tilgangurinn meðalið. Sjálf- stæðisflokkurinn verður vitan- lega að hafa hemil á þessum mönnum. P. Stefánsson hf. hefur gert samning við eftirtalda aðila um viðgerðir og varahluta- þjónustu á Land Rover, Range Rover, Austin og Morris bifreiðum. BOLUNGARVÍK Vélsmiöja Bolungarvíkur. ISAFJÖRÐUR: Vélsmiöjan Þór SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupfélag Skagfiróinga. PATREKSFJÖRÐUR: Vélsmiöjan Logi HRÚTAFJÖRÐUR: Bílaverkstæöi Steiós Eyjólfss. Boröeyri. BÚÐARDALUR: Kaupfélag Hvammsfjaröar. VÍÐIDALUR: Vélaverkstæöiö Víðir. BORGARNES: Bifreiöa og trésmiöjan KEFLAVÍK: Bílasprautun Birgis GuönaS/ SELFOSS: Kaupfélag Árnesinga.' KÓPASKER: Kaupfélag N.Þingeyinga. ÞÓRSHÖFN: Kaupfélag Langnesinga. SIGLUFJÖRÐUR: Bílaverkstæöi Magnúsar Guöbrandss. HÚSAVÍK: .Vélaverkstæöiö Foss. ÓLAFSFJÖRÐUR: Bilaverkstæöiö Múlatindur. © LÍVLAfJÖ Austin Jaguar Morris Rover Triumph AKUREYRI: Baugur H/F. EGILSSTAÐIR: Arnljótur Einarsson, REYÐARFJÖRÐUR: Bilaverkstæöið Lykill. HORNAFJÖRÐUR: .Vélsmiöja Hornafjaröar. VÍK í MÝRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga. HVOLSVÖLLUR: Kaupfélag Rangæinga. P. STEFANSSON HF. HVERFISGÖTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092 PART

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.