Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Sunnudagur 5. september 1976
JMW
Hér verður nýja heilsugæzlustöðin til húsa, en örlltið lengra til hægri er Póstur og simi með útibú.
Timamynd: —hs-
r komin ut
.
Clr- ' > iÍN'.- w:
•*s
. p -J IH * „1 \
faUHSK FYRIRTÆKI 76—77 er komin út. f
fyrirtækjaskrá bókarinnar er að finna
víðtækustu upplýsingar, sem til eru um
íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir í
einni og sömu bókinni, á öllum sviðum
viðskipta um allt land og jafnframt þær
aðgengilegustu.
faLENSK FYRIRTÆKI 76—77 kemur út í
helmingi stærra upplagi en nokkur
önnur slík bók hér á landi.
sem notaðar eru hjá verslunarráðum og
upplýsingaskrifstofum víðs vegar um
heim. Þar er einnig að finna upplýsingar
um útflytjendur og útflutningsvörur og
innflytjendur og innflutningsvörur.
ÍSLENSK FYRIRTÆKl gefur upplýsingar í
viðskipta- og þjónustuskrá um fram-
leiðendur og seljendur vöru og þjón-
ustu um allt land.
ÍSLENSK FYRIRTÆKl birtir viðskiptalegar
upplýsingar á ensku um (sland í dag,
f „ISLENSK FYRIRTÆKF* ER AÐ FINNA M.A.
faLENSK FYRIRTÆKI birtir umboðaskrá, þar
sem getið er umþoða og umboðs-
manna.
Nafn
heimilisfang
sími,
pósthólf
stofnár
nafnnúmer
'Í-V
söluskatts
númer
S1-*
telex
stjorn
starfsmenn -
starfsmanna
fjöldi
umboð
leiðandi
nnflytjandi
-------smásala
starfssvið
ráöuneyta og
embættismenn
sveitastjórnar
élaga og
samtaka
sendiráð og
ræðismenn
hórog erlendis.
faLENSK FYRIRTÆKl er uppseld á hverju ári.
fSLENSK FYRIRTÆKI fæst hjá útgefanda.
Sendum í póstkröfu Verð kr. 4.500,-
Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf.
Laugavegi 178-Símar: 82300 82302
Heilsugæzlustöð
í Árbæjarhverfi
— hs— Rvlk. Innan skamms tek-
ur til starfa heilsugæzlustöð i
Hraunbæ 102 E og D I Árbæjar-
hverfi en þar hafði áður verið gert
ráð fyrir verzlunar- og þjónustu-
miðstöð. Auk læknishjálpar hvers
konar, er ætlunin að veita þar al-
hliða félagsráðgjafaþjónustu.
Gert er ráð fyrir, að stöðin geti
veitt 6-7 þúsund manns þjónustu,
en i hverfinu búa nú milli 4 og 5
þúsund manns.
Blaðamönnum var boðið að
skoða stööina 1. september s.l. I
fylgd meö borgarstjóra og bygg-
inganefnd hússins, sem i eru
borgarlæknir, Skúli G. Johnsen,
Páll Glslason, yfirlæknir, og Gisli
Teitsson, framkvæmdastjóri, en
einnig voru þar staddir Sigurður
Sigurjónsson, borgarlögmaður og
Leifur Blumenstein bygginga-
fræðingur.
Slðla árs 1974 ákvað Reykjavik-
urborg að leita eftir samningum
um kaup á húsnæði I Hraunbæ 102
E og D með það fyrir augum, aö
þar yrði komið á fót heilsugæzlu-
stöð, er þjónaöi Arbæjarhverfi.
Er tryggð haföi verið þátttaka
rlkissjóðs I stofnkostnaði samkv.
lögum um heilbrigðisþjónustu,
voru kaupin gerð árið 1975 og haf-
inn undirbúningur að innréttingu
húsnæðisins.
Hönnuðir verksins voru Jón
Björnsson, arkitekt, og Leifur
Blumenstein, byggingafræðing-
ur, vatns-, hitalagnir og loftræst-
ingu hannaði Rafn Jensson, verk-
fræðingur, og raflagnir Rafteikn-
ing s.f.
Innrétting húsnæðisins var boð-
in út I janúar og tilboð opnuð I
febrúarmánuði. Samið var við
lægstbjóðanda, Fagverk h.f.
Lausar innréttingar voru boönar
út I mai og samið við Gamla
kompaniið h.f.
Kaupverð húsnæöisins var 25
milljónir króna, en samtals er
kostnaður I dag 46 milljónir. Ver-
ið er að ganga frá kaupum á hús-
gögnum og tækjabúnaði.
í heilsugæzlustööinni I Arbæ
verður rekin heilsugæzla I sam-
ræmi við lög um heilbrigðisþjón-
ustu frá 1973. Er stöðinni ætlað að
þjóna ibúum Arbæjarhverfis og
þeirra, er búsettir eru innan lög-
sagnarnmdæmis Reykjavikur að
norðan og austan viö Arbæjar-
hverfið. Stöðin er hönnuð til að
veita 6 — 7000 manns þjónustu.
Húsnæðiö er samtals um 600
fermetrar þar af rúmlega 100
rúmmetrar I kjallara. Er þar
komið fyrir f jölþættri aðstöðu svo
veita megi alhliða heilsugæzlu
svo sem lögin mæla fyrir um. Að-
staða verður fyrir þrjá heimilis-
lækna, er hafa eitt viðtalsher-
bergi og skoðunarherbergi hver,
aðstaða fyrir margháttaða sér-
fræðiþjónustu, er sérfræðingar
munu heimsækja stöðina með
reglulega millibili, sérstök
barnaverndaraðstaða, rannsókn-
arstofa, aðgerðarstofa þar sem
hægt verður að gera að minni
háttar slysum og framkvæma
einfaldar skurðaögerðir, rými er
fyrir hjúkrunarkonu, heima-
hjúkrun og heimilishjáip, félags-
ráðgjafa, ritara auk tannlækn-
ingastofu.
Eitt höfuðeinkenni þeirrar heil-
brigðisþjónustu, er Reykvikingar
búa við I dag, er aö hver einstakl-
ingur þarf að sækja mjög marga
staði til at fá uppfyllt öll þau er-
indi, er hver og einn þarf að reka I
heilsugæzluskyni. Þannig þurfa
Reykvikingar að sækja til að
minnsta kosti 6 mismunandi staða
I borginni I sambandi við sln
vandamál, og er þetta ekki slzt
tilfinnanlegt fyrir ibúa nýju
hverfanna. Með heilsugæzlustöö-
inni I Árbæ er ætlunin að bæta hér
verulega úr, þannig að fólk þurfi
ekki að sækja nema 2-3 staði
sltkra erinda.
1 heilsugæzlustöðinni verður
rekin mæðra-, ungbarna- og smá-
barnavernd, auk ýmissar annarr-
ar heilsuverndarþjónustu, svo
sem skólaeftirlit, er verður á veg-
um stöðvarinnar, og reynt verður
að taka upp nýjungar, svo sem
skipulagða heilbrigöisfræðslu og
reglubundið heilsufarseftirlit.
A stöðinni munu I byrjun starfa
tveir, en síðan þrir, heimilislækn-
ar (heilsugæzlulæknar) og yrði
miðað við, að sjúklingafjöldi
hvers yrði ekki meiri en 1700 —
2000 einstaklingar til að tryggja,
að þeim gefist tlmi til að sinna
sem flestum heilsufarsvanda-
málum sjúklinga sinna. Vakt- og
vitjanaþjónusta verður að degi
til, og væntanlega einnig á kvöld-
in, þannig að Ibúar Árbæjar-
hverfis geti mestan hluta sólar-
hringsins leitaö til eigin lækna
vegna skyndilegra veikinda I
heimahúsum.
í stöðinni verður aðstaða til að
taka á móti minni háttar meiðsl-
um og slysum, öðrum en bein-
brotum.
Sérfræðileg læknisþjónusta
verður skipulögð með þeim hætti,
að ráðnir verða sérfræðingar
hinna ýmsu sviða læknisfræðinn-
ar og samið um reglubundnar
heimsóknir þeirra I stöðinni til
að sinna þeim tilvlsunum, er
fram koma. Talið er mjög mikil-
vægt, að sérfræöingarnir heim-
sæki stöðina og nýti þá aðstööu,
sem þar verður fyrir hendi til ým-
isskonar rannsókna og meðhöndl-
unar.
Hægt verður að gera allar
algengustu lækningarannsóknir i
stöðinni, en þegar gerðar eru
rannsóknir, sem ekki er hægt að
framkvæma á staðnum, verða
sýni tekin I stööinni og send til
viðkomandi rannsóknastofnana.
Gert er ráð fyrir náinni sam-
vinnu við rannsóknarstofu
Borgarspitalans i sambandi við
rannsóknaþjónustuna.
Tannlæknastofa er i stöðinni og
mun þar verða tannlæknir, er
þjónar jafnt nemendum grunn-
skólans og öðrum ibúum hverfis-
ins. Tannlæknastofan i Arbæjar-
skóla verður rekin áfram.
Möguleiki verður á að skipu-
leggja heimahjúkrun og heimilis-
hjálp frá stöðinni með samvinnu
við Félagsmálastofnunina og
ungbarnaeftirlit i heimahúsum
verður og á vegum stöðvarinnar.
Mun sama heilsuverndarhjúkr-
unarkonan sinna skólanemendum
og ungbörnum, svo og annarri
heilsuverndarhjúkrun, og munu
með þvi takast æskileg og
nauðsynleg tengsl milli hennar og
fjölskyldumeðlima á ýmsum
aldursstigum.
Þá er og aðstaða til að veita
alhliða félagsráðgjafaþjónustu,
og mun það starf verða unnið I
nánum tengslum við starfslið
stöðvarinnar, lækna, hjúkrunar-
konur.
1 starfi stöðvarinnar verður
lögð á það mikil áherzla, að
tryggja sem nánust tengsl milli
alls stárfsliðs heilsugæzlustöðvar
innar og ibúa hverfisins i þvi
skyni, að öll þjónusta stöðvar-
innar verði sem bezt og áhrifa-
ríkust.
VITRETEX plastmálning myndar óvenju sterka húö.
Hún hefur því framúrskarandi veðrunarþol.
S/ippfé/agið íReykjavík hf
MálningarverksmiÖjan Dugguvogi
Símar 33433og 33414
OKUM
■EKKIB
UTANVEGAl
LANDVERND