Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.09.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 5. september 1976 Lúðvik B. ögmundsson, sem er yfir skápadeild Samvirkis,en þar er framleiddur ýmis nýtizku rafbúnaður og töflur. Kafvirkjar við leiðslubrautir. Talið er að rafkaplarnir I Sigölduvirkjun séu um 60.000 metrar. — I fyrsta lagi er nauösynlegt að hafa nægan mannafla eða fjöl- efli til þess að geta boðið í öll verk sem i gangi eru. Stórfram- kvæmdir eru á hinn bóginn ekki ávallt á döfinni og þvi örðugt að finna samfelld verkefni, sem hæfa. Stórverkefni hafa gengið mjög vel hjá okkur og höfum við mik- inn áhuga á þvi að taka þau að okkur eftir þvi sem framboð leyf- ir. Framleiðsla á töflubúnaöi og öðrum rafbúnaði verður lika verkefni I framtiðinni, sér I lagi eftir að allt húsrýmið hefur verið tekið i notkun. — 1 dag erum við sem áður sagði stærsta fyrirtæki landsins i rafmagnsiðnaði og höfum þvi meira bolmagn en aðrir til þess að standa við samninga og standa að samningum um stór verk. — Hvernig hefur rekstrarform- ið reynzt? — Mjög vel. Menn finna til ábyrgðar og að þeir hafa raun- verulega aðild að þvf sem verið er að gera. Þetta hvetur þá til að efla félagið og vinna þvi gott orð. — Má segja að rekstrarform okkar hafi gerbreytt rafiönaöin- um i landinu, samvinnuformið kemur i staðinn fyrir einkarekst- ur og allir eru ánægðir. — Hvert rennur arðurinn? Samvinnufélagið á húsnæðið — ekki einstaklingarnir — Aröur af fyrirtækinu rennur til félagsmanna þeirra sem vinna viðfyrirtækið. Að visu var ákveö- ið á siðasta aðalfundi að greiða ekki arð, vegna húsbyggingarinn- ar, sem látin var sitja i fyrirrúmi, þvi það var talið grundvallarskil- yrði að fyrirtækið ætti eigin hús- næði undir starfsemina. Arðurinn rennur þvi I húsnæðið. — Hvað kostar að gerast með- limur? — Það kostar 1000 i almennu deildina en kostaði 10.000 i raf- virkjadeildina. Nú hefur verið reynt að veröbæta þetta eitthvað og færa til raunvirðis. — Ef einhver vill hætta, hvao verður þá um eignarhluta hans i fasteign um? — Samvinnufélagiö á fasteign- ina. Þetta er eins og i kaupfé- lögunum. Ef einhver flyzt burtu eða hættir, þá á hann ekki kröfu i fasteignir kaupfélagsins aðsinum hluta. Það er fyrirtækið sjálft sem á húsnæðið. — Hverjir skipa stjórn Sam- virkis sf. — Sameiginlega stjórn skipa Jón Baldvin Pálsson, formaður, Eyþór Steinsson, varaformaður, Ilafsteinn Guðmundsson vinnur viö nýjar töflur, sem fara eiga I birgðastöð SIS, sem er stærsta hús landsins sinnar tegundar. Guömundur Pétursson verkfræðingur með electróniskan stjórnbúnað (hiuta) fyrir Sigölduvirkjun, en þessi búnaöur er sá fyrsti sinnar tegundar I orkuveri hér á landi. (túrbinustýring) >! I ' P X - Æv-.. Guðmundur Pétursson, verkfræðingur, Kaztmeier sem er yfirmaöur þýzka fyrirtækisins og Guðbrand- urBenediktsson, yfirverkstjóri Samvirkis svf. við Sigöldu. Þeir eru viö „segulmögnunarskáp” sem er ný tækni viö straumstýringu. Lúðvik B.ögmundss. ritari.Guö- brandur Benediktsson, gjaldkeri, en meðstjórnendur eru örn Haraldsson, Benedikt Benedikts- son, Eyjólfur Magnússon og As- geir Eyjólfsson. Framkvæmdastjóri er Asgeir Eyjólfsson — JG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.