Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. september 1976. TÍMINN 3 Skák: Valið í Olympíu- sveitina MóL-Reykjavík.Eins og kunnugt er, hefur Skáksamband Islands á- kveðiö aö senda sveit á Olympiu- skákmótið I tsrael, sem haldið verður dagana 24. október til 11. nóvember nk. Búið er að velja i skáksveitina, og á fyrsta borð Guömund Sigur- jónsson, á annað Helga Ólafsson, á þriðja Björn Þorsteinsson og á fjórða Björgvin Viglundarson. Fyrsti varamaður hefur' veriö valinn Margeir Pétursson og ann- ar Magnús Sólmundarson. Söguleg ráðstefna á Austurlandi: Slít mér ekki leng- ur út fyrir ykkur — sagði Sverrir Hermannsson við í lokahófi kjördæmisráðsfundar á á laugardaginn JH-Reykjavik. Á kjör- dæmisráðsfundi og haustmóti Sjálfstæðis- manna i Austurlands- kjördæmi sem haldið var að Egilsstöðum siðastliðinn laugardag, skarst svo i odda að Sverrir Hermannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins þar eystra kvað upp úr með það i ræðu, að hann myndi ekki slita sér lengur út við þingmennsku fyrir Austfirðinga. Þessiorðléthann falla í ræðu i matarveizlu, sem haldin var um kvöldið. Fór hann siðan til gististaðar sins jafnskjótt og staðið var upp frá borðum. Undanfari þessa voru deilur sem upp komu ákjördæmisráðs- fundinum, og er mælt að þing- maðurinn hafi þar haft þau orö við óánægða flokksmenn sina, að þeim væri bezt að flytjast til flokksbræður Egilsstöðum Reykjavikur, ef þeir yndu ekki við sitt. Taliðeraðumræður um orku- mál hafi einkanlega tendrað þetta bál. Lokaður fundur um þau mál átti aö hefjast klukkan tvö, en stutt viröist hafa orðið i honum, þvi að Sverrir fór af honum klukkan þrjú. Athygli vakti, að varaþing- maður Sjálfstæöisflokksins i Austurlandskjördæmi, Pétur Blöndal, forstjóri vélsmiðjunn- ar Stáls á Seyöisfirði, sem verið hefur einbeittur fylgismaöur Sverris, kom ekki i matarveizl- una né heldur neinn annar Seyð- firðingur. Fjarkönnun: GEYSILEGIR MÖGULEIKAR TIL ÝMISSA RANNSÓKNA Æm Rannsóknaráð sendir ríkisstjórninni nefndarálit -hs-Rvik. Liklega hafa flestir ts- lendingar séð gervihna ttamyndir þær, sem af og til birtast á sjón- varpsskjanum I veöurfréttatim- um. Færri vita að likindum hins vegar, að þrátt fyrir ágæti þess- ara mynda eru þær með þeim ó- Með fjarkönnun er unnt að fá geysilega mikilvægar upp- lýsingár um fjölmörg atriði, sem að gagni mega koma. Nefna má iskönnun, könnun á gróðurfari og landnýtingu, vatnsföllum, eldstöövum og hrauni o.fl. o.fl. A þessari mynd, sem tekin er með inn- rauðum geislum, má greini- lega sjá hitaskil I hafinu suö- austur af tslandi, en slikar upplýsingar geta reynzt mjög mikilvægar frá haf- fræði-og fiskifræðilegu sjón- armiði. Myndin er tekin úr u.þ.b. 1400 km hæð með veðurathugunarhnetti. Ekki eru til tæki hér á landi tii að taka á móti þessari gerð mynda, en fjarkönnunar- nefnd leggur m.a. til, að komið verði upp slfkri mót- tökustöð. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri: Vaxandi sleifarlag við fjallleitir ASK-Reykjavik. — Það fer i vöxt, aö smala illa, hér áöur fyrr lögðu menn allt kapp á að ná hverri kind i fyrstu göngum, sagði Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri. — Þá voru bændur vanir fjármenn, nú hefur þvi miður færzt meira kæruleysi i smölunina. Bæði er það mann- fæðin i sveitum og það, að bænd- ur eru bundnir við mjóikurkýr, sem gerir þetta að verkum. Nú er þetta tiltölulega óvant lið, sem gcrir sér ekki grein fyrir þvi um hvað er að ræða, ef skepnur verða eftir uppá fjöll- um. Það má að visu segja, að á öræfum tslands sé ómögulegt að fyrirbyggja að nokkur skepna verði cftir, en sleifarlag við fjallieitir hefur aukizt á undan- förnum árum. Þá gagnrýndi Halldór smala- menn fyrir aö vera hættir að nenna aö riða hestum um land- ið, en fljúga þess I stað. Það sagöi Halldór vera út af fyrir sig ágætt, en aldrei gæti flugvélin komið I stað manns og hests. Það fé, sem eftir verður, sagði Halldór ekki vera stórt brot af fjáreign landsmanna, en nóg til þess að vera bæði til — „skaöa og skammar”. í dag veröur réttaðá Skeiöun- um og i Rauðsgilsrétt. A morg- un verður svo réttaö i VIÖi- tungurétt, Undirfellsrétt og Auökúlurétt. Réttaö verður á nokkrum stöðum til viðbótar um helgina. fullkomnari, sem frá gervihnött- um berast, þvi að tækniþróunin hefur verið gifurlega hröð undan- farin ár, oghér á landi eru ekki til tæki til að taka við fullkomnari myndum. Sem dæmi má nefna það, að áð- urgreindar myndir frá veðurat- hugunarhnöttunum hafa greiningarhæfnina 4-10 km, þ.e. unnt er að sjá punkt á myndun- um, sem er af þessari lengdar- gráðu á hvem veg. Ef full- komnari tæki væru tii staðar, væri hægt að taka á móti mynd- um frá þessum sömu hnöttum, með greiningarhæfnina 900 metra, þ.e. sjá mætti punkta sem eru 900 metrar að þvermáli. Svo eru hins vegar til hnettir með greiningarhæfnina 80 metra, svokallaðir LANDSAT-hnettir og áætlað er, að greiningarhæfni næsta LANDSAT-hnattar verði 30 metrar, en þá má jafnvel greina skip á höfunum umhverfis landið. Islenzka nafniö á slikri könnun úr fjarlægðer fjarkönnun, en með þvihugtakier einkum átt viðljós- myndanir með venjulegu móti, innrauðum geislum og örbylgj- um, svo að eitthvað sé nefnt, úr gervihnöttum eöa flugvélum. Arið 1974 gekkst Rannsókna- ráð rikisins fyrir ráöstefnu um fjarkönnun ásamt Verkfræöi- og raunvisindadeild háskólans og Raunvi'sindastofnun háskólans. 1 framhaldi af ráðstefnunni var sett á stof n nefnd i ársbyrjun 1975 sem i voru einstaklingar frá 10 stofnunum og var formaður nefndarinnar Markús A. Einars- son, veðurfræðingur. Nefndin hefur nú samið og skil- að af sér til Rannsóknaráðs skýrslu um þessi mál, þar sem fram kemur könnun á stöðu mála hélendis, samstarfsmöguleikar við aðrar þjóöir og tillögur um skipulag fjarkönnunarmála i framtiðinni. Vafalauster talið, að með þessari nýju tækni megi fylgjast stórum betur og langtum hraðar með þróun ýmiss konar náttúrueiginleika en unnt er meö takmörkuðu starfsliði. 1 upphafi skýrslunnar segir Steingrimur Hermannsson, framkvæmda- stjóri Rannsóknaráös að ef þessi tækni er rétt notuð geti hún jafn- framt leitt til verulegs sparnaðar. I nefndaráliti segir m.a., að tslendingar hafi ekki efni á þvi að láta nothæfar myndir af tslandi fram hjá sér fara, og beri þvi tvi- mælalaust að afla allra nothæfra gagna frá öllum tegundum gervi- hnatta, sem til greina koma. Fjarkönnunarnefnd leggur til, að áherzla verði lögö á tilraunir meö notkun LANDSAT-gagna á eftirtöldum sviðum: Við gerð gróðurkorta og aðrar gróðurrannsóknir. Við endurskoðun landakorta, einkum með breytingar á strand- h'num, útlínum jökla ogfarvegum fallvatna i huga. Við rannsóknir i jaröfræði og jöklafræði. Fjarkönnunarnefnd telur einn- ig mikilvægt, að fylgzt verði náið með áætlunum um notkun SEA- SAT-gervihnattanna, sem kanna munu hafsvæðin með tilliti til strauma og fleiri atriða sem aö verulegu gagni mega koma fyrir hafrannsóknir og fiskirannsóknir. Ennfremur leggur nefndin til að stefnt verði aðbyggingustöðv- ar tii móttöku beztu hugsanlegra mynda frá veðurathugunar- hnöttunum, sem nefndir voru hér á undan, og að aðgangs verði afl- að að LANDSAT og SEASAT myndum.Kemur i þvi sambandi helzttil greina samvinna við stöð, sem reist verður i Tromsö i Nor- egi. Lagt er til aö flugvéla- og tækja kostur til töku loftljósmynda verði aukinn og Landmælingar Islands verði sú stofnun sem hýsa muni f jarkönnunarstofu, sem lagt er til að komið verði á fót. Er Framhald á bls. 19. Ríkisstjórnin tekur í dag afstöðu til tillagna sex- manna- nefndarinnar ASK-Reykjavik.A fundi sin- um I dag mun rikisstjórnin taka afstöðu til tiliagna sex- mannanefndarinnar um hækkanir á landbúnaðaraf- urðum, en tillögurnar gera m.a. ráð fyrir, að heiidsölu- verð á kjöti hækki um 17,49%. Þess má geta, að landbúnaöarafurðir hækk- uðu fyrr i þessum mánuði um 8,83% til samræmis viö hækkun visitölu framfærslu- kostnaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.