Tíminn - 17.09.1976, Qupperneq 7
Föstudagur 17. september 1976.
Tf.MINN
7
-----------------.
Yfirgripsmikil
sýning á Ijósm.
Gunnars heitins
Hannessonar
hefst / kvöld að
Kjarvalsstöðum
V_________________J
-hs-Rvik. 1 gærkvöldi var opnuö
sýning á stækkuðum ljós-
myndum eftir Gunnar heitinn
Hannesson að Kjarvalsstöðum.
Opnunin i kvöld er fyrir gesti, en
frá og með morgundeginum
verður sýningin opin al-
menningi, allt fram til 28.
september n.k. Megnið af
myndunum á sýningunni hafa
aldrei birzt opinberlega áður, en
alls eru á sýningunni 120
myndir. Myndirnar eru nær
allar til sölu, en verð þeirra er
50 þúsund fyrir myndir, sem eru
stækkaðar um 22 svar sinnum
frá filmustærð, og 60 þúsund
fyrir myndir, sem stækkaðar
eru 30 sinnum.
Það eru afkomendur Gunnars
Hannessonar, sem að þessari
sýningu standa, en að sögn
Gunnars sonar hans, eru það
einkum þrir aðilar, sem gert
hafa það kleift að koma þessari
sýningu á fót, þeir Haraldur J.
Hamar, Mats Wibe-Lund og
Gisli B. Björnsson.Þessir menn
hafa annazt val myndanna
ásamt uppsetningu, eftir aö
„kópiurnar” komu stækkaðar
frá Noregi. Myndirnar eru allar
limdar upp á sérstakar álplötur,
þannig aö ekki er hætta á, að
þær verpist, þó að ekki sé settur
rammi utan á þær.
Auk ýmiss konar mótiva
skiptast myndirnar einkum i
myndir frá Reykjavik, af
jöklum og hálendi og gosum
ýmiss konar.
Gunnar Hannesson fæddist i
Reykjavik 28.3.1915. Hann hlaut
verzlunarmenntun en 15 ára
réðist hann til Marteins
Einarssonar við Laugaveg —
þar sem hann starfaði 34 ár, eða
til 1964. Þá setti hann á stofn
eigið fyrirtæki i innflutningi,
Technica, og rak það til dauða-
dags.
Frá unga aldri hafði Gunnar
mikinn áhuga á að ferðast um
landið og var hann viðförull og
mikill náttúruskoðari. Það var
þó ekki fyrr en árið 1964, er hann
var 49 ára, að hann eignaðist
fyrstu ljósmyndavélina. Var
það Canonette. Fékk hann fljótt
mikinn áhuga á að fást við ljós-
myndun I tómstundum sinum —
og þar eð hann gjörþekkti stóra
hluta landsins og hélt áfram
uppteknum hætti að feröast,
eignaðist hann brátt töluvert
safn mynda frá stöðum, sem að
jafnaði þykja áhugaverðir til
ljósmyndunar. Lagði hann slika
rækt við þetta viðfangsefni, að
hann haföi ljósmyndavél jafnan
við hendina, hvort sem hann var
utan bæjar eða innan. Gunnar
haföi ekki tekið myndir I mörg
ár þegar þær fóru að birtast á
prenti og var leitað til hans i þvi
skyni æ meira eftir þvi sem
timar liðu. Nokkrir útgefendur
birtu myndir hans að staðaldri
og má i þvi sambandi nefna
ICELAND REVIEW — og
almanök Eimskipafélags
Islands. Myndir hans birtust og
I fjölmörgum erlendum ritum —
og bókum.
Tvær bækur voru gefnar út
með myndum Gunnars
Hannessonar eingöngu.
Reykjavikurbók (1974) og
Vatnajökulsbók (1975), báðar I
útgáfu ICELAND REVIEW.
Honum var boðin þátttaka I
sýningunni Ljós ’73 — og
ennfremur sýndi hann lit-
skyggnur i sérstökum sal að
Kjarvalsstöðum i sambandi við
sýninguna Island — Islendingar
á þjóðhátiðarárinu 1974. Þá var
Gunnari boðið að sýna i
sýningarsal Nikon House I New
York á s.l. vetri, en þangað er
einungis boðið þekktum og
viðurkenndum ljósmyndurum
frá ýmsum löndum. Nokkrar
þeirra mynda, sem eru nú
sýndar að Kjarvalsstöðum,
voru á sýningunni i New York.
Gunnar Hannesson bjó alla
ævi I Reykjavik og lézt þar
24.6. 1976.
Haraldur J. Hamar ritar
eftirfarandi i sýningarskrá:
Fáir íslendingar hafa sinnt
ljósmyndun i öðrum tilgangi en
að festa á filmu andlit og at-
burði liðandi stundar sjálfum
sér og öðrum til ánægju og til að
eiga eitthvað til minja. Hið al-
menna viðhorf til myndatöku úti
I náttúrunni hefur verið „doku-
mentariskt” — eða eins og svo
ofter sagt: „Svona Iitur bærinn
út af sjó.... Svona er fossinn
þegar horft er af hólnum.” —
Gunnar Hannesson var hins-
vegar i hópi hinna fáu sem
höfðu annað viðhorf. Hann gaf
sér jafnan nægan tima og fann
hvernig hægt var að nota ljós-
myndavélina til aö tjá eigin til-
finningu fyrir þvi sérkennilega,
hrifandi eða hrikalega i um
hverfinu — oe vta hinu til hliöar.
sem honum fannst ekki skipta
máli hverju sinni. I byrjun
handlék hann myndavélina á
hinn hefðbundna hátt, elstu
myndirnar bera þess merki. En
hann bjó yfir næmu litaskyni og
listrænum smekk, sem olli þvi
að hann byrjaði að uppgvöta
landið á ný gegnum marg-
breytilegar linsur myndvél-
arinnar — og hann hafði ánægju
af að leyfa öðrum aö njóta þessa
með sér.
Af viðfangsefnum var það
einkum tvennt, sem hann hafði
mikla ánægju af að fást viö:
Annars vegar borgin hans,
Reykjavik — hins vegar Vatna-
jökull og umhverfi. En hann fór
viðar. Og þótt Gunnar hafi ekki
sinnt ljósmyndun nema seinasta
áratug ævinnar, náði hann
undraverðum árangri — ekki
aðeins hvað magn og yfirferð
varðar, heldur lika árangur.
Það er mat þeirra, sem hafa vit
á, að fáir ef nokkrir hérlendir
ljósmyndarar hafi komizt
lengra I listrænni túlkun Is-
lenzkrar náttúru I ljósmyndun
— en Gunnari Hannessyni tókst
I sinum beztu myndum — Fólk
veitir einkum athygli hinni sér-
kennilegu birtu sem einkennir
margar af beztu myndum hans
— og dulmagnar oft andrúms-
loftið svo að einstök kennileiti
og misfellur I náttúrunni hverfa,
vikja fyrir einhverjum yfir-
gnæfandi tóni eða stemmningu,
sem fyllir allan myndflötinn. A
hinn bóginn finnum við lika hár-
skarpar, tærar og oft litaglaðar
myndir — en alltaf einfaldar og
sterkar. Þaö var og athyglis-
vert, að Gunnar kærði sig aldrei
um að hafa ljósmyndavélina
meö sér þegar hann fór er-
lendis. Hann sá þar aldrei neitt,
sem vakti áhuga eða löngun til
að mynda. En um leið og hann
var kominn heim var hann
rokinn af stað með myndavél-
arnar, tsland töfraöi hann — og
Gunnar vilaöi ekki fyrir sér að
ferðast alla nóttina, ef veöurlag
var þannig að hann gæti átt von
á heillandi morgunskimu áein-
hverjum tilteknum stað i fjar-
lægum landshluta. Þessvegna
liggur eftir hann meira úrval
frábærra litmynda en til er ann-
ars staöar á tslandi — er mér
óhætt að segja. Það var þvi ekki
auðvelt aö velja úr safni hans
liðið sýnishorn til að stækka og
setja upp að Kjarvalsstöðum.
Nokkrar myndanna hafði hann
valið sjálfur fyrir andlát sitt á
síðasta sumri, en fjölskylda
hans og vinir luku svo þvi verki.