Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 6

Tíminn - 22.10.1976, Qupperneq 6
6 TÍMINN Föstudagur 22. október 1976 Umsjónarmenn:Pétur Einarsson r Omar Kristjónsson Hermann Sveinbjörnsson Heltin hamlar fætinum að vísu, en viljanum ekki Þeir timar virðast liðnir, er ibúar þessa lands töluðu af stolti og virðingu um Alþingi, alþingis- menn og forystumenn þjóðarinnar. Ekki þykir lengur tiltökumál, þó að einfeldningar fari með almenn sannindi eins og innantómar kennisetn- ingar og hafi á þeim endaskipti á opinberum vett- vangi eða jafnvel á fjöldasamkomum erlendis. Siðgæðisvitund manna er breytt. Varla er svo framinn glæpur i þessu landi, að ekki ómi marg- radda jarmur um að forystumenn þjóðarinnar, og þá einkum framsóknarmennírnir, séu þar við riðnir. Vert er þó að hafa i huga að til eru menn, sem leitast við að rangfæra almenn sannindi til þess eins að svala hefndarþorsta sinum á óvini, er, oft óafvitandi, hefur sært tilfinningar þeirra eða dregið að sér fullmikla athygli meðbræðranna, að mati viðkomandi, á þeirra kostnað. Verða slikir menn gjarnan svivirðilegir i athöfnum sinum og getur þolandinn orðið fyrir óbætanlegu tjóni af þessum sökum. Slika veiki er, að áliti geðsjúk- dómasérfræðinga, mjög erfitt að uppræta, þar sem sjúklingurinn getur verið fullkomlega eðli- legur að öðru leyti og tekst þvi að halda, sálar- ástandi sinu leyndu og villa á sér sýn, en brotnar svo gersamlega, er hann verður að játa sekt sina og á þá oft ekki bata von. Þessu fólki fyrirgefur samfélagið, þvi það er ekki sjálfrátt gerða sinna. Hinu er ósvarað, hvernig múgurinn dæmir þá frumspekinga, er komið hafa fram á sjónarsviðið i framhaldi af hinu svonefnda „Ármannsfells- máli” (er vegið var að virðingu nokkurra ihalds- manna i Reykjavik), með ærumeiðandi yfirlýs- ingar og fullyrðingar um ýmsa af forvigismönn- um þessa lands, og þá sér i lagi framsóknar- menn. Þessir menn eru margir sem leikarar i s jónleik af þvi tagi, að þeir eru leikstjóranum þóknanlegir i einu og öllu, en láta sig litlu varða um stað- reyndir, séreðli hlutanna eða afleiðingar af hátt- erni sinu. Þessum vesalings einfeldningum er stjórnað af skipulögðum neðanjarðarhreyfingum stjórnmálaflokka, er hafa það markmið að hefta af alefli framgang Framsóknarflokksins, eftir að sýnt var að hann var i mikilli sókn og formaður flokksins sannaði, að hann er hinn mesti far- sældarmaður i ráðherrastól, virtur af lýð sins lands. Þegar slikar öldur riða yfir, þannig að fornhelg vigi hrynja að grunni, siðir og venjur eru virt að vettugi og afneitað er nauðsyn þess að komast að kjarna málsins, þá er gjarnan spurt: Hvar getur maðurinn leitað halds og trausts? Ekkert, sém fer eitt sinn fram úr meðalhófi, þekkir sin takmörk. Framsóknarmenn hafa tekið á þessum náungum af þolgæði. Þeir hafa að visu skaðað flokkinn mikið um sinn, en viljinn fyrir velferð islenzku þjóðarinnar stendur óhaggaður eftir. „Sinum gjöfum er hver likastur”. Menn munu hugleiða timana tvo, hve lengi þeir njóta ánægjunnar. Ef menn glata dyggð til að þjóna föðurlandinu, hvernig mega þeir þá gagnast þvi. ÓK • Kynning á ungu framsóknarfólki „Onnur stjórn ón þótttöku Framsóknarflokksins hefði að öllum líkindum ekki orðið farsælli" — segir Kristinn Jónsson í Búðardal „önnur stjórn án þátttöku Framsóknarflokksins heföi aö öllum likindum ekki oröiö far- sælli,” segir Kristinn Jónsson i Búöardal. Við höfðum tal af Kristni Jónssyni, verzlunarmanni hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar i Búðardal, er hann var á ferðinni I bænum fyrir skömmu. Krist- - inn er 28 ára Dalamaður, fædd- ur og uppalinn á Hallsstöðum, Fellsströnd i Dalasýslu. Hann lauk landsprófi frá Reykholts- skóla og nam siöan einn vetur við lýöháskóla i Danmörku. Að námiloknu réðist hann til starfa hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar I Búðardal, þar sem hann hefur starfað siðan. Kristinn hefur unnið nokkuð að félagsmálum, aðallega innan Framsóknarflokksins, og var kosinn i stjórn Sambands ungra framsóknarmanna á siðasta þingi þess á Laugarvatni. Við spuröum Kristinn fyrst, hvaö heföi vakiö stjórnmála- áhuga hans og hvers vegna hann hefði valiö Framsóknar- flokkinn? — Það var min skoðun, og er ennþá, sagði Kristinn, — að þaö væri skylda hvers þegns að taka ■vissan þátt i stjórnmálum, þvi það er svo margt sem pólitik kemur inn á, t.d. á hverju ári þegar skattskráin kemur út, þá eru miklar umræður um skattamálin, verðlag á' vörum og þjónustu, og I raun og veru flest allt sem maöur tekur sér fyrir hendur á degi hverjum, er meira og minna háð stjórnvöld- um. Þess vegna gerir þaö mann viösýnni I hinum ýmsu málum, ef reynt er að fylgjast með og taka þátt I umræðum um þau. Svo er þaö annað mál hvað fólk tekur mikinn þátt I pólitisku starfi, en þaö er undir einstak- lingnum komiö. Ég hef aö minum dómi, haft mikiö gagn af þvi að starfa inn- an Framsóknarflokksins og það hefur gert mér auðveldara að skilja hin ýmsu vandamál, og auk þess er þroskandi aö starfa aö svona málum. En hvers vegna ég valdi Framsóknar- flokkinn var einfaldlega vegna þess, að hans stefna féll bezt að mlnum þjóðfélagslegu skoöun- um. Fyrir 12-14 árum er ég fór að fylgjast meö stjórnmálum var Framsóknarflokkurinn einn flokka að minum dómi er lét sig einhverju skipta hagsmuni landsbyggöarinnar, og allt fram á þennan dag hefur flokkurinn barizt fyrir sem jöfnustum lifs- skilyrðum um allt land. T.d. meðan vinstri stjórnin sat undir forystu Framsóknarflokksins, þá átti sér stað bylting á þessu sviði, þannig að fólk fór aö trúa aftur á land og þjóö. Þar sem atvinnuleysi haföi verið árvisst, og fólksfækkun hafði átt sér stað, fór allt aö breytast til hins betra. En þrátt fyrir þaö má sjá hróplegt misrétti á milli þegn- anna, þótt aldrei verði um það aö ræða að allir sitji við sama borö hvar sem þeir eru búsettir. En margt má lagfæra t.d. verð á raforku, þjónustu, sima, og að maöur tali nú ekki um hinn mikla skatt, sem þeir verða að greiða er nota oliu til upphitun- ar. En þaö sem verst er, er það, að margir landsmenn gera sér ekki grein fyrir þessu misrétti, og hafa ekki veitt athygli þeirri stökkbreytingu, er varö á lands- byggðinni i stjórnartiö vinstri stjórnarinnar, ef draga má á- lyktun af úrslitum sfðustu al- þingiskosninga. — Landbúnaður er með mikl- um blóma i Dalasýslu. Er útlit fyrir að svo veröi enn um langa framtiö? — Dalasýsla er landbúnaðar- hérað, þar sem nær eingöngu er byggtá sauðfjár- og kúabúskap. Nú hin seinni ár hefur mjólkur- framleiöendum fækkað og mjólk minnkað. Það er m.a. vegna þess, að kúabændur hafa ekki taliðsig bera þaðúr býtum, sem þeir þyrftu. Og önnur á- stæða er sú, að þróunin hjá mjólkurframleiðendum hefur á undanförnum árum verið mjög ör, t.d. tankvæðing o.fl. Þetta hefur kallað á fjárfrekar fram- kvæmdir og margir hefðu kosiö að byggja upp hjá sér, en fjár- magn til þeirra hluta hefur ekki legið á lausu. Af þeim sökum hafa menn hætt við kýr og fjölg- að viö sig sauðfénu. Þetta gerir að verkum að óhagkvæmari rekstur veröur hjá mjólkurbú- inu I Búöardal. Það er min skoöun aö gera þurfi byggöaráætlun fyrir Dala- sýslu. Þar sem m .a. lagt væri tii grundvallar aukin mjólkur- framleiðsla, og i framhaldi af þvi yrðu aukin aöstoð til þeirra, sem vildu byggja upp kúabú. Nú er Búöardalur eini byggö- arkjarninn i héraöinu og byggist nær öll atvinna þar á þjónustu við nágrannasveitirnar. Það er orðiö mjög brýnt að auka á fjöl- breytni I atvinnulifinu, svo eöli- leg uppbygging geti átt sér staö. Þaö er styrkur fyrir hvert héraö að blómiegur byggöarkjarni sé þar og geti veitt flesta þá þjón- ustu sem þörf er á. — Hvert er að þinu mati mest aökallandi verkefni stjórn- valda? — Brýnasta verkefni stjórn- arinnar er að skipuleggja nýt- ingu sjávaraflans, þannig að við getum búið að honum um ó- komna framtið, og aukið þar með verömætasköpun þjóðar- innar. Leggja veröur áherzlu á næga atvinnu um allt land. Einnig veröur að útfæra og aö- laga byggöastefnuna vanda- málum einstakra héraða, en vandamálin geta verið misjöfn eftir stöðum. Viða um land eru húsnæðisvandræði, og á þeim stöðum þarf að gera eitthvað sem örvar fólk til að byggja, svo að fólk leiti ekki eingöngu á suð-vesturkjálka landsins. Fleira mætti telja, en full at- vinna um allt land og áfram- haldandi uppbygging er þaö, sem stjórnvöld á hverjum tima verða að leggja áherzlu á. — Finnst þér, að almenning- ur beri nægilegt traust til stjórnmálamanna og stjórn- málaflokka? — Það hefur verið skoðun margra, nú seinni árin, að stjórnmálamenn séu óábyrgir, og virðing fyrir þeim og Alþingi fari þverrandi. Með rökum má styðja það aö svo sé á stundum, bendi ég þá á vinnubrögð stjórn- arandstæöinga, ekki bara þá sem nú er, heldur einnig stjórn- arandstööuna er sat á timum vinstri stjórnarinnar siöustu. Vorið 1974 þegar erfiðleikar blöstu viði efnahagsmálum, var það yfirlýst stefna þeirra sem I stjórnarandstöðu voru, að það skipti ekki máli hvort tillögur rikisstjórnarinnar væru skyn- samlegar eða ekki, stjórnin yrði að fara frá. Það tókst, og erfið- leikar af þessum sökum jukust. Slik vinnubrögð stjórnmála- manna eru ekki til að auka virö- ingu þjóöarinnar á þeim, eöa stjórnmálum yfirleitt, þar sem hagur þjóðarinnar er iátinn vikja fyrir skammsýni og flokkslegri þröngsýni. Einnig er það orðið þannig, að alþingismenn hafa svo mikinn starfa með höndum, eru t.d. II mörgum nefndum og ráðum, auk þess að gegna þing- mennsku.aðþeir hafa ekki tima til að sinna kjósendum sem skyldi. Þannig hefur samband þingmanna og kjósenda minnk- að. 1 þriðja lagi hafa fjölmiðlar, nú upp á siðkastið, verið mjög iðnir við að brigzla stjórnmála- mönnum um alls konar misferli. Hrópað er upp misrétti, alls konar fullyröingar koma fram, sem margir taka undir að ó- hugsuðu máli, og menn ausa auri hver á annan. Þar finnst mér fjölmiðlar hafa brugðizt. 1 staðþess að skýra út og upplýsa málin, ganga þeir fram i þvi að sverta náungann og auka á tor- tryggni meðal þegnanna. Lýö- ræðinu stafar hætta af þessum vinnubrögðum. — Hvaö vilt þú segja um varnarmálin og þá skoðun sem haldið hefur verið á lofti að taka eigi leigu fyrir afnot af landinu? — Þvi miöur tókst vinstri stjórninni ekki að hrinda þeim áformum stjórnarsáttmálans I framkvæmd að láta herinn fara. Ekki verður Framsóknar- flokknum mikið ágegnt I þess- um efnum með Sjálfstæöis- flokknum, enda við ramman reip að draga i þessu máli, þar sem mér hefur fundizt sumir erindrekar Sjálfstæðisflokksins leggja sig meira fram við það, aö gera svokölluðum vinaþjóö- um til hæfis, en minna úr þvi atriði, hvað væri fslenzku þjóð- inni fyrir beztu. Það er min á- kveðna skoöun, að Framsókn- arflokkurinn veröi þegar hann kemst i þá aðstöðu, ef til vill aö afloknum næstu kosningum, aö láta varnarmálin verða mál málanna. Nú, svo er spurningin um, hvort við eigum að reyna að græða á varnarliöinu meö þvi aö láta þá borga leigu fyrir afnotin. Ég svara einfaldlega með einu NEII, að það á ekki að vera til umræðu innan Framsóknar- flokksins. — Að lokum, Kristinn, er Framsóknarflokkurinn I sókn eða er hann á undanhaldi? — Staða stjórnmálaflokks fer að minum dómi eftir störfum flokksins á hverjum tfma. Framhald á 20. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.