Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 90
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR RAFMAGNSVERKFÆRI HÖGGBOR / BROTVÉLAR BORVÉLAR HANDFRÆSARAR HJÓLSAGIR HÖGGBORVÉLAR SVERÐSAGIR PÚSSARAR RAFHLÖÐUBORVÉLAR STINGSAGIR KEÐJUSAGIR Gleðileg jól JÓLAGJÖF GOLFARANS www.draumagolf.is GOLFEINKAÞJÁLFUN - kennsla hjá PGA golfkennara - aðhald sem gefur árangur - sveiflan á einkasvæði - tölfræðin á einum stað - árangursríkar æfingar, vetur og sumar/inni og úti GJAFAKORT FYRIR ALLA KYLFINGA JON KARLSSON PGA GOLFKENNARI Sími: 511-2812 1x10 Draumagolf 14.12.2005 18:57 Page 1 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 12 13 14 15 16 17 18 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Haukar og Breiðablik mæt- ast í Iceland Express-deild kvenna.  19.15 ÍR og Þór mætast í Iceland Express-deild karla..  19.15 Snæfell og Haukar mætast í Iceland Express-deild karla..  19.15 Höttur og KR mætast í Iceland Express-deild karla..  19.15 Fjölnir og Njarðvík mætast í Iceland Express-deild kvenna.  19.15 Keflavík og Hamar/Selfoss mætast í Iceland Express-deild karla.. ■ ■ SJÓNVARP  10.10 Heimsmeistarakeppni félagsliða á Sýn. Liverpool og Deportivo Saprissa mætast.  16.20 Heimsmeistarakeppni félagsliða á Sýn. Liverpool og Deportivo Saprissa mætast.  19.00 NFL-tilþrif á Sýn.  21.00 NBA á Sýn. Detroit Pistons og Sacramento Kings.  23.55 Heimsmeistarakeppni félagsliða á Sýn. Liverpool og Deportivo Saprissa mætast. HANDBOLTI „Mér finnst Íslandsmót- ið hafa verið virkilega skemmti- legt í ár. Breytingin á leikjafyrir- komulaginu hefur virkað ágætlega og félögin hafa náð að skapa betri umgjörð um leikina en oft áður,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals í DHL-deild kvenna. Keppni í DHL-deild karla hefur verið jöfn og spennandi það sem af er vetri en nokkur lið hafa komið skemmtilega á óvart. „Fram hefur komið verulega óvart í vetur. Skipulagið á leik liðsins er til fyrirmyndar og það á bæði við um vörn og sókn. Valsliðið hefur að mörgu leyti líka komið á óvart því handboltinn sem liðið spilar er hraður og skemmtilegur. Þar eru ungir strákar að leika stórt hlut- verk og það er gott fyrir íslenskan handbolta. Þá hafa ungir íslenskir markverðir tekið miklum fram- förum. Strákar eins og Gísli Guð- mundsson, Hlynur Morthens og Pálmar Pétursson eru nú orðnir virkilega góðir markmenn.“ Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- samband Íslands, er ánægður með framvindu mótsins það sem af er og segir hann flest félögin í deildinni standa prýðilega að því að skapa góða stemningu á deild- arleikjunum. „Ég hef séð marga leiki í vetur og mér finnst stemn- ingin í húsunum oftast hafa verið einstaklega lífleg og þá hefur oft- ast nær verið spilaður skipulagð- ari og betri handbolti heldur en oft áður. Þá eru margir ungir leik- menn að láta að sér kveða í deild- inni og það á eftir að skila sér vel til framtíðar.“ Valur er nokkuð óvænt í fyrsta sæti í deildinni eftir að hafa leik- ið þrettán leiki en Fram kemur næst, stigi á eftir. Ágúst er viss um að lið Hauka eigi eftir að koma sterkt til leiks seinni part móts, en liðið er nú í þriðja sæti og á meðal annars leik til góða á Val. „Mér finnst eins og þátttakan í Evr- ópukeppninni hafi setið svolítið í leikmönnum Hauka en lykilmenn liðsins, Andri Stefán og Árni Sig- tryggsson, eiga heilmikið inni. Ég spái því að þeir komi sterkari til leiks í seinnihluta móts.“ magnush@frettabladid.is Fram hefur komið mest á óvart Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta, segir Íslandsmótið hafa verið virkilega skemmtilegt það sem af er og vonast eftir áframhaldandi spennu. Hann telur Fram hafa komið liða mest á óvart. BALDVIN ÞORSTEINSSON Baldvin hefur leikið einstaklega vel með Valsmönnum það sem af er Íslandsmóti og er markahæsti leikmaður DHL-deildarinnar með 93 mörk. FRETTABLAÐIÐ/E.ÓL. TÖLFRÆÐI DHL-DEILD KARLA MARKASKORUN: 1.BALDVIN ÞORSTEINSSON, VAL 93 MÖRK 2.MLADEN CUCIC, ÍBV 87 3.VLADIMIR CURIC, SELFOSS 85 4.MOHAMADI LOUTOUFI, VALUR 81 5.VALDIMAR ÞÓRSSON HK 81 6.ERNIR HRAFN ARNARSON AFTUREL. 77 7.GORAN KUZMANOSKIM ÍBV 74 8.EINAR INGI HRAFNSSON AFTUREL. 72 9.HEIMIR ÁRNASON, FYLKIR 71 10.AIGARS LAZDINS, ÞÓR 69 OFTAST ÚTAF Í TVÆR MÍNÚTUR: 1.BJÖRN FRIÐRIKSSON, STJARNAN 19 2.ÞORRI BJÖRN GUNNARSSON, FRAM 18 3.SVERRIR BJÖRNSSON, FRAM 18 4.PÁLMI HLÖÐVERSSON, FH 16 5.SINDRI HARALDSSON, FH ÞÓR 16 6.GUÐLAUGUR ARNARSSON, FYLKIR 15 7.KARL GUNNARSSON, ÍR 15 8.INGVAR ÁRNASON, VALUR 15 9.HJALTI PÁLMASON, VALUR 14 10.MICHAL DOSTALIK, ÍBV 13 STAÐAN Í DHL-DEILD KARLA: VALUR 13 10 1 2 407:362 21 FRAM 13 9 2 2 365:343 20 HAUKAR 11 8 1 2 324:288 17 FYLKIR 13 7 2 4 356:328 16 KA 12 6 3 3 324:316 15 STJARNAN 12 5 3 4 337:321 13 AFTURELDING 13 5 2 6 328:336 12 ÍR 12 5 1 6 396:379 11 ÍBV 13 5 1 7 383:418 11 HK 12 4 2 6 337:342 10 FH 13 4 1 8 364:370 9 ÞÓR AK. 13 3 3 7 358:383 9 SELFOSS 13 3 1 9 359:406 7 VÍK/FJÖL 13 2 1 10 350:396 5 KÖRFUBOLTI Pat Riley stýrði liði Miami Heat í gær í fyrsta sinn síðan hann tók við stjórn liðsins af Stan Van Gundy, sem hætti af persónulegum ástæðum fyrir skömmu. Miami Heat vann Chi- cago Bulls 100-97 í leiknum og fagnaði Riley ógurlega að leik loknum. Riley var um árabil einn af virtustu þjálfurum NBA-deild- arinnar og hann var glaður að vera kominn í þá stöðu að nýju. „Ég mun þurfa langan tíma til þess að venjast starfinu á nýjan leik en ég get ekki leynt því að mér líður dásamlega núna.“ Shaquille O‘Neal, miðherji Miami, var ánægður með úrslitin. „Þetta var góður sigur og það var mikilvægt fyrir Riley að byrja á sigri.” Riley stýrði Miami til sigurs: Riley sigraði í fyrsta leik FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Þórður Guðjónsson er laus allra mála hjá Stoke City eftir að hafa náð samkomulagi við forráða- menn félagsins um starfsloka- samning. Nú er ekkert því til fyr- irstöðu að hann gangi til liðs við ÍA strax eftir áramót og nái þar með stærstum hluta undirbún- ingstímabilsins. Eins og kunnugt er átti Þórður í deilum við stjórn Stoke um starfs- lokasamning og leit á tímabili út fyrir að hann myndi ekki koma til móts við félaga sína hjá ÍA fyrr en um mitt næsta sumar. - vig Þórður Guðjónsson: Laus frá Stoke ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON Kemur heim um áramótin. FÓTBOLTI „Við getum orðið heims- meistarar félagsliða og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þetta mót,“ sagði Jamie Carragher við opinbera vefsíðu Liverpool í gær, en Liverpool mætir í dag Deportivo Saprissa frá Kostaríka á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan. Liverpool er óneitanlega sterkasta liðið sem keppir í mót- inu en mörg liðin sem taka þátt eru með óþekkta leikmenn inn- anborðs sem ekki hafa látið mikið að sér kveða á alþjóðlegum vett- vangi. „Ég geri kröfu um að við vinnum þetta mót. Það má þó ekki vanmeta liðin sem taka þátt í mótinu því þau eru öll sterk. Við höfum verið að leika einstaklega vel að undanförnu og ef við höld- um áfram á sömu braut er liðið líklegt til þess að ógna Chelsea í toppbaráttu ensku úrvalsdeild- arinnar,“ sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, en hann leggur mikla áherslu á þessa keppni og vonast til þess að Liver- pool sanni fyrir stuðningsmönn- um sínum að Evrópumeistaratit- illinn í vor hafi ekki verið nein tilviljun. - mh Liverpool leikur sinn fyrsta leik á HM félagsliða í dag: Eigum að vinna þetta mót JAMIE CARRAGHER Carragher hefur leikið stórkostlega með Liverpool á leiktíðinni og verður eflaust í byrjunarliði Englands á HM í Þýskalandi ef hann heldur áfram á sömu braut. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Ítalski knattspyrnumað- urinn Paolo Di Canio hjá Lazio kveðst munu halda áfram að heilsa stuðningsmönnum sínum að sið nasista, þrátt fyrir að hafa verið ávíttur af ítalska knatt- spyrnusambandinu vegna þessa í annað skiptið á skömmum tíma. Di Canio rétti fram beina hendi í átt að stuðningsmönnum sínum þegar hann gekk af velli í leik Lazio og Livorno um síðustu helgi, andstæðingum fasisma til mikils ama. Lazio hefur verið sektað um 600 þúsund krónur vegna uppá- tækis Di Canio en sjálfur hlaut leikmaðurinn enga refsingu. „Með þessari kveðju er ég að staðfesta veru mína í hópi fólks sem trúir á ákveðin gildi í sam- félaginu. Ég er stoltur af því að tengjast slíkum hópi og mun halda áfram að votta honum virðingu mína með þessum hætti,“ segir Di Canio, sem hlaut 800 þúsund króna sekt fyrir að gera slíkt hið sama í leik gegn Roma fyrir tveimur mánuðum síðan. Ítalska knattspyrnusambandið er sagt vera að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að refsa Di Canio með fjársekt eða jafnvel leikbanni. „Ef svo er fer ég fram á að for- seti Lazio verji mig fram í rauð- an dauðann. Að sjálfsögðu býst ég við 100 prósenta stuðningi frá mínu félagi og verð mjög sár ef það bregst,“ segir Di Canio, sem hefur aldrei farið leynt með skoð- anir sínar. - vig Lazio borgar sektina af fasistakveðju Paolo Di Canio: Ég mun halda áfram að heilsa svona FASISTINN Paolo Di Canio hefur í tvígang veifað til áhorfenda að sið fasista og hefur hann í kjölfarið verið mikið gagnrýndur. Hann segir sér þó ekki geta staðið meira á sama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.